Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 74. tbl. 77. árg.________________________________________SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989______________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins TJARNARSTEMMNING Morgunblaðið/Þorkell Schliiter vill skattalækkun Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, for- sætísráðherra Dan- merkur, vill efiia til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stefhu í skattamál- um, um skattalækk- un en aukna neyslu- skatta á mótí, en sá er hængurinn á, að hann fær ekki fyrir því meirihluta á þingi. Mestu vandræðin eru með ríkisstjómarflokkinn Radikale Venstre, sem má ekki heyra minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu, en mið- demókratar, sem styðja ríkisstjóm- ina þótt ráðherralausir séu, ætla ekki að leggjast gegn henni. Form- aður flokksins segir þó, að hug- myndin sé aðeins órar manns, sem ekki hafi lengur neitt tíl málanna að leggja. Framfaraflokkurinn er ekki fráhverfur þjóðaratkvæða- greiðslu en leggur áherslu á, að tíl- lagan verði skýr og skorinorð svo að kjósendur viti um hvað sé að ræða. SchlUter V estur-Þýskaland: Hryðjuverkamenn heímta að vera saman í fangelsum Tveir hætt komnir í hungurverkfalli ZUrích. Frá Óimu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ELLEFU af um 40 vestur-þýskum hryðjuverkamönnum sem em í haldi í Sambandslýðveldinu Þýskalandi em nú í hungurverkfalli. Tveir þeirra, Karl- Heinz Dellwo og Christa Eckes, hafa svelt sig síðan 1. febrúar og fer hrak- andi en aðrir hafa síðan bæst í hópinn á tveggja vikna frestí að gömlu for- dæmi hryðjuverkamanna IRA. Fang- amir kreflast þess að fá að vera saman í tveimur fangelsum í stað þess að vera dreift um allt land. etta er tíunda hungurverkfall vestur- þýskra hryðjuverkamanna síðan 1973. Þeir krefjast einnig að fjórir þeirra verði látnir lausir vegna hrakandi heilsu og að þeir fái að hafa samband við öll félagasam- tök fyrir utan fangelsisveggina. Kröfumar hafa fengið litlar undirtektir ráðamanna og meirihluti kristilegu bræðraflokkanna er algjörlega á móti að við þeim verði orð- ið. Dómsmálaráðherra jafnaðarmanna í Nordrhein-Westfalen og fijálslyndra í Rheinland-Pfalz era sama sinnis. Sumir jafnaðarmenn en þó sér^taklega græningj- ar telja rétt að semja við hryðjuverkamenn- ina. Walter Momper, nýkjörinn borgarstjóri Berlínar, lagði til fyrr í vikunni að Rita Siissmuth, forseti þjóðþingsins, og Jiirgen Schmude, formaður evangelíska kirkju- þingsins og þingmaður jafnaðarmanna, yrðu milligöngumenn í viðræðum við hryðjuverkamennina en sú tillaga hefur verið felld. Momper óttast að langvarandi hungurverkfall eða andlát eins fanganna leiði til hryðjuverka. Rauða herdeildin myrti iðnjöfurinn Emst Zimmermann fyrir fjóram áram þegar hryðjuverkamenn í haldi höfðu svelt sig í tæpa tvo mánuði. Dómsmálaráðherra Nordrhein-Westfa- len reyndi árangurslaust að eiga fund með einum fanganna og fundur ráðuneytis- stjóra dómsmálaráðuneytisins í Bonn með öðrum var árangurslaus. Fundir fulltrúa dómsmálaráðuneyta hinna ýmsu fylkja og sambandsstjómarinnar hafa einnig verið árangurslitlir. Unnt er að veita föngunum fullkomna læknisaðstoð en lítið er hægt að gera til að stöðva samræmdar aðgerðir þeirra í rúmlega tuttugu fangelsum. Ráðamenn era ekki tilbúnir að leyfa hryðjuverkamönnunum að dveljast saman í tveimur hópum þar sem talið er víst að það yrði til þess að þeir myndu stappa stálinu hver í annan og hindra að ein- hveijir veiktist í trúnni. Það hefur ekki mælst vel fyrir í þeirra hópi, að tveir félag- ar þeirra, sem höfðu tekið sinnskiptum og fordæmt hryðjuverk, vora náðaðir. Hafna til- lögnm Bush Jerúsalem. Túnisborg. Reuter. HÁTTSETTIR ernb- ættísmenn í ísrael skýrðu frá því í gær að Yitzhak Shamir, forsætísráðherra landsins, hefði afráð- ið að hafa að engu tillögur sem George Bush Bandaríkjafor- setí hefur kynnt til að draga úr spennu á hemámssvæðum ísraela. Bush hefur lagt til að Palestínu- mönnum sem fangelsaðir hafa verið á pólitískum forsendum verði sleppt úr haldi og að hlutí herliðs ísraela á heraámssvæðunum verði kallaður þaðan. Að sögn ísraelska ríkisútvarpsins hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum afráðið að hafiia boði ísraelsstjómar þess efiiis að yfirmaður leyniþjón- ustu landsins geri bandarískum ráðamönnum grein fyrir „áfram- haldandi hryðjuverkum PLO“ á sér- stökum fiindi. SJÁLFSTÆTT FERÐA OLAFUR SKÚLASON MANNSMYND 13 SKÁLMttLDí WASHHMCTOM Höfuðborg morða í Bandartkjunum?^^ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.