Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 14
I ftl e?. (íMOEGUNBLAÐIÐ (S15ÍWl!íDAGlíR 12! ^ÁÞKÍL' 'Í989 n 4 Óður sumarsins er í vændum ÞAÐ ER korninn aprílmánuður, sem á eftir að færa okkur sumardag- inn fyrsta og vonina um vor á íslandi. Farfuglamir skila sér einn af öðrum og fá jafnvel pláss á síðum dagblaðanna. Gróðuraálin gægist varfærin fram undan vegglægjum og í húsagörðum. Við ströndina er kominn nýr tónn í samleik fúgla og Qörulífs og i þaraskógunum Iitlu utar eru grásleppa og rauðmagi að leggja saman í eitt. Teikning/Pétur Halidórsson vintýri vorboðans sem menn hafa notið hér út- norður í hafi í meira en ellefu hundruð ár er alltaf jafn til- breytingaríkt og kærkomið. Áður fyrr tengdist það þeirri áleitnu spum- ingu að lifa veturinn af, nú fáum við notið þess með öðrum og áhyggju- minni hætti. Eftir innisetur vetrarins leitar hugurinn út og fólk fer að gera áætlanir um vorstörfín og tóm- stundir sumarsins. Viðfangsefnin sem þar bíða okkar em mörg sundurleit. Sá hópur er þó stór sem sinnir ræktun af einhveiju tagi og kemst í snertingu við gróður- moldina. Hjá öðrum eru ferðalög og náttúruskoðun efst í huga. Allmargir tengja þetta þátttöku í áhugafélög- um, sem eru mörg og leitast við að ná til almennings hver á sínu sviði. Eitt þeirra, Hið íslenska náttúru- fræðifélag, verður hundrað ára í sumar og mun eflaust minna á sig á þeim tímamótum. Sérstaða íslensks umhverfis Vor og sumar tengjast útivist, sem færir okkur nær landinu og um- hverfí þess. Þar eigum við sameigin- legan sjóð, sem miklu skiptir hvemig er ávaxtaður. Öll berum við hlýjan hug til landsins, tilfínningar sem mótast af uppeldi og áhugamálum hvers og eins. Ég er þó viss um að margt mætti gera til að styrkja þá samkennd og nýta hana til að skapa betra land og lífVænlegra umhverfí. Þegar tæknin hefur stytt vega- lengdir eins og raun ber vitni og fjar- skipti tengja menn saman heims- homa á milli í einu vetfangi, er mik- il þörf á því að umhverfíð hið næsta okkur gleymist ekki eða falli í skugg- ann af glansmyndum utan úr heimi. Mér skilst að fímmtungur jarðarbúa hafi horft á úthlutun Óskarsverð- launa fyrir kvikmyndir í síðustu viku, vonandi verðskulduð verðlaun, en niðurstaðan að einhveiju leyti háð flármagni og auglýsingum. Á sama tíma fer fjöldi áhugaverðra atriða framhjá okkur í heimabyggð, að ekki sé talað um öll þau ævintýri sem íslensk náttúra hefur að bjóða þeim sem leita hennar. Það er full ástæða til að við áttum okkur betur en hingað til á sérkenn- um og sérstöðu íslensks umhverfís. Það er í senn nauðsynlegt til að vemda það og varðveita, en einnig til að njóta þess að kynnast því sem er hið næsta okkur og hlaupa ekki að ástæðulausu langt yfír skammt í leit að einhveiju eftirsóknarverðu. Túnið heima og fiœgari staðir Vissulega er það afstætt, hvað telst vera eftirsóknar- vert. Einnig þar kemur við sögu auglýsingin, merkimiðinn um það hvað telst vera frægur staður og skoðunar virði. Fyrir hvem og einn sem skoðar um- hverfíð óháð slíkri leið- sögn, eru það fyrst og fremst kynnin og þekkingin á hveijum stað sem tengir okkur við hann og ræður því, hvort hann verður okk- ur kær. Jafnvel hið hversdagslegasta í landslagi og byggð getur höfðað til okkar, ef við eigum þar ein- hveijar rætur. Fólk sem alist hefur upp í sveit þekkir þetta úr túninu heima, þéttbýlisbúinn úr götuni sinni eða fjörunni, þar sem hann eða hún stóðu ung við sjóinn og lét sig dreyma. Góð tengsl við umhverfíð hið næsta okkur skipta þannig miklu máli og þau þarf að rækta ekki síst fyrir bömin. Miklu skiptir að dag- heimili og skólar eigi greiðan aðgang að náttúrulegu umhverfí og að um- hverfísfræðsla hljóti verðugan sess í starfí þessara menntastofnana. Það er í barnshuganum sem skilningur þarf að skapast fyrir samhengi í náttúmnni og hvemig mannlegar athafnir get.a leitt tið óheillavænlegr- ar röskunar, hvort sem um er að ræða mengun eða akstur utan vega, svo dæmi séu tekin. Það er æskufólk- ið sem þarf að fá heilbrigða sýn til umhverfísins og verða þannig liðs- menn í náttúruvernd. Með þannig undirbúningi erum við líkleg til að kunna að umgangast landið af þeirri nærfæmi sem það á skilið, þegar lagt er upp í lengri eða skemmri ferðir út fyrir heimahag- ana. Þá emm við orðin ferðamenn, túristar rétt eins og útlendingurinn, og leitum þeirra staða sem hafa adráttarafl og frægir em orðnir af auglýs- ingum og því í hættu eða hafa misst gildi sitt vegna fólksmergð- ar. Náttúruvemd og rannsóknir Þá em áreiðanlega margir sem átta sig ekki á því, hversu mik- ið skortir á þekkingu á íslensku umhverfi til lands og sjávar og raunar einnig varðandi loftið, jafnt veðurlag og mengun. Handahóf einkennir því miður alltof margt í okkar samfélagi og náttúm- rannsóknir hafa ekki farið varhluta af því. Þar skortir bæði á íjármagn og skipulegt verk- lag. Undirstöðuþættir eins og korta- gerð af landinu em látnir sitja á hakanum. Landmælingar íslands fá sáralítið fjármagn til gmnnvinnu og er ætlað að lifa á snöpum af „sértekj- um“. Þetta bitnar á fjölmörgum rannsóknum og skipulagi á landnotk- un, þar sem góð kort em fmmgögn eins og skór fyrir göngumann. Rannsóknum á jarðfræði landsins og lífríki hefur vissulega fleygt fram á við síðustu áratugi, en em þó enn mjög í molum og samstarf þeirra stofnana sem þeim eiga að sinna. Náttúmfræðistofnun Islands sem lögum samkvæmt er ætlað það verk- efni að afla undirstöðuþekkingar á náttúm landsins og miðla henni til almennings hefur orðið slík hom- reka, að fáir verða hennar varir. Hafrannsóknastofnun hefur notið meiri athygli enda tengist hún að- allífsbjörg Islendinga. Þó em fjár- veitingar til rannsókna á hennar veg- um, m.a. til vistfræðirannsókna á íslenskum hafsvæðum, allsendis ófullnægjandi og þekking okkar á heimatúninu að því er hafið varðar afar götótt. Það getur orðið dýrkeypt, ef áfram verður vanrækt að afla traustrar vitneskju um landkosti. Þjóð sem byggir sitt meira en flestar aðrar á afrakstri lírænna auðlinda og beitir til þess nútímatækni, hefur síst af öllu efni á að stunda ekki öflugar rannsóknir. Hið sama er uppi á teningnum varðandi náttúmvernd og skipulags- vinnu. Þar verður ekki komið við vitrænum vinnubrögðum nema fyrir liggi fjölþætt þekking, bæði á nátt- úmfari og félagslegum þáttum. Gildi góðra safiia Flestar þjóðir leggja nú metnað sinn í að koma upp góðum söfnum sem miðstöðvum vísindarannsókna og til fræðslu fyrir almenning. Hér hafa söfn ekki notið mikillar athygh þeirra, sem deila út fjármunum og eiga að hlúa að fræðslustarfí. Það á við um söfn á nær öllum sviðum, hvort sem þeim hefur verið ætlað að varðveita og vinna úr heimildum um liðna tíð eða lifandi náttúm. Dæmigert um þetta ástand eru örlög náttúrufræðisafns í Reykjavík, sem vísir myndaðist að með náttúm- gripasafni Hins íslenska náttúm- fræðifélags fyrir réttri öld. Sam- kvæmt stofnlögum frá 16. júlí 1889 er „aðaltilgangur félagsins sá, að koma upp sem fullkomnustu náttúm- gripasafni á íslandi, sem sé eign landsins og geymt í Reykjavík“. Fé- lagið hafði veg og vanda af safninu HUGSAÐ UPPHÁTT í dag skrifar Hjörleifur Guttormsson þingmadur Alþýbubandalagsins Með Bio-tex þvottaefnunum fær þvotturinn þinn vandaða meðferð úrvalsefna frá Bio-tex. BIÁn BIO-TEX Með bláu Bio-tex má fjarlægja flesta bletti ef þvofturinn er lagður í bleyti. Þvottaefnið inniheld- ur áhrifarík enzym en engin bleikiefni, og er þess vegna gott fyrir viðkvæm efni og liti. GRJEHT BIO-TEX Notast sem forþvottaefni fyrir þvottavólar. BIO-TEX SUPERSPREY Eini úðinn með tvöföldu enzymil og virkar því sérstaklega vel á erfiða bletti svo sem egg, sós- ur, blóð, súkkulaði o.fl. Þú úðar Bio-tex í fötin og lætur liggjo nokkrar mínútur í og þværð síðan í þvottavél. Bio-tex tryggir tandurhreinan þvott Þyki þér vænt um þvottinn þinn notaðu þá Bio-tex! utsqlii- MARKAOUR Skipholti 33, (við hliðina á Tónabíó) Opið daglega kl. 13-18. Laugardaga kl. 10-16 Jakkarfrá kr. 500,- Buxurfrá kr. 500r Bolir frá kr. 500,- Peysurfrá kr. 1.200,- Stuttir og síðir kjólar frá kr. 1.900,- v/Laugalæk, sími 33755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.