Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989 4- a ~I9 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Veik stjórn í kjaraviðræðum Mótmælin sem höfð voru í frammi haustið 1984, þeg- ar Albert Guðmundsson þáver- andi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri ákváðu að borga opinberum starfsmönnum ekki laun fyrirfram, þegar verk- fall þeirra stóð fyrir dyrum, voru mun harðari og ákafari en þau sem nú heyrast. Þá voru það starfsmenn Ríkisútvarpsins sem gengu fram fyrir skjöldu og lokuðu stofnuninni. Engin blöð komu út um þær mundir vegna verkfails og tóku þá ein- staklingar sig til og hófu rekst- ur á frjálsu útvarpi. Voru þeir síðan eltir uppi af lögreglu og sumir dæmdir. Á hinn bóginn var einokun ríkisins á útvarps- rekstri síðar afnumin og nú er það tímanna tákn, að starfs- menn Ríkisútvarpsins eru ekki fremstir í flokki þeirra opinberu starfsmanna, er ætla í verkfall, ef ekki semst við ríkið um kaup og kjör. Ríkið á nú í samkeppni við löglegar einkastöðvar um rekstur hljóðvarps og sjónvarps. Það fór einnig fyrir dómstól- ana, hvort ríki og Reykjavíkur- borg hefði verið skylt að greiða laun fyrirfram á boðuðum verk- fallstíma og var niðurstaða dómstólsins sú, að engin slík skylda hvíldi á hinum opinberu aðilum. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hef- ur ákveðið að feta í fótspor þeirra Alberts Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar og þeir opinberu starfsmenn, sem hafa ákveðið verkfall fá ekki greidd laun fyrir apríl nema þar til boðað verkfall á að hefjast. Hefðu fáir búist við því í mold- viðrinu og látunum haustið 1984, að formaður Alþýðu- bandalagsins myndi taka slíka ákvörðun. Flokkurinn kynti á sínum tíma undir með þeim sem harðast snerust gegn þeim Al- bert og Davíð. Þegar ríkisstjórnin gengur til kjarasamninga við opinbera starfsmenn undir forystu for- manns Alþýðubandalagsins, sem helst hefur sótt fylgi sitt í raðir þeirra, kemur í ljós í skoð- anakönnun, að hún á mjög und- ir högg að sækja. Aðeins 37,1% segjast nú styðja stjómina og er óvenjulegt, að ríkisstjóm njóti jafn lítils fylgis. Hefur fylgi allra stjómarflokkanna dregist saman. Ástæðan fyrir fylgis- hrani stjómarinnar er einfald- lega sú, að henni hefur mistek- ist. Efnahagsstefna hennar hef- ur ekki gengið upp og ráðherrar og flokkar þeirra deila um mikil- væg málefni. Kjaraviðræður hafa þróast á þann veg, að nú er beðið eftir ákvörðunum ríkisstjómarinnar og hvemig fjármálaráðherra tekst að ná þeim fram í samn- ingum við opinbera starfsmenn. Ólafur Ragnar Grímsson hefur óhikað beitt sér fyrir skatta- hækkunum og opinber þjónusta hefur hækkað, meðal annars afnotagjald Ríkisútvarpsins um 28,2% að undirlagi Ögmundar Jónassonar, formanns Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), sem segist vilja ræða við ríkissijómina um velferðar- kerfið. Að þessu sinni er það ekki BSRB heldur kennarar og háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn sem ganga harðast fram gagnvart fjármálaráðherra. Viðsemjendur á almenna vinnumarkaðinum bíða nú átekta. Þeir vilja vita hvað ríkis- stjómin ætlar að gera í kjara- málum. Skyldi hún vera orðin of veikburða til að takast á við þau brýnu úrlausnarefni, sem bíða hennar þar? 9.að því er virðist af vamarræðu hans andúð á ellinni. Þór- bergur hafði viðbjóð á henni, ef marka má Kompaníið. Þeir hefðu báðir tekið undir það að guð hefði átt að gefa manninum mikla vizku í veganesti og láta hana dala með ellinni. En Ciceró er annarrar skoðunar. Líkaminn er ekki graf- hýsi. Það er hægt að þroskast í honum. Það er hægt að nota hann einsog hvert annað hylki á leið til nýs landnáms. Þessir spekingar voru engan veg- inn lausir við fordóma. Þeir blasa við okkur á víð og dreif í hugmynd- um Þórbergs, bæði í samtölum okk- ar og ritverkum hans sjálfs. En hann hafði lag á því að breyta for- dómum sínum í skemmtun fýrir þá sem þeim kynntust. Hann lifði af fordóma sína, en kannski urðu þeir Sókratesi að falli. Sá ákærenda hans sem þekktastur var og átti eitthvað undir sér, Anytus, var auð- ugur sútari af nýrri, öflugri milli- stétt og hafði átt þátt í því að koma einræðisstjóm Krítíasar frá 404 f.Kr., en hann virðist einsog Alkí- bíades hafa fengið allt frá guðunum — nema karakterinn. Anytus var fastur fyrir. Og þegar þeir Sókrates gerðu upp sakir sínar varð úr því harður leikur, þótt Sókrates reyndi ekki að bjarga eigin skinni and- spænis dauðanum, persónugerðum HELGI spjall harmleikurinn ekki sízt óður til þessa mannúðlega samfé- lags. Réttarhöldin yfir Sókratesi og dómur- inn yfir honum eru einn svartasti bletturinn á sögu þessa samfélags. Það voru lýðræð- issinnar sem stóðu fyrir þessum andlýðræðislegu aðgerðum gegn dyggð og lærdómi. Sókrates var kallaður til ábyrgðar fyrir guðlast í samfélagi sem leyfði slíkt, ef marka má t.a.m. flimtið um guðina í gamanleikjum Aristófanesar. En það var gaman sem átti eftir að káma. Þótt Aþeningar hafí hlegið að fyndni hans um að Seifur væri ekki til og helztu guðimir væru ringulreið, sviti og loft, dó hláturinn út í fáránlegri aðför að Sókratesi fyrir guðlast. En við mættum aftur á móti hyggja að því hvort guðimir þrír séu ekki einmitt um þessar mundir heimilisfastir hjá okkur; ringulreið, sviti og loft! Það er nóg af því öllu í íslenzku samfélagi. Og þá ekki sízt í íslenzkum stjóm- málum. Og svo fjölmiðlafárinu, náttúrlega. Jafn fáránleg var hin ásökunin, að Sókrates spillti æskunni. Hann var að vísu ekki einungis vizkuvin- ur, eða fílósóf, heldur einnig vizku- hönnuður svo að notað sé tungutak nútímans. Vizkuhönnuður hannaði ekki sízt hugmyndir handa ungu fólki en hönnunarstarf hans átti í sútaranum. En hvaða sakir? Það voru engar sakir. Anytus og Sókrates greindi augsýnilega á 'um æði margt. En lýðræðið nægði ekki í Aþenu, must- eri lýðræðisins, þar sem vizkugyðj- an Pallas Aþena sveif yfir vötnum og hafði m.a. verið kölluð til að kveða upp réttlátan dóm yfír Orest- es, syni Agamemnons, í þríleik Æskylosar sem engu er líkur. Aðal- persónan er raunar Iýðræðið í Aþenu og ágæti þess. Þannig er stundum rætur í fordómum. Þannig hafði hann varað son Anytusar við því að hafna í húðunum(!) Slík stétL arfyrirlitning hafði óhjákvæmilegar afleiðingar, ekki sízt í þjóðfélagi þar sem „sophia" átti ekki einungis við um listir og andleg verðmæti, heldur hæfileika af öllu tagi; sér- þekkingu einsog við segjum nú. Með slíkum fordómum kallaði Sókrates yfír sig reiði Aþeninga — og líklega einnig vemdargyðju borgarinnar sem mátti vel vita hver var upprunaleg merking vizkunnar. Eina „sök“ Sókratesar var sú, að hann iðkaði frelsi Aþeninga í samtölum sínum og hugmyndum. Dómurinn yfír honum var smánar- legur fyrir Aþeninga og í réttar- höldunum fólst óaþensk afstaða. Með dauða sínum sýndi Sókrates fram á veikleika lýðræðisins, rétt einsog það skein í hræsni og yfír- drepsskap hér heima þegar Þór- bergi var vikið úr starfí um það leyti sem Bréf til Láru kom út. Lýðræði sem þolir ekki „slæmar" kenningar eða „óæskilegan" mál- flutning á margt ólært. Það ættu þeir að íhuga sem nú gagnrýna Morgunblaðið eða veitast að því, meir af kappi en forsjá, fyrir marg- vísleg skoðanaskipti sem eru ekki alltaf í anda talsmanna og forystu- sauða Sjálfstæðisflokksins. Yfír- burðir þeirrar mannúðlegu sjálf- stæðisstefnu sem við öll þekkjum koma ekki sízt fram í heiðarlegri samkeppni við önnur sjónarmið. Óttinn við andstæðinga og öndverð- ar skoðanir breytir himni sjálfstæð- isstefnunnar í pólitískt asklok. Það sæti sízt af öllu á Morgunblaðinu, boðbera borgaralegs frelsis og lýð- ræðis, að búa um sig í skotheldu greni öfga og einæðis. Lýðræði var allt að því guðlegt fyrirbrigði í Aþenu hinni fomu, persónugert síðar í frelsisstyttu Bandaríkjanna. En það logar ekki alltaf á kyndlinum, ekki heldur í Aþenu né hér heima. Sókrates var í raun og vem leiddur fyrir eins konar „óameríska" nefnd í Aþenu þótt um 500 manna kviðdómur hafi dæmt hann að lokum. Fylgikvillar lýðræðis geta verið alvarlegir. Maðurinn er einungis hluti af náttúrunni einsog John Locke er alltaf að minna okkur á. Og hún er ekki í formalíni. Hún er ósótthreinsað miskunnarleysið upp- málað. M. (meira næsta sunnudag) REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. apríl Endurskoðunamefnd út- varpslaga hefur sent frá sér tillögur eða frum- varp að nýjum útvarps- lögum og í greinargerð nefndarinnar segir að hún byggi tillögur sínar á þeirri meginforsendu að „staða innlendra Qölmiðla hafí gerbreyst vegna stóraukinn- ar ásóknar erlendra gervihnattasendinga inn í lofthelgi íslendinga sem mun hafa keðjuverkandi áhrif á alla íslenska íjöl- miðla. Telur nefndin að eini skynsamlegi mótleikurinn sé að efla stórlega dag- skrárgerð í innlendum Qöimiðlum. Nefndin hefur því lagt höfuðáherslu á að skapa samræmt fjölmiðlaumhverfi á íslandi sem tryggt getur sem best stöðu íslenskra ijölmiðla á þessum umbrotatím- um.“ Þegar tillögur nefndarinnar eru lesnar vaknar sú spuming oftar en einu sinni hvað ýmislegt af því sem þar er sett fram eigi skilt við „stóraukna ásókn erlendra gervihnattasendinga inn í lofthelgi íslend- inga“. Hvarvetna era einstaklingar, fyrir- tæki og þjóðir að laga sig að breyttum aðstæðum vegna nýrrar fjölmiðlatækni. Verður það best gert með því að bæta eigin framleiðslu og ná til hlustenda og áhorfenda á eigin málsvæði með því að auka efni á eigin tungumáli. Hvað sem gervihnöttum og afnámi hindrana milli þjóða líður, er það undir þjóðunum sjálfum komið hve mikil áhrif þessi nýju tækifæri til samneytis við aðra hafa. Era það ekki gömul sannindi og ný að stundum eram við mest einmana í miklu Ijölmenni? í Qöl- miðlanotkun eins og á öðram sviðum velj- um við helst það sem við þekkjum best. Þeir sem bjóða það ná hylli á hveijum stað. Framgangur byggðarlagablaða er til marks um það. I raun snúast tillögur endurskoðunar- nefndarinnar um annað heldur en leiðir til að bregðast við aukinni erlendri áreitni. í greinargerð með framvarpinu sem nefnd- in hefur samið segir að kjaminn í þeim tillögum sem fram hafí komið innan nefnd- arinnar séu þijú nýmæli: „í fyrsta lagi afnám söluskatts og menn- ingarsjóðsgjalds af auglýsingum í ljós- vakamiðlum og stofnun fjölmiðlasjóðs með þátttöku allra íjölmiðla landsins. í öðra lagi breytt stjómskipan Ríkisút- varpsins. I þriðja lagi breyting á tekjustofnum Ríkisútvarpsins." UM FJÖLMIÐLA- sjóðinn segir meðal annars: „Nefndin telur jafnframt að sölu- skattur af auglýs- ingum ljósvakamiðla komi ekki til greina þar sem prentmiðlamir, sem þeir era í harðri samkeppni við, era undanþegnir. Nefndin telur sjálfsagt að allir fjölmiðlar sitji við sama borð hvað þetta varðar. Nefndin leggur hins vegar til að í stað- inn komi annað gjald, Qölmiðlasjóðs- gjald, sem leysi báða þessa skatta af hólmi, [þ.e. auk söluskattsins 10% gjald af auglýsingatekjum ljósvakamiðla sem rennur í menningarsjóð útvarpsstöðva]. Hugmyndin að baki ijölmiðlasjóði er sú að mikilvægt sé á þessum umbrotatímum að stofna öflugan sjóð fyrir alla íslenska fjölmiðla. Nefndin leggur til að í sjóðinn verði lagt ákveðið hlutfall af auglýsinga: tekjum allra miðla, nánar tiltekið 12%. í sjóðinn renni einnig tveir aðrir tekjustofn- ar, þ.e. 12% af aðflutningsgjöldum sjón- varps- og hljóðvarpstækja annars vegar og 6% af innflutningsverði móttökubúnað- ar fyrir gervihnattasjónvarp hins vegar. Ætla má að í sjóðinn renni a.m.k. 300 milljónir króna. Telur nefndin að það gæti verið eins konar vinnuregla að þriðjungur þessa fjár renni til ljósvakamiðla til þess að efla innlenda dagskrárgerð ekki hvað síst fyrir böm og unglinga, um þriðjungur til prentmiðla og um einn þriðji til sjálf- Fjölmiðla- sjóðurinn stæðra aðila sem gætu sótt um í samráði við tiltekinn fyölmiðil. Úr þessum sjóði væri auk þess eðlilegt að greiddir yrðu styrkir til dagblaða til að jafna aðstöðu þeirra." Engu er líkara en nefndin sem festi þessi orð á blað hafí starfað í einhvers konar tómarúmi. Það er eins og hún hafí enga hugmynd um það að fyrir dyram stendur að leggja á prentmiðla jafnt að- stöðugjald sem virðisaukaskatt þegar hann verður upptekinn. Er eðlilegt að skatt- heimtu- og íjárveitingarvaldið, Alþingi, ráðstafi þessu eins og öðru opinbera fé. Er vandséð hvers vegna taka eigi upp þá reglu í rekstri fjölmiðla að þeir sem betur mega sín eigi að standa undir þeim sem fáir eða engir vilja eiga viðskipti við eða auglýsa hjá. Hvers vegna ætti ekki að taka upp svipaða reglu t.d. í smásöluversl- uninni og skylda stórmarkaði til að halda uppi kaupmönnum á hominu? Þá er frá- leitt að setja ákvæði sem þetta inn í út- varpslög. UM AFNOTA- AfnnÉn- aöld Ríkisútvarps- iumoui ins segir j nefnd. gjöldin arálitinu: „ Að því er varðar afnotagjöldin er gerð grandvallarbreyting frá gildandi lög- um. Hingað til hafa gjöldin alltaf verið miðuð við skráð viðtæki með þeirri undan- tekningu að ekki er innheimt nema eitt gjald af hveiju heimili þar sem viðtæki er skráð. Samkvæmt upplýsingum Ríkisút- varpsins era 77.500 viðtæki á skrá hjá stofnuninni, þar af greiðir Tryggingastofti- un ríkisins 5.500 afnotagjöld. Af skráðum viðtækjum era 4-5.000 tæki skráð á at- vinnufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins era 87.000-89.000 íbúðir í landinu. Ætla má að hvert einasta heimili njóti þjónustu Ríkisútvarpsins og á nærri öllum heimilum séu bæði sjónvarps- og hljóðvarpstæki. Ljóst má því vera að ekki era innheimt afnotagjöld af u.þ.b. 15.000 íbúðum. Þetta er með öllu óviðun- andi og ber brýna nauðsyn til að fínna afnotagjaldinu nýjan farveg sem tryggir jafnræði milli notenda og Ríkisútvarpinu eðlilegar tekjur af afnotagjaldi. Því er lagt til í greininni að gjaldið verði framvegis miðað við fjölda íbúða í landinu og atvinnu- húsnæði eftir því sem við á. Því er slegið föstu að hverri íbúð fylgi réttur til að nýta þá þjónustu sem Ríkisútvarpið veitir landsmönnum. Fyrir þann rétt sé síðan greitt afnotagjald eftir nánari reglum sem settar verða í reglugerð." Með þessu er sem sagt verið að gera tillögu um að afnotagjaldi af útvarpi verði breytt í eins konar fasteignaskatt og ráð- herra geti ákveðið hann með reglugerð. Er slíkt framsal á skattheimtuvaldi lög- legt? Rökstuðningurinn er næsta einfeldn- ingslegur, sem sé sá að í öllum húsum hljóti að vera útvarp og þess vegna eigi eigendur allra húsa að borga skatt til Ríkisútvarpsins. Það mætti eins álykta að íbúar allra íbúða ættu kost á að fá Morgun- blaðið heim til sín og þess vegna ættu eigendur allra íbúða að greiða áskriftar- verð til blaðsins. Ríkisútvarpið á auðvitað sjálft að gæta hagsmuna sinna varðandi tekjugrandvöllinn og hafí því mistekist að sjá til þess að viðtæki séu skráð hlýtur það að bera hallann af því en ekki losna undan honum með reglu er mælir fyrir um afnotagjöld á alla bara af því að þeir eiga fasteign. Hvað með stóra leigusala eins og til dæmis Reykjavíkurborg, sem á 1000 leiguíbúðir, eiga þeir að vera ábyrg- ir fyrir útvarpsgjöldum leigjenda sinna? AF GREINAR- gerðinni má ráða að nefndin hafi var- ið löngum tíma til þess að ræða um yfírstjóm Ríkisút- varpsins. Útvarpsráð er nú kjörið á Alþingi og Yfirstjórn Ríkisút- varpsins er það lýðræðislegasta aðferðin til þess að velja yfírstjóm þessarar ríkisstofnunar. Endurskoðunamefndin vill afnema út- varpsráð og færa vald til ákvarðana frá útvarpsstjóra og útvarpsráði til fram- kvæmdastjómar en í henni sitja útvarps- stjóri, framkvæmdastjórar allra höfuð- deilda Ríkisútvarpsins og jafnmargir full- trúar kjömir af starfsmönnum, einn frá hverri deild svo og fulltrúi dagskrárráðs en hann hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Dagskrárráð á að fjalla um útsenda dag- skrá Ríkisútvarpsins en menntamálaráð- herra á að skipa það eftir hveijar alþingis- kosningar. í ráðinu á að sitja einn fulltrúi frá hveijum þingflokki, tveir fulltrúar til- nefndir af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, einn af Neytendasamtökunum, út- varpsstjóri, framkvæmdastjórar hljóðvarps og sjónvarps og einn fulltrúi kjörinn af starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Ráðið er ekki umsagnaraðili um mannaráðningar eða skipan mála innan útvarpsins eins og útvarpsráð er samkvæmt núgildandi lög- um. Höfuðhlutverk þess er að fjalla um útsenda dagskrá og segir í greinargerð að brýnt sé að þannig verði búið um hnút- ana að gagnrýni og fyrirspumir fái skrif- lega afgreiðslu frá stofnuninni! Ráðið á að endurspegla segir nefndin ólík sjónar- mið í þjóðfélaginu en ekki valdahlutföll auk þess sem aðild starfsmanna stuðli að tengslum við innra starf stofnunarinnar. Við skipun í ráðið eigi að gæta að bæði byggðasjónarmið og kynjasjónarmið séu höfð til hliðsjónar. Erfitt er að átta sig á því hve margir eiga sæti í framkvæmdastjóm Ríkisút- varpsins því að Ríkisútvarpið á að skiptast í höfuðdeildir samkvæmt ákvörðun fram- kvæmdastjómar hveiju sinni og stýrir framkvæmdastjóri hverri deild. Sam- kvæmt þessu virðist framkvæmdastjóm útvarpsins geta ákveðið það sjálf hve fjöl- menn hún er þar sem það er á hennar verksviði að ákveða íjölda framkvæmda- stjóranna. Þannig á þessi stofnun sem ætlað er að hafa tekjur af hverri einustu fasteign á landinu að lúta eigin stjóm starfsmanna sinna. Verður að telja að hér sé farið inn á mjög vafasama braut svo ekki sé fastar að orði kveðið og raunar era engin rök fyrir því að taka það vald úr höndum Alþingis að lqósa þessari ríkis- stofnun stjóm. Fráleitt er að ætla að þetta nýja stjómskipulag komi það einhvem tíma til sögunnar sé til þess fallið að auðvelda vömina gegn „stóraukinni ásókn erlendra gervihnattasendinga inn í lofthelgi íslend- inga“. Hér hefur verið drepið á þau þijú atriði sem endurskoðunamefnd útvarpslaga teh ur sjálf vera kjamann í tillögum sínum. í stuttu máli miða þær að því að breyta Ríkisútvarpinu í stofnun starfsmanna sinna, sem fái nóg fé til ráðstöfunar. Þá er framvarpinu stefnt gegn þingkjömu útvarpsráði og útvarpsstjóri er gerður að formanni framkvæmdastjómar sem skipar sig sjálf. Loks á að láta þau dagblöð sem bera sig halda hinum uppi sem tapa. Að kenna þetta við vöm gegn gervihnattasjón- varpi er út í hött. Ekkjur o g eig’na- skattur SKÖMMU FYRIR páska birti Morg- unblaðið nokkur dæmi um eigna- skatta ekkna og ekkla annars vegar og hjóna hins veg- ar, sem sýna, að fyrmefndi hópurinn greið- ir allt að 125% hærri eignaskatt en síðari hópurinn! Þetta á við um ekkjur og ekkla, sem eiga skuldlausar eignir, sem nema 8-10 milljónum. Það þarf ekki stórt ein- býlishús til þess að skapa slíka eign nú til dags. Fólk er bundið heimilum sínum sterkum tilfínningaböndum og þess vegna engin lausn að segja ekkju eða ekkli að selja hús sitt og minnka við sig. Höfundur Reykjavikurbréfs átti fyrir skömmu tal við ekkju, sem er í þeirri að- stöðu, sem hér var lýst. Sjónarmið hennar Rupert Murdoch (til hægri), blaða- og sjónvarpskóngurinn, í stjómstöð gervihnattarsjónvarps síns, Sky Channel, ásamt með Andrew Neil, ritstjóra Sunday Times, sem er stjómarformaður Sky-stöðvarinnar. vora eitthvað á þéssa leið: Heimilið er að allra dómi homsteinn þjóðfélagsins. Fólk hefur með erfíði komið sér upp eigin hús- næði, með baráttu, sem hefur verið hörð og stundum óvægin. Áður fyrr reyndi fólk oft að leigja út frá sér til þess að hafa viðbótartekjur til að standa straum af lán- um. Þegar byggingarskuldir hafa að mestu verið greiddar upp, er næsta skref hjá fólki oft að hjálpa bömum sínum til náms. Þá era gjaman tekin lán með veði í húsinu til þess að standa undir námskostnaði bama að hluta til, stundum margra, í nokk- ur ár. Þegar þessu hlutverki er lokið rennur upp sú stund, sagði viðmælandi höfundar Reykjavíkurbréfs, að húseignin er skuld- laus og nú er að því komið að fólk njóti árangurs erfiðis síns. En — makinn fellur frá. Sá sem eftir lifír á sínar tninningar og vill fyrir alla muni halda heimili sínu. Þá tekur við það arðrán af eign, sem kennt. er við eignaskatt. Þeir fjármunir, sem fóru í þessa eign höfðu allir verið taldir fram til skatts og greiddur af þeim tekjuskattur og útsvar. En það er ekki nóg með að eignaskattur hækki, heldur borga ekkjur og ekklar hærri skatta af eignum sínum en hjón. Ekkjan, sem hér er vitnað til, spurði hvemig á því stæði, að engum al- þingismanni hefði hugkvæmst að leggja fram tillögu um, að ekkjur og ekklar sætu við sama borð og ef makar þeirra hefðu lifað. Hún kvaðst ekki mundu gleyma því, að hækkun eignaskatts í desember hefði verið samþykkt af núverandi ríkisstjóm, Kvennalista og Aðalheiði Bjamfreðsdóttur. Og bætti við: Dæmin era mörg og marg- vísleg og erfið viðfangs, bæði fyrir tekju- litla og tekjuháa en koma fram með mis- munandi hætti eftir aðstæðum fólks. Eign- imar era ekki arðbærar og þótt fólk eigi verðmætar eignir er ekki þar með sagt, að það hafi tekjur til að standa undir stór- hækkuðum sköttum af þeim. Þá er á það að líta, sagði ekkjan, að hinn hækkaði eignaskattur kemur fyrst og fremst niður á íbúum suðvesturhoms landsins, þar sem fasteignamat húseigna er mun hærra en annars staðar á landinu. Það era almenn mannréttindi að fólk fái að ráðstafa eign- um sínum án íhlutunar ríkisvaldsins og að þriðjungur eigna sé ekki tekinn af fólki á 10 árum, sagði þessi ekkja. Þau sjónarmið, sem hér hefur verið lýst eiga fullan rétt á sér. Einhveijir úr hópi alþingismanna ættu að taka sér fyrir hend- ur að kanna stöðu ekkna og ekkla, sem í tilvikum sem þessum verða að greiða margfalt hærri skatta, en ef maki þeirra hefði lifað. í þessu felst hróplegt ranglæti. „Hér hefur verið drepið á þau þrjú atriði sem endur- skoðunarnefnd útvarpslaga telur sjálf vera kjarn- ann í tillögum sínum. I stuttu máli miða þær að því að breyta Ríkisútvarpinu í stofnun starfs- manna sinna, sem fái nóg fé til ráð- stöfunar. Þá er frumvarpinu stefnt gegn þing- kjörnu útvarps- ráði og útvarps- stjóri er gerður að formanni framkvæmda- sljórnar sem skip- ar sig sjálf. Loks á að láta þau dag- blöð sem bera sig halda hinum uppi sem tapa. Að kenna þetta við vörn gegn gervi- hnattasjónvarpi er út í hött.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.