Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 12
I19 QBQl .IÍHciA £ HUDAn lHVÍUS (T1UAJ9MU0H0M * , * MÖRGÚNBIAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989 SJÁLFSTÆTT FERÐA tölK að munurinn er að mörgu leyti skýr- anlegur, til dæmis með smæð íslenska markaðarins. Þá kemur einnig fram að íslenskar ferðaskrif- stofur geta í sumum tilvikum boðið sólarlandaferðir á háannatíma á sambærilegu, jaftivel betra, verði en erlendar ferðaskrifstofur, sam- anber viðtal við Knút Óskarsson. Ferðaskrifstofumar eru margar og samkeppnin hörð. I miðbæ Reykjavíkur starfa sjö til átta skrif- stofur. Allar þurfa þær að greiða húsaleigu og halda uppi starfsliði. Ef til vill væri hægt að sameina þann rekstur að einhveiju leyti og ná þannig fram meiri hagkvæmni. Ferðamarkaðnum má skipta í þijár aðalgreinar. í fyrsta lagi er þjónusta við erlenda ferðamenn. í öðru lagi er verið að selja hópferðir til sólarlanda, það sem ferðaskrif- stofumenn kalla áhætturekstur. í þriðja lagi eru einstaklingsferðir. Hér skoðum við seinni tvo þætt- ina, hópferðimar með leigufluginu og einstaklingsferðimar til útlanda. í fyrra var sætanýting í leiguflugi nálægt 95% og í ár hafa ferðaskrif- stofumenn lýst því yfir að þeir þurfi 70%-80% nýtingu til að sleppa í rekstrinum. Hafí hlutföllin verið söm í fyrra, það er að þurft hafi 70%-80% nýtingu til að tapa ekki, þá hefur aflcoman verið þokkaleg í þeim hluta markaðarins. í dag eru ferðaútvegsmenn að verða efíns um að þeir nái þessu hlutfalli. Til dæm- is hafði ein ferðaskrifstofa einungis selt brot af þeim ferðafjölda sem náðst hafði að selja í fyrra, þegar leið að páskum og aðrir sem rætt var við höfðu svipaða sögu að segja. Hins vegar tók salan allgóðan kipp strax fyrsta virka dag eftir páska. Áhættan í þessum hluta markaðar- ins er margþætt. Ferðaskrifstofum- ar kaupa ákveðinn sætafjölda í leiguflugi, jafnvel með áætlunar- flugi, þær kaupa ákveðinn herber- gjafjölda og íbúðafjölda á dvalar- stað, þær semja um rútuferðir og ráða fararstjóra, svo það helsta sé nefnt. Ef ekki lítur út fyrir að ferð- imar seljist, er um þrennt að ræða. í fyrsta lagi að reyna að fá seljand- ann til að taka söluna til baka, til dæmis flugfélag að fella niður ferð. í öðru lagi er hægt að selja til ann- arra markaða, oft með milligöngu seljandans. Þetta er stundum hægt varðandi gistirými á dvalarstöðun- um. í þriðja lagi er hægt að hefja útsölu hér heima, bjóða ferðimar á mjög lágu verði til þess að reyna að hafa upp í kostnað. Ferðaskrif- stofumar reyna að komast hjá þessu, enda eru það hreinir afar- kostir að sögn forsvarsmanna þeirra. Einstaklingsferðimar eru yfír- leitt seldar þannig að ferðaskrifstof- an fær í sinn hlut ákveðið hlutfall af verði hverrar ferðar og gildir jafnt um hvort seldur er flugmiði, fisting eða önnur aðkeypt þjónusta. þessum hluta gildir fyrst og fremst að reksturinn sé hagkvæmur til þess að hluturinn sem ferðaskrif- stofan fær dugi. Mikil eftirspum hefur verið eftir utanlandsferðum, ekki síst sólar- landaferðum, á undanfömum upp- gangsárum í efnahagslífinu. Nú lítur út fyrir að framboðið ætli að verða talsvert meira en eftirspum- in. Átta ferðaskrifstofur hafa tekið sig saman og rætt um samnýtingu ferða vegna þess að búist er við minni sölu en áður. Samdráttur er í efnahagslífinu og farið að gæta atvinnuleysis í fyrsta sinn í langan tíma, kaupmáttur almennt fer minnkandi. Sætaframboð var aukið frá fyrra ári. Sem sagt, framboð meira en eftirspum á ferðamark- aðnum. Samkvæmt venjulegum lögmálum viðskiptalífsins ætti því tvennt að gerast, þegar á þessu ári og/eða því næsta: Verð lækki og ferðaskrifstofum fækki með sam- einingu eða að einhveijar hreinlega leggi upp laupana. Allar tölur sem hér eru nefndar em miðaðar við staðgreiðsluverð og þess vegna lægri heldur en ef ferðin er keypt með afborgunum og tilheyrandi álagi og vöxtum. Fargjöldin sem hér eru nefnd eru þau lægstu sem Flugleiðir bjóða, samkvæmt verðskrá. Leiguflugið kostar minna á mann, ef góð sætanýting fæst. Ferðaskrifstofumar eru að líkindum að selja í slíkar ferðir sæti sem kosta ekki fjarri 12 þúsundum króna. Þá er miðað annars vegar við ferð sem félag í Reykjavík keypti fyrir skömmu af ferðaskrif- stofti til London og kostaði 11.900 krónur. Sterling hins vegar býður núna farið á 10.650 krónur til Kaupmannahafnar í tilboði til BSRB. Dýrt að vera íslendingur Algengt virðist vera, samkvæmt þessari athugun, að það kosti á bil- inu 10 til 25 þúsund krónum minna á mann að fara á eigin vegum, heldur en að kaupa ferðina af inn- lendri ferðaskrifstofu. Það era 40 til 100 þúsund á fjögurra manna fjölskyldu. Á hinn bóginn benda ferðaskrifstofumenn á, að þeir geti boðið ferðir, sem kosta álíka mikið, jafnvel minna, heldur en ef verslað er við erlenda aðila. Ákaflega erfítt er því að draga einhlítar ályktanir af slíkri athugun sem þessari um ferðaverð. Það er samt nokkuð aug- ljóst, að væntanlegir ferðalangar veija vel þeim tíma sem þeir nota til að kanna verð og kjör á mismun- andi ferðakostum. Þá er rétt að benda á, að á bak við mismunandi verð getur verið veralegur munur á allri aðstöðu. Á endanum verða menn því að gera upp við sig, hvort þeir velja að greiða fyrir öryggi fararstjóraþjónustunnar, fyrir áhyggjuleysi skipulagðra ferða með innlendri ferðaskrifstofu, eða hvort þeir kjósa að fara ódýrari leiðir, á eigin vegum. í báðum tilvikum verða menn einnig að gera upp við sig hvort þeir vilja greiða fyrir góða staðsetningu, aukinn aðbúnað og svo framvegis. SNÝJUNGÁ ÍSLANDI ndilim TANNKREMIÐ Munnvatnið inniheldurensím sem eru vörn sjálfrar náttúrunnar gegn bakteríu- og sveppavexti ímunninum. Matarvenjurí nútímaþjóðfélagi brjóta niðurþessa vörn. Hið mikla sykurínnihald fæðunnar veitir bakteríunum góð vaxtarskilyrði. Þeim fjölgar og setjast sem lag á tennurnar. Árangurinn eru holurí tönnum og tannholdsvandamál. ZENDIUM með ensimum verkargegn hömlulausum vexti baktería og sveppa og hjálpar til að endurvekja hið náttúrulega jafnvægi i munninum. ZENDIUM með ensímum og flúorernýjung: Tannkrem með tvöfaldri vörn fyrírtennurog tannhold. 1. Ensímin i Zendium hjálpa ensímunum i munnvatninu til að endurvekja jafnvægi í munni. 2. Fluor í Zendium herðirglerung tannanna. ZENDIUM-TANNKREMIÐ MEÐ ENSÍMUM OG FLUOR. Fæst í apótekum. Heildsölubirgðir: Einnig eru sérstakar vörur fyrir falskar tennur: ENZYDENT með ensímum og fluor tannkrem. ENZYDENT tannlím. ENZYDENT tannhreinsitöflur. HUV ARS., HALLDÓR JÓNSSON/VOCAFELL HF SlfTlÍ 652690. VID ERUM FLUTT ENGiABÓRNÍN BANKASTRÆTI 10 SÍMI 22201

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.