Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989 Svavar Gestsson, menntamálaráðherra: „Orð utanríkisráðherra lýsa litlu jafiivægi“ SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, segir að orð Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrfldsráðherra, í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að hann hafi farið fram „með eindæmum litflmannlegum aðförum" gegn Sjöfii Sigurbjörnsdóttur, lýsi litlu jafnvægi. M ér þykja þessi orð ráðherrans lýsa litlu jafnvægi hans. Þau Slenczynska í Óperunni BANDARÍSKI píanósnillingurinn Ruth Slenczynska heldur tónleika i íslensku óperunni í Gamla bíói annað kvðld, mánudag. Slenczynska er nó 63 ára gömul og á að baki yfir 3.000 einleiks- tónleika um heim allan og hefur leik- ið með frægustu hljómsveitum heims. Á tónleikimum, sem he(jast klukkan 20.30, leikur Ruth Slenczynska verk eftir Beethoven, Lutoslawski, Chopin, Ravel og Schumann. eru ekki á þann veg að þau lýsi mikl- um skilningi á þessum skóla og skólahverfi. Ég held að það væri rétt að Jón Baldvin ræddi við kenn- ara og foreldra í hverfinu, áður en hann fer að stimpla þetta fólk sem klíkur og undirróðursmenn, sagði Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að öðru leyti finnast mér þessi stóryrði ekki svaraverð, en hótanim- ar þykja mér athyglisverðar," sagði Svavar. Svavar var spurður hvort hann teldi þessi orð utanríkisráðherra vera fyrstu stríðsyfiriýsingu Alþýðu- fiokksins á hendur Alþýðubandalag- inu i þessari ríkisstjóm. „Mér finnst þín spuming vera umhugsunarverð. En ég trúi því varia að svo sé. Mér finnst það á hinn bóginn rryög merid- legt sem hann segir." Til greinahöfimda FRÁ áramótum hafa verið óver\ju- mikil þrengsli í Morgunblaðinu. Af þeim sökum hafa greinar, sem sendar eru blaðinu til birtingar, orðið að bíða óhóflega lengi. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á því. Þar sem ekki er fyrirsjáanleg breyting á þessum þrengslum og Qölmargar greinar bíða enn birt- ingar, eru það vinsamleg tilmæli til greinahöfunda, að þeir stytti mál sitt. Morgunblaðið mun leggja áherzlu á, að greinar, sem eru ekki lengri en 2-3 blöð I stærð A4 (í aðra hveija línu) fái skjóta birtingu. Þeir sem senda blaðinu lengri greinar mega búast við verulegum töfum á birtingu. Það skal tekið fram að lokum, að Morgunblaðið fagnar siauknum áhuga fólks um allt land á því að birta greinar í blaðinu og efla þann- ig skoðanaskipti í landinu. Hlupuapríl Morgunblaðið/Bjami Lesendur hlupu sumir hveijir apríl og lögðu leið sína upp á Stuðlaháls er Morgunblaðið birti í gær frétt um að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hygðist hafa útsölu á ódýrum, smygluðum bjór í verzlun sinni á Stuðlahálsi. Urðu margir frá að hverfa súrir í bragði, því að enginn fékkst bjórinn og hlið vínbúð- arinnar voru harðlokuð, eins og maðurinn á mynd- inni komst að raun um. Flest atriði Morgunblaðs- fréttarinnar voru reyndar rétt Eftir 1. marz hefur allur smyglaður bjór í vörzlu tollgæzlunnar verið afhentur ATVR til ráðstöfunar. Dagblaðið Tíminn var með aprflgabb á svipuðum nótum og greindi frá því að fyrirhuguð væri útsala á einni erlendri bjórtegund eftír helgina. Þjóðviljinn sagði frá sel, sem hefði tekið sér bólfestu í Reykjavíkurtjöm og brot blaðsins var tvöfalt stærra en venjulega „f tilefiú dagsins." Dagblaðið-Vísir greindi frá ótrúlega ódýrum sólariandaferðum. Seldí kaupmönn- um stolinn vaming ÞRÍTUGUR maður, sem látinn var laus úr gæsluvarðhaldi á föstudag, hefúr játað að hafa ásamt tvelmur 15 ára drengjum brotist inn f tugi verslana og fyrirtækja undanfama mánuði. Við rannsókn málsins hefúr Rannsóknarlögregla rfldsins yfirheyrt nokkra kaupmenn sem fyrir liggur að keyptu stolinn varning af manninum. Að sögn Jóns Snorrasonar deild- arstjóra þjá RLR bauð maður- inn þýfið til sölu á niðursettu verði og skiptu nokkrir kaupmenn við hann. Að sögn Jóns mátti kaup- íslenska hjjómsveitin: Frumflutt söng- verk eftir Þorkel og Atla Heimi ÍSLENSKA h(jómsveitin heldur fimmtu tónleika þessa starfsárs f Gerðubergi í dag. Frumflutt verða söngverk eftir Þorkel Sigur- björnsson og Atla Heimi Sveins- son. Fyrri hluta tónleikanna munu Sigurður Bragason baritón og Þóra Fríða Sæmundsdóttir pianó- leikari flytja fslensk og erlend ein- söngslög og aríur. Verk Þorkels neftiist Ballade, samið við Ijóð eftir Brecht, en verk Atla Heimis, Vögguvísa Katrínar Mánadóttur fyrír Eirík XTV, er samið við ljóð eftir Zacharias Topelius. Flytjendur eru Elísabet F. Eiríks- dóttir sópran, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir alt, Gunnar Gunnarsson flautu- leikari, Kjartan M. Kjartansson lág- fiðluleikari, Páll Eyjólfsson gítarleik- ari, Birkir Þór Bragason saxófónleik-. ari og Eggert Pálsson slagverksleik- ari. Tónleikamir hefjast klukkan 16. mönnunum vera (jóst að um þýfi væri að ræða og mega þeir eiga von á kærum vegna þessa. Grænlenska landstjómin: Afctaða tíl loðnuveiða tekin að loknum viðræðum við EB Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. GRÆNLENSKA landstjómin tekur ekki afstöðu tfl hver skuli veiða loðnukvóta Grænlendinga fyrr en samningaviðræðum þeirra við Evrópubandalagið (EB) um fiskveiðar er lokið, að sögn Kaj Egede, sjávarútvegsráðherra Grænlendinga. Samkvæmt samkomulagi ís- lendinga, Grænlendinga og Norðmanna mega Grænlendingar veiða 11% af loðnuafla þessara þriggja þjóða. Þeir eiga hins vegar hvorki loðnuskip né fiskinyölsverksmiðjur. Kaj Egede segir að útgerðarfyr- irtækin Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi og Miðnes í Sand- gerði, séu ekki einu aðilamir sem hafi áhuga á að veiða grænlenska loðnukvótann. Orðsendingar um þetta mál hafi komið frá rfldsstjóm- um íslands og Noregs, svo og land- stjóminni í Færeyjum. Kvótinn verði hins vegar seldur hæstbjóð- anda eins og reglan hafi verið und- anfarin fiögur til fimm ár. Egede segist þó vera jákvæður gagnvart þeirri tillögu íslensku út- gerðarfyrirtækjanna þriggja að fslensk skip veiði grænlenska loðnukvótann og landi honum á ís- landi en Grænlendingar fái að vera í áhöfii þeirra. Veitingamenn óttast fleiri gjald- þrot vid óbreytt rekstrarskilyrði UNDANFARNA mánuði hefúr stór hluti fyrirtækja f veitinga- og gistihúsarekstri á íslandi skipt um eigendur, orðið gjaldþrota eða hætt starfsemi. Þessi þróun virðist hafa náð hámarki undanfarna daga og vikur. Jafnvel rótgróin fyrirtæki með áratuga reynslu á þessu sviði hafa verið tekin tfl gjaldþrotaskipta. Veitingamenn ótt- ast að enn sjái ekki fyrir endann á gjaldþrotum i greininni. Um 6 þúsund heilsársstörf hafa verið i veitinga- gistihúsa- og fcrðamanna- iðnaði, að sðgn Bjama Ámasonar veitmgamanns f Óðinsvéum og Brauðbæ, sem rekur þessa þróun tfl aðgerða og aðgerðaleysis ríkis- valdsins. Aðgerðimar eru skattpíning, með tilkomu matarskatts. Aðgerðarleysið birtist í afskipta- leysi af „svörtum markaði" í tengsl- um við félagsheimilissali, sem hafí undirboðið veitingamenn í skjóli skattleysis og fái nú til sín sístækk- andi sneið af árshátíða- og veislu- markaði. Ema Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa segir að eftir sölu- skattsbreytinguna hafi veitinga- menn aðeins hækkað þjónustu sína um 5% til að ofþjóða ekki markaðn- um en engu að síður hafi minnk- andi ráðstöfunarfé almennings haft í för með sér að verulega dró úr eftirspum. Samhliða hafi hlutur „svarta markaðarins" aukist. Til marks um það nefnir hún að í Súlnasal Hótel Sögu hafi að jafn- aði undanfarin ár verið haldnar 8 árshátíðir í mánuði en mánuðina áðuren Gildi h/f, rekstraraðfli stað- arins um aldarfjórðungs skeið, varð gjaldþrota hafi meðaJtalið verið 3 árshátíðir á mán- uði. Bjami Áma- son segir að und- anfarið hafi veit- ingahús hagrætt í sínum rekstri eins og mögulegt sé en þó sé líklega óvíða í atvinnulífmu jafnlítið svigr- úm til hagræðingar. Hérlendis sé hráefniskostnaður veitingahúsa 40-50% en víðast hvar þyki 20-22% eðlilegt. Matvæiaverð hér sé hið hæsta sem þekkist, ákveðið í stofn- unum eða af nefndum og afslættir ekki til umræðu, áfengi sé á föstu verði og fáist aðeins frá einum aðila. Minni skömmtum og færra starfsfólki fylgi verri þjónusta og fæli frá viðskiptavini. Bjami segir ljóst að veitingamenn muni spara við sig í ráðningum sumarfólks, en um 2000 skólanemendur hafa að jafnaði fengið sumarvinnu á veit- BflKSVlÐ eftir Pétur Gunnarsson inga- og gistihúsum, og að lagt verði að föstu starfsfólki að taka vetrarieyfi f stað sumarleyfa. Vandræði gistihúsa eru af nokk- uð öðrum toga en vandræði veit- ingahúsa. Á tímum fastgengis- stefnu, 1985-1987, fór dollarinn úr 46 krónum í 36 krónur, sem þýddi um 23% samdrátt í tekjum af gistingu. Á sama tíma jókst rekstrarkostnaður um 58%. Bjami Ámason segir að hvað þetta varðar __■■■ bafi rekstrarskil- yrði gistihúsa batnað undanfar- ið enda lúti .þau um það sömu lög- málum og aðrar útflutningsgrein- ar þótt ferðamannaiðnaður sé ann- ars homreka stjómvalda, greiði söluskatt af þjónustu í stað þess að njóta fyrirgreiðslu og greiði launaskatt, einn útflutningsgreina. Verkfall verslunarmanna 1 apríl hafi einnig valdið gífurlegu Ijóni og jafnvel ónýtt margra ára mark- aðsverkefni. Þá sé aðgangur að iánsfé til uppbyggingar lélegur og arðsemiskröfur fráleitar. „Ferða- málasjóður á orðið meira og minna öll hótel á landsbyggðinni og virð- ist nú vera að eignast Hótel Örk og Holiday Inn,“ sagði Bjami. „Það væri skynsamlegra hjá ríkisvaldinu að búa þessum iðnaði, sem hingað til hefur verið rekinn án ríkis- styrkja og niðurgreiðslna, viðun- andi rekstrarskilyrði heldur en að horfa upp á fyrirtækin komast í þrot hvert af öðru, láta þá slá ríkinu eignimar og taka jafnvel ábyrgð á stómm hluta af kröfum. Hvað er það annað en niðurgreiðslur?" Aðspurð um hvort erfiðleikar veitinga- og gistihúsa væru ekki afleiðing fyrirhyggjulítillar ofQár- festingar undanfarinnar ára, voru Bjami Ámason og Ema Hauks- dóttir sammála um að vissulega væru einstök dæmi um að fyrir- tæki í þessari grein hefðu verið sett á fót og rekin af lítilli fyrir- hyggju og án nægilegrar þekking- ar. Þar væm hins vegar á ferð undantekningar, sem ekki skýrðu þær almennu þrengingar sem gengið hefðu yfír greinina undan- farið ár og vart hefðu látið nokk- urt einasta veitinga- eða gistihús á landinu ósnortið. Samtök veit- inga- og gistihúsa hafa átt í við- ræðum við stjómvöld um aðgerðir gegn því sem Bjami kallar „svarta markaðinn" og um söluskattsá- lagningu. Bjami Ámason segist vonast til að stjómvöld sjái að sér um þessa hluti áður en gjaldþrot verður hlutskipti fleiri af elstu, grónustu og best reknu fyrirtækj- um í þessari grein en segir að enn sem komið er hafi sambandið mætt litlum skilningi ráðamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.