Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRIL 1989 <¥l lendu hins vegar allan ferðapak- kann, er fundið út hvað kostar að kaupa dvölina hjá erlendu skrifstof- unni og ferðast á eigin vegum til áfangastaðarins og heim aftur. í þeim dæmum er miðað við Super Apex fargjald Flugleiða til Luxem- burgar, báðar leiðir, og bílaleigubíl að auki. Bíllinn er metinn á 15 þúsund krónur á viku (Ford Sierra kostar 14.400 krónur á viku). Ekki er tekið tillit til afslátta eða flug- vallaskatta, þar sem þær upphæðir hafa óveruleg áhrif á samanburð. Sama er að segja um sérstakan kostnað í sumarhúsum og íbúðum sem greiðist á staðnum og er yfir- leitt á bilinu 2.000 - 3.000 krónur á viku. Niðurstöðumar eru birtar í með- fylgjandi töflum. Reynt var að velja sambærilega kosti og almennt er miðað við eftirsóttasta tíma ársins. þau rúmi 4-6 manns og hafi eitt svefnherbergi. í þessu tilviki er munurinn fólginn í því, að í húsun- um er kompa, lítið annað en skápur (kallað „cabinet“ í samningi ferða- skrifstofunnar við eigendur hú- sanna). Önnur ferðaskrifstofan kallar þetta svefnherbergi, hin telur kompuna ekki með. í ljósi þessa skal áréttað að þessi athugun á verði ferðaskrifstofanna byggir á tiltækum upplýsingum frá þeim sjálfum, um verð, aðbúnað, þjónustu og staðsetningar. Einhliða munur Þessi athugun leiðir í ljós nánast einhliða mun á verði, innlendu ferðaskrifstofunum í óhag. Þeirra verð er yfirleitt talsvert hærra held- ur en ef farið er á eigin vegum. Aðeins þegar seldur er aðgangur að sumarhúsum í Þýskalandi, án kostnað, áður en ferðin verður dýr- ari en pakkaferð með innlendri ferðaskrifstofu. Hér er ekki kannað hvort hægt er að ferðast þangað fyrir þær upphæðir, en fram kemur í viðtali við Knút Óskarsson að ekki verður Spánarferðin ódýrari með því að fljúga til Luxemburgar og kaupa ferðina þaðan. A Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands eru íbúðirnar og húsin leigð viku í senn, bæði hjá innlendu og erlendu skrifstofunum. Þau inn- lendu eru allt frá 13% upp í um 130% dýrari. Þess ber þó að geta að mikill munur mun vera á húsun- um, þótt þau eigi það yfirleitt sam- merkt að vera þrengri og með lak- ari aðbúnaði en islendingar eiga að venjast, að sögn ferðaskrifstofu- manna. Tvö dæmi eru tekin af ferðapökk- um innlendu ferðaskrifstofanna til Verö með flugi (Super Apex kr. 19.150 á mann, 6 fullorðnir) Verð meöflugi og bílá kr. 15.000 áviku 1 vika 2 vikur 3 vikur 1 vika 2 vikur 3 vikur 238.000 306.000 372.000 255.150 301.500 138.580 143.180 146.050 177.200 205.480 153.580 158.180 161.050 207.200 250.480 133.786 137.100 141.220 159.300 185.620 148.786 152.100 156.220 189.300 230.620 142.840 148.380 181.860 215.340 157.840 163.380 211.860 260.340 137.500 145.400 160.100 175.900 182.700 206.400 152.500 160.400 190.100 205.900 227.700 251.400 133.246 139.892 • 151.592 164.884 169.938 189.876 148.246 154.892 181.592 194.884 214.938 234.876 ÞYSKALAND 2 VIKUR í júlí og/eða ágúst Miðaðvið6 fullorðna (* 4fullorðnir Svartiskógur (Daun Eifel) ) Weissenháusser Strand (noröurströndin) Verð meö flugfari, Super Apex Lux Verö með flugfari og bílaleigubíl Verð á mann Innlendar ferðaskrst. Fj. i Herb. Verð ibúð fj. m2 6fullorönir Fj. í Herb. Verð íbúð fj. m2 6fullorönir 6 fullorönir (*4 fullorönir) á kr. 15.000 áviku=kr. 30.000 fyrir 2 vikur a. 6 2 65- 228.600 innifalið 258.600 43.100 b. 4-6 3 95 62.400 2-7 3 83 70.400 177.300 185.300 207.300 215.300 34.600 35.883 c. 2—6 3 60.200 175.100 205.100 34.183 d. 4—6 3 60.800 4-8 91 93.600 208.500 175.700 238.500 205.700 39.750 34.283 Erl. feröaskrifs a. 4-6 76 39.700 • 154.600 184.600 30.767 b. * íbúð * hús 6 3 69 43.220 4 2 40 M7.712 4 44 *58.844 158.120 •124.312 •135.444 188.120 ‘154.312 •165.444 31.353 38.578 41.361 c. 6 61.280 176.180 206.180 34.363 Antibes Cap d’Agde La Grande Motte Fj.i ibúð Herb.- Verð á ib. fj. m' iviku Fj. i Herb - Verðáib. ibúð fj. nT iviku Fj.i Herb - Verðáib. íbúð fj. m' iviku 4-6 1 51.500 56.300 4 1 37.800 40.700 6 6 ?h 27 36.266 2h 36 42.260 45.470 3-4 1* 26 16.955 17.835 4 2 24.790 26.040 6 n 35 24.708 31.890 4-5 2h 40 28.570 37.970 6 45 26.920 38.860 AUSTURRÍKI Skíöaferö fyrir tvo í tvær vikur í báöum tilvikum er um sama skíðasvæöi aö ræða og sömu skíöalyftur. Timi: febrúar 1989. Verð Innl. feröskr.st. Flug Kef-Salzburg-Kef, hótel, 1 fæöi, feröir til og frá flugvelli í Austurríki Flug Kef-Salzburg-Kef, gisting í pensionati, feröir aö og frá flugvelli 151.400 103.000 Á eigin vegum Flug Kef-Salz.-Kef 47.000 Hótel m. morgunmat 19.615 Bílal.bíll í 2 vikur 16.000 Samtals 82.615 Hins vegar er ávallt umdeilanlegt hvað eru sambærilegir kostir, eins og fram kemur í viðtölum við ferða- skrifstofumenn. Raunar er ekki hægt að ganga úr skugga um það, nema með því að fara á hvern og einn stað og sjá með eigin augum. Hér er hins vegar farin sú leið að velja saman staði, (bæi, þorp, hér- uð), og lýsingar á húsum og íbúðum eins og þær koma fram í kynning- arbæklingum. Því kann að vera að á þeim kostum sem bornir eru sam- an, sé munur varðandi aðbúnað og aðstöðu umfram það sem lýst er í töflunum, en sá munur kemur ekki berlega í ljós þegar kynningarefni ferðaskrifstofanna er skoðað. Á hinn bóginn kom í ljós í samtölum við ferðaskrifstofumenn að lýsingar þeirra á sömu húsunum gátu verið all mismunandi. Til dæmis þegar lýst er sumarhúsum í Frakklandi og ein ferðaskrifstofa lýsir húsun- um sem 6-7 manna með tveimur svefnherbergjum. Önnur ferðaskrif- stofa lýsir sömu húsum þannig, að ferða og fararstjórnar, standast þær samanburð. Athyglisvert dæmi er skíðaferð fyrir tvo til Austurríkis. Heimildar- maður Morgunblaðsins fór ásamt maka á þeim kjörum sem lýst er í töflunni. Ferðaskrifstofan bauð tvær útgáfur af ferðinni, annars vegar á fyrsta flokks hóteli og þá var hálft fæði innifalið, hins vegar á ódýrara hóteli, svokölluðu „pensi- onati," og þá var fæði ekki innifa- lið. Heimildarmaður blaðsins hafði bílaleigubíl til umráða allan tímann og hann bjó á ódýru hóteli í tveggja manna herbergi með baði. Flogið var til sama flugvallar í Austurríki og dvalið á sama skíðasvæði og notaðar sömu skíðalyftur og verið hefði, ef ferðin hefði verið keypt hjá ferðaskrifstofunni. 200 þús. í ferðakostnað í Spánarferðunum getur ferða- kostnaður fjögurra manna hóps á eigin vegum farið upp í 100 - 200 þúsund krónur, fyrir utan dvalar- dvalar í sumarhúsi í Hollandi. Ódýr- ari pakkinn er 3.840 krónum ódýr- ari heldur en ef farið er á eigin vegum og leigður bíll allan tímann, þtjár vikur, miðað við dýrasta kost- inn hjá erlendu ferðaskrifstofunum. Í öðrum tilvikum er ódýrara að fara á eigin vegum, samkvæmt þessari athugun. Munurinn fer upp í um 112 þúsund krónur á ódýrasta kost- inum á eigin vegum og þeim dýrari með innlendri ferðaskrifstofu. Mun- urinn eykst ef bætt er bílaleigu- kostnaði við innlenda dæmið. Óll eru húsin í einhvers konar orlofs- húsabyggð. Annað innlenda dæmið og að minnsta kosti eitt erlent, eru um svonefnd „lúxusþorp" með mikl- um þægindum og margvíslegum baðstöðum og leikvöngum. Hvað skýrir muninn? í viðtölum, sem fylgja þessari grein, skýra ferðaskrifstofumenn þann mun sem kom í ljós á ferða- kostnaði með íslenskum ferðaskrif- stofum og erlendum. í ljós kemur Enginn vafi að ferðaskrifstofur eru of margar ÞRÍR forsvarsmenn ferðaskrifstofa voru spurðir álits á niðurstöðnuum sem hér birtast. Þeir voru einnig spurðir hvort þeir teldu æskilegt að ferðaskrifstofum fækkaði hér, hvort hagræða mætti í rekstrinum, í hverju samkeppnin felst, hvort íslenskar ferðaskrifstofur selji of dýrt og margs fleira. Rætt var við Karl Sigurhjartarson formann Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa og framkvæmdastjóra Pólaris, Tómas Þór Tómasson hjá Samvinnuferðum/Landsýn og Knút Óskarsson hjá Urvali. Þeir voru allir sammála um að ferðaskrifstofurnar reyni að selja sem ódýrastar ferðir, að samkeppnin sé hörð og að ferðaskrif- stofur séu of margar hér. Svörin fara hér á eftir og skýra sig sjálf. KARL SIGURHJARTARSON Það blandast engum hugur um að ekki þarf þennan fjölda ferða- skrifstofa hér. Könnun á hagkvæmni þess að selja farseðla í umboðssölu sýndi að það er mjög óhagkvæmt. Um- boðslaunin eru 9%, en kostnaður um 12%. Mjög lítill munurvará litl- um og stórum ferðaskrifstofum. Þá vaknarsú spurning hvað vinnst með sameiningu. Eg kannast ekki við að samruni hafi verið skoðaður á milli ferðaskrifstofa, á hinn bóginn hafa ferðaskrifstofur í tvígang sundrast á undanförnum misser- um. Það eitt að nýir aðilar koma inn á markaðinn þýðirekki endilega stækkun markaðarins, samanber að nú er samdráttur, en ferðaskrif- stofum hefurfjölgað. íslendingar krefjast meiri og betri fararstjórnar en útlendingar. Þegar þeirfara fyrstu ferðirnar velja þeir gjarnan sólarlandaferðir af því að þær eru með fararstjórn. Þær hafa þjónað ákveðnu uppeldishlutverki og nú fara börnin oft með foreldrun- um og verða sjálfstæðari ferða- menn síðar. Ég er alls ekki sannfærður um að niðurstöðurykkarséu réttar. Ég tel að íslenskar ferðaskrifstofur séu ekki dýrari. Þegar ég hef kannað þetta hafa mínar niðurstöður verið að sólarlandaferðir okkar séu ekki dýrar. Engin ástæða er til að ætla að það hafi breyst, hækkanir á milli ára hafa verið minni en kostnaðar- hækkanir. Islenskarferðaskrifstofur vinna á minni álagningu en erlendar. Hér eru færri milliliðir, heildsalinn og smásalinn eru sami aðili, það vegur upp á móti óhagstæðari innkaup- um. Það tíðkast hvergi nema á Is- landi, að ferðaskrifstofur þjóni fjár- mögnunbarhlutverki. Það er óhjákvæmilegt að einhver samdráttur verði, greinilegt að samdráttur er í allri neyslu. TÓMAS ÞÓR TÓMASSON Sumarhúsin okkar í Hollandi eru ekki venjuleg sumarhús, heldur sæluhús. Þau eru öðruvísi upp byggð og miklu meira lagt í húsin sjálf en alla jafnan. Þau eru vel búin, á lokuðu svæði og vel hugsað um allt umhverfi. Þar er miðbæjar- kjarni líkt og í Kringlunni og fjöl- breytileg tómstundaaðstaða. Þessi hús eru eðlilega dýrari en venjuleg sumarhús; Fararstjóraþjónusta og ferðir að og frá flugvelli í sumarhúsin í Hol- landi kosta um 4.500 krónur á mann. Super Apex þarf að kaupa með löngum fyrirvara og honum er ekki hægtaðbreyta. Fólk getur dottið inn á hótel og fengið herbergiá spottverði. Við því er ekkert að gera, slíkt er alltaf aðgerast. Við þurfum að senda telex, hringja og greiða starfsfólki laun þegar við pöntum hótelherbergi. Barnaafsláttur hjá erlendum ferðaskrifstofum er oftast nánast enginn. 10-15 ferðaskrifstofur eru að berjast um bróðurpartinn af mark- aðnum. Það er allt of mikill fjöldi á ekki stærri markaði. Til lengri tíma litið hefði fækkun ferðaskrifstofa sennilega í för með sér verðlækkun. Hagræðing gildir á þessu sviði eins og öðrum. í leiguflugferðum okkar munar mikið um hvert laust sæti vegna þess hve fá þau eru. Við höfum hreinlega ekki efni á að fljúga með auð sæti eða selja þau á útsölu. Erlendarskrifstofur með breiðþotur í förum munar mun minna um að selja fáein sæti á spottmarkaði, en sá markaður er ákaflega ótryggur. KNÚTUR ÓSKARSSON Á Miðjarðarhafsströndinni er okkar verð bara það sem ég fæ frá Frökkunum og af því fáum við hlut. Við leggjum ekkert á það, það er sama verð og Frakkarfá sjálfir. Ibúðir í Frakklandi eru undan- tekningarlaust minni, þrengri og verr búnar en í Mið- og Norður- Evrópu. Þar er líka mjög mikill mun- ur á milli fyrirtækja. í sumum tilvik- um getum við dregið eitt, jafnvel tvö, svefnplássfrá, miðað við þær upplýsingar sem við fáum. Eitt her- bergi er jafnvel ekki annað en skáp- urtil að liggja í. Mikilvægast er að gefa sem rétt- astar upplýsingar. Ég vil heldur að aðstæður komi farþegum þægilega á óvart heldur en öfugt. Við lifum ekki af þessa samkeppni nema með því að fá sama farþegann til okkar aftur og aftur og það gerir hann ekki nema hann sé ánægður. í Daun Eifel seljum við á sama verði og er útsöluverð í Þýskalandi. Við tökum ekki einu sinni álag fyrir fararstjóra sem við erum með á staðnum. Það versta sem hendirfyrirtæki eins og þetta er að láta viðskipta- vininn uppgötva að hann getur sloppið ódýrar með því að kaupa Apex miða og fara á eigin vegum. Ég er ekki að segja að við viljum ekki græða eins og við getum, en það verður að vera innan þeirra marka að við hrekjum ekki við- skiptavininn frá okkur. Ibúðir okkar á Royal Mediterrano hótelinu á Mallorca kosta 58 þús- und. Ef þú ert í Luxemburg og kaup- iraf LuxAirdvöl á sama hóteli þarftu að borga 44 þúsund krónur. Þá þarftu að fá farið til Luxemburg- ar og heim aftur á 14 þúsund til að sleppa á sama verði. Herbergi fyrir tvo á fjögurra stjörnu hóteli kostar 83.500 hjá okkur og 70.658 hjá Lux Air á sama hóteli. Á Kýpur bjóðum við lúxushótelí- búðir á L'Onda Beach. Þriggja vikna ferð, án fæðis, kostar 110.600 krónur á tímabilinu 20 júlí til 10 ágúst. Með Lux Air kostarferð með dvöl á sama hóteli og hálfu fæði 122.800, á sama tíma. Framantaldir staðir eru þeir dýr- ustu sem boðið er upp á í sumará- ætlun okkar. Þetta sýnirað það er miklu ódýrara að kaupa ferðina hjá okkur heldur en hjá Lux Air á háann- atíma. Ég er ekki í vafa um, að þótt ferðaskrifstofum fækki töluvert hér, þá mundi samkeppnisaðstaða við- skiptavina ekki skaðast. Til nokkurra ára litið mundi ferða- verð lækka við fækkun ferðaskrif- stofa, vegna minni auglýsinga- kostnaðarog betri samninga um flug og hótel og hagkvæmni í rekstri skrifstofanna sjálfra getur aukist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.