Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMWI^^JWflwOTWAfiffB ;.,»KW,4?89 ATVINNIIA UGL YSINGAR Tæknifræðingur - mælingamaður óskast til starfa úti á landsbyggðinni við jarð- vegsmælingar og stjórnunarstörf. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „A - 3687“ fyrir 10. apríl. Barnagæsla Óskum eftir góðri manneskju til að koma heim og gæta þriggja stúlkna á aldrinum 8 mánaða, 2ja og 4ra ára, 4-5 daga í hverjum mánuði. Upplýsingar í síma 44479. Skrifstofustarf Starfsmann vantar til almennra skrifstofu- starfa s.s. tölvuvinnslu, tollskýrslugerðar o.fl. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. apríl nk. merktar: „Þ - 12630“. Heimsmynd Okkur vantar hörkuduglegan auglýsingasala sem fyrst. Reynsla, viðskiptasambönd, áreið- anleiki og falleg framkoma nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. apríl merktar: „H - 12624“. Skrifstofustarf Öflug samtök atvinnurekenda óska að ráða starfsfólk á skrifstofu. Vinsamlega sendið umsóknir og tilgreinið aldur, menntun og fyrri störf til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „C - 9756“. Lager Heildsölufyrirtæki í Garðabæ óskar eftir að ráða röskan og áreiðanlegan starfsmann til starfa á lager. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 7. apríl nk. merktar: „Lager - 2666“. Myndlistargagn- rýnandi - Leiklist- argagnrýnandi - Balletgagnrýnandi Morgunblaðið vill ráða gagnrýnendur til starfa við blaðið. Stefnt er að því að ráða gagnrýnanda til starfa með núverandi myndlistargagnrýn- anda. Ennfremur er stefnt að því að ráða leiklistargagnrýnanda og balletgagnrýnanda. Umsóknir um þessi störf sendist ritstjórum Morgunblaðsins eigi síðar en 15. apríl með upplýsingum um náms- og starfsferil. Kranamaður Vantar nú þegar kranamann á byggingar- krana. Góður aðbúnaður á vinnustað. Upplýsingar f símum 84542 og 685583 frá kl. 9-17 virka daga. Fjármálafulltrúi Þekkt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða fjármálafulltrúa sem fyrst. Hér er um að ræða traust fyrirtæki með 25 manns í vinnu og árlega söluveltu um 200 milljónir króna. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og felst í umsjón með daglegum fjármálum, áætlanagerð, arðsemisútreikningum og eftir- liti með tekjum og gjöldum fyrirtækisins svo helstu þættir séu nefndir. Hér er um fjölbreytt og áhugavert starf að ræða. Kjörið fyrir ungan, efnilegan viðskipta- fræðing með starfsreynslu, sem vill sýna hvað í honum býr. Umsækjandi þarf að hafa hæfileika til að vinna upplýsingar upp úr bókhaldi; hann verður að vera töluglöggur og þarf að geta unnið vel með öðru fólki. Krafa er gerð um frumkvæði, dugnað, heiðarleika og reglusemi. í boði er fjölbreytt starf, góð vinnuaðstaða, framtíðarmöguleikar og tækifæri til að sanna sig. ítarlegum umsóknum sé skilað á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 12. apríl merktum: „Fjármála- fulltrúi - 9754“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Innkaupastjóri Fyrirtækið er stórt innflutnings- og verslun- arfyrirtæki, sem m.a. flytur inn ýmiss konar vélar og tæki. Starfssvið innkaupastjóra: Innkaup á vara- hlutum fyrir véladeild fyrirtækisins. Sérpant- anir. Gerð sölu- og innkaupaáætlana. Erlend og innlend innkaup. Stjórnun flutninga og birgðahalds. Við leitum að manni sem getur unnið sjálf- stætt og skipulagt störf annarra. Reynsla af störfum við innflutning æskileg. Ensku- kunnátta nauðsynleg. Tæknimenntun eða önnur haldgóð menntun á vélasviði ásamt þekkingu á vélum og tækjum nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merkt- ar: „Innkaupastjóri 111“ fyrir 8. apríl nk. Ræstingar Óskum eftir tveimur manneskjum í ræstingu um helgar. Um er að ræða 4ra tíma vinnu á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Mikil vinna og góð laun í boði. Umsækjendur komi á staðinn mánudag og þriðjudag milli kl. 17.00 og 19.00. Gaukurá Stöng, veitingahús, Tryggvagötu 22. Fjármagnsmarkaður Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá traustu fyrirtæki á fjármálamark- aði, sem hefur ákveðið að opna markaðs- skrifstofu. Starfssvið framkvæmdastjóra: Skipulagn- ing og uppbygging starfseminnar, manna- ráðningar o.fl. Stjórnun og ábyrgð á dagleg- um rekstri. Uppbygging og viðhald viðskipta- sambanda, gerð áætlana og framkvæmd markaðs- og söluaðgerða. Við leitum að manni með háskólamenntun eða aðra haldgóða menntun og þekkingu á viðskiptalífi. Reynsla af störfum við verð- bréfaviðskipti og/eða aðra fjármálastarfsemi nauðsynleg. Starfið er krefjandi uppbyggingar og stjórn- unarstarf hjá traustu fyrirtæki. Býður upp á mikla framtíðarmöguleika og mikil samskipti við áhrifamenn í íslensku fjármálalífi. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 104“ fyrir 15. apríl nk. Qy Steintak hf VERKTAKI BÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK Smurmaður Loftorka Reykjavík hf. óskar eftir að ráða meiraprófsmann á smurbíl o.fl. Upplýsingar í síma 652225. Varahlutalager Starfskraftur óskast til afgreiðslu- og lager- starfa. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. apríl nk. merktar: „F - 12627“. Verkamenn vantar í fóðurstöð okkar í Korngörðum 12. Upplýsingar á staðnum hjá afgreiðslustjóra. Ewos hf. Laus störf ★ Bókari (105) Heildsölufyrirtæki. Fjárhags- og viðskiptamannabókhald, tölvuinnslátt- ur, aðstoð við áætlanagerð. Framtíðar- starf. Laust maí-júní nk. ★ Bókari (076) Verslunarfyrirtæki. Tölvu- bókhald, innheimta, frágangur sölusamn- inga o.fl. Vinnutími e.h. (13-18). Framtíð- arstarf. Laust strax. ★ Bókari (091) Heildsölufyrirtæki. Við- skiptamannabókhald, tölvuvinnsla. Af- leysingastarf til áramóta ’89/’90. ★ Ritari (101) Þjónustufyrirtæki. Sérhæfð ritarastörf í innkaupadeild. Góð tungu- málakunnátta nauðsynleg. Framtíðar- starf. ★ Afgreiðslumaður (087) Snyrtivöruversl- un. Menntun í snyrtifræði nauðsynleg. Framtíðarstarf. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Ólafs- dóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.