Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989
. . . og Óskarinn hlýtur . . .
Regnmaðurínn“
UM ÓSKARSVERÐLAUNAAFHENDINGUNA 1989
effir Sæbjörn Valdimarsson
Það var fátt um óvænta atburði á Óskarsverðlaunaaf-
hendingarhátíðinni í ár. Flestir reiknuðu með að Regn-
maðurinn (Rain Man) hirti rjómann af hinum eftirsóttu
áttapundurum, þessum ómetanlegu gullhúðuðu bronsstytt-
um sem nú var keppt um í 61. skipti, og sú varð raunin.
Það hefúr aldrei verið meira um dýrðir og þetta dýrasta
Óskarsblót til þessa náði til rösks milljarðs áhorfenda í
tugum landa, þ. á m. Sovétríkjanna, sem nú berja dýrðina
fyrsta sinn augum. Vér íslendingar þurfúm hinsvegar að
bíða mánudagsins 3. aprfl, að sjá herlegheitin (á Stöð 2),
og þá í styttri útgáfú.
egar þetta er
skrifað (29.
mars) er búið að
frumsýna velf-
lestar þeirra
mynda sem unnu
til verðlauna og
þær sem enn eru
ósýndar á leiðinni á tjaldið næstu
dagana. Regnmaðurinn verður
frumsýnd laugardaginn 1. apríl í
Bíóborginni og Dangerous Liasions
(íslenskt nafn hefur ekki verið
ákveðið enn, efasemdir um Háskaleg
kynni eftir háskalega útreið leikrits-
ins á §ölum Þjóðleikhússins!) mun
fylgja í lqölfar hennar. Working Girl
(ísl. heiti enn óákveðið) verður frum-
sýnd í apríl í Bíóhöllinni og á hæla
hennar Bird. Þá er von á dönsku
myndinni Sigurvegarinn Pelle —
Pelle erobreren, í Háskólabíó. Og A
Cry in the Dark fæst ekki sýnd á
almennum sýningum í Evrópu fýrr
en eftir hátíðina í Cannes, þar sem
hún er í keppni. Er því væntanleg
í Regnbogann í maí eða júní.
Þessi glæsilega frammistaða
kvikmyndahúsanna hefði ein-
hvemtíma þótt tíðindi til næsta
bæjar og undirstrikar gamalkunnan
sannleik að við erum ein mesta kvik-
myndaþjóð í henni veröld og kvik-
myndahúseigendur og áhorfendur
eru svo sannarlega með á nótunum.
En víkjum nú að verðlaununum.
Meirihluti hinna 4.632 meðlima
kvikmyndaakedemíunnar voru
ásáttir um að Regnmaðurinn væri
besta mynd ársins. í ljósum logum
— Mississippi Buming, sú ágæta
mynd, átti aldrei möguleika, hefur
valdið hörkudeilum, einkum meðal
meðlima jafnréttissamtaka þel-
dökkra. Aðrar komu vart til greina.
Sá sem þessar línur skrifar hefur
gamnað sér við skjóta á líklegustu
sigurvegarana á undanfömum
árum, en varð of seinn með þá grein
til birtingar að þessu sinni. En Aka-
demían var sammála mér um Regn-
manninn!
Leikstjómarverðlaunin hafa löng-
um verið talin næst að virðingu, sá
besti þetta árið var kjörinn Barry
Levinson og hnykkti engum við það.
Bæði hefur hann gert afbragðs-
myndir einsog Diner, Tin Men, og á
síðasta ári hina margslungnu Good
Moming, Viet Nam og þá er hann
talinn hafa gert kraftaverk hvað
Regnmanninum viðkemur, verkefni
sem stóijaxlar einsog Spielberg,
Pollack og Martin Brest voru búnir
að gefast uppá, nánast afskrifa sem
mögulega kvikmynd. Greinarhöf-
undur krossaði við Levinson, sem er
í miklu áliti á þessum bæ.
Það voru aldrei neinar vangavelt-
ur um hver hlyti Óskar fyrir bestan
leik karla í aðalhlutverki, akademían
Jodie Foster kampakát. Enn
gefst kostur að sjá hana vinna leik-
sigur í hlutverki svívirtrar lágstétt-
arstúlku sem hlýtur uppreisn æm
í Hinum ákærðu.
kom sér saman um Hoffman, og ef
hún hefði spurt mig álits, þá var ég
sammála! Og þá á Hoffman líklega
stærstan þátt í því að kvikmyndin
Regnmaðurinn varð að raunveru-
leika, hann hefur bæði verið hennar
traustasti bakhjarl og reyndar aðal-
vandamál. Ég hef ekki stórar
áhyggjur af Hackman, hans ár kem-
ur fljótlega. Hann hefði verið örugg-
ur sigurvegari, en hver sér við Hoff-
man í ham? Hinsvegar kom á óvart
að sjá ekki nafn Jeremy Irons í hópi
hinna fímm tilnefndu, hinsvegar
Max Von Sydow, en sá sænski stór-
leikari hefði aldrei nokkum tímann
átt minnstu möguleika á verðlaun-
um, því miður. En oftar eru það ein-
mitt tilnefningamar sem koma
meira á óvart en sigurvegaramir.
Ég vildi líka sjá nafn Susan Saran-
don (Bull Durham) í hópi þeirra leik-
kvenna sem tilnefndar voru fyrir
bestan leik í aðalhlutverki, en þeir
taka ekkert tillit til mín þama vest-
urfrá svo ég veðjaði á Jodie Foster
eftir að hafa hrifist af stórleik henn-
ar í einkar erfíðu hlutverki svívirtrar
lágstéttarstúlku sem hlýtur uppreisn
æru í Hinum ákærðu — The Ac-
cused. Ogþessi 26 ára, hæfileikaríka
leikkona, sem gleymist ekki þeim
sem sáu hana fyrir langtum löngu
í hlutverki smámellunnar í Taxi Dri-
ver, stakk af stórleikkonur sem áttu
eftirminnilegan leik í fyrra; Sigour-
ney Weaver í í þokumistrinu — Gor-
illa’s in the Mist, og mér er sagt að
Aðstandendur Regnmannsins í sigurvímu enda varð myndin sigurvegari afhendingarhátíðarinnar 1989.
Geena Davis í Á faraldsfæti.
hin dásamlega Melanie Griffíth sé
hreinasta afbragð í Working Girl og
kameljónið Meryl Streep skili enn
einu, vandasömu portrettinu í A Cry
in the Dark, af alkunnri snilli.
Valið á bestu leikkonu ársins í
aukahlutverki hefur verið fíma
vandasamt, og ekki gat akademían
verið mér sammála um þá stórbrotnu
leikkonu Frances McDormand (í
ljósum logum), sem var einnig svo
eftirminnileg í Blood Simple þeirra
Coen-bræðra. Ég get þó vel fyrirgef-
ið henni að kjósa í hennar stað þá
glæsilegu Geenu Davis, sem fer á
kostum í afar krefjandi hlutverki
stúlkunnar sem færði William Hurt
lífslöngunina aftur — í fleti sínu —
í hinni ágætu, mannlegu mynd Kas-
dans, Á faraldsfæti — The Acciden-
tal Tourist. Og þama var við magn-
aðar stjömur að etja; Pfeiffer í Dan-
gerous Liasions, hina bráðefnilegu
Joan Cusack í Working Girl og Wea-
ver í sömu mynd. En Weaver, sem
er einhver athyglisverðasta leikkon-
an í Vesturheimi í dag, á virkilega
samúð skilið. Var tilneftid fyrir leik
í aðal- og aukahlutverki en mátti
fara heim með öngulinn í rassinum.
Það hefur ekki gerst fyrr undir þess-
um_ kringumstæðum.
Óskhyggja mín veitti gömlum
kunningja Óskarsverðlaunin fyrir
bestan leik karls í aukahlutverki,
Martin Landau, þessa listamanns
sem löngum hefur leikið leiksins
vegna en ekki peninganna, líkt og
Ben Gazzara og fleiri góðir menn.
Hann fór á kostum í Tucker. En
Kline á þau svo sannarlega skilið
fyrir leik sinn í Fiskinum Vöndu.
Reyndar var hlutverkið sem klæð-
skerasniðið fyrir þennan sérstaka
leikara. Þarna voru góðir menn
skildir eftir útí kuldanum; auk Land-
aus, meistari Alec Guinness (Little
Dorrit), hinn ódrepandi skapgerðar-
leikari Dean Stockwell (Married to
the Mob).
Árangur danskra kvikmyndagerð-
armanna hefur verið með ólíkindum
að undanfömu. Annað árið í röð
vinna þeir Óskarinn fyrir bestu er-
lendu mynd ársins, nú fyrir Sigur-
vegarann Pelle. Ekki voru keppi-
nautamir til að skemma ánægjuna,
en meðal þeirra vom stórmyndimar
Hanussen frá Ungveijalandi, Sala-
am Bombay!, Indlandi og hin spánsk-
ættaða Konur á mörkum tauga-
áfalls, sem greinarhöfundur taldi
sennilegasta sigurvegarann undir
kringumstæðunum. Það er aldeilis
stórmerkilegt að smáþjóð skuli vinna
þessi eftirsóttustu verðlaun kvik-
myndasögunnar tvö ár í röð og við
getum rétt ímyndað okkur hvílík
lyftistöng dollarafúlgan sem fylgir
sigrinum getur orðið verðlaunahöf-
unum.
Kvikmyndatökustjómin er mér
mikið hugðarefni og ég hefði orðið
hnefafox útí Akademíuna ef hún
hefði gengið framhjá snillingnum
Peter Biziou, sem á einn minnisstæð-
asta þáttinn í mynd Parkers, í ljósum
logum. Hér var þó við ramman reip
að draga, t.d. snilldartakta Halls í Á
yztu nöf — Tequila Sunrise og fágað
handbragð Svens Nýkvists í Óbæri-
legum léttleika tilverunnar.
Nú em helstu verðlaunaþegamir
upptaldir, utan handritshöfundar, og
farið fljótt yfir sögu því besta fmms-
amda handritið, að Regnmanninum,
samið af þeim Ronald Bass og Barry
Morrow, og besta handritið, byggt
á áður birtu efni, Dangerous Liasi-
ons, eftir Christopher Hampton, virt-
ust hafin yfir samkeppni.
Verðlaun fyrir klippingu hlaut
Arthur Schmidt fyri Hver skellti
skuldinni á Kalla kanínu — Frank
J. Urioste og John F. Link skildir
eftir útí kuldanum, þrátt fyrir snilld-
ar handbragð í_ Á tæpasta vaði —
Die Hard ... Óskarsverðlaun fyrir
bestu búninga ársins hlaut James
Acheson fyrir Dangerous Liasions,
kemur engum á óvart sem séð hefur
Síðasta keisarann! Þeir Stuart Craig
og Gerard James hlutu verðlaun fyr-
ir bestu listræna leikstjóm (art direc-
tion, þ.e. leiktjöld og muni), Dan-
gerous Liasions ... Ken Ralston,
Richard Williams, Edward Jones og
George Gibbs fyrir bestu brellur —
Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu
... Þá hlutu Óskarsverðlaunin fyrir
besta hljóðstjóm þeir Les Fresholtz,
Dick Alexander, Vem Poore og
Willie D. Burton fyrir Bird ... Besta
fmmsamda tónlistin var verk hins
góðkunna Dave Gmsin í Milagro —
The Milagro Beanfield War, en besta
fmmsamda lagið var að fínna í
Working Girl, Let The River Run,
eftir gömlu, góðu Carly Simon, sem
lítið hefur heyrst frá um árabil.
Spuming er hvort við fáum nokk-
urntímann að sjá bestu heimildar-
mynd ársins, kjörin var engin önnur
en Hotel Terminus: The Life And
Times of Klaus Barbie, hið langa
og lofaða verk Marcels Öphulus um
„slátrarann frá Lyon“. Kannski
skýtur hún upp kollinum á Kvik-
myndahátíð í haust. Hver veit. Lát-
um þetta nægja í ár.