Morgunblaðið - 02.04.1989, Page 30

Morgunblaðið - 02.04.1989, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989 VEITINGAHÚS ADLON afturí bænum Það eru eflaust einhveijir sem muna eftir ADLON-kafiShúsum þeirra Silla og Valda. Þau voru á götuhornum hingað og þangað um bæinn, í Aðalstræti var svokallaður Langi bar, í Bankastræti, þar sem veitingastaðurinn Prikið er til húsa, var annar, sá þriðji var á Laugavegi þar sem Ítalía er nú og á Laugavegi 126 var sá flórði. Nú hafa nokkrir framtakssamir menn opnað þar veitingastað og kalla hann einmitt ADLON. Það er liðin tíð að menn komi með brennivínstárið með sér og setji út í kaffíð eins og iöngum var gert á ADLON fyrir 40 til 50 árum. Hinn nýi ADLON-staður hefur á boðstólum alls kyns veiting- ar, og er hann í senn bæði krá og matsölustaður. Þar er lögð áhersla á danska matargerðalist, „frika- dellur" og „smorrebrod", „kab'a- rettdiska, flesk og steikur. Þá verð- ur boðið upp á lifandi tónlist á kvöldin, gítarmúsík eða skemmt- ara, með þeim söngfuglum sem Morffunblaðið/Ami Sœberg Matreiðslumaðurinn Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson og Gísli Petersen markaðsstjóri inni á veitingastaðnum ADLON. rata þar inn hverju sinni. kvæmdastjórar eru þeir Kristinn Innréttingar eru í kráarstíl og AlfreðssonogSigvaldi Viggósson. eru sæti fyrir 50 manns. Fram- Lúdó og Stefán fagna þrítugsafinæli Hljómsveitin eins og hún er skipuð í dag. Frá vinstri: Einn af Qórum upphafsmönnum hljómsveitarinn- ar, Elvar Berg, þá Þorleiftir Gíslason sem ekki er lengur í hljómsveitinni, Arthur Moon, Bertram Möll- er, stofnandi, Stefán Jónsson, Júlíus Sigurðsson og Stefán Jökulsson. Árið 1959 hét hljómsveitin Plútó og voru meðlimir Qórir talsins. Fyrsta fasta aðsetur þeirra var Vetrargarðurinn í Tívolíinu í Vatnsmýrinni og þeir voru ófáir sem lögðu leið sína þangað, sællar minningar. Þar voru þeir í um það bil eitt ár. Síðar var opnað hús í miðbæ Reykjavíkur sem hét Storkklúbburinn, og var fyrir- rennari Glaumbæjar. essir piltar hafa glatt landann með tónlistarflutningi í áratugi og verið frægir fyrir „að taka lífinu létt“. Það eru þeir Lúdó og Stefán sem eldhressir fagna þrjátíu ára af- mæli um þessar mundir. í Storkklúbbnum voru þeir félagar húshljómsveit og var opið mörg kvöld í viku hverri. A árinu 1961 skipti hljómsveitin um nafn þar eð silfur- bræðslan Plútó fór í mál vegna nafnstulds. Hljómsveitin Plútó varð Plúdó en engu að síður töpuðu þeir félagar málinu fyrir hæstarétti á þeim forsendum að landsmenn, svo linmæltir sem þeir eru nú, væru ekki hæfír að aðgreina Plútó frá Plúdó í töluðu máli! Það sama ár breyttist Plúdó í Lúdó-sextett. Skömmu síðar var hljómsveitin kölluð því nafni sem hún ber enn í dag, Lúdó-sextett og Stefán. Á árunum eftir 1960 jukust vin- sældir þeirra jafnt og þétt. Þess má geta að árið 1962 spiluðu þeir á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum og frum- fluttu þar lagið „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“. Lengst af spiluðu þeir þó í Þórskaffí þar sem þeir héldu uppi fjörinu í mörg ár. Þeir fóru út í hljómplötugerð... við aðstæður sem teldust frumstæðar í dag. Fyrsta platan þeirra, „Því ekki að taka lífíð Iétt“ var til dæmis tekin upp í Þór- skaffí á tveggja rása segulbands- tæki. Árið 1963 kom út önnur hljóm- plata þeirra, „Laus og liðugur". Á þeirri hljómplötu steig Þuríður Sig- urðar sín fyrstu skref á söngbraut- inni. Á meðan að Bítlaæðið var í al- gleymingi gerðu þeir hlé á starfs- ferlinum og það var ekki fyrr en árið 1970 sem kjaminn úr hljóm- sveitinni kom saman á ný. Þá spiluðu þeir í Átthagasal Hótel Sögu í einkas- amkvæmum á vetrum. Nokkrum árum síðar kom upp sú hugmynd hjá Svavari Gests að gefa út hljómplötu með gömlu góðu lögunum og varð sú plata geysivinsæl. Hver man til dæmis ekki eftir „Átjan rauðar rós- ir“, kartöflulaginu „Uti í garði" og lögum í svipuðum dúr. Sú hljómplata seldist í um 10.000 eintökum og var uppseld á skömmum tíma, fyrir jólin 1977. Árið eftir fóru þeir á ný í Þórskaffí þar sem spilað var í eitt ár. Síðan þá hafa þeir verið „frílans" eins og það heitir á fínu máli. í tilefni af þessum tímamótum var spjallað við Stefán, sem hefur verið sleitulaust í hljómsveitinni frá árinu 1959. Það er gott í honum hljóðið þegar hann er beðinn að rifja upp. „Á fyrstu árum hljómsveitarinnar erum við hrein og klár atvinnuhljóm- sveit, spiluðum fímm til sex kvöld vikunnar, eingöngu nýju dansana. Menn voru þó almennt í annarri vinnu og höfðu ekki úthald í það endalaust. Viss kjami hljómsveitar- innar hefur þó haldist órofínn fram til þessa dags.“ — Hvert er leyndarmálið á bak við svo langt samstarf? „Seinni árin þegar við spilum ekki mjög mikið er þetta ekki síður skemmtun fyrir okkur sjálfa, en aðra, og jafnvel mætti kalla þetta hálf- gerða klúbbfundi. Þetta eru góðir félagar og við höfum alltaf haldið tengslum." — Hvað með stemmninguna? „Fyrir nokkrum árum vorum við að eltast við að vera með þau lög sem voru vinsælust á hveijum tíma. Síðar höfum við komist að því að fólk vill gömlu góðu lögin, svo aðal- uppistaðan í prógramminu okkar í dag eru rokk and ról hit-lögin frá gullaldarárunum. Mér fínnst sama stemmningin vera að koma aftur og mórallinn er góður.“ Lúdó og Stefáni hefur verið boðið að spila í Þórskaffí og munú þeir koma saman í byijun aprílmánaðar á þeim gamla stað þar sem þeir voru hvað vinsælastir, í nýjum sal sem heitir Vetrarbrautin. Þeir félagar munu að sjálfssögðu halda sig við gamla heygarðshomið og allir sem vilja rifja upp gömlu góðu árin ættu að láta sjá sig í Vetrarbrautinni. Góðir hálsar, því ekki að taka lífíð létt? TÓNLIST Því ekki að taka lífíð létt? Hljómsveitin um 1963 þegar þeir áttu mestum vinsældum að fagna. Frá vinstri, efiri röð: Rúnar Georgsson, Sigurður Þór- arinsson, Stefán Jónsson, Hans Kragh og Hans Jensson. Fyrir framan eru: Arthur Moon og Baldur Már Arngrímsson. Þeir sem skipuðu Lúdó-sextett um 1960 meðan að þeir spiluðu i Storkklúbbnum. Frá vinstri talið: Sig- urður Þórarinsson, Stefán Jónsson, Gunnar Kvaran, Hans Kragh, Ólafur Gunnarsson og Hans Jensson. eftir Atla Heimi Sveinsson Klara Eg hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á tón- listarsögu. Og ævisögur les ég sárasjaldan nú orðið. Sennilega á ævisagnaritun- arástríða og frásagnargleði landa minna einhvern þátt í því að gera mig fráhverfan þessari bók- menntagrein, ef manni leyf- ist að nota svo virðulegt orð um þetta bull sem árlega er spýtt inn á markaðinn. En um dáginn heyrði ég í útvarpinu píanókonsert, sem mér þótti athyglisverð- ur, svo ég lagði við hlustirn- ar. Verkið var í rómantískum stíl, en formhugsun var 'klassísk. Það gerði miklar kröfur til einleikarans, og píanóröddin var kunnáttu- samlega rituð. Hljómsveitar- beiting hugkvæm og fersk. Ég vissi ekki hver var höf- undur þessa prýðilega verks, fyrr en þulur skýrði frá því að því loknu. Ég hafði giskað á einhvern Þjóðveija, samtímamann Mend- elsohns, Schumanns, Chop- _^Jns og Brahms. Einhvern nær óþekktan „Klelnmeist- er“, minni háttar meistara, en meistara samt. Píanókon- sertinn reyndist vera eftir Klöru Wieck, sem gift var Robert Schumann. Klara var undrabarn í píanóleik. Goethe sagði um hana að hún spilaði af meiri krafti en sex strákar. Hún hélt tónleika víðsvegar um Evrópu á unglingsárunum, og hlaut að launum lof og frægð. Hún var rúmlega tvítug þegar hún giftist Rob- ert Schumann, óþekktu framúrstefnutónskáldi þeirra tíma, gegn vilja föður síns. En því má ekki gleyma að fyrir hana samdi hann öll fyrstu verk sín fyrir píanó, og þau eru einn hátindanna í rómantiskri listsköpun. Þau eignuðust sex börn. Á margan hátt var hjóna- bandið erfitt. Klara varð að draga sig í hlé, hans starf hafði forgang. Og kannski varð minna úr ótvíræðum hæfileikum hennar í tónsmíðum þess vegna. Rob- ert lést tæplega fimmtugur eftir andleg og líkamleg veik- indi. Klara ól upp börnin af jniklum myndarskap og lifði á tónleikahaldi. Hún var mikil vinkona Brahms og margir halda því fram að þau hafi staðið i miklu ástarsam- bandi. En það vitum við ekki með vissu, þetta var smekk- legt fólk sem blaðraði ekki i frá hlutum sem því einu kom * við. En Klara var líka vinur Joachims, fiðlarans mikla, og kollega síns Liszt. í minn- ingu hennar samdi Brahms Fjögur andleg ljóð, sem Krist- lnn Hallsson söng hér manna best fyrr á árum. Klara dó 77 ára árið 1896.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.