Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 16
4 Ikfi HÖFUÐBORG MORÐA í BANDARÍKJUNUM? og allir berjast gegn öllum — salan er í höndum margra lítilla glæpa- flokka, sem bítast um gróða, yfir- ráðasvæði og viðskiptavini. Bent er á að þegar Detroit var „höfuðborg glæpa í Bandaríkjunum" hafí eitur- Iyijaverzlunin verið óskipulögð og morð útbreidd, en morðunum hafí fækkað þegar einn tiltekinn hópur tók völdin. Flest fórnarlömbin í Washington falla í væringum eiturlyfjasala inn- byrðis og þegar eiturlyijasalar og viðskiptavinir þeirra rífast um við- skiptin. Talið er að a.m.k. 60% allra morða í Washington eigi rætur að relqa til eiturlyijasölu og morðingj- amir og fórnarlömb þeirra em yfír- leitt ungir, svartir karlmenn. Nokkrir lögregluforingjar telja morðölduna góðs viti. „Skítseiðin drepa hvert annað,“ segja þeir. „Því skyldi okkur ekki standa á sama um það?“ Um 75% þeirra sem em hand- teknir í Washington hafa neytt eit- urlyfja, allt frá einni tegund upp í ★ ★ Eiturlyjjastríb steinsnarfrá Hvíta húsinu eftir Guðm. Halldórsson ÞEGAR GEORGE BUSH forseti sefur geisar miskunnarlaust strið steinsnar frá Hvíta húsinu I Washington, sem er orðinn einn hættulegasti staður landsins. Eiturlyf, fátækt og eymd hafii breytt hverfúm blökkumanna í höfúðborg Bandaríkjanna og alls hins vestræna heims I blóðugan vígvöll. Blökkumennirnir, sem eru um 70 af hundraði borgarbúa, standa í fremstu víglínu eins grimmilegasta ófriðar glæpamanna, eiturlyfjasala og morðingja í sögu Bandaríkjanna. Hverfi þeirra í suðaustur- og norðausturhluta borgarinnar hafa verið lýst hættusvæði og útlendingum er ráðlagt að fara ekki þangað. Washington, sem heimamenn nefna stundum „mikil- vægustu borg ver- aldar" og „heim- kynni lýðræðisins", hefur tekið við þeim vafasama heiðri af Detroit að vera kölluð „höfuðborg morða í Bandaríkjunum“ — Murder Capital, USA. Þótt þrisvar sinnum færra fólk búi í Washington en í Chicago voru fímm sinnum fleiri myrtir í höfuðborginni í fyrra en í Chicago á mesta morðárinu í sögu þeirrar kunnu glæpaborgar. Fleiri morð voru framin í Washington á hvem íbúa í fyrra en í nokkurri annarri bandarískri borg og hvergi hafa verið framin eins mörg morð í sögu Bandaríkjanna á friðartím- um. „Þjóðarsmán“ Æ fleiri Bandaríkjamenn telja ástandið í Washington „þjóðar- smán“. Háværar kröfur eru uppi um að herlið verði sent til borgar- innar til að koma á lögum og reglu eins og gert var eftir morðið á Martin Luther King 1968. Borgar- stjómin hefur verið ráðþrota og ekki hefur verið nóg gert til að stemma stigu við auknum glæpum, en það kann þó eitthvað að vera að breytast. Fyrir dymm stendur róttæk end- urskipulagning á embætti saksókn- arans í District of Columbia (DC), sem nær yfír sjálfa borgina Wash- ington (úthverfín teygja sig inn í Daglegur viðburður f Washington: handtekinn vegna eiturlyfja. fimm. Aðeins í tveimur öðmm borg- um Bandaríkjanna hefur kókaín náð eins mikilli útbreiðslu. Fíkniefnið PCP er hvergi eins útbreitt og að- eins í einni annarri borg er heróín jafnútbreitt. Þar við bætist krakk. Fyrir nokkram ámm neyttu aðeins kvikmyndastjömur og rokktónlist- armenn kókaíns, en nú hefur al- menningur greiðan aðgang að krakki, sem kostar aðeins 10-20 dollara skammturinn (nokkur hundmð krónur). Krakkið er vinsælast meðal ungra og fátækra blökkumanna. Margir þeirra ganga í þjónustu eit- urlyfjasala og verða auðsveipir þrælar þeirra. Þeir fá 4.000 dollara á viku fyrir að selja eiturlyf á götun- um, en aðeins fjóra dollara á tímann fyrir að afgreiða á hamborgarastöð- um. „Morðtíminn“ Sagt er að þegar mest sé að gera hjá eiturlyfjasölunum sé eins mikil ös og í kjörbúðum á aðalanna- tíma þeirra á laugardögum. En þótt eitursalan sé áberandi em við- skiptin, sem fara oft fram á götu- hornum eða í grennd við ijölbýlis- ríkin Virginíu og Maryland). Um 30 nýir saksóknarar verða ráðnir og þar með verða þeir 240 alls, fleiri en í nokkurri annarri borg Bandaríkjanna. Nýlega lýsti borg- arstjómin yfír neyðarástandi og lagði til að komið yrði á útgöngu- banni unglinga eftir kl. 11 á kvöld- in í þijá mánuði. Eiturlyijaneyzla, undirrót glæpanna, er einkum út- breidd meðal unglinga og reynt er að koma í veg fyrir að þeir lendi í klandri. Útgöngubann hefur verið reynt áður og gefizt vel í Los Angeles, Fíladelfíu og víðar, dregið úr of- beldi og fækkað unglingum á göt- unum. Hins vegar hafa mannrétt- indahópar lagzt gegn því að út- göngubann verði fyrirskipað í Washington. Yfirmaður lögreglunn- ar þar er því einnig mótfallinn og telur að með því yrðu teknar upp sömu aðferðir og beitt sé gegn blökkumönnum í Suður-Afríku. Ýmsir em líka vantrúaðir á að útgöngubann sé framkvæmanlegt. Öll fangelsi eru yfirfull og lögreglan er svo fámenn að hún hefur lítt getað ráðið við hópa glæpamanna, sem ganga um götur borgarinnar vopnaðir vélbyssum. Vegna þrengsla í fangelsum höfuðborgar- innar hefur orðið að flytja dæmda eiturlyfjasala í fangelsi á vestur- ströndinni. Washington er oft kölluð „DC“ eftir skammstöfuninni á District of Columbia. Sumir lögreglumenn borgarinnar segja að skammstöfun- in tákni „Dodge City“, hina gömlu „höfuðborg kúrekanna“ í villta vestrinu. Þeim virðist fúlasta al- vara, enda virðist oft hending ráða því hveijir em myrtir. Fyrir kemur að unglingar fremji morð til þess eins að komast yfir útvarpstæki, en önnur morð em hins vegar hrein- ar aftökur. Marion Barry borgar- stjóri sagði nýlega að hinir myrtu væm fórnarlömb glæpaflokka, sem veldu sér skotmörk að vel hugsuðu Vegatálmi í noröausturhluta Washington: „striðssvæði.“ máli. „Washington er ekki Dodge City,“ bætti hann við. „Krakkstríð“ Morðaldan hófst í nóvember 1987, þegar fyrstu eiturlyfjasalarn- ir komu frá New York til að selja „krakk,“ sem er búið til úr kók- aíni. Síðan hafa eitursalar frá Miami og jafnvel Jamaica bætzt í hópinn. Margir telja að ein helzta ástæða þess að morðum hefur fjölgað eins ört og raun ber vitni sé sú að eitur- lyijasalan er ekki skipulögð. Enginn einn maður stjórnar viðskiptunum hús, svo flókin að starf lögreglunn- ar virðist oft vonlaust. Venjulega hefur eiturlyijasalinn tvo vitorðsmenn. Annar þeirra stendur á götuhorni, nær í kaup- anda og sendir hann til hins aðstoð- armannsins, sem tekur við pening- unum. Sjáífur bendir eiturlyfjasal- inn kaupandanum aðeins á felustað- inn, t.d. girðingu, tré eða bílhræ. Aðalviðskiptin fara fram frá mið- nætti til kl. 3 að nóttu og sá tími er kallaður „morðtíminn“. í fyrra voru 378 myrtir í Washington, sem er 600.000 manna borg, og þar af vom 370 blökkumenn. Á sama ári féllu 280 Palestínumenn og 12 ísra- elsmenn í uppreisninni á herteknu svæðunum í Israel. Á fyrstu tveim- ur mánuðum þessa árs vom 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.