Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
Ráðuneytið verður að
bjóða nemendum upp á
sveigjanlegar lausnir
- sagði mennta-
málaráðherra á
fiindi með stúd-
entsefiium
Menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, segir augljóst að bjóða
þurfí nemendum upp á einstakl-
ingsbundnar, sveigjanlegar lausn-
ir þegar verkfalli HÍK lýkur. Ekki
væri mögulegt að beita neinum
almennum reglustiku-aðferðum
að afloknu kennaraverkfalli. Stað-
an væri orðin það þröng að ráðu-
neytið gæti sennilega ekki náð
fram lausnum, sem gengju aðeins
eftir einhverri einni braut. Mögu-
leikarnir á því að leysa málið með
almennum hætti minnkuðu sífellt
með hverjum deginum, sem verk-
fallið stæði yfír.
Þetta kom fram í ávarpi ráðherra
til stúdentsefna úr MR, MS og Versl-
unarskólanum sem söfnuðust saman
fyrir framan menntamálaráðuneytið
laust upp úr hádegi í gær. Ráðherra
sagði að þegar deilan Ieystist, yrði
unnið öllum árum að því að nýta
maí-mánuð 100%. Hinsvegar yrði
ráðuneytið fyrir sitt leiti að bjóða upp
nemendum upp á sveigjanlegar
lausnir og sérstaklega yrði að ræða
við Lánasjóð íslenskra námsmanna
að svo miklu leiti sem hann kemur
við sögu.
„Okkur er það ljóst að fjöldi nem-
enda hefur horfíð frá námi og til
starfa og það er ekki tryggt að þetta
fólk leiti til skólanna aftur jafnvel
þó þeir verði opnaðir fljótlega. Þess
vegna mun ég leggja það til við skóla-
meistarana í landinu að þeir láti sér
ekki nægja að taka á móti þeim, sem
koma sjálfviljugir við þessar aðstæð-
ur, heldur verði hinir leitaðir uppi
og kannað til þrautar hvort þeir eru
tilbúnir til að hefla störf,“ sagði ráð-
herra.
Þórir Auðólfsson, Inspector í
Menntaskólanum í Reykjavík, talaði
fyrir hönd stúdentsefna. Hann kvað
nemendur vilja benda á leið til lausn-
ar þeim mikla vanda, sem skapast
hefði. Hún væri sú að reiknuð yrði
einkunn á grundvelli fyrri misseris-
prófa í þeim greinum, sem ekki tæ-
kist að prófa í vegna tímaskorts.
Þórir sagði að þeirri hugmynd hefði
skotið upp hjá skólameisturum að
þétta próftöflur nemenda þannig að
prófín yrðu tekin á tveimur til þrem-
ur vikum í stað fímm til sex. Hann
sagði ljóst að slíkar ráðagerðir
myndu hafa alvarlegar afleiðingar í
för með sér sem gerðu nemendum
erfítt fyrir þegar sótt er um inn-
göngu í erlenda háskóla eða þegar
sótt er um atvinnu.
„Við höfum beðið í algjörri óvissu.
Við vitum ekki hvenær verkfallinu
lýkur, ekki hvemig prófum verður
háttað eða hvemig við útskrifumst.
Þessi óvissa hefur gert það að verk-
um að við höfum átt erfítt með að
skipuleggja lestur okkar. Það var
fyrir löngu ljóst að þetta verkfall
myndi hafa alvarleg áhrif á stúdents-
prófín. Þessi kjaradeila hefur komið
í veg fyrir að við tökum stúdentspróf
á hefðbundin hátt og nú er aðeins
hægt að reyna að fínna lausn, sem
gefur sem réttasta mynd af kunnáttu
okkar. Það er alveg Ijóst að nemend-
ur geta ekki verið í skóla langt fram
á sumar. Flest höfum við ráðið okkur
í vinnu, sem við treystum á og meg-
um ekki missa. Sumir nemendur
hafa sótt um inngöngu í erlenda
háskóla og þurfa að senda stúdents-
prófsskírteinin út í byijun júní,“
sagði Þórir.
Menntamálaráðherra hefur boðað
alla skólameistara framhaldsskól-
anna I landinu til fundar á hádegi í
dag. Á fundinum verður farið yfir
stöðu mála í einstökum atriðum.
Eftir þann fund hefur ráðherra
ákveðið að boða fulltrúa Félags fram-
haldsskólanema á sinn fund. Svavar
sagði að í framhaldi af þeim fundi,
yrðu þær ákvarðanir tilkynntar sem
ráðuneytið teldi færar í stöðunni.
VEÐURYFIRUT Á HÁDEGI í DAG
ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi
í gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun,
Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru-
fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða
lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er
lagið.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Staöur hlti veður Staður hltl veður
Akureyri kl.18 i snjóél Genf
Reykjavík kl.18 4 léttskýjað Hamborg
Bergen 7 rigning Kaíró
Helsinki 12 heiðskfrt Kanarí
Kaupmannah. London 16 léttskýjað
Narssarssuaq Madrid
Nuuk Malaga
Osló Mallorca
Stokkhólmur 14 léttskýjað Marseille
Þórshöfn 9 skýjað Moskva 11 skúrir
Aþena París 22 skýjað
Amsterdam 11 alskýjað Prag 11 skýjað
Berlín 13 hálfskýjað Róm
Belgrad - Varsjá 19 skýjað
Morgunblaðið/Sverrir
Fjöldi stúdentsefna safnaðist saman fyrir framan menntamálaráðuneytið upp úr hádeginu í gær og
krafði ráðherra svara um stöðu mála. Þórir Auðólfsson, Inspector MR, talaði fyrir hönd stúdentsefha
að viðstöddum menntamálaráðherra, sem síðan tók til máls.
Fjölmenni við útför Bjöms í Bæ
Fjölmenni var við útfor Björn
Jónssonar fyrrum bónda og
hreppstjóra í Bæ á Höfðaströnd
síðastliðinn laugardag. Útforin
fór fram frá Sauðárkrókskirkju.
Séra Hjálmar Jónsson prófastur
jarðsöng, karlakórinn Heimir söng
og Sigfús og Pétur Péturssynir
sungu einsöng og tvísöng. Greftrun
fór fram í heimagrafreit í Bæ.
Myndin var tekin þegar nokkrir
félagar í lionsklúbbnum Höfða báru
kistu Bjöms í Bæ úr Sauðárkróks-
kirkju en þeir eru: Jón Guðmunds-
son á Óslandi, Stefán Gestsson á
Arnarstöðum, Pálmi Rögnvaldsson
á Hofsósi, Friðbjöm Þórhallsson á
Hofsósi, Jón Kort Ólafsson í Haga-
nesvík og Valberg Hannesson í
Sólgörðum.
BB
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Guðmundur Jó-
hannsson látinn
GUÐMUNDUR Jóhannsson fé-
lagsmálaráðunautur og stofn-
andi AA-samtakanna er látinn.
Guðmundur fæddist í Reykjavík
16. ágúst 1907, sonur hjónanna
Sigríðar Guðmundsdóttur og Jó-
hanns Þórðarsonar vekstjóra í
Reykjavík. Guðmundur var blikk-
smiður að mennt og var meðal
stofnenda félags blikksmiða.
Gengdi hann formennsku í félaginu
um margra ára skeið.
Guðmundur stofnaði AA-sam-
tökin árið 1954 og varð frám-
kvæmdastjóri Bláa bandsins, sem
hann stofnaði ásamt öðrum árið
1955. Þá var hann stjómarformað-
ur vistheimilisins í Víðinesi frá árinu
1973 og starfaði sem félagsmála-
ráðunautur Flókadeildar frá 1977.
Guðmundur var einn af stofnend-
um Karlakórs iðnaðarmanna og
stjórnandi Karlakórs Miðnesinga,
Samkórs Verkalýðsfélagsins og
Dýrfirðingakórsins, auk þess sem
hann samdi mörg tónverk.
Árið 1979 var Guðmundur
sæmdur fálkaorðunni fyrir störf að
félagsmálum.
Eftirlifandi eiginkona Guðmund-
ar er Gíslína Þórðardóttir og eiga
þau þrjú uppkomin börn.
Guðmundur Jóhannsson
TheodórA. Jónsson
forstöðumaður látinn
Theodór A. Jónsson, forstöðu-
maður Vinnu- og dvalarheimilis
Sjálfsbjargar, og fyrrverandi
formaður Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, er látinn.
Hann var 49 ára er hann lést.
Theodór fæddist þann 28. júní
1939 á Stað í Steingrímsfirði, son-
ur hjónanna Helgu Tómasdóttur
og Jóns Sæmundssonar, og ólst
hann þar upp og síðar á Hólmavík.
Hann lauk prófi frá Samvinnuskó-
lanum að Bifröst árið 1961, og hóf
að því loknu störf hjá Trygginga-
stofnun ríkisins. Þar starfaði hann
til ársins 1973, en þá varð hann
forstöðumaður Vinnu- og dvalar-
heimilis Sjálfsbjargar, og gegndi
hann því starfi allt til dauðadags.
Theodór varð formaður Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
árið 1961 en því starfi gegndi hann
til ársins 1988. Auk þess gegndi
hann ijölda annarra trúnaðarstarfa
fyrir landssamtök fatlaðra, og átti
hann meðal annars sæti í stjórn
Bandalags fatlaðra á Norðurlönd-
um frá árinu 1961.
Eftirlifandi eiginkona Theodórs
er Elísabet Jónsdóttir fram-
kvæmdastjóri.
Theodór A. Jónsson.