Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9'. MAÍ 1989
Fara liljumar
að blómstra
Undir lokin. Systkinin Gregor og Greta, Ellert Ingimundarson og
Bryndis Petra Bragadóttir. Foreldrarnir Árni Pétur Guðjónsson og
Margrét Arnadóttir bíða milli vonar og ótta.
__________Leiklist_____________
Jóhanna Kristjónsdóttir
Frú Emilía frumsýndi „Gregor“
byggt á skáldsögu Kafka, Ham-
skiptunum í Skeifunni 3c
Handrit: Hafliði Arngrímsson
Leikmynd og búningar: Guðjón
Ketilsson
Aðstoð við leikmyndagerð: Hans
Gústafsson
Lýsing: Ágúst Pétursson
Leikhljóð: Arnþór Jónsson
Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðar-
dóttir
Leikstjóri: Guðjón Pedersen
Gregor er hversdagslegur mað-
ur, líf hans viðburðasnautt. Hann
er sölumaður og á sífelldu flandri;
hann verður að vinna myrkranna á
milli fyrir kröfuharðri fjölskyldu,
foreldrum sínum og systur. Einn
morgun vaknar hann upp við það
að hann er orðinn að ógeðslegu
skordýri. Þar af leiðir tvennt strax:
Hann getur ekki farið í vinnuna og
fjölskyldan blygðast sín fyrir hann.
En reiðist honum einnig vegna þess
að þar með hefur hann brugðist í
fyrirvinnuhlutverkinu. Aldraður
faðir hans verður að fara að vinna
í banka, þau taka leigjendur til að
geta framfleytt sér. En inni í her-
bergi sínu hírist Gregor í kvöl sinni
og framan af sinnir systirin honum,
og gefur honum mat. Það lítur út
fyrir að móðirin muni reyna að af-
neita honum ekki, en faðirinn hefur
brugðist við fullur andstyggðar frá
byrjun. Og síðan tekur steininn úr
þegar Gregor hrekur leigjendurna
tvo á brott. Þá hlýtur að koma til
uppgjörsins.
Jafnan hafa menn verið í vanda
þegar að því kemur að túlka verk
Franz Kafka og menn greinir á um
hvað er kjarni málsins. Kafka sýnir
vandvirkni í að draga upp einstök
tilvik og atriði og látbragð persóna
hans er þrungið merkingu, en okkur
greinir sem sagt á hver hún er.
Tákn — dæmisögur, duimál. Ein-
hvers staðar sá ég það orðað svo
að sá sem ætlaði að skrifa um
Kafka yrði eins og persóna í sögu
eftir hann: Gegn honum rísa geig-
vænleg og óskiljanleg öfl, flækja
hann myrkviði sínum, svo að hann
missir tök á raunveruleikanum. Þar
sem verk Kafka má túlka á marga
vegu, finna endalaust nýjar lausnir,
nýjar hugmyndir, eigra um völd-
undarhús hans, er eins líklegt að
hver komi út með jafnmargar niður-
stöður — og þær gætu þess vegna
verið út í bláinn. Og hver og ein
gæti líka staðist á sinn hátt. Því
er vart að undra þótt verk Kafka
verði mönnum áleitið viðfangs- og
umhugsunarefni.
Leikhópurinn „Frú Emilía" hefur
valið að vinna nýja leikgerð úr
Hamskiptunum. Hafliði Amgríms-
son er skrifaður fyrir henni, en í
viðtali til kynningar sýningunni
kom fram að allir aðstandnendur
sýningarinnar hafa lagt þar hönd á
plóginn.
Leikverkið sem „Frú Emilía" sýn-
ir hlýtur hver að mega túlka eftir
sínu höfði. Við gætum hugsað okk-
ur að allt sem fram fer sé draumur
Gregors. Sem hann vaknar af í lok-
in og mun þá reyna að slíta sig
lausan. En einnig má benda á að í
uppfærslu Guðjóns Pedersens er
áherslan meiri á fjölskyldunni en
pöddunni, það er viðbrögðin og
illskan sem magnast í garð Greg-
ors, sem hefur brugðist þeim sem
fyrirvinna að þeirra dómi.
Sýning „Frú Emilíu“ hvernig svo
sem við kjósum að skilja hana, er
í hvívetna mjög forvitnileg. Alls
konar uppákomur sem ekki tengjast
textanum beint, en geta verið
kafkísk tákn ef vill, veita inn í hana
frísklegum straumum, fyndnum og
fáránlegum. Og verða til að undir-
strika nöturleikann, vegna þess að
leikstjóri hefur vald á sínu fólki og
skilning á möguleikum sviðsins. Það
er ekki á allra færi að ná slíku jafn-
vægi en það hefur leikstjóra tekist.
Ellert J. Ingimundarson fer með
hlutverk Gregors af hófsemd og
angist. Ég hef ekki fyrr séð leikar-
ann sýna svo athygliverðan leik.
Míkrófónninn var honum þó á
stundum til truflunar. Árni Pétur
Guðjónsson dregur upp föðurinn,
átakanlegan í græðgi sinni og skiln-
ingsleysi og Margrét Árnadóttir var
móðirin sem lengi berst gegn við-
bjóðstilfinningunni í garð sonar síns
en verður að gefast upp að lokum.
Bryndís Petra Bragadóttir gerði
systurina áhrifamikla og hæg
sinnaskipti hennar komust til skila.
í túlkun allra hlutverkanna er mik-
il áhersla á hreyfingumj svipbrigð-
um og þar áttu þau Árni Pétur,
Margrét og Bryndís Petra frábært
kvöld og raunar hópurinn allur.
Erla Skúladóttir var leigjandi og
Einar Jón Briem fór með hlutverk
fulltrúans og leigjanda tvö. Leigj-
endatýpurnar voru prýðilega unnar.
Gervi allra leikara var vandvirkn-
islega unnið og leikmynd og lýsing
eftirtektarverð og hugmyndarík.
Aðstaða sú sem „Frú Emilía" hefur
komið sér upp í Skeifunni 3c er
harla góð en loftræsting mætti vera
betri. Leikhúsið hefur nú fært upp
fjögur verkefni og ég hygg það
hafi sannað tilverurétt sinn svo að
ekki verður um villst. Það gerir
útslagið að verkefnaval hefur verið
spennandi og kannski ekki síður
nýstárleg og listræn leikstjórn á
góðu listafólki.
16. maí leggjast dráttarvextír á lán með lánskjaravísítölu.
1. júní leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu.
Al HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900
Greíðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
ÞÚ SKIPULEGGUR
reksturinn á þínu heimili
Þegar kemur að afborgunum
lána er það í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
mai
var gjalddagi húsnæðíslána.
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttarvaxta,
svo ekki sé minnst á
ínnheímtukostnað.
Glæsileg
kirkju-
listahátíð
_______Tónlist________
Jón Ásgeirsson
Sú menningarstarfsemi sem List-
vinafélag Hallgrímskirkju hefur
staðið að og á undanfömum árum
hefur verið að mótast, miðast að því
að ijúfa þá menningarlegu einangrun
sem einkennt hefur um of kirkju-
starf á íslandi. Á sviði bókmennta,
myndlistar en þó sérstaklega tónlist-
ar, á kristin kirkja í heild digra sjóði,
sem í raun er fyrir lagt að ávaxta
skuli. Á kirkjulistahátíðinni 1989
hefur Listvinafélagi Hallgrímskirkju
tekist að gera kirkju sína að vett-
vangi mannlegra umsvifa og á sviði
tónlistar, með sérstökum glæsibrag,
svo að nú verður kirkjan, sem stofn-
un að leggja svo til með þeim sem
að þessum málum vinna, að dugi um
ókomna framtíð og marki upphaf lif-
andi listar innan kirkjunnar. List er
nátengd trú, því trú án hrifningar
er aðeins bókstafurinn og siðgæði á
fegurðar og fegurð án siðgæðis er
eins og réttlæti án manngæsku. Til
þess að predikunin verði meir en
orð, þarf hún að vera gáedd lifandi
tilfinningu fyrir því góða og fagra,
kærleikanum, sem er kjaminn í boð-
skap Krists.
Á öðrum degi kirkjulistahátíðar-
innar var flutt óratorían Elia, eftir
Mendelssohn. Flytjendur vom; Silvia
Herman, sópran, Ursula Kunz, alt,
Aldo Baldin, tenor, Adreas Schmidt,
bariton, Inga Backmann, sópran,
Mótettukór Hallgrímskirkju og Sin-
fóníuhljómsveit Islands undir stjóm
Harðar Áskelssonar. Elia, er ásamt
óratorium Handels er undirstaða
þeirrar hefðar sem Englendingar
hafa í hávegum haft og skapað hefur
þeim nokkra sérstöðu í flutningi
stórra kórverka, enda var Elia frum-
fluttur í Birmingham 1846 og árið
eftir fjórum sinnum í London við
mikla hrifningu.
Mendelssohn „trúði því að tónlist
ætti að vera göfgandi og siðbætandi
og hann sameinaði í verkum sínum
rómantíska tilfinnigasemi og trú-
hneigð". Þetta er mikilvægt, því í
rómantíkinni hafði átt sér stað slík
umturnun í gerð tónlistar, að fáum
hafði tekist að samhæfa í tónmáli
sínu hástemda tilfinningatúlkun og
þá trúarlegu íhugun, er einkenndi
tónmál eldri meistara.
Flutningur Elia er mikill listasigur
fyrir Hörð Áskelsson og Mótettukór
Hallgrímskrikju, því kórinn var
hreint frábær, sérstaklega í Bal- og
regnkaflanum og þá ekki síður í 28.
og 29. atriði (Hef augu þín til fjall-
anna og Sjá hann blundar ei og sef-
ur ei) sem bæði eru áhrifamikil og
fá sérstaka merkingu í 32. atriði
Skjótvirkur stíflueyóir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
og helstu byggingavöru
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.
s. 77878,985-29797.