Morgunblaðið - 09.05.1989, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
KAUPTU EKKI
VA TNSRÚM FYRR
EN ÞÚ HEFUR
PRÓFAÐ
AVANTI-7 RÚMID
Avanti-7
dýnan er það nýjasta og besta í vatnsdýnuheiminum. Hún
hefur einstaka eiginleika og í hana fara aðeins 480 lítrar
af vatni á móti ca 800 lítrum í aðrar gerðir. Þess vegna er
hægt að setja hana í hvaða sterkt rúm sem er.
AVANTB-7
dýnan er með stífan kant eins og hvert annað rúm.
AVANTI-7
er með þykka yfirdýnu sem þú getur þvegið.
AVANTI-7
dýnan er rúm því að þú þarft aðeins aó kaupa undir hana
lappirnar og velja höfðagafl og náttborð. Kannski áttu þetta
allt saman í gamla rúminu.
AVANTI-7
selst með skiptirétti Ef þú ert ekki ánægð(ur) þá velur þú
þér bara nýja dýnu - vatnsdýnu, fjaðradýnu, springdýnu,
svampdýnu eða latexdýnu. Urvalið er hvergi meira en í
Húsgagnahöllinni.
AVANTI-7 dýnan kostar:
Stærð Verð Lappir Höfóagafl 2 náttborð Alls
180 x 200 cm 58.830,- 3.200,- 8.080,- 8.720,- 78.830,-
120 x 200 cm 46.790,- 1.600,- 11.150,- 8.720, 68.260,-
90 x 200 cm 38.750,- 1.600,- 4.480,- 4.360,- 49.190,-
Hvergi eru hagstæóari afborgunarskilmálar.
Komdu og veltu þér á heimsins bestu vatnsdýnu.
HúsgagiKt'höllin
REYKJAVÍK
TOSCA
eftir Önnu
Halldórsdóttur
í kvöld, þriðjudagskvöldið 9.
maí, verður óperan Tosca eftir
Puccini sýnd á myndbandakvöldi
Styrktarfélags íslenzku óperunnar
í Gamla bíói kl. 20.00. Upptakan
er frá sýningu Scalaóperunnar í
Mílanó undir stjórn Piero Faggioni.
Hljómsveitarstjóri er Seijo Ozawa.
í aðaihlutverkum eru Raina Kabaiv-
anska (Tosca, sópran), Luciano
Pavarotti (Cavardossi, tenór) og
Ingvar Wixell (Scarpia, baryton).
Sögusvið óperunnar er Rómaborg
árið 1800. Scarpia lögreglustjóri er
á hælum strokufangans Angelotti,
sem áður var valdamaður í Róm.
Málarinn Mario Cavaradossi er vin-
veittur Angelotti og aðstoðar hann
á flóttanum. Ástkona Cavaradossi
er söngkonan Flora Tosca og lítur
Scarpia hana girndarauga: Scarpia
fær Toscu til að ljóstra upp um
felustað Angelotti með því að pynta
Cavaradossi. Hann lofar að þyrma
lífi Cavaradossis gegn því að fá að
njóta ásta með Toscu. Áður en til
þess kemur, banar Tosca Scarpia
með rýtingi. Aftökusveit skýtur
Cavaradossi og Tosca fleygir sér
framaf kastalaveggjum niður í hyl-
dýpi og lætur líf sitt.
Tosca er fimmta ópera hins
ítalska tónskálds Giacomo Puccini
(1858-1924). Hún er gerð eftir leik-
riti franska leikritahöfundarins
Sardou og hafði Puccini hrifist mjög
af Söru Bernhard í hlutverki Toscu.
Óperan var frumsýnd í Róm árið
1900 og var loft lævi blandið við
frumsýninguna. Komið hafði upp
kvittur um að sprengju yrði varpað
inn í salinn meðan á sýningu stæði,
og eins, að óvildarmenn höfundar
mundu koma af stað ólátum og
púi. Frumsýningin fór tiltölulega
friðsamlega fram, en viðtökur
gagnrýnanda voru nokkuð svalar,
a.m.k. fannst Puccini það. Réði
sennilega miklu um viðtökurnar,
að tónlistin var frábrugðin fyrri
óperum höfundar, Manon Lescaut
(1893) og La Bohéme (1896). Hér
var ekki á ferðinni nein ljúf róm-
antik, heldur var tónlistin mjög
magnþrungin og dramatískari en
áður hafði þekkst. Óperan er í svo-
kölluðum „verismo“ stíl, þar sem
lögð er áherzla á raunsæislegar lýs-
ingar sterkra ástríðna og skugga-
hliðar mannlífsins dregnar fram í
dagsljósið. Má segja, að Carmen
hafi verið fyrsta óperan í þessum
st.fl. í Toscu gerast ofsafengnir og
grimmilegir atburðir. Hér á sér stað
nauðgunartilraun, pyntingar, morð,
aftaka og sjálfsvig, allt á sviðinu
sjálfu eða í kallfæri við það.
í upphafi fannst áhorfendum
þessar miskunnarlausu lýsingar
fráhrindandi, en tónlistin var mjög
áhrifamikil, já, ómótstæðileg og
Tosca náði brátt miklum vinsældum
um heim allan. Að líkindum er hún
sú ópera Puccinis, sem oftast er
flutt, enda þótt La Bohéme og
Madame Butterfly (1904) séu einn-
ig óhemju vinsælar. Af öðrum óper-
um hans má nefna Stúlkuna úr
villta vestrinu (1910) og þijá ein-
þáttunga, II Tabarro, Suor Angelica
og Gianni Schicchi (1918). Gianni
Schicchi er af ýmsum taíin bezta
verk Puccinis. Síðustu óperu sinni,
Turandot (1926) entist Puccini ekki
aldur til að ljúka sjálfur, en í þá
óperu hefur hann sennilega lagt
hvað mestan listrænan metnað.
Puccini var gæddur óhemju næmri
skynjun á því sem vel fór á leik-
sviði. Tónmál hans er mjög persónu-
legt og hann á auðvelt með að tjá
tilfinningar mannshjartans og kalla
fram magnað andrúmsloft á svið-
inu. í Toscu lætur honum jáfnvel
að lýsa einlægri ást og tilbeiðslu
Cavaradossis, ást og afbrýði Toscu,
haturshug og fýsn Scarpia og frels-
Haraldur, Hann-
es o g Þórbergur
eftir Ólaf
Thóroddsen
Nú boða þeir Haraldur Blöndal og
Hannes Hóímsteinn Gissurarson þá
kenningu, að Þórbergur Þórðarson
hafi ekki getað hugsað.
Kenningin virðist hafa kviknað í
næðingnum í akademíunni, eftir að
ráðherravaldið ruddi Hannesi Hólm-
steini leiðina þangað inn. Þeir Hann-
es og fylgjendur hans ráku þá rétt-
lætingu í rofna múrana að akade-
míunni væri styrkur að ólíkum við-
horfum og að enginn maður ætti að
gjalda skoðana sinna. Undir þetta
geta flestir tekið. En menn verða að
vera samkvæmir sjálfum sér. Þeir
sem ekki vilja að þeim sé mismunað
vegna skoðana sinna, ættu að una
öðrum sannmælis. annað er tvískinn-
ungur; lausung og frillutak hugar-
farsins.
Það er ekki líkt Haraldi Blöndal
að troða á minningu látins manns,
eins og hann gerir í grein hér á blaði
hinn 26. apríl sl., þótt hann gangi
þar á „ftjálshyggju“-skóm. menn
geta misstigið sig og þá helst, þegar
þeir eru á þessum skónum.
Full er langsótt, þegar svo margt
hefur skýrst í ljósi sögunnar, að leiða
fram látnum manni til ámælis skoð-
anir sem voru settar fram í hita dags-
ins fyrir löngu og við allt aðrar að-
stæður en nú eru. Hitt skiptir þó
meira máli hvernig menn vilja meta
list. Góð list lifir höfund sinn. Rit-
verk sem hefur verið birt er sjálf-
stæður heimur sem stendur og fellur
einn og sér, án tillits til skoðana
höfundarins. Og eins þótt þær séu
fráleitar. Litavalið skiptir minnstu.
Þróttur í sköpun, efnistök og vald á
„Yerk Þórbergs Þórð-
arsonar munu lifa
lengi; ekki vegna óal-
andi skoðana hans á
stjórnmálum, heldur af
því hver listamaður
hann var.“
máli ráða að lokum úrslitum um það
hvort verk telst gott eða vont og
hversu lengi það lifir. Verk Þórbergs
Þórðarsonar munu lifa lengi; ekki
vegna óalandi skoðana hans á stjórn-
málum, heldur af þvi hver listamaður
hann var. Haraldur Blöndal væri
ekki sá penni sem hann er, ef hann
hefði ekki lært af Þórbergi Þórðar-
syni, beint eða óbeint.
Haraldur Blöndal skrifar yfírleitt
vel. í þessari grein sinni er honum
brugðið og hann er ekki með sjálfum
sér. Greinin rennur í lokin út í óskilj-
anlega ruglandi. Höfundurinn fer
allt í einu og samhengislaust að tala
um áttir Morgunblaðsins í hvalamál-
inu. Lesandinn er engu nær um þær
áttir og spyr: „Hvað nú?“ Það er
eins og penninn hafi hrotið úr hendi
Haralds Blöndal áður en hann gat
lokið greininni. Slíkt hendir vandaða
menn þegar þeir skrifa andstætt
sóma sínum.
Það má ekki dæma Harald Blönd-
al af þessari einu grein. Hann er
gáfaður maður og góður drengur í
besta skilningi þess orðs. Skuggar
„ftjálshyggjunnar" féllu skamma
stund á hans skíru gler og hann tap-
aði áttum. Þeim nær hann aftur þeg-
ar skuggarnir flýja birtu sumarsins.
Höfundur er lögfræðingur.