Morgunblaðið - 09.05.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
17
þessa dags.
Á áratugunum áður en Páll kom
frá nami var farinn að aukast hraði
á ýmsum hlutum í sveitum landsins
og fólkinu hafði fækkað. Heyvinnu-
vélar voru komnar á bæina, búfénu
var að smáfjölga. Ekki þótti lengur
fært að hafa beitarhús fjarri bæn-
um, mannafla skorti til að halda fé
til beitar og spara hey til hins ýtr-
asta. Nú var líka farið að gefa kún-
um fóðurbæti og kynbæta þær,
nytin jókst um helming. Við þetta
fóru sjúkdómarnir að gera usla.
Taka varð 10-15% kindanna á
horspítala þegar leið á veturinn
vegna ormaveiki. Ormalyf Dungals
og síðar fullkomnari ormalyf ger-
breyttu þessu. Bráðapestin varð að
skæðum faraldri þar til hún var
stöðvuð með bólusetningu. í kjölfar
hennar kom garnaeitrun, lamba-
blóðsótt og lungnabólga, í rauninni
flest eða allt landlægir sjúkdómar
sem nú urðu illviðráðanlegir með
nýjum tíma og nýjum búskapar-
háttum. Doði, súrdoði og júgur-
bólga óx hröðum skrefum í blessuð-
um kúnum.
Árið 1933 dundu svo ósköpin
yfir. Inn voru fluttar karakúlhrútar
með bestu heilbrigðisvottorðum
sem fáanleg voru. Samt höfðu þeir
með sér 4 illvíga sjúkdóma sem
hefðu útrýmt íslenska sauðfjár-
stofninum ef ekki hefði notið við
manna með yfirburðaþekkingu,
þrek og vilja. Fremstir í flokki þess-
ara manna voru þeir Níel Dungal,
Guðmundur Gíslason, Bjöm Sig-
urðsson og Páll A. Pálsson. Ef til
vill hefur Níels Dungal átt drýgstan
þátt í því að koma því máli af stað
að reist yrði rannsóknastofnun fyrir
búfjársjúkdóma. Hann hafði annast
rannsóknir á því sviði og þegar
karakúlpestirnar voru orðnar stofn-
un hans ofviða studdi hann rann-
sóknirnar á þeim með ráðum og
dáð og þá koma þeir Guðmundur
Gíslason og Björn Sigurðsson fram
á sjónarsviðið. Halldór Pálsson
hafði barist fyrir því að Keldnaland
yrði keypt undir rannsóknastöð og
það féll í hiut Björns Sigurðssonar
að koma tilraunastöðinni á Keldum
á fót.
Bjöm var sérstaklega laginn að
velja sér samstarfsmenn. Hann réð
til sín strax á fyrsta árinu á Keldum
þá Pál A. Pálsson og Halldór
Grímsson. í ársskýrslum Keldna
sést hve hann fagnaði því að Guð-
mundur Gíslason og Halldór Vig-
fússon hófu störf á Keldum en þeir
höfðu orðið starfsmenn sauðfjár-
sjúkdómanefndar.
Það er næsta ótrúlegt hvað þess-
ir menn afrekuðu næsta áratuginn.
Sauðfjárpestirnar vom rannsakað-
ar.. Skipulag niðurskurðar hvíldi á
Guðmundi Gíslasyni og hinir stóðu
að baki honum sem klettur. Bólu-
efni var framleitt gegn gamaveik-
inni sem er náskyld berklum og
hafði borist hingað með karkúlu-
hrútunum. Þetta bóluefni var þraut-
prófað á þúsundum fjár og Björn
i)jó allt tilraunabóluefnið til með
eigin höndum. Mæðiveikin var
rannsökuð og eðli hennar uppgötv-
að en það hafi ekki áður í heiminum
verið vitað um veimsjúkdóm sem
hafði jafnlangan meðgöngutíma.
Þetta ötula lið vann með þeirri rann-
sókn afrek sem er einstætt. Fyrir
utan þetta var á Keldudal unnið að
rannsóknum af fjölda annarra sjúk-
dóma. Bændum var kennt að halda
niðri lambablóðsótt, garnapest,
lungnapest. Bóluefni var gert gegn
þessum sjúkdómum sem og sermi
með mótefnum til að sprauta í lömb.
Of langt yrði upp að telja alla þá
sjúkdóma af völdum veira, baktería
og efnaskiptatmflana en telja má
um fimmtíu verkefni sem unnið er
að á Keldum fyrsta áratuginn. Er
það næsta glæsileg mynd að líta
þessa menn í huganum leggja nótt
við dag vinnandi sem einn maður
að því að koma búfjárrækt lands-
manna á réttan kjöl. Það var mikið
áfall þegar Björn Sigurðsson veikt-
ist og dó árið 1959 og er það furða
að ekki skyldi koma slagsíða á skút-
una þegar hann hverfur úr þessum
litla samhenta hóp. Þá höfðu ötulir
starfsmenn bæst í hópinn en Páll
tók við forystunni. Hann varð yfir-
dýralæknir árið 1956 og var hvort
tveggja í senn yfirdýralæknir og
forstöðumaður til ársins 1968.
Þessi stutta frásögn af fyrsta
áratug Keldna sýnir við hvað er að
etja þar sem heilsa búfjárins er
annars vegar og væri það óskandi
að annarra eins manna megi njóta
við framvegis og þeirra Björns,
Guðmundar og Páls A. Pálssonar
og samstarfsmanna þeirra. Við
Keldnamenn óskum Páli að hann
megi sem lengst hafa starfsorku á
eftirlaunaaldrinum.
Þorsteinn Þorsteinsson
NÝJUNG í
BÍLAVIÐSKIPTUM!
Við erum komnir í ▼•Kskap og bjóðum upp á nýj-
ung í bílaviðskiptum á íslandi, nýjung sem við köll-
um ▼•RSéLl.
Undirtektir við ▼•Rsölunni hafa verið frábærar og
greinilegt að fólk kann vel að meta ▼•Rafsláttinn
og ▼•Rgreiðslukjörin.
Við bjóðum þessa viku SKODA 120 L. árg. 1989.
Sívinsæll og þrautreyndur við íslenskar aðstæður.
Nú er rétta tækifærið að gera góð bílakaup fyrir
sumarfríið. Lægsta verð á nýjum bíi í áraraðir.
SKODA 120 L.
4 dyra, 4 gíra, 1174 cc, 52 DIN HÖ.
Verð áður stgr. kr. 306.400.-
VOR-verð stgr. kr. 276.400.-
VORafsláttur 30.000.-
VORgreiðsiukjör:
25% útborgun, eftirstöðvar á 18 mán.
ATHUGIÐ! AÐEINS ÞESSA VIKU.
Allir bílar á ▼•RtÖLI eru af
árgerð 1989.
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600
Við tökum allar tegundir
eldri bíla í skiptum en Skoda
er sérstaklega velkominn í
skiptum og þá getum við lán-
að allan mismuninn í allt að
átján mánuði.
Líttu við og þú sannfærist!