Morgunblaðið - 09.05.1989, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
Kópavogur:
Borgaraftmdur um vemdun F ossvogsdals
Á almennum baráttufiindi er bæjarstjórn Kópavogs
ásamt Samtökum um verndun Fossvogsdals stóðu að,
fluttu ávörp þeir Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar
og Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla Islands
og eru þau birt hér í heild sinni. Að auki töluðu þeir
Magnús Harðarson formaður íþróttafélags Kópavogs
og rakti hann sögu félagsins og gerði grein fyrir
fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum þess í dalnum.
Bryiyólfúr Jónsson skógfræðingur talaði um skilyrði
til skógræktar í dalnum og Hallur Baldursson ávarp-
aði fúndinn fyrir hönd Samtaka um verndun dalsins.
Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að vernda dalinn
og gefa almenningi um leið tækifæri til að njóta
óspilltrar náttúru í nálægð við þéttbýli.
Ávarp bæjarstjórnar Kópavogs
Á fundi sínum 25. apríl 1989
gerði bæjarstjóm eftirfarandi sam-
þykkt:
„Bæjarstjóm Kópavogs ályktar að
samkomulag það sem gert var milli
Reyiqavíkur og Kópavogs 9. októ-
ber árið 1973 að því er varðar tillög-
ur um lagningu Fossvogsbrautar
sé úr gildi fallið.
Bæjarstjórn Kópavogs telur að
umferðarvanda höfuðborgarsvæð-
isins, sem Fossvogsbraut var ætlað
að leysa, megi auðveldar og ódýrar
leysa með því að fullgera Miklu-
braut og Bústaðaveg og beina um-
ferð um væntanlega Fífuhvamms-
og Arnamesvegi á Hafnarfjarðar-
veg.
Bæjarstjóm Kópavogs ítrekar
fyrri samþykkt um að skipulags-
nefnd skipuleggi Fossvogsdal sem
útivistar- og íþróttasvæði og Ijúki
endurskoðun aðalskipulags Kópa-
vogs sem fyrst. Bæjarstjóm hafnar
tilmælum Skipulagsstjómar ríkisins
um sérstaka úttekt á þörf fyrir
Fossvogsbraut."
Svo mörg voru þau orð og þurfa
ekki skýringar við. Eins og fram
mun koma hér á eftir var þessi
samþykkt fyrst og fremst árétting
þess sem áður hafði margsinnis
verið sagt.
Fyrst var rætt um lagningu Foss-
vogsbrautar árið 1964. Þá var henni
ætlað að vera hluti af stofnbraut
upp á Suðurlandsveg og nauðsyn
hennar rökstudd með því. Þessar
hugleiðingar voru staðfestar með
samkomulagi milli Kópavogs og
Reykjavíkur árið 1973, en þar var
þó kveðið svo að orði að nota skyldi
næstu tvö ár til þess að kanna þörf-
ina á vegagerð um þessar slóðir,
athuga hvemig hún yrði til minnstr-
ar röskunar á umhverfí dalsins og
hvemig tengja mætti útivistarsvæði
kaupstaðanna í dalnum. Síðan sagði
í samkomulaginu 1973:
Leiði endurskoðun á umferðar-
kerfí höfuðborgarsvæðisins... í
ljós að nauðsynlegt reynist að ráð-
ast í gerð Fossvogsbrautar, þ.e. að
í ljós komi að ekki fínnist aðrar
viðunandi lausnir á umferðarvanda
höfuðborgarsvæðisins að dómi
beggja aðila,
skuli mörkin milli kaupstaðanna
breytast og Kópavogkaupstaður
láta Reykjavík í té kvaðalaust og
án endurgjalds land það, er hann á
í Fossvogsdal og lendi innan marka
borgarinnar.
Það má vera öllum ljóst af þess-
um orðum — þótt ekki komi til
aðrar greinar samkomulagsins —
að það er alrangt að Reykjavíkur-
borg hafí keypt það land sem deil-
an stendur nú um. Það er hugar-
fóstur þeirra sem því halda fram.
Greinilegt er á þeim orðum sem
ég las úr samkomulaginu að aðilar
þess litu á það sem algera neyðar-
lausn að leggja braut um Fossvogs-
dal. Samkomulagið gerir ekki ráð
fyrir að það gerist nema engar
viðunandi lausnir fínnist að dómi
heggja aðila. Það fer ekkert á
milli mála að þama hefur hvor að-
ili um sig neitunarvald.
Frá því þetta samkomulag var
gert hafa viðhorf manna til náttúru-
vemdunar, almenningsíþrótta og
útivistar gerbreyst. Sumpart hefur
þar komið fram ný þekking sem
enginn getur leyft sér að snið-
ganga. Hugmyndir manna um um-,
ferð eru ekki heldur óbreytanlegar.
Bæjarstjóm Kópavogs hefur bent á
að aðrar lausnir á umferðarvanda
höfuðborgarsvæðisins mega finna
en Fossvogsbraut. Önnur lausn er
líka sýnd í aðalskipulagi Reykjavík-
urborgar 1984-2004 þó sá kostur
væri ekki talinn viðunandi að mati
þess aðila.
í samkomulaginu árið 1973 voru
skýr ákvæði um vinnu á næstu
tveim árum. Samt sem áður gerðist
fátt. Almenningur vaknaði hins
vegar mjög til vitundar um náttúru-
vemd og útivistarmál. Það hafði sín
áhrif á skipulagsmál Reykjavíkur
og fljótlega var fallið frá þeim for-
sendum Fossvogsbrautar sem fólust
í vegagerð um endilangan Elliða-
árdal. Þetta gerðist árið 1977 og
þá um vorið samþykkti Bæjarstjóm
Kópavogs samhljóða tillögu þar sem
því var lýst yfír að
bæjarstjóm Kópavogs mót-
mælir því að Reykjavíkur-
borg skuli einhliða hafa
breytt nefndum forsendum
og lýsir því yfir að hún telur
sig óbundna af niðurstöð-
um á þeirri athugun á
nauðsyn Fossvogsbrautar
Frá baráttufúndi um vemdun Fossvogsdals, sem haldinn var í íþróttahúsi Snælandsskóla.
sem um er fjallað í 5. grein
fyrmefnds samkomulags.
Það em því aldeilis ekki ný tíðindi'
að það sé skoðun okkar að borgar-
stjórn Reylq'avíkur hafi sjálf
breytt forsendum samkomulags-
ins og því sé eðlilegt að við lýsum
það úr gildi fallið. Áður en þetta
gerðist hafði bæjarstjóm Kópavogs
líka samþykkt tillögu um skipu-
lagssamkeppni um útivistarsvæði í
Fossdal og Kópavogsdal.
Þrátt fyrir andmæli bæjarstjóm-
ar Kópavogs hélt Reykjavíkurborg
áfram að gera ráð fyrir Fossvogs-
braut í aðalskipulagi sínu. Er það
fáheyrt að eitt sveitarfélag sýni á
aðalskipulagi mannvirki í landi ann-
ars sveitarfélags. Þessu var líka
mótmælt. Þannig lýsti bæjarstjórn
Kópavogs því yfír í einu hljóði árið
1985 að hún sætti sig ekki við að
Fossvogsbraut væri sýnd á aðal-
skipulagi Reykjavíkur í landi Kópa-
vogs. Þann skilning ítrekaði bæjar-
stjóm oftar en einu sinni og félags-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fossvogsbraut og dalbúinn
— ávarp Sigmundar Guðbjarnasonar rektors Háskóla íslands
Ég tala hér sem dalbúi, því ég
er einn af íbúum í Fossvogsdal.
Vandamálið sem við er að glíma
er hvort leggja eigi hraðbraut um
Fossvogsdal til þess að leysa um-
ferðarvanda höfuðborgarsvæðisins.
Slik áform velq'a margar spumingar
sem nauðsynlegt er að svara áður
en ákvarðanir eru teknar eða fram-
kvæmdir em hafnar. Ég mun ekki
fjalla um Fossvogsdal sem friðland
og ákjósanlegt útivistarsvæði sum-
ar sem vetur. Ég mun takmarka
mig við nokkrar spurningar sem
snerta einkum íbúa Fossvogsdals.
Fyrsta spurningin er þessi: Er
hætta á að Fossvogsbraut valdi
okkur heilsutjóni vegna þeirrar
mengunar sem af henni mun
stafa?
Á góðviðrisdögum nú í vetur
höfum við séð dökkt mengunarský
yfír Reykjavík og mælingar Holl-
ustuvemdar á svifryki sýna vaxandi
mengun ár frá ári í Reykjavík.
Svifryk þetta er mjög fíngert,
minna en 1/100 úr mm að stærð
og berst við innöndun í lungu okk-
ar. Hættan er mest þar sem loft
er kyrrt og mikil umferð. Fossvogs-
dalur er nokkuð sérstæður vegna
veðursældar því hér eru stillur tíðar
og lítil hreyfíng á lofti. Þau efni
sem koma með útblæstri bíla i
umhverfið og eru heilsuspillandi em
t.d kolmónoxíð, níturoxíð eða köfn-
unarefnisoxíð, brennisteinsdíoxíð,
kolvatnsefnissambönd ýmiskonar,
blý og tjöruefni. Ætla má að venju-
legur fólksbíll, vel stilltur, láti frá
sér um 25 g af hreinu kolmónoxíði
á hveijum kílómetra. Til að einfalda
myndina þá gemm við ráð fyrir að
hver bíll láti frá sér 50 g á tveggja
kílómetra akstri um Fossvogsdal.
Vænta má að um 50 þúsund bflar
fæm um Fossvogsbraut á dag og
gæfu þeir frá sér 2.500 kg eða 2,5
tonn af kolmónoxíði á dag, eins og
sérfræðingur Reykjavíkurborgar
áætlar, þá gæfu þeir frá sér 1,5
tonn af hreinu kolmónoxíði á dag
eða 1.200 rúmmetra.
Menn hafa nú áttað sig á því að
mengunin er ekki bara blý og kol-
mónoxíð, mesta mengunin kemur
frá níturoxíðum, sem myndast við
brennsluna. Þessi níturoxfð valda
m.a. súm regni sem veldur svo
margvíslegu tjóni. Rannsóknir hafa
sýnt ákveðið samband milli aksturs-
hraða og myndunar á níturoxíðum
{ bflnum. níturoxíð-mengun er þre-
falt meiri við 90 km hraða en við
60 km hraða. Rannsóknir sýna
einnig að kolmónoxíð-mengunin
vex með aksturshraða. Hraðbraut
um Fossvogsdal mun því bjóða upp
á mun meiri mengunarhættu en
vænta má á öðmm svæðum í
Reykjavlk og nágrenni.
Það sem skapar sérstaka hættu
í Fossvogsdal er lognið sem þar er
langtímum saman. Vert er einnig
að gefa því gaum að hér em aust-
an, suðaustan- og suðvestanáttir
ríkjandi vindáttir. Þetta kom greini-
lega í ljós fyrir skömmu við sinu-
bmna í dalnum því þá fór reykurinn
upp norðurhlíðar dalsins, yfir Foss-
vogshverfi.
Það er því eðlileg ósk okkar
dalbúa að mengunarhættan verði
rannsökuð svo ljóst verði hvort
hraðbrautin stefni heilsu okkar í
hættu.
Næsta spurning varðar hávaða-
mengun. Mér sagði virtur arkitekt
fyrir nokkm að steyptu húsin
beggja vegna f dalnum muni endur-
kasta hljóðinu og virka sem magna-
arakerfi, auka hávaðann upp hlíðar
dalsins en ekki dempa. Em þessar
áhyggjur ástæðulausar?
Fyrir rúmum aldarfjórðungi bjó
ég ásamt fjölskyldu minni í Detr-
oit. Bjuggum við í eitt ár í nám-
unda við Ford-hraðbrautina, sem
var mikið niðurgrafín á þessu
svæði. Frá hraðbrautinni barst stöð-
ugt umferðamiður, titringur, óþef-
ur og mengun. Mikilli umferð fylg-
ir oft titringur, einkum vegna þun-
gaflutninga, og er þess að vænta
að slíkur titringur hafi áhrif á hús
byggð á ótraustum gmnni. Húsin
neðarlega í dalnum em í raun byggð
á sandi eða súlum, á ótraustum
gmnni. Mörg þessara húsa em
einnig mjög viðkvæm vegna alkali-
efnahvarfa í steypunni. Spurning
mín er þessi: Er líklegt að umferðar-
titringur valdi tilfinnanlegu tjóni á
íbúðarhúsum, svo sem missigi,
sprungumyndunum og öðmm
skemmdum?
Vert er einnig að gefa gaum að
þeim vanda sem fylgir lagningu
Fossvogsbrautar og því jarðraski
sem er því samfara. Hætta er á að
gmnnvatn lækki vemlega, að
minnsta kosti á meðan á fram-
kvæmdum stendur, sem geti síðan
leitt til missigs húsa og skemmda
á þeim.
Ég dreg raunar ekki f efa að séð
frá sjónarhóli umferðarinnar einnar
þá er Fossvogsbraut hagkvæm
lausn. Þegar hugmyndin að Foss-
vogsbraut fæddist þá var engin
umtalsverð byggð í dalnum og öll
umræða um umhverfismál var með
öðmm hætti en í dag. Byggðaþróun
í Reykjavík hefur orðið nokkuð önn-
ur en ætlað var fyrir aldarfjórð-
ungi. Byggðin færist nú austur með
ströndinni en ekki í suður eins og
álið var. Verslunin færist í auknum
mæli úr gamla miðbænum í Kringl-
una og í aðrar verslunarmiðstöðvar
austur í bænum. Væntanlegur
Hlíðarfótur mun flytja umferð úr
Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi
í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur.
Það er óhjákvæmilegt að endur-
skoða gamlar áætlanir og taka til-
lit til fleiri þátta nú í dag, taka til-
lit til nýrra viðhorfa í umhverfismál-
um og taka einnig tillit til fbúa
dalsins.
Spurningin er því þessi: Hvaða
leiðir eða lausnir eru raunhæfar
í dag?
Tillaga mín er sú að bæði sveitar-
félögin, Kópavogur og Reykjavík,
styðji þau áform sklpulagsstjómar
ríkisins að rannsaka eða fela óháð-
um aðilum að rannsaka fyrirsjáan-
leg og líklég áhrif Fossvogsbrautar
á umhverfí. Jafnramt verði þeim
falið að svara þeim spurningum sem
dalbúar og aðrir aðilar málsins leita
svara við. Niðurstöður þessara at-
hugana væru síðan grundvöllur fyr-
ir lausn á þessum vanda.