Morgunblaðið - 09.05.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
19
málaráðherra staðfesti hann árið
1988 þegar aðalskipulag
Reykjavíkur var staðfest. Þá var
Fossvogsbraut tekin út af kortinu
í landi Kópavogs.
Á grundvelli alls þessa sem hér
hefur verið rakið gerði bæjarstjórn
samþykkt sína fyrir dijúgri viku.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
sátu hjá við afgreiðsluna en bókuðu
eindregna andstöðu sína gegn lagn-
ingu Fossvogsbrautar og þar með
samstöðu um markmiðið. Þeir töldu
hins vegar ekki rétt að gefa ein-
hliða yfirlýsingu um að samkomu-
lagið væri úr gildi fallið og vildu
reyna tii þrautar að semja við
Reykjavíkurborg. Það er vitanlega
matsatriði og ekki undarlegt þótt
menn greini á um hvenær samn-
ingaleiðir hafa verið reyndar til
þrautar, en þessi varð niðurstaðan.
Undanfarna daga hafa ýmsir
orðið til að undrast tóninn í sam-
skiptum sveitarfélaganna tveggja,
Kópavogs og Reykjavíkur. Skoðun
allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn
Kópavogs hefur þó eins og fram
er komið verið skýr og ótvíræð
undanfarinn áratug og vel það.
Við samþykkjum ekki lagn-
ingu Fossvogsbrautar. Við ætlum
að gera Fossvogsdal að útivistar-
svæði, öldnum og óbornum í
Reykjavík og Kópavogi til yndis og
undaðssemda. Þetta hefur bæjar-
stjórn undirstrikað með því að út-
hluta íþróttafélagi Kópavogs svæði
hér í dalnum.
Svo sem eðlilegt og sjálfsagt er
hefur Skipulagsstjórn ríkisins bent
á að ekki sé heimilt að hefja fram-
kvæmdir fyrr en aðalskipulag hefur
verið staðfest. Þetta er bæjarstjórn
Kópavogs fulljóst en henni er líka
ljóst að allar framkvæmdir þurfa
langan undirbúningstíma. Nú er
aðalskipulag Kópavogs í endurskoð-
un. Bæjaryfirvöld í Kópavogi munu
leggja allt kapp á að fá það frágeng-
ið, samþykkt og staðfest sem allra
fyrst. Þá verður ekkert til fyrirstöðu
þeim framkvæmdum sem nauðsyn-
legar eru til þess að hér verði blóm-
leg miðstöð íþrótta fyrir almenning
og keppnisfólk við hlið og í bland
við hið notalega útivistarsvæði.
Vitanlega hafa viðbrögð borgar-
stjórans í Reykjavík og síðan borg-
arráðs valdið okkur vonbrigðum.
En sannarlega á hver rétt á sinni
skoðun. Og auðvitað getur eitt
sveitarfélag ákveðið þegar því
þóknast að hætta að selja þjónustu
á einu eða öðru sviði. Mér er ljúft
að tilkynna það hér að við Kópa-
vogsbúar höfum ekki hugsað okkur
að láta grafast í sorpi. Við ætlum
að bregðast við eins og nútímafólki
sæmir. Þegar hefur sérfróðum
mönnum verið falið að gera tillögur
um hvernig standa mætti að flokk-
un sorps eins og nú tíðkast þar sem
menn hafa mesta hugsun á um-
hverfismálum. Við munum tilkynna
frekar á næstu vikum um úrlausn
sorphirðunnar í Kópavogi.
Megi allir vinir Fossvogsdals bera
gæfu til að starfa saman að málum
svo erfingjar okkar geti sagt með
sanni: Hér var unnið að málum af
framsýni. Fýrir það erum við þakk-
lát.
*
Fegurðardrottning Islands 1989:
Stífar æfingar fram
að úrslitakvöldinu
- segir Gróa Ásgeirsdóttir,
framkvæmdastj óri keppninnar
Fegurðardrottning Islands 1989 verður krýnd á Hótel Islandi
næstkomandi mánudagskvöld, að kvöldi annars í hvítasunnu. Undir-
búningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst og eru allar stúlkum-
ar komnar til Reykjavíkur til þjálfiinar og æfínga.
Tíu stúlkur hafa verið valdar til
þátttöku í keppninni og verður það
Linda Pétursdóttir, Fegurðar-
drottning íslands 1988 og Ungfrú
Heimur, sem krýnir arftaka sinn.
Stúlkurnar, sem þátt taka í keppn-
inni eru: Elva Hrund Guttorms-
dóttir Fegurðardrottning Suður-
nesja, Guðbjörg Hilmarsdóttir Feg-
urðardrottning Vestfjarða, Stein-
unn Geirsdóttir Fegurðardrottning
Norðurlands, Oddný Ragna Sigurð-
ardóttir Fegurðardrottning Austur-
lands, Guðrún Eyjólfsdóttir Fegurð-
ardrottning Vesturlands, Hugrún
Perla Heiðarsdóttir Fegurðar-
drottning Suðurlands, Hugrún
Linda Guðmundsdóttir Fegurðar-
drottning Reykjavíkur, Linda Ólafs-
dóttir Ljósmyndafyrirsæta Suður-
nesja, Hildur Dungal Ljósmynda-
fyrirsæta Reykjavíkur og Theódóra
Sæmundsdóttir úr Reykjavík.
Stúlkurnar eru við æfingar í
World Class líkamsræktarstöðinni
þar sem þjálfari þeirra er Katrín
Hafsteinsdóttir. Þá sér Birna Magn-
úsdóttir danskennari um að þjálfa
fegurðardísirnar í göngulagi og
sviðsframkomu.
Gróa Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri keppninnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að vika
væri síðan stúlkurnar hefðu allar
komið til Reykjavíkur og yrðu stífar
æfingar fram að úrslitakvöldinu.
„Stúlkurnar eru ýmist í námi eða
úti á vinnumarkaðnum. Vinnuveit-
endur hafa allir sýnt skilning og
verkfall kennara hefur vissulega
hjálpað okkur þar sem skólastarf
liggur niðri hjá þeim stúlkum sem
stunda námið,“ sagði Gróa.
Hún sagði að reynt yrði að hafa
úrslitakvöldið sem glæsilegast og
yrði sérstaklega lagt mikið í mat-
seðil kvöldsins sem yrði fjórréttað-
ur. Matreiðslumeistari hússins,
Ólafur Reynisson, hefur haft veg
og vanda að undirbúningnum. Auk
þess verða ýmis önnur skemmtiat-
riði svo sem söngur, dans, tískusýn-
ing og hárgreiðslusýning. Stöð 2
mun sýna frá keppninni eins og í
fyrra.
Dómnefnd skipa sjö manns: Ólaf-
ur Laufdál veitingamaður er form-
aður nefndarinnar, en aðrir dóm-
nefndarmenn eru: Sigtryggur Sig-
tryggsson fréttastjóri, Friðþjófur
Helgason Ijósmyndari, Erla Harald-
sóttir danskennari, Sóley Jóhanns-
dóttir danskennari, Anna Margrét
Jónsdóttir Fegurðardrottning ís-
lands 1987 og Ingi Björn Albertsson
alþingismaður.
Linda Pétursdóttir Fegurðar-
drottning íslands 1988 og
Ungfrú Heimur mun krýna arf-
taka sinn á Hótel íslandi n.k.
mánudagskvöld.
Landsmót skólaskákar 1989;
Héðinn Steingrímsson o g
Helgi Ass Islandsmeistarar
Ljóðakvöld á Hótel Borg
BESTI vinur ljóðsins heldur
ljóðakvöld á Hótel Borg í kvöld
8. maí.
Þeir sem lesa upp í kvöld eru;
Þorsteinn frá Hamri, en ný ljóðabók
kemur út eftir hann í þessari viku,
yilborg Dagbjartsdóttir, Ásta
Ólafsdóttir, en hún skrifaði bókina
„Þögnin sem stefndi í nýja átt“,
Ragna Sigurðardóttir, hún hefur
birt ljóð í tímaritum og gaf út ör-
sagnasafnið „Stefnumót", Mike
Pollock Ies sín ljóð — á ensku, Jón
Gnarr,- sem áður hefur gefið út
ljóðabók, les kafla úr skáldsögu,
sem út kemur í haust, Sigfús
Bjartmarsson, en hann verður á
ferðinni með nýja ljóðabók í haust,
Elísabet Jökulsdóttir, les úr fyrstu
bók sinni, „Dans í lokuðu herbergi"
og Illugi Jökulsson les eigið ljóð í
tilefni útkomu þeirrar bókar.
Sigrún Eiríksdóttir les þýðingar
sínar á nokkrum ljóða Jorges Luis
Borges, þá verður flutt tónverkið
Tengsl, sem Hjálmar H. Ragnars-
son samdi fyrir söngrödd og
strengjakvartett. við ljóð eftir Stef-
án Hörð Grímsson. Flytjendur
verða söngkonan Jóhanna Þór-
hallsdóttir og hljóðfæraleikararnin
Helga Þórarinsdóttir, Hlíf Sigur-
jónsdóttir, Sean Bradley og Nora
LANDSMÓT skólaskákar 1989
fór fram i Laugaskóla í Dala-
sýslu 4. til 7. maí síðastliðinn.
Héðinn Steingrímsson, Haga-
skóla, varð Islandsmeistari í eldri
flokki (7. til 9. bekk) með 9 vinn-
inga og Helgi Áss Grétarsson,
Breiðholtsskóla, varð íslands-
meistari í yngri flokki (1. til 6.
bekk) með 8,5 vinninga. Níu
umferðir voru tefldar á mótinu.
í 2. sæti í eldri flokki varð Krist-
ján Eðvarðsson, Gagnfræðaskóla
Mosfellsbæjar, með 6 vinninga og
í 3. sæti varð Þórleifur Karlsson,
Gagnfræðaskóla Akureyrar, með 5
vinninga. í 2. sæti í yngri flokki
varð Ingvar Jóhannesson, Lang-
holtsskóla, með 7,5 vinninga og í
3. til 4. sæti urðu Hlíðar Þór Sveins-
son, Kársnesskóla í Kópavogi, og
Guðmundur Daðason, Grunnskóla
Bolungarvíkur, með 7 vinninga. -
Þorsteinn frá Hamri les upp á
ljóðakvöldinu, en ný ljóðabók
eftir hann er að koma út.
Kornblueh. Stjórnandi er Hjálmar
H. Ragnarsson. Kynnir Besta vinar
ljóðsins verður Hrafn Jökulsson.
Dagskráin hefst klukkan 9.
HITACHI
Sjónvarpstæki sein
treystandi er á.
3ja ára ábyrgð
J0*RÖNNING
+//"// heimilistæki
KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SlMI 685868/10259
.HurDnDlNUiTJn
MAR0I10
HAPPDRÆTTIDVALARHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMAHHA
Eflum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrír hvern aldraðan.