Morgunblaðið - 09.05.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
21
Verkfall í pólskum koparnámum:
Viðræðum við verk-
fallsmenn hafiiað
Varsjá. Reuter.
VERKFALL um 20.000 verka-
manna í Qórum stærstu koparná-
mum Póllands hélt áfram fjórða
daginn í röð í gær. Verkfalls-
menn, sem segjast hafa stöðvað
alla koparvinnslu í landinu,
sögðu að slitnað hefði upp úr
viðræðum þeirra við stjórnvöld
og að lausn á deilunni væri ekki
í sjónmáli. Námuverkamenn
kreQast 50% hækkunar á grunn-
launum.
Námuverkamennirnir lögðu nið-
ur vinnu síðastliðinn föstudag til
að knýja pólsk stjórnvöld til að fall-
ast á tafarlausar launahækkanir
samkvæmt samkomulagi sem
stjórnvöld og stjórnarandstaðan
komust að eftir tveggja mánuða
samningaviðræður fyrr í vor.
þeir að friður verði að ríkja á vinnu-
markaðnum eigi efnahagsumbætur
að ná fram að ganga.
Dollaralánum
fer fækkandi
Basel. Reuter.
ÞAÐ gerist stöðugt algengara að
bankalán í iðnvæddum ríkjum
fari fram £ örðum gjaldmiðlum
en Bandaríkjadollar. Er nú svo
koinið að einungis rúmur helin-
ingur bankalána er bundinn við
Bandaríkjadollar en á hinn bóg-
inn hefur hlutdeild vestur-þýska
marksins og japanska jensins far-
ið ört vaxandi.
Reuter
Þrír verkfallsmenn í Rudna-koparnámunni í suðvesturhluta Póllands undir borða með áletruninni „Verk-
fall“. Um 20.000 koparnámuverkamenn eru í verkfalli í Qórum stærstu koparnámum Póllands.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í Austur-Þýzkalandi:
Á annað hundrað and-
ófsmenn handteknir
Umræða um kosningamálin bönnuð
Austur-Berlín. Reuter.
LÖGREGLAN í Leipzig handtók á annað hundrað manns af um eitt-
þúsund, sem þátt tóku í mótmælaaðgerðum í tilefni bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninga er fram fóru í Austur-Þýzkalandi á sunnudag. Að
aðgerðunum, sem fram fóru á aðaltorgi borgarinnar, stóðu mannrétt-
indasamtök, sem tengjast lúthersku kirkjunni.
unum fylgt til baka til landamær-
anna þar sem þeim var vísað úr
landi.
Talsmenn námuverkamanna
sögðu að Mieczyslaw Wilczek, iðn-
aðarráðherra Póllands, hefði hafnað
kröfu þeirra um viðræður.
Heimildir innan Samstöðu, hinna
ftjálsu verkalýðssamtaka, hermdu
að líklegt væri að sérstök námu-
nefnd samtakanna myndi hittast í
dag, þriðjudag, til að ræða fram-
vindu mála.
Leiðtogar Samstöðu hafa ekki
tjáð sig opinberlega um aðgerðir
námaverkamannanna en undan-
farna mánuði hafa talsmenn sam-
takanna itrekað mælst til þess að
ekki verði boðað til verkfalla. Telja
Þetta kemur fram í skýrslu sem
birt var í gær og unnin var á vegum
Alþjóðlega greiðslubankans í Sviss.
I skýrslunni kemur fram að árið
1983 voru um 72 prósent bankalána
sem veitt höfðu verið í 18 iðnríkjum
bundin við dollara en á síðasta ári
var þetta hiutfall komið niður í 53
prósent. Á sama tímabili þreföld-
uðust útlán í jenum.
I skýrslunni segir að finna megi
fjölmargar ástæður fyrir þessari þró-
un en í henni kemur fram að upp-
gangur í efnhagslífi Kyrrahafsríkja
hafi orðið til þess að auka stórlega
útlán í jenum auk þess sem vaxta-
kjör hafi unnið gegn dollarnum.
Talsmenn samtakanna sögðu að
kosningamar væm ólýðræðislegar.
Hvöttu þeir kjósendur til þess að
taka ekki þátt í þeim eða greiða
ekki frambjóðanda kommúnista-
flokksins atkvæði þar sem austur-
þýzka syórnin hefði ekki orðið við
þeim tilmælum kirkjunnar og
mannréttindahópa að leyfa umræð-
ur um kosningamálin. Sögðu full-
trúar kirkjunnar afstöðu austur-
þýzku stjórnarinnar í hróplegri
mótsögn við afstöðu sovézkra yfir-
valda og þær opnu umræður sem
tengst hefðu þingkosningum þar í
landi fyrir tveimur mánuðum. í
Austur-Þýzkalandi em landsmenn
lögum samkvæmt skyldugir til að
kjósa og aðeins einn frambjóðandi
kommúnistaflokksins var í fram-
boði í hveiju hinna 23.000 kjör-
dæma.
Fulltrúar kirkjunnar og mann-
réttindasamtaka sögðu í gær að
fleiri hefðu greitt mótatkvæði í
kosningunum á sunnudag en
nokkm sinni fyrr og miklu fleiri en
yfirvöld hefðu tilkynnt. I sumum
kjördæmanna hefðu mótatkvæðin
verið á annan tug prósenta. í til-
kynningu ríkisstjórnarinnar sagði
að af öllum greiddum atkvæðum
hefðu aðeins 1,15% verið „neikvæð"
miðað við 0,12% í kosningunum
árið 1984. Hin opinbera fréttastofa,
ADN, sagði að um miðjan dag á
sunnudag hefði kjörsókn verið kom-
in í 93,7% en á kjörskrá voru 12,4
milljónir manna. Nýrri tölur um
kjörsókn höfðu ekki verið birtar í
gærkvöldi.
Mannréttindasamtökin sendu
fulltrúa sína á marga kjörstaði til
þess að fylgjast með atkvæða-
ERLENT
greiðslu. Fæstir þeirra fengu að
fylgjast með talningu atkvæða, sem
stjórnvöld höfðu sagt að yrði opin
almenningi. Sögðu fulltrúar sam-
takanna að kosningasvik hefðu ver-
ið framin.
Fulltrúar vestur-þýzkrar sjón-
varpsstöðvar hugðust fylgjast með
mótmælunum í Leipzig en þeim var
snúið við áður en þeir komust til
borgarinnar. Var sjónvarpsmönn-
IvV^ÞiwUing*1, seg5r. HP
Kyf*
slcilið við
+rz&r*0* - "aHa -
W HRINGDU
ÍSÍMA (91) 671000
OG FÁÐU ÞITT BLAÐ
m
HEWLETT
PACKARD
Höfðabakka 9, Reykjavík, Sími (91) 671000