Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1989
23
Hún hefiir verið traust-
ur vinur og bandamaður
Honda ’8Q
Civic
Sedan
16 ventla
- eftir Ronald Reagan
Margaret Thatcher hefur nú verið forsætisráðherra í tíu ár og þau
tímamót veita mér kærkomið tækifæri til að segja stuttlega hvað
mér finnst um vin sem ég bæði virði og treysti. Ég á margar, hlýjar
og sérstæðar minningar um samstarf okkar. Á samráðsfundum í
London og Washington, á Qölþjóðlegum efhahagsmálafundum í
Ottawa, París, Williamsburg, Bonn, Tókíó, Feneyjum og Toronto
öðlaðist ég mikla virðingu fyrir henni því að hún er kona sem á sér
sannfæringu, hvikar ekki frá grundavallarskoðunum sínum og
ástundar heiðarleika. Hún hefur verið mér traustur ráðgjafi, trygg-
ur félagi í baráttunni fyrir frelsi og verður eftir sem áður góður
vinur. Við kynntumst reyndar áður en við tókum við stjómartaumun-
um, hvort í sínu landi.
Það gerðist skömmu eftir að hún
var kjörin leiðtogi íhaldsflokksins
1975. Ég kom til London til að
flytja ræðu og sameiginlegur vinur
okkar kom því til leiðar að við hitt-
umst á skrifstofu hennar. Ég var
undrandi og hreykinn af því að hún
skyldi kannast við sum af þeim
stefnumálum sem ég barðist fyrir
sem ríkisstjóri Kalifomíu. Við
ræddum ýmis viðfangsefni stjórn-
málaleiðtoga í klukkustund og kom-
umst að því að við vorum sammála
um margt sem varðar efnahagsmál
og skynsamlegt hlutverk kjörinna
stjórnvalda.
Ég kom af þessum fundi sann-
færður um það að næðu íhaldsmenn
meirihluta á þingi og flokksleið-
toganum yrðu falin völd forsætis-
ráðherra, eins og venjan er, yrðu
stjórnartaumar Bretlands í góðum
höndum.
íhaldsmenn náðu meiríhluta,
venju var fylgt og í tíu ár hafa
Bretar notið þess að stórkostlegur
forsætisráðherra hefur verið við
völd. Undanfarin átta ár hef ég, sem
forseti Bandaríkjanna, verið þakk-
látur fyrir þau bönd sem tengja
þjóðir okkar og stjómsnilld frú
Thatcher.
Áhrifin af forystu hennar jafnt
heima fyrir sem á alþjóðavettvangi
tryggja henni sess í sögunni. Lítum
til fortíðar, ársins 1979, þegar hún
kom íhaldsflokknum til valda. Þá
var Bretland þjakað af efnahagsleg-
um og félagslegum vandamálum.
Atvinnuleysi fór vaxandi, verðbólga
nálgaðist 20%, framleiðni, sem ekk-
ert hafði aukist um árabil, sýndi
engin batamerki. Fremstu hæfi-
leikamenn landsins leituðu í mörg-
um tilvikum til annarra landa þar
sem betri kjör buðust og stanslaus
ókyrrð á vinnumarkaðnum olli því
að erfitt var að framfylgja ákvörð-
unum í efnahagsmálum.
Thatcher hefur tekist að rétta
breskan efnahag við og hleypa nýj-
um kjarki í þjóðina með snilldarleg-
um hætti síðastliðin tíu ár. Hún
hefur beitt þreki sínu og ákveðni
til að hrista drungann af þjóðinni.
Vinnusemi hennar og staðfesta í
baráttunni fyrir því sem hún trúir
á hafa verið góð fordæmi og minna
okkur á hve óendanlega mikilvægt
það er í Iýðræðisríki að forystan sé
sterk.
Þeir sem virða fyrir sér ástandið
í Bretlandi utan frá komast ekki
hjá því að sjá að það er regla á
hlutunum og margt hefur verið
gert til að bæta hag almennings.
Thatcher hefur gert umfangsmiklar
endurbætur á efnahagskerfinu; selt
einkaaðilum aftur í hendur fyrir-
tæki sem höfðu verið þjóðnýtt.
Enginn getur neitað því að hún
hefur blásið nýjum lífsanda í það
sem Bretland eitt sinn var merkis-
beri fyrir.
Hún er leiðtogi sem á sér
framtíðarsýn og hefur til þess þor
að víkja hvergi af leið þar til orrust-
an er unnin. Og stundum hefur hún
kallað yfir sig harðar árásir vegna
þess að hún tók upp hanskann fyr-
ir Bandaríkjamenn.
Þegar forsætisráðherrann beindi
einstökum hæfileikum sínum að
utanríkismálum varð árangurinn
engu síðri. Hún fylgdi stefnu sem
byggði á glöggu mati á stöðu Breta
í samfélagi þjóðanna, hvetju bæri
að keppa að og hverriig hægt væri
að ná þeim markmiðum. Þetta hef-
ur komið skýrt í ljós á fundum leið-
toga sjö helstu iðnríkja heims. Það
hefur miðað hratt í framfaraátt á
sviði viðskipta og alþjóðasamvinnu;
framlag Margaret Thatcher hefur
í þeim efnum alltaf vegið þungt.
Óbilandi stuðningur hennar við
Atlantshafsbandalagið hefur verið
leiðtogum annarra bandalagsþjóða
hvatning til að taka ákvarðanir sem
eru erfiðar en nauðsynlegar eigi
bandalagið að halda styrk sínum. I
Falklandseyja-málinu sýndi hún
sanna stjómvisku. Sjálfum er mér
kunnugt um þá hjartakvöl sem
mannfallið olli henni en hún gerði
það sem gera þurfti af stakri snilld.
Margaret Thatcher er mannleg á
afar geðþekkan hátt; þrátt fyrir
allan styrkleikann er hún eftir sem
áður kvenleg. Hún er hörð af sér
þegar þörf krefur; hún er samúð-
arrík á sorgarstund; hún er heiðar-
leg og leggur sig alla fram við að
stjórna vel. Margaret telur ekkert
göfugra en að þjóna samborgurum
sínum. Ég minnist margra sam-
ræðustunda okkar og hve ég varð
hrifínn af ákefðinni þegar hún tal-
aði. Möguleikinn á að geta bætt
kjör þjóðar sinnar gaf henni slíkan
byr undir báða vængi að aðrir létu
hrífast með.
Alla forsetatíð mína deildi frú
Thatcher með mér reynslu sinni og
visku. Ég hef verið svo heppinn að
njóta þessara faglegu og persónu-
legu ráða auk einlægrar vináttu
hennar.
Nokkrir af fyrirrennurum okkar
í embætti voru svo heppnir að svip-
uð samvinna tókst á milli þeirra;
Lloyd George og Woodrow Wilson,
Winston Churchill og Franklin Ro-
osevelt. í öllum tilvikum hefur þetta
orðið til góða fyrir báðar þjóðimar.
Samtímis höfum við lagt fram okk-
ar skerf til sameiginlegrar, sögu-
legrar arfleifðar og gert okkar til
þess að styrkja þau einstæðu sam-
skipti sem em milli leiðtoga þjóða
okkar.
Ég hef lært að meta afar mikils
skynsamleg ráð og vináttu Margar-
et; alltaf gat ég treyst á góða dóm-
greind hennar og traust mat. Hún
er traustur vinur og bandamaður.
Þegar saga þessa tímabils verður
rituð er ég í engum vafa um að
Margaret Thatcher verður skipað á
bekk með afburðamönnum. >Mál-
staður friðar og frelsis hefur unnið
sigra vegna styrkrar stjórnar henn-
ar, framtíðarsýnar og heilbrigðrar
skynsemi. Varanleg trú hennar á
mannkynið er fordæmi fyrir leið-
toga um allan heim og hvatning
fyrir alþýðu manna. Hún hefur ekki
aðeins unnið eigin þjóð gagn heldur
öllum jarðarbúum. Ástand heims-
mála hefur batnað vegna þess að
Margaret Thatcher hefur verið for-
sætisráðherra í tíu ár. Ég er stoltur
af að þekkja hana.
Fyrrum Bandaríkjaforseti rit-
aði þessa grein fyrir The Times
í London og er hún birt hér með
leyfi ritstjómar þess.
Reuter
Ronald Reagan og Margaret Thatcher takast í hendur við komu
þess fyrmefhda í embættisbústað forsætisráðherrans, Downing-
stræti 10, á siðasta ári. Reagan skýrði Thatcher frá viðræðum sinum
við Míkhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Moskvu.
Verð 899 þús. sjálfsk.,
midað við staðgreiðslu á gengi 1. ap. 1989
GREIÐSLU SKILMÁL AR
FYRIR ALLA.
UHONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
SMITH & NORLAND
NÓATÚNl 4 • SÍMI 28300
UPPLYSINGAÖLDIN
ER GENGIN í GARÐ - TELEFAXTÆKIN
FRÁ SIEMENS ERU HÉR!
Við bjóðum tvær gerðir telefaxtækja frá einum virtasta
framleiðanda fjarskiptabúnaðar í heiminum.
HF 2301
Fyrirferðarlítið skrifborðstæki
Tækið býður m.a. upp á eftirfarandi
möguieika:
■ 16 stiga gráskali.
Fínstilling, andstæðustilling.
■ Sjálfvirk móttaka.
■ 5 blaðsíðna sjálfvirk mötun.
■ Tekur álíka rými á borði og
símaskráin.
Kynntu þér verð og kosti telefaxtækjanna frá SIEMENS.
HF 2303
Öflugt og fjölhæft tæki
Sömu aðgerðir og HF 2301
og auk þess m.a.:
Klukkustýrð sending.
Sjálfvirkt endurval númers fjórum
sinnum á þriggja mín. fresti ef
móttakandi er á tali.
Skammval og hraðval.
Sendir skjöl upp í A-3 stærð.
Sjálfvirkur skjalamatari
fyrir 30 bls.
Stafaskjár.
Valskífa á tæki.
Pappírshnífur.