Morgunblaðið - 09.05.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
27
Nýrri meðferð í læknisfræði beitt hérlendis í fyrsta sinn:
Ræktun húðsýnis flýtti
bata bams um sex vutur
Þriggja ára gamalt stúlkubarn sem lagt var inn á Landakotsspít-
ala milli heims og helju hefur fyrir tilstilli nýrrar meðferðar náð
bata á tuttugu dögum þar sem 6 til 8 vikur hefðu fram til þessa
þótt eðlilegur batatimi. Barnið fékk alvarlega heilahimnubólgu og
í kjölfarið á henni drep í húðblæðingar, þannig að um 40% af líkama
þess varð flakandi sár. í stað þess að græða á sárin húð af heilbrigð-
um svæðum á barninu, var lítið sýni tekið og sent til Stokkhólms í
ræktun. Sýnið var 6 fersentimetrar en til baka komu 2.700 fersenti-
metrar. Sú húð var svo grædd á barnið. Þetta er í fyrsta skipti sem
slík aðgerð er gerð á Islandi, en það eru aðeins tvö ár siðan farið
var að rækta húð með þessum hætti á Karolinska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi, en aðferðin var fyrst reynd í Boston árið 1981.
Jens Kjartansson lýtalæknir á ist nokkuð saman og þöktu um 30%
St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði
og Birgir Jakobsson barnalæknir á
Landakotsspítala læknuðu stúlk-
una ásamt hjúkrunarliði Landa-
kots. Jens vann á Karolinska
sjúkrahúsinu í fimm ár og hefur
því reynslu í meðferð þessari.
„Hraði skiptir miklu máli. Við tók-
um húðsýni af baminu um miðja
nótt á þriðja degi frá því það var
lagt inn. Síðan var sýnið sent með
hraði til Keflavíkur þar sem þota
til Stokkhólms var að fara í loftið.
Við græddum húð af móðurinni
á sár barnsins til bráðabirgða.
Móðirin lá hjá okkur í tíu daga
vegna húðflutninganna, en vegna
þeirra var barnið tilbúið til að með-
taka ræktuðu húðina þegar hún
kom að utan. Og hún kom ná-
kvæmlega 20 dögum eftir að barn-
ið var lagt inn. Sárin höfðu þá dreg-
líkamans. En núna er bamið nán-
ast alveg gróið sára sinna.
Þetta var mjög vel heppnuð að-
gerð og meðferð, sérstaklega ef
litið er til þess hvað barnið var
veikt og að aðbúnaður á Landakoti
sé ekki sem bestur til slíkra verka.
En það lögðust allir á eitt og starfs-
fólk sjúkrahússins vann mikið
þrekvirki," sagði Jens.
Jens gat einnig um mikinn vel-
vilja utanaðkomandi aðila. Karol-
inska sjúkrahúsið hefði gefíð húð-
sýnin og kunningjar hans á Karol-
inska gefíð alla sína vinnu, auk
þess sem tveir þeirra hefðu komið
með húðina til landsins. Þá gáfu
Flugleiðir flugfar fyrir sænsku
læknana til og frá landinu.
Morgunblaðið/Sverrir
Þau hafa borið hitann og þungann af þvi að lækna litlu stúlkuna:
F.v. Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri á barnadeild Landakotsspít-
ala, Jens Kjartansson lýtalæknir og Birgir Jakobsson barnalæknir.
Birgir Jakobsson sagði að vel
væri hugsanlegt að hefja slíka húð-
ræktun hérlendis. Það þyrfti ein-
ungis einn starfsmann og um það
bil mánaðarlanga starfsþjálfun. Nú
væri að hefjast tæknifijóvgun hér
á landi og þar sem þar væru ná-
skyld vinnubrögð á ferðinni væri
upplagt að steypa þeirri starfsemi
saman við húðræktunina. Þessi
meðferð er hin sama og við bruna-
sárum og sagði Birgir að þetta hlyti
að vera framtíðin í meðferð slíkra
áverka.
„Þetta barn virtist ekki eiga
mikla lífsmöguleika þegar það kom
til okkar og það var nánast krafta-
verk hvað þetta tókst vel. Bamið
var í gjörgæslu og einangrun á
ófullbúinni deild, en við Jens höfum
ekki séð betri frammistöðu hjá
hjúkrunarliði, skurðstofuliði og
sjúkraþjálfuram, og höfum þó báð-
ir unnið víða erlendis. Bamið léttist
ekki einu sinni meðan á þessu stóð.
Meðferðin hefur ekki verið notuð
nema í tvö ár á Norðurlöndunum
og það er þrekvirki að við skulum
geta teygt okkur svo fljótt eftir
slíku út fyrir landsteinana. Þetta
sýnir að við verðum að halda
tengslum við útlönd. Það er ekki
nóg að sitja heima og lesa lækna-
blöð," sagði Birgir að lokum.
Eitt verka Bjarna Jónssonar.
Astrid og
Bjarni á Höfh
ASTRID Ellingsen, prjónahönn-
uður og Bjarni Jónsson, listmál-
ari, sýna ptjónakjóla og málverk
á Höih í Hornafírði um hvíta-
sunnuna. Sýningin verður í
Heppuskóla.
Astrid sýnir handpijónaða kjóla
úr íslensku eingirni. Hún gerði
umn áraraðir uppskriftir fyrir Ála-
foss og ýmis tímarit og hafði
pijónanámskeið víða um land.
Uppskriftir eftir hana hafa birst í
norsku kvennablöðunum KK og
Alles.
Bjami Jónsson sækir myndefni
sitt mikið í íslenska þjóðhætti.
Hann teiknaði fyrir Ríkisútgáfu*-
námsbóka um árabil og fyrir aðra
útgefendur. Viðamesta verkefni
hans til þessa er skýringarmyndir
í ritverk Lúðvíks Kristjánssonar,
Islenskir sjávarhættir.
Sýning Astrid og Bjarna verður
opnuð laugardaginn 13. maí klukk-
an 14. Hún verður aðeins opin
yfir hvítasunnuna, laugardag,
sunnudag og mánudag, frá klukk-
an 14-22 alla dagana.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð(kr.)
Þorskur 58,50 36,00 56,12 31,810 1.785.232
Þorskur(óst) 40,00 30,00 34,41 0,348 11.975
Þorskur(smár) 24,00 15,00 22,41 0,175 3.921
Ýsa 95,00 50,00 69,80 2,377 165.911
Karfi 30,50 27,00 29,88 28,542 852.903
Ufsi 27,50 27,50 27,50 1,049 28.846
Steinbítur 30,50 20,00 28,92 3,642 105.348
Koli 29,00 25,00 25,52 1,248 31.849
Samtals 42,90 70,689 3.032.465
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 58,00 30,00 41,13 2,360 97.056
Þorsk(ósl.l.bl.) 45,00 37,00 38,35 0,523 20.055
Þorsk(dbt) 30,00 30,00 30,00 0,211 6.330
Þorsk(ósl.1 n) 44,00 44,00 44,00 1,225 53.900
Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,053 1.060
Ýsa 80,00 38,00 67,22 0,310 20.837
Steinbítur 74,00 43,00 55,73 0,078 4.191
Lúða(millist.) 220,00 220,00 220,00 0,010
2.200
Samtals 43,11 4,770 205.629
Selt var úr bátum. í dag verður selt úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 44,00 38,00 41,46 7,642 316.975
Ýsa 61,00 35,00 59,16 1,614 95.490
Ýsa(óst) 62,00 36,00 52,84 40,127 2.120.417
Karfi 27,00 14,00 24,89 2,369 58.981
Ufsi 28,00 15,00 24,30 0,601 14.605
Ufsi(óst) 22,00 21,50 21,89 2,300 50.350
Langa 21,00 21,00 21,00 0,146 3.066
Skötuselur 114,00 114,00 114,00 0,026 2.964
Samtals 48,59 55,366 2.690.134
Selt var aðall. úr Happasæli KE, Hvalsnesi GK, Baldri KE oq
Hraunsvík GK. I dag veröur m.a. seldur þorskur, ýsa, langa oq
keila úr Eldeyjar-Boða GK. Selt úr dagróöra- og snurvoðarbátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 1. til 5. maí.
Þorskur 70,90 330,835 23.454.632
Ýsa 92,67 37,225 3.449.546
Ufsi 32,55 52,385 1.705.004
Karfi 50,31 15,760 792.923
Koli 53,67 0,220 11.807
Blandað 46,34 8,345 386.698
Samtals 67,00 444,840 29.805.264
Selt var úr Þorra SU í Grimsby 2. maí, Otto Wathne NS í Grims-
by 3. maí og Hoffelli SU í Hull 4. mai.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 1. til 5. maí.
Þorskur 73,05 341,335 24.9?3.216
Ýsa 90,58 300.465 27.217.309
Ufsi 29,58 32,115 949.863
Karfi 34,07 37,375 1.273.357
Koli 44,63 339,175 15.136.620
Grálúða 44,97 124,045 5.578.743
Blandað 66,76 107,696 7.189.609
Samtals 64,17 1.282,2 82.278.699
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 1 . til 5. maí.
Þorskur 47,84 86,205 4.124.225
Ýsa 87,08 1,380 120.165
Ufsi 48,15 38,215 1.840.023
Karfi 63,20 265,640 16.788.557
Grálúða 55,29 164,312 9.084.011
Blandað 53,16 6,539 347.633
Samtals 57,45 562,291 32.304.613
Selt var úr Vigra RE í Bremerhaven 3. maí oq Kambaröst SU
í Bremerhaven 5. maí.
v
Regnboginn sýn-
ir „Glæfraför“
REGNBOGINN hefúr tekið til sýninga myndina
„Glæfrafór". Með aðalhlutverk fara Louis Gossett
Jr., Mark Humphrey og Sharon Brandon. Leikstjóri
er Sidney Furie.
„Chappy" hafði fyrir þremur árum lent í útistöðum
við yfírmenn sína og þá verið settur yfirmaður við flug-
minjasafn. Nú er hann aftur kallaður til starfa sem sveit-
arforingi, mjög áríðandi og leynilegt verkefni, en
„Chappy“ veit hvað það þýðir, — vandræði.
Atriði úr myndinni „Glæfrafor" sem Regn-
boginn hefúr tekið til sýninga.
Bæring Elísson,
Borg - Afmæliskveðja
Sumarkoman er oft tíguleg við
Breiðafjörð. í níutíu ár hefur vinur
minn Bæring Elísson óðalsbóndi á
Borg í Stykkishólmi breitt faðm
sinn móti blessun þess. Samferða í
þessari athöfn um sextíu og þriggja
ára skeið hefur verið eiginkona
hans, Árþóra Friðriksdóttir frá
Rauðhálsi í Mýrdal, en frænka mín
verður 85 ára 23. des. nk. Hjónin
hafa andað að sér ilmi sumarkom-
unnar, baðað sig í geislaflóðinu og
hlýjað sér við ylinn.
Á Borg er óvenjumikil og stór-
felld náttúrufegurð, gullslitir og
roði sólsetursins og geisladýrð dag-
renningarinnar er ógleymanleg.
Sjálfsagt hefir kærleiki Bærings
á Borg til náttúrannar vaknað á
bernskuheimilinu á Berserkseyri í
faðmi ástríkra foreldra er voru Elís
Guðnason og Gróa Herdís Hannes-
dóttir, ásamt sex systkinum er voru
Ástrós, síðar húsfreyja, átti Bjarna
Sigurðsson bónda á Berserkseyri-
ytri. Jóhanna, húsfreyja í Kolgröf-
um, átti Magnús Jónsson bónda.
Sigríður, húsfreyja í Skallabúðum,
átti Guðjón Elísson bónda. Guðni
Elísson, bóndi á Berserkseyri-innri.
Hannes, skólaumsjónarmaður í
Reykjavík. Ágúst, húsasmiður í
Reykjavík.
Á bernskuheimilinu hefur Bær-
ing starað á iðni dýranna og náttúr-
unnar og ánægju, jafnvel athugað
áhrif sólskinsins á velli og gras-
bakka. Heiðríkjan í lífi hjónanna á
Borg hefur verið efst á baugi. Ver-
öldin í augum þeirra hefir verið
stórfelldur sjónleikur unaðar og
fegurðar.
Vinnugieði og vinnuáhugi Bær-
ings á Borg hefur verið mikill, enda
telur hann það eitt af hamingjunni,
er sér hafi verið veitt.
Árþóra og Bæring hafa eignast
5 glæsileg börn, auk 3 fósturbarna,
sem era: Jón, verkstæðisformaður,
á Bjarndísi Þorgrímsdóttur frá
Miðhlíð á Barðaströnd. Högni, bif-
reiðastjóri, á Sigurbjörgu Hansa
Jónsdóttur úr Stykkishómi. Þor-
bergur, húsasmíðameistari, á Sess-
elju Pálsdóttur úr Stykkishólmi.
María, húsfreyja, átti Ágúst Þórar-
insson skipstjóra frá Bolungarvík.
Gróa Herdís, húsfreyja í Reykjavík,
átti Sigurbjörn Eiríksson veitinga-
húsaeiganda. Þórður Haraldsson,
skipsmiður á Húsavík, á Guðfinnu
Júlíusdóttur. Svavar Jensson, bóndi
á Hrappastöðum í Dalasýslu, á Al-
vildu Þóru Elísdóttur frá Hrapp-
stöðum. Guðný Jensdóttir, á Steinar
Ragnarsson verkstjóra úr Stykkis-
hólmi. Árþóra og Bæring hafa not-
ið traustrar húsbóndavirðingar á
Borg, en þar hefur Fjóla Jónsdóttir
þjónað af stakri trúmennsku um
áratugaskeið, ennfremur Jens Jens-
son sem látinn er fyrir nokkrum
árum.
Bæring á Borg hefur ýmislegt
það til að bera, sem gerði hann hér
fyrr á árum vel til forystu fallinn,
og hann var þá líka í mörgu tilliti
forystumaður í sveitarfélaginu, ekki
af því að hefði neinn metnað í þá
átt, því að hann er að eðlisfari
maður óframgjarn, menn bára
traust til hans miklu mannkosta,
vitsmuna og ráðhyggni, réttsýni og
ósérplægni. Borg hafa þau hjón
setið af stórkostlegum höfðings-
skap og rausn, en nú dvelja þau á
dvalarheimilinu umvafin ástúð af-
komenda og vina. Ég sendi mínar
einlægustu óskir um hamingjuríkan
dag.
Helgi Vigfússon