Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
Minning:
Axel Arnar Þorgilsson
Fæddur 2. febrúar 1977
Dáinn 1. maí 1989
í dag verður jarðsettur bekkjarfé-
lagi okkar Axel Amar Þorgilsson
sem lést í bflslysi þann 1. maí sl.
Þegar okkur voru sögð þau hörmu-
legu tíðindi, að Axel vinur okkar og
félagi væri látinn, áttum við bágt
með að trúa því. Við áttum von á
því að hann birtist í dyrunum bros-
andi eins og alltaf, en kæmi bara
of seint.
Axel var vinur okkar allra. Við
höfðum flest þekkt hann í mörg ár.
Hann var lífsglaður og hress drengur
og einstaklega athafnasamur ungur
maður sem sjaldan sat aðgerðarlaus,
enda hugmyndaríkur og laghentur.
Þessir kostir hans nutu sín í skólan-
um. Axel var ávallt tæknilegur að-
stoðarmaður kennarans, því hann var
sérstaklega tæknisinnaður og viljug-
ur. Frá því að Axel var mjög ungur
gerði hann við reiðhjól og leikföng
fyrir sig og félagana og oft tókst
honum að koma hlutum í lag sem
aðrir höfðu gefíst upp við. Okkur
fannst oft ótrúlegt hversu vel hann
virtist skilja eðli og samsetningu
hinna flóknustu hluta.
Axel var góður í flestum íþróttum
og kappsfullur. Hann var oft fremst-
ur í flokki skólafélaganna, þegar
keppt var innan skólans. Hann hafði
mikinn áhuga á skíðum og var góður
skíðamaður. Nokkrum dögum áður
en hann dó fór bekkurinn í skíða-
ferðalag. Þar naut Axel sín vel og
er sú ferð nú ein af ótal minningum
sem við geymum um skemmtilegan
félaga.
Eitt af áhugamálum Axels var
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HJÖRDÍS GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
til heimilis á Laugarásvegi 5,
lést í Landspítalanum þann 7. mai sl.
Lára K. Magnúsdóttir,
Guðmundur Magnússon, Auður Kristjánsdóttir,
Birgir Magnússon, Þórdfs Einarsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR GÍSLASON,
bifreiðarstjóri frá Hvaleyri,
Suðurgötu 62, Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, sunnudaginn 7. maí sl.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Guðfinnur Gfsli Þórðarson, Elfsabet M. Þórðarson,
Bjarni Rúnar Þórðarson, Anna Sigrfður Karlsdóttir,
Hrafnhildur Þórðardóttir, Guðjón Helgi Hafsteinsson
og barnabörn.
t
KRISTRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Sunnudal í Vopnafirði,
fyrrum húsfreyja f Vallanesi, Skilmannahreppi,
Gnoðarvogi 76,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kl.
13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Þorsteinn Valdimarsson.
t
THEODÓR A. JÓNSSON
forstöðumaður,
fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar,
lést 7. maí.
Elfsabet Jónsdóttir,
Bjarni Sigurösson,
Kristín Sigurðardóttir.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
fyrrv. kaupkona,
Blómvangi 18,
Hafnarfiröi,
andaðist 7. maí. Jarðarförin auglýst síöar.
Börnin.
t
Faðir minn og bróðir okkar,
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON
loftskeytamaður,
lést á sjúkrahúsinu í Silkiborg aðfaranótt 7. maí.
Fyrir hönd aðstandenda.
Þráinn Sigurðsson,
Björg Krlstjánsdóttir.
bakstur. Þegar koma mátti með kök-
ur í skólann hafði hann oftast sjálfur
bakað kökuna sem hann kom með.
Gjarnan breytti hann uppskriftinni
eftir sínu höfði, sleppti einhveiju og
setti annað í staðinn, og árangurinn
var oft sá, að kakan hans var sú
vinsælasta.
Axel var félagslyndur og átti
marga kunningja. Hann var ófeiminn
og átti auðvelt með að tala við hvern
sem var, bæði böm og fullorðna.
Umræðuefnið get verið að ýmsum
toga, því að hann fylgdist vel með
og var vel að sér um margt. Hann
var skemmtilegur, hafði gaman af
glettum og stríðni og hafði hressandi
áhrif á umhverfi sitt. En Axel var
líka alvarlega hugsandi sem sást
best á því hve nærri sér hann tók
veikindi og slys annarra.
Með Axel Þorgilssyni er genginn
lífsglaður og góður drengur sem skil-
ur eftir skarð sem erfitt verður að
fylla. Við kveðjum góðan vin og
bekkjarfélaga með söknuði og þökk-
um honum samfylgdina sem varð
alltof stutt. Við vottum foreldrum
hans og systkinum, svo og ástvinum
öllum okkar dýpstu samúð. Megi
góður Guð styrkja þau í sorg sinni.
Ásta og bekkjarsystkini í
5. Á.J. Flataskóla
Mig setti hljóðan er mér voru færð-
ar þær sorgarfréttir að einn af
drengjunum mínum frá Ástjörn væri
dáinn. Sjálfur talaði hann við mig í
vetur til að ítreka hvort þeir bræður
væru ekki báðir á skrá hjá mér, fyr-
ir þetta sumar. Sagðist verða að fara
með bróður sínum og kenna honum
inn á hlutina á Ástjörn. Þannig voru
mín kynni af þessum vini mínum.
Hann bar fyrir bijósti fjölskylduna
og allt heima. Hann sýndi mér líka
trúnað og traust og er ég þakklátur
fyrir að hafa fengið að leiða hann
til Krists og kenna honum að biðja.
Hann fann strax hversu gott það var
að fela öll heima í bænum sínum
þeim Jesú sem hafði gefið hjarta sitt.
Margar voru þær stundir sem við
áttum á skrifstofu minni á Ástjörn.
Slíkar stundir eru mér heilagar
stundir, sem ekki gleymast. Þær
verða nú ekki fleiri en nú minnist
ég þess með þakklæti að ég skyldi
mega eiga þessar stundir. Axel var
mér líka mikil hjálparhella við bát-
ana, lærði fljótt á seglskúturnar, og
var orðinn það sem við Ástirningar
köllum skútustjóri sem bæði fylgist
með skútunum og jafnframt kennir
þeim sem eru byijendur. Seglskú-
tumar voru hans yndi og oft sveif
hann þöndum seglum um vatnið, og
leyndi sér ekki ánægjan úr svip hans
þegar vel gekk, og lagt var að landi.
Nú kemur hann ekki framar til
mín til að ræða við mig, og til að
eiga með mér stund til að biðja fyrir
þeim sem heima voru og voru honum
svo kærir. Ég vona að ég geti haldið
áfram því verki fyrir hann þ.e.a.s.
að biðja fyrir heimilinu sem nú er í
sorg.
Minningamar um góðan og hjálp-
saman dreng verða mér ljúfar og
trúin á Jesúm Krist mun að leiðarlok-
um leyfa okkur að hittast hjá honum
sem við sungum um, töluðum um
og báðum sameiginlega til.
Ég bið guð að blessa og styrkja
fjölskylduna sem nú er harmi slegin.
Og ég veit að í Jesú Kristi finnið
þið, kæra vinir, huggun og styrk.
Þessum fátæklegu línum fylgja
líka samúðarkveðjur frá öllum á
Ástjörn.
Bogi Pétursson
Þriðjudaginn 2. mai blakti fáni í
hálfa stöng við Flataskóla í
Garðabæ. Einn nemandi skólans
Axel Arnar Þorgilsson hafði látist
í umferðarslysi daginn áður.
Það má með sanni segja að þá
hafi skjótt skipast veður í lofti en
laugardaginn 29. apríl hafði verið
haldin hátíð í skólanum og fánar,
veifur og marglitar blöðrar skreyttu
skólasvæðið. Nemendur, foreldrar
og starfsfólk lögðu sitt af mörkum
til þess að gera hátíðina sem
ánægjulegasta. Tveggja daga frí var
framundan og skíðafólkið hugsaði
sér til hreyfings.
Axel var einn þeirra sem fór í
Bláfjöll á skíði 1. maí en úr þeirri
ferð kom hann ekki lífs. Elskulegur
og fallegur drengur, hress og kát-
ur, sem hafði unnið hjörtu okkar
Minning:
Ingvar H. Jónsson
Fæddur 24. febrúar 1922
Dáinn 30. apríl 1989
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Faðir minn Ingvar Jónsson and-
aðist 30. apríl í Landakotsspítlala
eftir erfið veikindi og verður jarð-
sunginn í dag. Pabbi var búinn að
vera svo veikur og var orðinn svo
þreyttur en gáfst þó aldrei upp.
Hann var búinn að vera á Landa-
kotsspítala í aðeins eina viku og
sagðist verða kominn heim á sunnu-
dag en það var daginn sem hann
lést. Svo nú er hans veikindastríði
lokið og veit ég að nú líður honum vel.
Hann var fæddur í Reykjavík, á
Vitastíg 9,24. febrúar 1922. Foreldr-
ar hans voru Ingunn Ingttirsd'
og Jón Guðmannsson. Systkini hans
vora þijú: Guðmann, Margrét og
Fjóla og eru þau látin nema Margrét.
Ingvar steig gæfuspor 20.10.
1945, þegar hann gekk að eiga
Jónínu Björnsdóttur. Það var einnig
gæfa fyrir mig því hann gekk mér
í föðurstað.
Þau eignuðust 9 mannvænleg börn
sem öll eru uppkomin og flest gift
og eru bamabömin orðin 21 og eitt
bamabarnabam og kveðja þau hann
nú öll með söknuði.
Það er svo margs að minnast, svo
margar góðar minningar úr barn-
æsku. Þegar við tvö voram að baka
snúða, þá var nú gaman. Seinna,
þegar ég eltist, var hann alltaf tilbú-
inn að hlusta á mig og ræddum við
þá margt. Hann sagði mér líka margt
frá æskuáram sínum, frá sér og
Bubba bróður sínum og ýmsum
prakkarastrikum þeirra.
Pabbi var barngóður og kátur og
ég man hve hann varð sæll og glað-
ur, þegar Fannar Már, sonarsonur
minn fæddist. Hann ljómaði af
ánægju þegar Fannar Már kom heim
um j'ólin með foreldrum sínum, en
þau búa í Kaupmannahöfn. Þau
senda öll saknaðarkveðjur, Björgvin,
Margrét og Fannar Már.
Pabbi var hægur og hjóðlátur
maður og traustur. Við hér í Hæðar-
byggð söknum hans mikið. Hann var
vanur að koma hingað í sunnudags-
bíltúr. Síðast fyrir 4 vikum. Minnin-
gamar hópast að og endalaust væri
hægt að halda áfram. Hann mun
alltaf lifa í minningunni.
Börnin okkar, Björgvin, Anna
María, Elías og við hjónin sendum
honum ástarþakkir fyrir samverana.
Mig langar til að kveðja föður
minn Ingvar með þessum sálmi:
sem kenndum honum. Ollum þótti
vænt um hann, allir þekktu hann
það kom svo greinilega í ljós við
skyndilegt fráfall hans. Það gustaði
af honum hvar sem hann fór því
að hann var bæði kraftmikill og
djarfur. Axel var ör í lund og opin-
skár og þess vegna urðu stundum
árekstrar við félagana en úr öllum
slíkum málum leystist vel og farsæl-
lega. Það var alítaf grunnt á geisl-
andi brosinu og djúpu spékoppamir
í kinnunum voru eitt aðaleinkenni
hans. Axel var greindur drengur og
óvenju tæknilega sinnaður alltaf
sjálfkjörinn í öll verkefni sem kröfð-
ust tæknikunnáttu. Gömui ritvél í
skólastofunni varð aftur nothæf eft-
ir að hann hafði farið höndum um
hana. Hann var einkar laginn og
var alltaf að búa eitthvað til og
nýlega bjó hann til gildru til þess
að veiða í snjótittlinga. Síðast þegar
við hittumst sagði hann mér að
hann hefði veitt nokkra fugla sem
hann merkti með aðstoð litla bróður
sins og sleppti síðan.
Þegar ég frétti lát hans kom í
huga mér mynd af honum þar sem
hann sleppir sólskríkjunum úr hendi
sér og þær fljúga frjálsar í nýjum
ham út í komandi sumar. Rétt eins
og hann hefur nú horfið til annars
og betri heims.
Axel hafði verið í sumarbúðum
að Ásljörn í Þingeyjarsýslu undan-
farin sumur og ætlaði að vera þar
aftur í sumar. Hann naut þess að
vera þar og talaði oft um dvöl sína
þar við leik og störf. Oft kom það
fram í samræðum okkar Axels að
hann átti hreina og bamslega trú
og hefur án efa styrkst við dvölina
þar.
Sú vissa að Axel Arnar er nú í
faðmi Guðs í ríki fegurðar og kær-
leik er okkur huggun í sorginni. Við
minnumst orða Krists er hann sagði:
„Ég er upprisan og lífið og hver sem
trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
foreldra, systkini og aðra ástvini
Axels og alla þá sem tengdust þessu
hörmulega slysi.
Við þökkum Axeli Araari sam-
fylgdina. Hann var eins og skært
leiftur sem lýsir upp umhverfí sitt
skamma hríð hverfur sjónum en
gleymist aldrei.
Sigrún Löve
Mér verður hugsað til ársins 1981,
maí- eða júnímánaðar. Ég er að vinna
við að gera skrúðgarð suður í
Garðabæ um kvöld og um helgar.
Kvöldin era björt og fögur og næt-
urnar bjartar, svo stundum var unn-
ið við garðyrkjuna fram yfir mið-
nætti. Ut úr húsinu, hinumegin við
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ i friðarskaut.
Ólafía Ingvarsdóttir