Morgunblaðið - 09.05.1989, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
Minning:
Hermann Jónsson
Fæddur 14. júlí 1919
Dáinn 30. apríl 1989
í dag verður ástkær tengdafaðir
okkar Hermann Jónsson, færður til
hinstu hvíldar. Hermann var fædd-
ur á Sæbóli í Aðalvík, sonur hjón-
anna Jóns Sigfúsar Hermannssonar
og Elínóru Guðbjartsdóttur og var
hann elstur níu systkina. Á Sæbóli
ólst hann upp og stundaði öll al-
menn störf til sjós og lands. í Að-
alvík kynntist Hermann eftirlifandi
tengdamóður okkar Þórunni Þ.
Finnbjamardóttur frá Efri-Miðvík
og giftust þau hinn 16. desember
1945. Eignuðust þau sjö böm.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau
í Aðalvík og vora meðal síðustu
ábúenda þar er þau fluttust 1947
til Ísaíj'arðar. Árið 1949 fluttustþau
suður til Reykjavíkur. Hér fékkst
Hermann við ýmiss störf svo sem
trésmíðar, lengst af vann hann fyr-
ir Bamavinafélagið Sumargjöf.
Síðustu starfsárin starfaði Her-
mann sem vaktmaður á Borg-
arspítalanum, en hann lét af störf-
um vegna veikinda snemma árs
1987.
Eftir að Hermann hætti störfum
gaf hann sig meira að fjölskyldu
sinni og var jafnan margt um mann-
inn í Sjónarhæð í Blesugróf. Samt
var það svo að Hermanni fannst
hann sjaldnast sjá nóg af flölskyldu
sinni og vildi gjaman hafa okkur
öll sem oftast hjá sér og Þóranni
heima í „Blesó“.
Engum sem kynntist Hermanni
gat dulist hve sterk ítök æskuslóð-
imar áttu í honum. Þangað leitaði
hugur hans oft og margar vora
sögurnar sem börn, tengdabörn og
bamaböm fengu að heyra um
mannlífið í Aðalvík. Hann lagði
mikla rækt við að fræða afkomend-
ur sína um upprana sinn og kenndi
þeim að skynja og meta liðinn tíma.
Ófáar ferðir fór hann á æskuslóðir
og hvatti þá einatt okkur, böm og
bamaböm að koma með í förina.
Þegar heim að Sæbóli var komið
sást glöggt hvað Hermann unni
þessum stað, þar þekkti hann hvem
blett eins og lófa sinn.
Hermann/hefði átt stórafmæli í
sumar, orðið sjötugur hinn 14. júlí.
Hann átti sér þann draum heitastan
að mega halda það hátíðlegt heima
á Sæbóli í Aðalvík ásamt öllum
þeim sem honum vora kærastir. Þó
að hann verði ekki samferða okkur
þangað í orðsins fyllstu merkingu,
þá munum við öll minnast hans eins
og hann vildi, með honum í Aðalvík-
inni nú í sumar.
Við biðjum algóðan drottinn að
styrkja tengdamóður okkar sem nú
kveður eiginmann sinn, föður hans
sem á 95. aldursári horfir á eftir
fyrsta bami sínu, maka okkar sem
sakna sárt föður síns og bamaböm-
in sem fæst hafa áttað sig á að afi
í „Blesó“ er allur.
Okkur finnst við hæfi að ljúka
þessum minningarorðum með ljóð-
inu Nótt sem hann unni svo mjög.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal
þótt duni foss í gljúfrasal.
I hreiðrum fuglar hvíla rótt.
Þeir hafa boðið góða nótt
Nú saman leggja blómin blöð
er breiddu faðm mót sólu glöð.
í breiðum Qalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut
en aftanskinið hverfur hljótt.
Það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Jakob, Sigrún, Kristján,
Aldís, Ellý og Þóra.
Það var hinn 30. apríl síðastliðinn
að ég fékk þá sorglegu fregn að
minn besti vinur og afi væri látinn.
Þá komu mér í hug allar þær stund-
ir sem ég átti með afa. Ég ólst að
hluta til upp hjá afa og ömmu í
Bleikargróf 5. Afi var þannig að
hann hafði alltaf tíma til að hlusta
á litla stelpu ef eitthvað bjátaði á.
Ég minnist þess þegar ég fór með
afa og ömmu til Noregs árið 1983,
þar fóram við afi stundum f langa
göngutúra og töluðum um allt milli
himins og jarðar, því á ég aldrei
eftir að gleyma.
Elsku amma, þinn missir er mest-
ur, en við eigum minningarnar um
hann og þær tekur enginn frá okk-
ur.
Ég þakka elsku afa allar góðu
stundimar sem við áttum saman.
Guð geymi hann.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(Sb. 1945, H. Pétursson)
Katrín Edda
Þann 30. apríl lézt frændi minn
og vinur Hermann Jónsson frá
Sæbóli í Aðalvík, eftir löng og lýj-
andi veikindi og ströng undir það
síðasta er kallið kom. En fáir vissu
um þau, vegna glaðværðar hans og
karlmennsku, sem vora honum í
blóð borin og þeir vita um, sem
þekktu og þekkja foreldra hans og
systkini.
Hermann Jónsson var fæddur á
Sæbóli í Aðalvík 14. júlí 1919 og
hefði því orðið sjötugur í sumar.
Foreldrar hans vora hjónin Jón S.
Hermannsson og Elinóra Guð-
bjartsdóttir. Elinóra er látin fyrir
mörgum áram, en Jón lifir son sinn
og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði á
nítugasta og fimmta aldursári. Þau
hjónin Elinóra og Jón eignuðust níu
böm og var Hermann þeirra elstur,
hin lifa öll. Bamalán Jóns og Elin-
óra var mikið.
Jón S. Hermannsson faðir Her-
manns átti tvo bræður og þrjár
systur. Bræður hans vora Guð-
mundur, sem bjó á Sæbóli og Finn-
bjöm afi minn, sem bjó á Isafirði
á Skipagötu 7, þar sem foreldrar
mínir bjuggu einnig þegar ég kom
til sögu, rétt fyrir stríð. Milli þeirra
bræðra var mikill samgangur sem
eðlilegt var og þeir og þeirra fólk
gistu oft hjá afa mínum og ömmu
er þeir voru í kaupstað. Eins vorum
við krakkamir send í sveit norður
í Aðalvík, ég til Guðmundar að
Sæbóli, Hermann bróðir og Kolbrún
til Jóns að Læk. Ekki veit ég hve
gamall ég var þegar ég sá Hermann
frænda fyrst, en ungur hef ég ver-
ið, því ég get ekki munað annað
en að ég hafi alltaf þekkt hann frá
minni fyrstu tíð, eins og öll hin
systkinin á Læk. En eins og að
líkum lætur og fólk veit, era minn-
ingar úr frambernsku aðeins minn-
ingabrot og á reiki í tímanum, það
er þá helzt að myndirnar skýrist
ef þær tengjast eftirvæntingu eða
hræðslu og ótta.
Það man ég t.d. einstaklega vel
þegar ég sat undir glugganum
hennar Ingveldar gömlu hans Jó-
hannesar og horfði inn á Grandirn-
ar og sá mann koma í hægðum
sínum. Þá vissi ég að þar var á
ferð Híram gamli, lagður af stað
til okkar til að ná sér í mjólk á
þriggja pela flösku hjá Imbu og Jóa
Kitta, en þau hjónin vora mótbýlis-
fólk frænda míns á Sæbóli. Þá
fannst manni þessi leið löng, en ég
fylgdist með gamla manninum alla
leiðina og hugsaði t.d. um hvemig
honum gengi nú að komast upp
sjávargötuna og framhjá ösku-
haugnum, en gulhvít askan vildi
ijúka úr götunni jafnvel í minnsta
andvara og fara í augu manns og
það var vont, og þá sérstaklega
fyrir Híram gamla, því augun hans
vora þrútin og rauð um hvarmana
og með táram oft.
Ekki vora það þó eingöngu þess-
ar áhyggjur, sem héldu athygli
minni við gamla manninn, heldur
það, að hann dró stundum upp lúinn
poka og gaf mér kandísmola, og
þess vegna hefi ég haft á honum
gætur, og eins hitt að mannaferðum
var gefinn gaumur og nægur tími
og friður til að fylgjast með þeim,
að minnsta kosti fyrir litla drengi
í sveit.
En svo kom Bretinn, eða var
hann kannske kominn áður? Ég
veit það varla, það skiptir ekki
máli, enda kom ekkert stríð eða
ófriður með honum nema helzt mik-
il vinna fyrir fullorðna menn, en
samt horfðu „ungir menn“ með
beyg á risastór skip sem lögðust á
leguna, herskip og birgðaskip.
Frændi minn, Guðmundur, átti bát
sem hét Fríða. Stundum var hún í
flutningum fyrir „Bretann", dró þá
á eftir sér stóran fleka, sem rekinn
var saman utan um olíutunnur,
milli skips og dálítils bryggjustúfs,
sem hermennirnir höfðu komið sér
upg í fjöraborðinu.
Ég man það ekki lengur hvemig
það atvikaðist að ég fékk að vera
um borð í Fríðu einhvem þessara
daga þegar uppskipun var í gangi,
en líklega hefi ég eitthvað verið að
suða um að fá að fara með, því
mér fannst gaman að vera um borð
í Fríðu. Fríða leggst að risastóra
skipi á legunni og ég horfi upp á
það, mér finnst það ná til botns og
það gnæfir yfir bátinn og flekann,
sem er svo bundinn við skipið.
Eflaust hafa svo hermennimir
gengið í það að koma birgðum á
flekann, það man ég ekki, en hitt
man ég eins og gerst hafi í gær,
það kemur hermaður að borðstokk
skipsins, segir eitthvað, og í einni
svipan er mér bragðjð á loft og
hermaðurinn tekur á móti mér. Ég
hefi ekki tíma til að verða mjög
hræddur en er þó allur á nálum
þegar hermaðurinn leiðir mig um
langa ganga langt inn í skipið, þar
tekur hann til súkkulaði og bijóst-
sykur, ekki man ég hve mikið það
var, en hitt man ég bezt, þegar
hermaðurinn lyftir mér aftur frá
borði með fangið fullt af gotteríi,
tekur Hermann frændi á móti mér
brosandi með stríðnisglampa í aug-
um. Þetta bros fannst mér einkenna
Hermann alla tíð og því gleymi ég
aldrei.
Og þegar ég hefi aftur „fast land
undir fótum“ er tjaldið aftur dregið
fyrir, ég man ekkert hvað varð um
góssið, enda ástandið orðið eðlilegt
aftur. Því hefir víst verið gerð góð
skil, og ég ekki þurft heldur að
fylgjast með Híram gamla næstu
daga að minnsta kosti. En þarna
man ég fyrst eftir Hermanni frænda
og ég vissi ekki fyrr en löngu síðar
að hann átti Fríðu með Guðmundi
frænda og að þeir gerðu hana út
t Faðir okkar, JÓN INGI GUÐMUNDSSON 8undkennari,
Skúlagötu 64, lést í Landakotsspítala föstudaginn 5. maí. Bömin.
Faöir minn, t
JÓN BJARNASON,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 5. maí.
Höröur Jónsson.
t
ALFÍFA OLGA SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Karlagötu 12,
Reykjavfk,
er lótin.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey eftir ósk hinnar látnu.
Vandamenn.
t
Helgistund til minningar um
ARA GUÐMUNDSSON
frá Skóleyjum,
sföast tll heimllls f Hátúnl 10,
Reykjavfk,
verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 10. maf kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Arason.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLBORG SIGURJÓNSDÓTTIR,
Holtsbúð 48,
Garöabn,
lést f Landspftalanum laugardaginn 6. maí.
Haraldur Guömundssson,
Sigurjóna Haraldsdóttlr, örn Zebltz,
Ágústa Haraldsdóttir, Hafsteinn Ciilsson,
Elður Haraldsson, Hrafnhildur Slgurbjartsdóttir,
Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson,
Jón Ingvar Haraldsson, Edda Jóhannsdóttir,
Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgl Lárusson,
barnabörn og langömmubörn.
bæði til fiskveiða og á kúffisk.
Hermann var því formaður og út-
vegsbóndi sem kallað er.
En að þessi stóra herskip með
öllu sínu umstangi og hermönnum
ættu eftir að verða slíkir örlaga-
valdar í friðsælli sveit, hefír líklega
fæsta granað.
Milli okkar Hermanns vora alltof
mörg ár til þess að við yrðum vinir
þá, hann kominn á giftingaraldur
en ég bam að aldri. Hann var bara
einn af mörgum frænum mínum
sem ég átti í Aðalvík. Og auðvitað
hefí ég haldið að þannig yrði það
áfram. En það var nú öðra nær.
Aðeins tveimur til þremur áram
síðar eða 1946 að hausti er fyöl-
skylda mín á leið til Reykjavíkur,
segjum skilið við afa og ömmu á
Skipagötunni á ísafirði og þá þegar
er fólk farið að flytjast í stóram
hópum úr Aðalvík og nágranna-
byggðum. Homstrandir era að fara
í eyði. Frændur og vinir tvístrast
um landið.
Hermann hafði kvænst í desem-
ber 1945 Þóranni Finnbjamardótt-
ur ættaðri frá Miðvík í Aðalvík. Þau
byijuðu búskap á Sæbóli, en urðu
að fylgja straumnum. Fluttust fyrst
til ísafjarðar og síðan til Reykjavík-
ur. Um þá þjóðflutninga hefur mik-
ið verið skrifað, sem vonlegt er.
Þegar fólkið varð að skilja við ætt-
aróðul sín og byija með tvær hend-
ur tómar í fjarlægu héraði, og þá
vildi nú bregðast til beggja vona
hvemig til tækist.
Það var eitt sem gerði Hermanni
og fjölskyldu hans hægara með
búsetuskipti, það var það að þeir
vora góðir smiðir. En að vera góður
smiður var sæmdarheiti.
Hermann byggði fljótlega hús við
Bleikagróf í Blesugróf eftir að hann
kom til Reykjavíkur og var sífellt
að endurbæta það og fegra. Þar
stendur nú fallegt einbýlishús, til
vitnisburðar um dugnað hans og
hagleik.
Eg sagði að fram að foreldrar
Hermanns þau Jón og Elinóra hafi
átt miklu bamaláni að fagna. Það
á ekki síður við um þau Hermann
og Þóranni. Þau eiga 6 böm, hið
mesta sómafólk að allri gerð. Þarf
ekki að fara um það mörgum orð-
um, hve mikil vinna það var þeim
hjónum, að koma upp svo stóram
hópi bama við þær aðstæður sem
þá vora í Reykjavík.
Hermann vann í Trésmiðjunni
Víði í nokkum tíma eftir að hann
fluttist suður, en lengst held ég að
hann hafi starfað hjá Bamavinafé-
laginu Sumargjöf sem eftirlits- og
viðgerðarmaður á bamaheimilun-
um. Þar fór hann höndum um hús
og húsmuni af sinn einstöku lagni.
Síðast starfaði Hermann sem vakt-
maður á Borgarspítalanum í
Reykjavík.
Ég held að Hermann hafí verið
vel liðinn og mikils metinn starfs-
maður og fékk ég reyndar vissu
fyrir því. Sá sem þetta skrifar veikt-
ist illa 1963, og varð kona hans því
að fara út að vinna, en við áttum
Hermann frænda að, og hann opn-
aði, með vinsældum sínum dyr upp
á gátt, þannig að börn okkar fengu
inni á einu bamaheimilanna. Svo
hló Hermann og glettnin skein úr
augunum um leið og hann sagði
„ .. .þó maður reyni nú að gera
eitthvað fyrir „ömmu gömlu“.“ Þar
átti hann við Guðrúnu dóttur mína
sem er alnafna ömmu Hermanns
og langömmu minnar.
Ég á Hermanni margt að þakka.
Mér finnst t.d. að hann eigi mestan
þátt í því að tína saman brotin,
eftir að fjölskyldur okkar sundrað-
ust eftir stríðið. Það var hann sem-
hafði samband við foreldra mína
og okkur systkinin og fylgdist með
okkur og sagði td. nýlega við mig:
„Þið verðið að þekkjast, það er svo
dýrmætt." Þar átti hann við bömin
sín og mig og systkini mín. Þá vor-
um við Hermann frændi löngu orðn-
ir vinir.
En þannig var Hermann einstak-
lega frændrækin og hjálpsamur alla
tíð. Ég bið Guð að blessa Hermann
minn að leiðarlokum og votta Þór-
unni og börnum þeirra og Jóni föð-
ur hans samúð mína. Guð minn,
gef þú dánum ró, hinum líkn sem
lifa.
Finnbjörn Hjartarson