Morgunblaðið - 09.05.1989, Side 39

Morgunblaðið - 09.05.1989, Side 39
QO oo MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 39 Kristín Snæbjörns- dóttir — Minning Fædd4. febrúarl911 Dáln 29. apríl 1989 I dag er jarðsett sæmdarkonan Kristín Snæbjörnsdóttir. Hún fædd- ist að Tannamesi, Tálknafirði, 4. febrúar 1911, foreldrar hennar voru Margrét Guðbjartsdóttir og Snæ- bjöm Gíslason. Mig langar í örfáum orðum að þakka þessari góðu konu allt það sem hún hefur gert fyrir okkur, mig og börnin mín. Þau em ekki fá skiptin sem hún tók að sér móð- urhlutverkið þegar ég fór með manni mínum, Halldóri, einkasyni hennar, í siglingar, en hann var og er vélstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands. Hún var gift Baldvin Vilhelm Jóhannssyni sem lengi starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands, þau bjuggu um tíma í Hrísey, en þegar fyrsta barnabarnið, Sigurjón, fædd- ist, gátu þau ekki hugsað sér að búa svo langt í burtu, svo þau fluttu til Reykjavíkur árið 1955, enda vom þau bæði mjög mikið fyrir börn, þó að þeim yrði ekki barna auðið sjálfum. Heimili þeirra á Hjallavegi 54 var ætíð opið bamabömum sem og öðr- um bömum. Villi og amma Stína (en það voru þau ávallt kölluð heima) vom mikið fyrir að ferðast um landið, og oft tóku þau bömin, Siguijón, Kristínu og Lindu, með í slíkar ferðir, og lengi á eftir var ekki um annað talað en þessar ferðir. Skömmu fyrir andlát ömmu Stínu fæddist fyrsta langömmubarnið, Diljá, sem hún fékk ekki notið, þar sem heilsu hennar hafði hrakað svo á undan- fömum mánuðum. í dag kveðjum við ömmu Stínu með söknuði, minning hennar mun alltaf vera okkur efst í huga. Fari hún í friði og hafí þökk fyr- ir allt og allt. Sigrún, Siguijón, Kristín og Linda. María Björg Gunn- bjömsdóttír - Minning Fædd 4. ágúst 1968 sannur vinur vina sinna og söknuð- Dáin 1. maí 1989 urinn er sár, en það er huggun harmi gegn að hún er nú á góðum stað og hefur eflaust fengið góðar móttökur þar. Elsku Bjössi, Budda, Gestur, Óli, Ásgeir, Stína, Drífa og Gulli, ykkur öllum votta ég mína dýpstu samúð og megi algóður Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar þungu raunum. Guðný Höskuldsdóttir Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Sb. 1945. H. Pétursson) Enn og aftur sannast máltækið „þeir deyja ungir sem guðirnir elska,“ og nú er höggvið manni nærri. Ég átti afar bágt með að trúa því þegar mér var sagt að Mæja okkar, á tuttuguasta og fyrsta aldursári væri dáin, en kallið kemur til okkar allra fyrir eða síðar. Það leita á huga manns margar góðar minningar um samverustund- ir við Mæju frænku yfír kaffíbolla í Laufási, að skoða myndir í sjopp- unni og fleira og fleira. Þó svo að Mæja ætti við alvarleg veikindi að stríða var samt alltaf einhver hressileiki sem fylgdi henni og af henni stafaði hlýja og kærleikur og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hana þekktu þegar ég segi að stórt skarð er nú í hópinn höggvið. Við Mæju gat maður rætt allt milli himins og jarðar og alla tíð hafði hún tíma til að hlusta. Hún var Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Oplð öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AXELS EYJÓLFSSONAR, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 13.30. Elín Sigurðardóttir, Eyjólfur Axelsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Sigrfður Axelsdóttir, Peter Winther, Þórður Axelsson, Grfmhildur Hlöðversdóttir, Jakobfna Axelsdóttir, Matthfas Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Patreksfirði, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Álfhildur Jóhannsdóttir, Jón Halldórsson, Hjördís Jóhannsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Guðrún Álfgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson, Lilja Huld Sævars, barnabörn og barnabarnabarn. t Kveðjuathöfn um eiginmann minn, föður, tengdaföður og afa, PÁL ÁSGEIRSSON, Grundarstfg 7, Flateyri, verður í Fossvogskirkju miövikudaginn 10. maí kl. 10.30. Útför verðurfrá Isafjarðarkapellu laugardaginn 13. maíkl. 14.00 Þorgerður Jensdóttir, Kristján Pálsson, Sturlaugur Pálsson, Pálfna Pálsdóttir, Matthías Pálsson, Sigrfður Pálsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Margrát Svavarsdóttir, Sigmar Ólafsson, Guðmundfna Hallgrfmsdóttir, Aðalheiður Pálsdóttir og barnabörn. Birtíng afinælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafii- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og sonur JÓHANNESÁRNASON sýslumaður, Stykklshólml, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 10. maí kl. 13.30. Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Anna Berglind Jóhannesdóttir, “ Sigurjón Jóhannesson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir Elfn Jóhannesdóttir, Sigrfður Jóhannesdóttir. t Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN BALDURSDÓTTIR, Ijósmóðir, Stórholtl 9, Akureyri, lést í H-deild, FSA föstudaginn 5. maí. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 12. maí kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á FSA. Birgir Antonsson, Börkur Birgisson, Hafdfs Óladóttir, Hlynur Birgisson, Inga Huld Pálsdóttir, Kristjana Osp Birgisdóttir, Halidóra Birgisdóttir, t og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og útför mannsins míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, GfSLA GUÐMUNDSSONAR bifreiðastjóra, Stífluseli 14 (áðurTunguseli 3). Sérstakar þakkir til starfsfóiks Landsvirkjunar og deildar 11—E á Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Matthfasson, Jóhanna G. Gfsladóttir, Guðmundur J. Gfslason, Ólöf Björg Jónsdóttir, Árni J. Steinþórsson, Hulda D. Jónasdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐLAUGS VIGFÚSSONAR frá Holti, Vestmannaeyjum, Kjarrvegi 15, Reykjavfk. Jóhanna K. Kristjánsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORVALDAR BJÖRNSSONAR, Hryggjarseli 8, Bjarni Skagtjorð, María Nyhus, Björn I. Þorvaldsson, Emilfa S. Þorvaldsdóttir, Árdís McAndrew, Þorvaldur Þorvaldsson, og barnabörn. Jim Nyhus, Þórunn Friðjónsdóttir, Jón Pótur Guðmundsson, Donald McAndrew, Elfn G. Sigurðardóttir Lokað í dag, þriðjudaginn 9. maí, vegna jarðarfarar HERMANNS JÓNSSONAR. Rekstrarvörur, Draghálsi 14-16. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar, vegna jarðarfarar ÓLAFS H. ÓLAFSSONAR laeknis, í dag frá kl. 12.00 á hádegi. H. Ólafsson og Bernhöft, Vatnagarðar18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.