Morgunblaðið - 09.05.1989, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989
Söngvakeppnl evrópskra sjónvarpsstöðva:
„í betra kompaníi neðst
en efst í keppninni“
Meðlimir júgóslavnesku hljómsveitarinnar Riva fagna ákaflega eftir
að úrslit voru kunn.
í heimalandi sínu. „Rock me“ er víst einnig júgóslavneska lagið sem gekk
dæmigert lag eftir hann. Hann samdi svo vel í Noregi.
2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán.
+ 4 mán.) sem á engan sinn líka í
veröldinni.
Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur.
Er gæöaprófaöur 250 sinnum á
framleiðslutímanum.
Lítil stelmmling, í Lusanne
keppnina og dansaði um af fögnuði.
Hann varð stórstjarna í Noregi fyrir
vikið.“ Daníel tók hlæjandi nokkur
spor fyrir konuna og henni létti.
Hann leyndi því ekki að honum
fannst sigurlagið lélegt. „Eg er alls
ekki hrifínn af því, mér fannst tyrk-
neska lagið best.“ Það lenti í 21.
sæti með 5 stig.
Júgóslavar hafa unnið markvist
að sigri undanfarin ár og tókst það
loks í þetta skipti. „Það verður að
forða Islendingum frá því,“ sagði
Valgeir. „Við eigum að taka þátt í
þessari keppni, það er gaman að
því, en við eigum ekki að hafa
áhyggjur af úrslitunum. Við eigum
að senda tónlist sem Íslendingum
líkar í hana og vera sama um álit
annarra."
Gítarleikarinn Zrilic í hljómsveit-
inni Riva, sem sigraði í keppninni,
sagðist ekki hafa verið í dómnefnd
og þess vegna ekki geta sagt hvort
íslenska lagið hefði átt skilið að fá
að minnsta kosti eitt stig. Blaðamenn
í kring virtust á því að það hefði
* Reuter
Daníel Agúst Haraldsson flytur
lagið „Það sem enginn sér“ í
Lusanne á laugardagskvöldið.
ekki átt að gera það. „Það er svo
undarlegt að lögin sem hin Norðurl-
öndin senda í þessa keppni höfða
einhvern veginn til manns og þeim
gengur oft vel en íslensku lögin hafa
hingað til verið þannig að maður nær
þeim alls ekki,“ sagði starfsmaður
svissneska sjónvarpsins. Danir og
Svíar gáfu hvor öðrum 12 stig að
þessu sinni og lentu í 3. og 4. sæti,
Finnar lentu í 8. og Norðmenn í 17.
Portúgal hreppti 16. sætið.
— sagði Valgeir Guðjónsson efltir ósigurinn
látlaust lag og enga stæla á svið-
inu. Það átti ekki upp á pallborðið
hjá dómnefndum. Ég verð að segja
að mér fínnst við vera í betra
kompaníi neðst en efst í keppn-
inni.“
Hinir landarnir, Daníel Ágúst
Haraldsson, Kristján Viðar Haralds-
son, Karl Öryarsson, Eva Leila Ban-
ine og Eva Ásrún Albertsdóttir, sem
komu fram fyrir íslands hönd, tóku
ósigrinum álíka létt og Valgeir og
léku á als oddi. „Ég er búinn að
skemmta mér konunglega í þessari
ferð,“ sagði Daníel „og tel það heið-
ur að hafa fengið að vinna með Val-
geiri. Úrslitin hafa engin áhrif á
mig.“ Hin tóku undir það. Norsk
blaðakona, sem óttaðist að Daníel
væri niðurbrotinn maður, benti hon-
um á að Norðmenn hefðu tvisvar
gengið stigalausir frá keppni og
söngvarinn Jahn Teigen hefði litið á
það sem heiður í París árið 1978.
„Hann réð sér varla fyrir kæti eftir
„MÍN fyrstu viðbrögð eru þau að
þetta skiptir engu máli,“ sagði
Valgeir Guðjónsson, höfundur
lagsins „Það sem enginn sér“ sem
fékk ekkert stig og lenti í 22. sæti
í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva á laugardagskvöld.
„Ég átti alveg eins von á þessum
úrslitum. Við vorum með lítið og
KYOLIC
Eini alveg lyktarlausi hvitlaukurinn.
Júgóslavía hefiir stefiit að
sigri undanfarin fjögur ár
Lausanne. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgnnblaósins.
„JÚGÓSLAVAR urðu fyrir miklum vonbrigðum hér áður fyrr þegar
fiilltrúar þeirra náðu aldrei langt í Söngvakeppni evrópskra sjón-
vapsstöðva," sagði talsmaður hljómsveitarinnar Riva og júgóslavneska
sjónvarpsins eftir söngvakeppnina á laugardagskvöld. „Þeir áttu alltaf
von á sigri og það varð hálfgerð þjóðarsorg þegar illa gekk. Við tókum
okkur því frí fi-á keppni í nokkur ár í lok síðasta áratugar og hugsuð-
um okkar ráð. Undanfarin ár höfum við síðan stefiit markvisst að
sigri, valið sigurstrangleg lög og Iagt mikið í búninga, snyrtingu og
sviðsframkomu. Þáttaskilin urðu í Bergen, þá urðum við númer Qögur
og höfum verið ofarlega síðan. Og í kvöld sigruðum við, öllum að
óvörum og ekki síst okkur sjálfum
Sigurinn olli hljómsveitinni svo
mikilli hamingju að meðlimir hennar
Flexello
VAGNHJÓL
voru orðlausir í nokkum tíma eftir
að úrslitin voru kunn. Þau hlógu og
grétu af gleði í senn. Riva sigraði
söngvakeppnina heima fyrir með lag-
inu „Rock me“ með aðeins einu stigi
og skaut þar með þekktum og þaul-
reyndum söngvara ref fyrir rass. Hún
hefur leikið saman í þijú ár en ekki
slegið í gegn fyrr en nú. Fyrsta plat-
an hennar er nýkomin út og nú eiga
meðlimimir von á frægð og frama,
að minnsta kosti í Júgóslavíu ef ekki
annars staðar. Þeir hafa hingað til
allir gegnt störfiím með tónlistinni
en ætla nú að helga sig henni ein-
göngu.
Hljómsveitin er frá borginni Zadar
við Ádríahafíð og syngur á serbó-
króatísku. Söngkonan Emilia Kokic,
sem er tvítug, bjó í sjö ár í Sviss
með foreldrum sínum. Faðir hennar
er þar enn og vinnur í verksmiðju.
Hún hefur stundað nám í ensku og
þýsku í háskóla en sagði að nú væri
námi hennar því miður lokið vegna
sigursins. Karlmennimir í Riva eru
frá aldrinum 24 til 32ja. Zrilic gítar-
leikari er prófessor í heimspeki og
ensku, Musap á hljómborðinu er
kennari, trommuleikarinn Colic er
tónlistamaður og Basis bassaleikari
vinnur í verksmiðju. Höfundur lags-
ins, Rajko Dujmic, er mjög vinsæll
Nylon-gúmmí
pumpuð
Allar stærðir
Paulsen
Sudurlandsbraut 10. S. 686499.
Á að baki 30 ára stöðugar rann-
sóknir japanskra vísindamanna.
Lífrænt ræktaöur i ómenguðum
jarðvegi án tilbúins áburðar eða
skordýraeiturs.
Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar
hitameðferö.
Hiti eyðileggur hvata og virk efna-
sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu-
bætandi áhrif hans.
- KYOLIC DAGLEGA -
Það gerir gæfumunirín
KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja-
verslunum og'víðar.
Heildsölubirgöir
I0GALAND,
heildverslun. Símar 1 -28-04.
ÞAÐ var ekki laust við að eftir-
vænting ríkti í upptökusalnum í
Palais de Beaulieu þegar Italinn
Fausto Leali gekk fram á sviðið
og beið þess að myndinni með
honum og Önnu Oxa í svissnesku
landslagi lyki á laugardagskvöld.
Þau komu fyrst fram af 22 kepp-
endum í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva og um 2.000
prúðbúnir áheyrendur í salnum
voru frískir og vakandi. En
stemmningin dvínaði óðfluga og
fólk fór að tinast út þegar kom
að Finnlandi, 14. lagi keppninn-
ar. Svipuð dæmi eru úr heimahús-
um. „Mig langaði til að sjá Sviss
og ísland en þoldi ekki Iengur
við þegar kom að Finnlandi,"
sagði svissneskur íslandsvinur.
„Þessi keppni var alveg þraut-
leiðinleg." Talið er að um 500
milljónir í yfír 30 löndum hafi
horft á hana.
Svíamir á staðnum voru mest
áberandi með flöggin sín. Gestir
nokkurra annara þjóða, eins og
Norðmenn, Danir, Kýpurbúar og
Israelir, veifuðu líka fánum. íslend-
ingarnir fjórir slepptu því í þetta
sinn. Tyrkneski söngflokkurinn, sem
var afskrifaður löngu fyrir keppni,
fékk heljarinnar klapp í salnum og
lenti í 21. sæti með 5 stig. En íslend-
ingunum, þeir þóttu hafa litla sigur-
möguleika, var ekki einu sinni fagn-
að almennilega í Lausanne, hvað þá
í dómnefndum evrópskra sjónvarps-
stöðva. Engin þeirra kunni að meta
„Það sem enginn sér“ eftir Valgeir
Guðjónsson í flutningi Daníels Á.
Haraldssonar. Það fékk ekkert stig
og lenti í 22. sæti. Þýskumælandi
kynnir ku hafa sagt að Daníel minnti
helst á fískfíngur á sviðinu, svo
líflegur þótti hann.
Sigurlagið, Rock Me, eftir Júgó-
slavana Rajko Dujmic og Stevo
Cvikic í flutningi hljómsveitarinnar
Riva fékk 137 stig. ísland gaf því
6. En fólkið á staðnum var ekki yfír
sig hrifíð. Áhorfendur streymdu út
áður en lagið var endurtekið og lítið
bar á hátíðar- eða fagnaðarstemmn-
ingu. Nema í herbúðum Júgóslava.
Að þeirra mati hafa úrslit keppninn-
ar aldrei verið réttlátari. Þeir hefjast
nú handa við að undirbúa næstu
keppni sem verður væntanlega hald-
in í Zagreb.
Námskeiöið vcrður haldið á hverju
fimmtudagskvöldi í 4 vikur.
Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP
pract. Skráning og nánari
upplýsingar fást í
síma:
3 00 55
Sendum bækling _,c,Tr>
ef óskað er. ÆMR
Jl