Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 13 herstöð NATO í Thule á Græn- landi, en hér á landi er það óþekkt. Verktakasambandið hlýtur þess vegna að mæla gegn því að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp hér á landi hvort sem um varnarliðs- framkvæmdir eða aðrar fram- kvæmdir sé að ræða. Lokaorð Flestir virðast sammála um nauð- syn þess að breyta núverandi fyrir- komulagi verkframkvæmda á Keflavíkurflugvelli enda þótt deilt sé um leiðir. Þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í því að verja núverandi kerfi fullyrða, að allar breytingar í frjálsræðisátt muni ein- ungis leiða til þes að við myndum missa þessi verkefni í hendur er- lendra verktakafyrirtækja. Þessum fullyrðingum hefur verið vísað á bug hér að framan með röksemdum sem byggðar eru á skoðunum þeirra sem þekkja hvað best til í þessum efnum hér á landi. Öll heilbrigð samkeppni, hvort sem hún kemur frá innlendum eða erlendum fyrirtækjum er af hinu góða. Hún veitir aðhald og fær menn til þess að leita nýjunga og gera betur. Hún kemur í veg fyrir stöðnun og er undirstaða framfara og bættra lífskjara. Það hlýtur að þjóna best hags- munum Islendinga og aðild okkar að vestrænni samvinnu að tor- tryggni þeirri sem ríkt hefur um þessi mál verði eytt og að viðskipti þessi verði hafin yfir allan grun. Þau sjónarmið sem hér eiga að gilda eiga fyrst og fremst að byggjast á faglegum forsendum og vera án viðskiptalegra hindrana og/eða for- réttinda. Höfúndur er verkfræðingvr og framkvæmdastjóri Verktakasam- bands íslands. Hvað segja „byggðaséníin“ nú? eftir Egil Jónsson Það var völlur á forsætisráð- herranum nýbökuðum þegar hann kynnti málefni nýrrar ríkisstjórnar í Framsýn, blaði framsóknarmanna í Kópavogi. Ekki vantaði stóru orð- in um aðgerðarleysi fyrrverandi ríkisstjórnar. Mánuður var nú liðinn frá því að forsætisráðherrann lýsti því yfir að afkoma fyrirtækja í sjáv- arútvegi þyrfti að stórbatna og með því að ekki fengjust fram siqótar úrbætur væri „þolinmæðin þrotin". Svo komu stóru orðin um hjól at- vinnulífsins sem gangsett voru og komin á fulla ferð á fæðingardegi ríkisstjórnarinnar. Nú eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Gullkomin í „Fram- sýn“ hafa því sannað gildi sitt. Spumingu blaðsins um hvað taki við í febrúar þegar fyrstu aðgerða fari að gæta svarar forsætisráð- herra á þá leið að skuldbreytingin sem komi skuldum fyrirtækjanna í skil og greiði víxlana sem em falln- ir „út um hvippinn og hvappinn" muni bæta rekstrarstöðu fyrirtækj- anna til lengri tíma. Enn fremur segir forsætiráð- herra að vel þurfi að skoða hversu batinn er orðinn mikil við lok verð- stöðvunar og orðrétt segir ráðherr- ann: „Reyndar þarf að fylgjast með því strax og ég ætla að hefja stöðuga varðstöðu yfir alla Iínuna.“ Þetta var hinn glaðbeitti boð- skapur „byggðaríkisstjórnarinnar", ríkisstjórnarinnar sem ætlaði að sækja fjármagnið til íjármagns- braskaranna og koma hjólum at- vinnulífsins á fulla ferð. En nú var hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lokið og alvara lífsins tekin við. Með vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar á því þingi sem nú er að ljúka hefur almenningur í lándinu fylgst. Þess vegna er óþarft að rekja þá sögu hér. Hins vegar hafa nýverið birst dómar um árangur í störfum núverandi ríkis- stjómar. Þannig segir Tíminn, málgagn forsætiráðherra, ,á forsíðu 18. þ.m. að 20 dauðadómar hafi verið kveðn- ir upp yfir fýrirtækjum og ekki batnar þótt lengra sé lesið því að á bls. 7, inni í blaðinu, era málin skýrð enn betur og stefna ríkis- stjórnarinnar sett fram með ótví- ræðum hætti. „Enginn héraðsbrest- ur þótt einhveijir fjúki“ og þar er ennfremur í fyrirsögn talað um fjöratíu fyrirtæki sem hverfi af sjónarsviðinu. Hér þarf ekki frekar vitnanna við því betur verður varðstöðu Steingríms Hermannssonar ekki lýst. Nú er það ekki lengur áhyggju- efni þótt íjöratíu fyrirtæki fjúki. Hér er talað mál sem allir skilja. En hvað segir fólkið sem byggir dreifðar byggðir landsins? Finnst því ekkert athugavert við að tutt- ugu fyrirtæki fái dauðadóm og að helmingi fleiri séu látin fjúka? Og hvað segja nú „byggðaséní“ stjórn- arliðsins? Frá þeim verður fólkið í iandinu endilega að heyra. Höfiindur er þingmaður fyrir Sjálfstæðisílokkinn í Austurlands- kjördæmi. Alll útllt er fyrir að um tuttugu <Vrirt®^*er" nelJœttsvar. Fyrtr- _fff,>eppn,s9fe,nl^iriy,a,s » B/aA m Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Hjól atvinnulífsins verða’ að snúast af krafti ÍVfxillinn er fallinn 1 saman _ f I W helur 8kw verið <Y* alvlnnu- , vesma. Flármagniö hefur ||UM I "ífTskretum-elsvomáaö S,n 7 frá átflutnings- „T., ’ieeaaanseigenria. Hér ar þvf I raun um að ræöa nokkra i eaWærslu. Einnig veröur aö viður I ofr^fr.f4 ^aupmáttur hetur verið SvMkSíí?a,K‘i_‘>9,,að" Tf9 'í0^ að við verðum að borna ^bennan vixil. hann er fallinn. aíakoto^h™ ls’ M veröur I a'Snrr2*7”««rfct. f ReynZSaöhí' bameð SsanníSfísJ an-^nn mgrZZæ. í ssjrjxsr stT5aK£i®j >»kkani, ía',a ffiöá'S'Ska“a-| a "Vk. ekfcf a fu>s^S?p,",a,la. f "ÍÖ9 viökvæmri ia„,Ví m"' ál 'aan og veru sem <1 ™nnújiáö«rre|a varö-f S2?'ST£t,' h*ttlr að gajta? ereXa^famS^: nes^rSsSirtnS^^ f ® eöa allar á dráttarvöxt- vB arne , íSr“fl’a'erurannirútum 2"" °a nvappmn og svo Sdbmir l’lia Au4v,M helur skuldbteyungm pvt mikil áhrll á baS'Kk0SI"a6 ^Vnriaekianna H æáör.'LÞa,’"i9 Patna' 'ekatr- araostaöa þeirra til lengri tima Tilvitnanir í greinina í „Framsýn". MONTANA Vestur-þýsk gæðahjól í meiriháttar litum, án gíra, 3 gíra og 10 gíra götu- hjól og 18 gíra fjalla-götuhjól Mjúk sæti með verkfæratösku Traustur bögglaberi með öryggisgliti Öryggishandfang með fingragripi Vandaður 3-gírabúnaður Döm U Stafigr. verð 24“ ún gíra fyrir 9-12 óra kr. 11.900,- 24“ 3 gíra fyrir 9-12 ára kr. 14.970,- 26“ án gírafyrir 12 ára og uppúr kr. 11.900,- 26“ 3 gírafyrir 12 ára og uppúr kr. 15.100,- 28“ 3 gíra fyrir fullorðna kr. 15.100,- Herra: 26“ 3 gírafyrir 12 áraog uppúr kr. 15.100,- 28“ 3 gíra fyrir fullorðna kr. 15.100,- Eliilg: 28“ 10 gíra með öllum búnaði kr. 17.000,- 26“ 18 gíra fjalla-götuhjól kr. 31.300,- Afturljós Teinaglit *Ath.: Lás fylgir ekki öllum gerðum. Sérverslun ímeiraen háifaöld fmm Reióhjólaverslunin,— OfíNINN Spítalastíg 8 við Óðinstorg Símar: 14661 og 26888 ------;----------------------—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.