Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Þjóðviljinn: Alþýðubandalagið tryggir fé til áfram- haldandi reksturs AÐALFUNDUR Útgáfufélags Þjóðviljans var haldinn á miðvikudags- kvöld og var samþykkt að fara eftir tillögum nefiidar sem fjallaði um endurskipulagningu á rekstri Þjóðviljans. Tillögurnar fela m.a. í sér að Alþýðubandalagið tryggir blaðinu ákveðið fjármagn til áfram- haldandi reksturs. Að sögn Sigurjóns Péturssonar formanns nefndarinnar hefur fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins samþykkt að tryggja Þjóðviljanum ákveðið fjármagn á næstu árum. Nefndin gerir ráð fyrir töluverðum samdrætti í mannafla blaðsins en starfsmönnum þess hefur verið sagt upp frá og með 1. júlí. Stefnt er að því að draga úr útgjöldum og jafnframt er gert ráð fyrir að óhjá- kvæmilega verði einhver samdrátt- ur í áskriftar- og auglýsingatekjum. Telur nefndin að með þessum að- gerðum eigi endar samt sem áður að geta náð saman. Miðað er við að blaðið verði áfram af svipaðri stærð og nú. Ný stjórn var einróma kosin á aðalfundinum. í henni eiga sæti Hrafn Magnússon, Helgi Guð- mundsson, Ottar Proppé, Olga Guð- rún Árnadóttir, Steingrímur J. Sig- fússon, Guðni Jóhannesson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir og Sigurður Á. Friðþjófsson auk fulltrúa frá Prentsmiðju Þjóð- viljans og Miðgarði hf., sem á hús- næði Þjóðviljans við Síðumúla. Fyrsti fundur stjórnarinnar verð- ur um helgina og mun hún þá skipta með sér verkum. Að sögn Hrafns Magnússonar stjórnarmanns verður fyrsta verkefni stjórnarinnar að fjalla um ráðningu ritstjóra, en ráðningarsamningur þeirra Marðar Árnasonar og Silju Aðalsteinsdóttur rennur út um næstu mánaðamót. Árni Bergmann mun áfram gegna stöðu ritstjóra. 3 lk árs fang- elsi fyrir hnífstungu HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest 3% árs fangelsisdóm Sakadóms Reykjavikur yfir 33 ára gamalli konu, Sólrúnu Elídóttur, sem í april í fyrra stakk mann í kviðarhol með hnífi. Maðurinn komst ekki undir læknishendur fyrr en að liðnum sólárhring og var hann þá í lífshættu. Sólrún gerði litlar sem engar tilraunir til að koma honum undir læknishendur. í staðfestum niðurstöðum sakadóms segir að gegn neitun konunnar þyki ekki sannað að hún hafi ætlað að svipta mann- inn lífí. Hæstiréttur telur var- hugavert að álykta að hún hafi hlotið að sjá það fyrir að bani gæti hlotist af atlögunni og er konunni refsað samkvæmt 2. mgr. 218. greinar almennra hegningarlaga. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald óslitið frá 30. ágúst 1988 og þar áður frá 2. maí til 1. júní sama ár. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Benedikt Blöndal, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason dæmdu málið, ásamt Arnljóti Björns- syni settum hæstaréttardóm- Pétur kaupmaður í Kjötbúri Péturs með fyrstu laxana. Morgunblaðið/Júlíus Fyrstu laxarnir komnir í verslanir Kílóverðið heldur lægra en í fyrra FYRSTU laxarnir hafii veiðst í netalagnir í Hvítá í Borgarfirði. Ólafur Daviðsson á Hvítarvöllum fékk tvo laxa í fyrrakvöld og svo þann þriðja i gærmorgun. Þetta voru 8 til 10 punda laxar. Áin hefiir verið mjög vatnsmikil og mðrauð og netamenn lítið getað athafiiað sig. Þannig hðfðu Ferjukotsmenn, sem jafiian eru aflasælir, ekkert veitt er hringt var í Borgarfjðrðinn undir kvöld í gær og hðfðu bæði þeir og Olafiir á Hvítárvðllum aðeins getað lagt brot af þeim netum sem venja er að leggja. Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs á Laugaveginum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kílóverðið væri nú 795 krónur sem væri heldur lægra heldur en í fyrra. Hann hefur á boðstólum fyrstu laxana að þessu sinni, ekki úr Hvítá að vísu, frá Rauðanesi, sem hefur sjávarlögn skammt fyr- ir utan-Borgarnes. Nokkrir laxar haf a veiðst á þeim slóðum, einnig 8 til 10 punda fiskar. Stangaveiði hefst í fyrstu ánum 1. júní næstkomandi. Eru það Þverá og Norðurá í Borgarfirði og svo Laxá á Ásum í Húna- þingi. Ekki eru árnar árennilegar sem stendur, kaldar og gruggug- ar. Stór hluti efra svæðis Þverár, í svokallaðri Kjarrá, var til dæmis enn á ísi fyrir fáum dögum. Þar dregst opnun vegna þess að slóðin með ánni er ófær. Forgangur ríkissjóðs við gjaldþrotaskipti afiiuminn RÍKISSJÓÐUR hefiir ekki lengur forgang umfram veðkrðfiir við skipti þrotabúa, þegar um er að ræða ógreidda staðgreiðsluskatta eða væntanlegan virðisaukaskatt, sem fyrirtæki eða einstaklingur hefiir skuldað. í skattalðgum voru ákvæði um að þessar skattakrðf- ur hefðu forgang og var það óréttmætt og stangaðist á við ðnnur lðg að mati Sólveigar Pétursdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðis- flokks, og fleiri þingmanna sem fluttu frumvarp sem samþykkt var sem lðg frá Alþingi í vor. í lögum um staðgreiðslu og um virðisaukaskatt, voru ákvæði þess efnis að þessi tilteknu gjöld ættu að standa framar í skuldaröð við gjaldþrotaskipti en til dæmis sölu- skattur samkvæmt söluskattslögum og opinber gjöld hætti eldri skatta- laga. Lagabreytingin miðar að því, annars vegar að virðisaukaskattur- inn fari á sama stað í skuldaröð, sem almenn krafá í þrotabúið, og söluskatturinn er á í dag og hins vegar að þeir staðgreiðsluskattar sem launagreiðandi hefur haldið eftir af launum launþega og ekki skilað, væru á sama stað í skulda- röð og sams konar kröfur voru áður en staðgreiðslulögin tóku gildi. í umræðum við framlagningu frumvarpsins sagði Sólveig Péturs- dóttir meðal annars þetta: „ ... verður engan veginn séð að hægt sé að réttlæta það að kröfu- hafar missi alfarið sinn rétt vegna þess að skattheimtumenn hafi ekki staðið sig í stykkinu við inn- heimtu." Sólveig tók dæmi af manni sem keypti bifreið með tryggingabréfi sem þinglýst væri á 1. veðrétti í bflnum. Við gjaldþrot kaupanda kæmi í ljós að hann hefði ekki stað- ið skil á staðgreiðslufé í atvinnu- rekstri sínum. Þarna gætu inn- heimtumenn komið og tekið bflinn þar sem hann teldist eign búsins og seljandinn fengi ekki krónu fyr- ir bílinn. Veðréttur kæmi á eftir og tryggingabréf yrðu þar með verð- minni pappírar, jafnvel verðlausir með öllu, þótt skattaskuldir lántak- andans hafí orðið til eftir að til láns- ins var stofnað. E vr ópubandalagið: íslenskt kjöt ekki flutt inn frá 1. janúar 1988 Brusscl. frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morsrunblaðsins. ISLENSKT kjðt hefiir ekki verið flutt inn til ríkja Evrópubanda- lagsins frá 1. janúar 1988 vegna þess að ekkert sláturhús á ís- landi uppfyllir heilbrigðiskröfiir EB. í eftirlitsferð árið 1986 gerði skoðunarmaður bandalagsins nokkrar alvarlegar athugasemd- ir við hreinlæti og aðbúnað í islenskum sláturhúsum. Vegna sérstakra aðstæðna á ís- landi, þ.e. árstíðarbundinnar slátr- unar, ákvað heilbrigðisnefnd bandalagsins að veita lengri fremst til úrbóta en tíðkast, eða eitt ár. Skoðunarmaður kom hingað að nýju síðastliðið haust og kom þá í ljós, að sögn embættismanna bandalagsins, að ekkert umtalsvert hafði verið gert til að uppfylla kröf- urnar. í stað þess að svipta slátur- húsin innflutningsleyfinu strax, eins og reglur mæltu fyrir um, var ákveðið að leyfa innflutning fram til 1. janúar 1988. Þá voru húsin tekin út af lista EB yfir viðurkennd sláturhús. Að sögn embættismanna í heilbrigðiseftirliti bandalagsins er ekkert því til fyrirstöðu að end- urnýja innflutningsvottorðin fyrir næstu sláturtíð, verði umbeðnar lagfæringar gerðar. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, uppfyllir íslenskt kjöt ekki heldur skilyrði reglna EB um eftir- lit með banni við notkun hormóna við kjötframleiðslu, sem öðlast gildi 1. júní næstkomandi. Um það atriði sögðu heilbrigðiseftirlitsmenn EB að nauðsynlegt yrði að sýna fram á að virku eftirliti á því sviði væri haldið uppi. Núverandi fyrirkomu- lag og yfiriýsingar um eftirlit nægðu ekki. Sjáyiðtal við landbúnaðarráð- herra á miðopnu. Páfa ekið um á sérbúnum Volvo JÓHANNES Páll II. páfi mun notast við sérbúnar Volvo-bifi-eiðar meðan á dvöl hans á íslandi stendur að sðgn Bððvars Bragason- ar lögreglustjóra. Fjórir bílar koma. Þeir eru af gerðinni Volvo Limousine og væntanlegir til landsins 1. júni. Að heimsókninni lokinni munu bilarnir fluttir aftur úr landi. Páfi kemur hingað til lands 3. júni. Böðvar segir að umsvif við ðr- yggisgæslu verði svipuð og þegar um opinbera heimsókn þjóðhöfð- ingja er að ræða og ekki er útilok- að að leitað verði út fyrir raðir lögreglunnar um aðstoð við ör- yggisgæsluna. Heildarkostnaður öryggisgæslu er áætlaður 4,8 milljónir og sagði Böðvar að allt kapp yrði lagt á að halda þessa kostnaðaráætlun. Engum útlendingum hefur ver- ið vísað frá landinu vegna fyrir- hugaðrar komu páfans, sam- kvæmt upplýsingum Árna Sigur- jónssonar hjá útlendingaeftirlit- inu, enda komi óæskilegt fólk yfir- leitt ekki fyrr en á síðustu stundu. í fylgdarliði páfans eru 30 manns og búist er við rúmlega 50 erlend- um fréttamönnum. Ennþá er hins vegar óljóst hversu margir aðrir gestir koma til landsins í tengslum við heimsóknina. Verklegum framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar miðar vel áfram á Landakotstúni. Eftir helgina verður reistur þar 9 metra hár kross úr stáli og eik sem veg- ur um 4 tonn. Krossinn er smíðað- ur í Póllandi og mun í framtíðinni standa í landi Úlfljótsvatns í Grafningi þar sem skátar reka sumarbúðir. Þar er honum ætlað- ur staður á felli ofan við kirkjuna. Krossinn verður fluttur í heilu lagi austur á Úlfljótsvatn á vö- rubíl og síðan upp á fellið með þyrlu. lnun , : ¦ tol_____ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.