Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 41 i_ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Et, drekk og ver glaður Til Velvakanda. Fyrr í þessum mánuði var haldinn matvælasýning í Laugardalshöll. Sýningin var auglýst á hveiju kvöldi í sjónvapinu með girnilegum réttum og freyðandi öli. Og í lokin birtist kjörorð sýningarinnar: Et, drekk og ver glaður. í sýningarlok sögðu aðstandendur hennar að aðsókn hefði mátt vera meiri. Nú er ég að velta fyrir mér hvort fleirum en mér hafi verið um og ó að fara á sýningu sem hefði áður- nefnd orð að kjörorði. Ástæðan er sú að kjörorðið kveikti ekki með mér nein tengsl við fomar íslenskar sagnir þó að það bæri með sér fomt Týnd læða Við vildum gjarnan fá að heyra frá þeim sem kannast við læðuna á meðfylgjandi mynd. Hún heitir Dýra og er alveg ein- staklega ljúf. Hún hefur verið týnd síðan um miðjan febrúar. Ymsum kann að finnast skrýtið að fyrst sé spurt eftir henni nú. Ástæðan er sú að meðan við dvöldumst erlendis var Dýra okkar í pössun hjá leigjandanum okkar, en fann sér annað heimili í næsta stigagangi. Við vomm vel sáttar við það, okkur var sagt að kisa undi hag sínum vel. Hið rétta kom ekki í ljós fyrr en síðar. Þegar við komum heim ætluðum við að heimsækja kisu á nýja heimilið en þar var engin kisa. Vona okkar er sú að hún hafi fundið eitthvað gott fólk og nýtt heimili, þar sem hún er mjög félagslyndur köttur. Við myndum ekki taka hana til okk- ar ef einhver hefur tekið ást- fóstri við hana. En ef einhver er með hana og er að leita að heimili hennar þá yrðum við mjög glaðar að fá hana heim. Við bjuggum í Skaftahlíð og þar sást hún síðast. Dýra er gráb- röndótt með gulu ívafi, með gult trýni, hvíta bringu og lopp- ur. Allar upplýsingar em vel þegnar. Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu eða Söm í síma 18779. svipmót. Ég skal játa að ég tel mig ekki sérstaklega fróðann um bók- menntaarf íslendinga en þessi orð gat ég ekki hermt uppá neinn for- kappa og vom þeir þó margir lífsnautnamenn. Setningin minnti mig hins vegar á eina af dæmisögum Jesú Krists. Hana er að finna í Lúkasarguð- spjalli 12. kafla, vers 16 til 20: „Einu sinni var ríkur bóndi. Hann átti land sem hafði borið mikinn ávöxt; og hann hugsaði með sér og sagði: Hvað á ég nú að gjöra? Því að ég hef ekki rúm þar sem ég geti látið afurðir mínar. Og hann sagði: Þetta skal ég gjöra: Rífa nið- ur hlöður mínar og byggja aðrar stærri og þar vil ég safna öllu korni mínu og auðæfum saman. Og ég skal segja við sálu mína: Sál mín, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað?“ Nú er ég velta fyrir mér hvort almenningur kunni svo vel sínar Biblíusögur að kjörorðið, „Et, drekk og ver glaður“, fæli frekar en laði að sér gesti þar sem framhaldið sé ekki freistandi. Matthías Eggertsson BÆNASKJAL VIÐBAKDYRNAR Til Velvakanda. Eitt kvöldið fyrir nokkru var barið að dyrum hjá mér, bak- dyramegin. Úti stóð ungur maður frá Húsavík með blaðsnepil og vildi að ég skrifaði nafnið mitt á hann. Hann kvaðst vera með undir- skriftasöfnun um flugvallarmálið. Ég var upprifin. Motmæla her- velli. Það vildi ég. En þá kom vandræðasvipur á manninn. Þetta var þá bænarskjal. Ég varð næst- um orðlaus. Ég sem -hafði heyrt að fólkið í nágrannalöridunum sem við allt hermum eftir væri alls staðar farið að mótmæla hernað- arbrölti og telji slíkt, ásamt meng- un, vera mestu ógn jarðarbúa. En hér var sem sé undirskriftasöfnun til stuðnings hervaldi. Ekkert í sauðagæru En maðurinn var þá alls ekki að tala um herflugvöll. Varaflug- völlur, það var málið. Þar áttu ekki að vera neinir óvinsælir Kan- ar, né herflugvélar. Allir muna eftir þotunni frá Keflavíkurhern- um sem skrapp hingað í útsýnis- flug um árið. Þegar allir svei- tungar mínir ætluðu að ærast af hávaða og tófur afhausuðu yrð- linga sína umvörpum í loðdýrabú- unum. Slíkar áttu ekki að fá að æfa hér og þyrfti þá auðvitað enga eldsneytistanka, sem lekið gæti úr út í hraunið okkar, ána og fló- ann. Ég viðurkenni að ég hló. Ef ég væri Nató myndi ég ekki kosta gagnslausan völl. Og svo datt mér í hug brandari sem gamansöm bóndakona sagði mér þegar ég spurði í fávísi hvað væri feldfé. Það er ekkert í sauðagæru sagði hún. Kind með úrvals ull og gæru, en ekkert kjöt. Lausn á offram- leiðsluvandanum. Atvinna fyrir alla án náttúruspjalla Menn verða að sýna sjálfsbjarg- arviðleitni, sagði maðurinn með listann. Það verður að bjarga at- vinnumálunum. Ég hló ekki leng- ur. Einhvers staðar hafði ég heyrt að það væri regla hjá Nató að fela aðeins viðurkenndum verktök- um framkvæmd hemaðarmann- virkja. Helst verktökum frá því landi er að þeim stæðu. Ég áleit því engan veginn víst að við kæm- umst með puttana í pottinn. Og svo er ég lítt hrifin af umhverfis- spjöllum. „Við leggjum áherslu á að nátt- úrulífs- og umhverfisröskun verði eins lítil og frekast er kostur,“ stóð á listanum. „Hvernig er hægt að byggja flugvöll í skógi án þess að ryðja skóg?“ ætlaði ég að spyija. En þá var maðurinn farinn. Svo ég spurði bara sjálfa mig. Hvers konar sjáflsbjargarviðleitni það væri að biðja um hernaðarmannvirki, og hvemær varð það sjálfsbjargarvið- leitni að leggjast á bæn yfirleitt. Hólmfríður Bjartmarsdóttir NU FER AÐ KOMA AÐ 17.JÚNÍ ...og þá veróur Kolaportsdagur eins og aðra laugardaga Á þjóðhátíðardaginn viljum við hins vegar breyta eitthvað til og óskum eftir hugmyndum í því sambandi. Þeir sem hafa áhuga á plássi í Kolaportinu 17. júní, eru beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. OG SVO ERU ÞAD NÁTTÚRLEGA ALLIR HINIR LAUGARDAGARNIR Við tökum nú við pöntunum á sölubásum fyrir alla laugardaga út júlímánuð, og í gær voru ennþá lausir nokkrir sölubásar fyrir næsta laugardag. Tekið er við pöntunum á skrifstofunni, að Laugavegi 66, virka daga kl. 16-18. Upplýsingar eru veittar í síma 621170 (og á kvöldin í síma 687063). SJÁUMST í KOLAPORTINU! KOLA PORTIÐ MáRKa-ÐStOgjr ... undir seðlabunkanum. A - Þökkum innilega börnum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum, œttingjum og vinum sem glöddust meö okkur hinn 21. maí sl. í tilefni afmœla okkar. Þökkum góöar gjafir. LifiÖ heil. Guðrún og Ögmundur Ólafsson frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum, Norðurbrun 1, Reykjavík. Frá Myndlistarskólanum í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Sækia verður skrillega am skólavist lyrii vetuiinn 1989-1990 Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Eymundsson í Austurstræti (ritfangadeild í kjallara) og í Pennanum í Hallarmúla (myndlistardeild í kjallara) Umsóknir sendist til Myndlistarskólans fyrir 1. júlí. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.