Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 Minniiiff: Ester Karvels- dóttir sérkennari Fædd 23. ágúst 1933 Dáin 15. maí 1989 Hún féll í valinn, fyrirvaralaust í önn dagsins. í þqá sólarhringa var allt reynt sem í mannlegu valdi stóð til að hindra þessa ótímabæru brottkvaðningu, en allt kom fyrir ekki. Eftir stöndum við vinir og vandamenn í magnvana sorg. Það er vandaverk að skrifa minn- ingarorð um vinkonu sem var svo sérstök sem Ester Karvels. Það er vandaverk vegna þess hversu sterk- ur persónuleiki hún var. Hún hefði sjálf sett fram skorinorðan texta, án málalenginga. Ester verður þeim sem henni kynntust afar eftirminnileg kona. Hún skar sig alltaf úr hópnum fyr- ir sakir glæsileika, aðsópsmikillar framkomu og gáfna. Hún var því marki brennd að taka ávallt óskor- aða ábyrgð og ótvíræða afstöðu til mála. Hún setti mál sitt jafnan fram á skýran og skorinorðan hátt og skirrðist aldrei við að spyrja hvassra, oft óþægilegra spurninga til að taka af tvímæli um sitt mál og annarra. Ester valdi alltaf að mynda sér eigin skoðun og standa við hana, jafnvel þótt hún gengi þvert á annarra. Hún fór eftir eigin sannfæringu, en virti þó aðrar skoð- anir. Það ríkti aldrei lognmolla í kringum Ester. Hún hefði aldrei talað tungum tveim og sitt með hvorri. A þeim árum sem ungt fólk, á þröskuldi fullorðinsáranna, fer að taka til hendinni við að breyta heim- inum skipa skólafélagarnir oft önd- vegi. Skólafélagarnir skipta á tíma- bili jafnvel meira máli en eigin fjöl- skylda. Bönd sem á þessum árum eru hnýtt bresta aldrei alveg. Styrk- urinn er sóttur í sameiginlega reynslu þrauta og gleði við ham- skiptin yfir á fullorðinsárin. Sum böndin eru þó betur hnýtt en önnur og þannig var með okkur Ester og fjölskyldur okkar. Við héldum alltaf sambandi. Það gat liðið langur tími á milli, en við tókum alltaf upp þráðinn og spunnum hann eins og við hefðum lagt hann frá okkur daginn áður. Við félagamir í „Beklcjarfélaginu Neista" í Kennaraskóla íslands, sem nú sendum Ester hinstu kveðju, vomm ákveðin í að breyta heimin- um til hins betra og það strax. Byijuðum enda fljótlega eftir að við höfðum mótað félagsskapinn á að leggja til að Kennaraskólinn yrði lagður niður í þáverandi mynd. Skólinn væri gamaldags og fjarri því að vera eins og við vildum hafa hann, því ekki seinna vænna að endurskipuleggja skólann. Okkur fannst við að sjálfsögðu best til þess fallin að stjórna því verki. Við lögðum reyndar stöðugt til málanna hitt og annað þarflegt að okkar eigin áliti þann tíma sem skólinn varð þess heiðurs aðnjótandi að hafa okkur innan sinna veggja. Vomm án efa í augum sumra kenn- aranna erfitt, uppreisnargjamt ungt fólk sem kunni ekki fótum sínum forráð og færi því offari. Hópurinn fékk enda samheitið „Bekkurinn" sem loðir enn við þennan hóp. Ester bar einkenni svo ríkrar persónu að jafnvel í þessum háværa hópi skar hún sig úr sökum hvatvís- legra en skarpra athugasemda og spuminga. „Má ég skjóta?" heyrðist oftar en ekki frá Ester þegar læri- feður og -mæður, fræðingar í fög- unum, höfðu yfir kenningar, sem oft vom settar fram sem óhaggan- legar staðreyndir. Aldrei að taka hlutina sem fyrirfram gefna, fá umræður og betri skýringar ef hægt var, velta fyrir sér hlutunum og mynda sér síðan skoðun. Þetta einkenndi hana alla tíð. Hún slak- aði aldrei á kröfum til sjálfrar sín eða annarra og var alla tíð óþreyt- andi í leit sinni að þekkingu og skilningi. Ester naut líka verðskuldaðrar virðingar og trúnaðar félaga sinna og samferðamanna og gegndi auk kennslunnar ýmsum trúnaðarstörf- um í þágu stéttarinnar. Milli okkar vinkvennanna hafði í áranna rás skapast sú venja að við fjölskyldan heimsæktum hana til Njarðvíkur um páskana. Þessi venja varð til þegar börnin vom lítil og lítið við að vera á þessari löngu hátíð. Þá var farið í bíltúr til Ester- ar, Sigmars og strákanna þeirra. Alltaf var slegið upp veisluborði á þessu fágaða heimili og síðan tekið til við að kryfja málin. Allt var undir, landsmálin, heimsmálin eða jafnvel enn flóknari mál. Þessi sam- hentu hjón höfðu sívakandi áhuga á öllu sem laut að betri heimi. Páskaheimsóknunum reyndum við stöllurnar að viðhalda þótt forsend- ur breyttust. Um síðustu páska brást þetta sökum anna á öðmm vettvangi. Við hittumst svo nú fyrir skömmu í félagsstarfi kennara og hún snupraði mig snarlega fyrir slóðaskapinn. Ég reyndi að svara fullum hálsi og benti henni á að Keflavíkurvegurinn lægi í báðar áttir. „Nei, Ella mín, þessi vegur liggur aðeins í aðra áttina, til mín eins og þú veist?“ svaraði hún að bragði yfir hópinn. Nú ökum við ekki lengur á fund okkar góðu vinkonu Esterar Karv- elsdóttur til að taka upp þráðinn dýrmæta. Hennar verður sárt sakn- að af fjölskyldu okkar og öllum hópnum sem var í „Bekknum" góða í Kennaraskólanum. Fyrir hönd skólafélaganna sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Megi allar góðar vættir styðja ykkur og styrlqa. F.h. Bekkjar- félagsins Neista, Elín G. Ólafsdóttir Ég sit hér og hlusta á sálumessu eftir tónskáldið Luigi Chembini, en hann samdi hana til flutnings við brottför sína úr þessum heimi. En nú er mín nána æskuvinkona Ester Karvelsdóttir, kennari, að kveðja langt fyrir aldur fram. Hennar sálu- messa var þó með öðmm hætti. Hún var alla daga, vikur og ár að miðla öðmm — miðla öðmm af þeirri einurð sinni og góðsemi. Metnaðarfyllri manneskju fyrir sjálfa sig og aðra hef ég ekki ennþá kynnst. Ester var dóttir hjónanna Karv- els Ögmundssonar og Önnu Olgeirs- dóttur er komu frá Hellissandi með stóra bamahópinn sinn og settust að í Njarðvíkum. Þar ólst Ester upp og lauk bamaskóla, en síðan lá leið- in í Flensborg og Kennaraskólann. Á námsámnum kynntis hún eftirlif- andi manni sínum, Sigmari Inga- syni. Samhentari og geðþekkari hjón var erfitt að finna. Eignuðust þau tvo drengi, Olgeir og Bjamþór, sem báðir em nú búnir að stofna sín eigin heimili. Engum vafa er undirorpið að það veganesti sem Ester og Sigmar veittu þeim bræðr- um verður þeim til framdráttar og sóma um alla framtíð. Já, það vom margvíslegar stund- imar sem við Ester áttum saman, sumar margbrotnar en aðrar ein- faldar og saklausar. Við gátum allt- af haft jafn gaman af því að rifja upp ferðina til Hveragerðis á orlofs- heimilið í Gufudal. Þótt nú séu liðin um 20 ár eða meira frá því þetta gerðist, finnst ;nér eins og það hafi gerst í gær. Hún var nýbúin að eignast bíl og taka bílpróf. Eftir að hafa hlaðið bílinn af sængurföt- um og öðmm nauðsynjavömm fyrir orlofsdvölina, lögðum við af stað hressar og kátar. Silla mín og 01- geir hennar sátu aftur í og spjöll- uðu saman. Allt í einu segir Silla: „Nei, sjáið, þama kemur fjallið mitt sem var á leiðinni í Ölver í sumar- búðirnar í fýrra.“ „Ha, hvað?“ segj- um við báðar í kór um leið og við litum út og sáum þá Akrafjall í allri sinni fegurð fyrir framan okk- ur. Vegna spennu og tilhlökkunar höfðum við gleymt stað og stund og keyrt framhjá afleggjaranum austur fyrir fjall. Á stundum sem þessum var gaman að lifa — gleyma tíma og rúmi í góðum félagsskap. Svo fór Ester ásamt fjölskyldu sinni norður í Þingeyjarsýslu til að skipta um umhverfi og reyna eitt- hvað nýtt. Þá hófum við bréfa- skipti. I bréfum hennar kom berlega í ljós færni hennar að tjá hugsanir sínar af þeirri festu og því innsæi sem henni einni var svo lagið. Bréf hennar voru mér sem dýrindis perl- ur, einlæg, elskuleg og full af falleg- um og göfugum hugsunum um menn og málefni. Með þessum fátæklegu orðum bið ég þess að Ester gangi vel að laga sig að sínum nýju heimkynn- um. Ég bið einnig um styrk og blessun fyrir Sigmar og drengina hennar. Ég kveð Ester, mína kær- ustu vinkonu, með orðum Valdi- mars Briem: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Erla Svafarsdóttir Hinn 15. maí andaðist móður- systir mín Ester Karvelsdóttir. Al- varleg veikindi hennar og brátt dauðsfall kom sem reiðarslag. Mig langar til að minnast Esterar í nokkrum orðum. Ester Karvelsdóttir var dóttir hjónanna Karvels Ögmundssonar útgerðarmanns og Önnu Olgeirs- dóttur. Ester fæddist árið 1933 á Hellissandi á Snæfellsnesi og var ijórða í röð sjö barna þeirra hjóna. Hún var gift Sigmari Ingasyni og eiga þau tvo syni, Olgeir og Bjarn- þór. Sama ár og Ester fæðist flyst fjölskyldan til Njarðvíkur, fyrst til Innri-Njarðvíkur en árið 1937 til Ytri-Njarðvíkur sem varð síðar framtíðarheimili margra afkom- enda þeirra. Á næstu árum fluttu mörg systk- in og vinir Karvels og Önnu til Suðurnesja og settust margir að í Njarðvík. Frændgarðurinn var stór þegar Ester og systkin hennar ólust upp. Það var ekki langt á milli ætt- manna í Njarðvíkum. Ættartengsl og samheldni var sterk, bæði meðal afkomenda Karvels og Önnu, en einnig meðal fjarskyldari ættinngja. Það fylgdi því öryggistilfínning að alast upp í þessu litla sjávar- þorpi, þar sem frændur og frænkur voru ætíð til taks bæði í gleði og sorg. Heimili ættingja okkar stóðu ætíð opin, við gátum nánast valsað þar inn og út að vild. Ester frænka var tengd því örgyggi sem ég naut sem barn, það var auðveldara að lifa þegar vitað var af frænku á næstu grösum. Ester var kennari í Njarðvík og naut virðingar okkar frændsystkin- anna vegna þess en einnig vegna ákveðinnar framkomu hennar. Hún var aðsópsmikil kona fannst okkur. Helst vildum við losna við að láta hana vita af axarsköftum okkar, ekki vegna þess að hún væri hávær í skömmum heldur vegna þess að erfitt var að réttlæta hliðarsporin. Hún tók ekki lélegar afsakanir gild- ar. Sumarið 1983 dvaldist ég í Njarðvík þar sem ég vann að loka- ritgerð minni. Ester hafði gott vald á íslenskri tungu og falaðist ég eft- ir aðstoð hennar við að snara rit- gerðinni yfir á gullaldarmálið. Heimili Esterar og Sigmars varð mitt annað heimili þetta sumar og þar mætti ég ávallt hlýju og vin- semd. Það var gaman að umgang- ast Ester þetta náið og voru mörg málefni tekin upp og rædd af kappi. Ég kynntist þá þeirri hlýju og glettni sem hún átti svo mikið af. Sú aðstoð sem ég hafði falast eftir varð svo miklu meiri. Hún tók að sér son minn er ég var á lokasprett- inum með ritgerðina. Fylgdist með er ég beið eftir svari um skólavist og húsnæði erlendis og gladdist er því lyktaði vel. Hún var ákaflega barngóð og var sonur minn mjög hændur að henni. Hann naut mikillar hlýju á heimili Esterar og Sigmars. Þar bjó „amma“ Oddný á efri hæðinni og Karvel langafi kom í kvöldmat. Það var gaman að vera lítill drengur í Laufási. Eftir að við fluttum til útlanda ræktaði hún þau tengsl sem höfðu myndast á milli okkar. Aldrei gleymdi hún að senda okkur jóla- og afmæliskveðjur. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Est- er og Sigmar þegar heim var kom- ið. Þau tóku svo einstaklega vel á móti mér. í Laufási voru íslensk menning og saga í hávegum hafð- ar, en einnig voru þau vel að sér í málefnum líðandi stundar. Það var sama um hvað var rætt í heimsókn- um mínum, ávallt mætti ég áhuga og þekkingu. Ferð heim til íslands var óijúfanlega tengd heimsókn í Laufás. Það er erfitt að sætta sig við að Ester sé okkur horfin. Ég hélt að í ótalin ár gæti ég notið vináttu hennar. Að takast á við lífíð með styrk og hreinskilni var boðskapur hennar. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Ég sendi Sigmari, Olgeiri, Bjarn- þóri, afa Karvel og Oddnýju mínar innilegustu samúðarkveðjur, sem og öllum hennar ættingjum og vin- um. Guðrún Valsdóttir Ester Karvelsdóttir kennari við Grunnskóla Njarðvíkur er látin. Hún fékk hjartaáfall föstudaginn 12. maí. Við rannsókn kom í ljós að hér var um alvarlegt áfall að ræða. Hún var í skyndi flutt til London þar sem hún gekkst undir erfíða aðgerð og þar lést hún hinn 15. maí. Saga Esterar Karvelsdóttur var öll. Nóbelsverðlaunaskáldið Marquez sagði einhvern tíma að það óréttlát- asta í þessum heimi væri dauðinn. Hann reiddi hátt til höggsins í þetta skiptið. Dauðinn er svo sannarlega óréttlátur þegar fólk er hrifið á burt mitt í önn dagsins. Óvænt kveðjum við traustan vin og sam- kennara. Ester Karvelsdóttir verður til moldar borin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju í dag. Ester fæddist á Hellissandi 23. ágúst 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Margrét Olgeirsdóttir og Karvel Ögmundsson. Ester ólst upp í Ytri-Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún tók gagnfræðapróf frá Flensborgar- skóla árið 1950 og kennarapróf tók hún frá Kennaraskóla íslands árið 1956. Þá lá leiðin aftur hingað suð- ur með sjó. Hún kenndi eitt ár við Bamaskóla Keflavíkur en árið eftir hóf hún starf við Njarðvíkurskóla eða Grunnskóla Njarðvíkur eins og hann heitir nú.Hún var aftur komin í sinn gamla skóla, nú sem kennari og þar starfaði hún alla tíð þar til yfir lauk. Ester Karvelsdóttir tók sér leyfi frá kennslu skólaárið 1977-1978 til þess að stunda framhaldsnám við Kennaraháskóla íslands. Á kennsluferli sínum sótti hún fjölda námskeiða og lýsir það Ester vel hversu mikla áherslu hún lagði á endurmenntun og símenntun. Hún varð sérkennari skólans. Árið 1954 giftist hún Sigmari Ingasyni verkstjóra hjá Njarðvík- urbæ. Þau eiga tvo syni, Olgeir og Bjarnþór. Ég kynntist Ester Karvelsdóttur fýrst í pólitísku samstarfi hér suður £ með sjó og einnig í starfi í samtök- um kennara. En árið 1983 kem ég að Grunnskóla Njarðvíkur og þar | kynnist ég Ester á nýjum vettvangi sem duglegum og traustum kenn- ara, sem lagði allan sinn metnað í starfíð. Ester var unnandi góðra .bóka og var mjög vel lesin. Þá vár hún kvenréttindakona í þess orðs bestu merkingu. Hún vann ötullega í allri kjarabaráttu kennara. Því var hún trúnaðarmaður þeirra um árabil. Ester var einstaklega mannleg í öllum samskiptum við okkur hin, sýndi ætíð áhuga á því sem aðrir voru að gera og kunni að hrósa því sem vel var gert. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir og lét þær hiklaust í ljós. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Ester Karvelsdóttur. Hún var nákvæm og vandvirk í starfi sínu og úrræðagóð. Hún var fag- » maður. En umfram allt vildi hún veg skólans sem mestan og bestan og . bar metnað hans fyrir brjósti. Ester *' var einn af máttarstólpum skólans. Sæti hennar verður vandfyllt. Mér er sérlega minnisstætt hversu vel hún náði til skjólstæð- inga sinna og hversu vænt þeim þótti um hana. Daginn eftir lát hennar stóðu þeir í hóp framan við skrifstofu skólans og vissu vart hvert framhaldið yrði. Þeir söknuðu vinar í stað. í vetur vann hún að stofnun Nemendavemdarráðs við skólann.Hún lagði áherslu á að ljúka því verki fyrir lok skólaársins. Upphaflega átti nafnið að vera ann- að, en Ester vildi einmitt þetta nafn, því ráðið átti fyrst og fremst að huga að vernd nemenda. Þar átti að fara fram eins konar forvarnar- starf fyrir þá nemendur sem þurftu ( hjálpar við. Þá var hún einnig að skipuleggja sérdeild. Reyndar var hún að skipuleggja alla sérkennslu ( skólans fyrir næsta vetur. Skipu- lagshæfileikar hennar voru ótví- ræðir. Óvænt er nú komið að kveðju- stund. Við, starfsfólk Gmnnskóla Njarðvíkur, litum björtum augum fram á veginn og brostum mót hækkandi sól. Sumar var loks að koma með sólskin og bjartar vonir. En þá kom helfregnin. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Eiginmanni, sonum, föður og öll- um öðrum ættingjum og tengda- fólki votta ég einlæga samúð mína. Kahlil Gibran segir: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Að leiðarlokum vil ég þakka Est- er Karvelsdóttur vináttu, hlýju og hjálpfýsi og einstakt starf við Njarðvíkurskóla öll þessi ár. Ég þakka trausta samfylgd og sam- vinnu. Ég veit að allt starfsfólk Grunnskóla Njarðvíkur tekur heils hugar undir. Við söknum góðs vinar og félaga. Blessuð sé minning hennar. Gylfi Guðmundsson Lífíð er slungið og vinátta er | ofurlítið undur. I fyrstu ólu Ester og Sigmar lítt harðnaðan ungling upp og tókst að gera unglinginn að samræðufélaga. Já, það er ekki svo langt síðan að við ræddum um hve árin er telja aldurinn hafa styst með tímanum. Þrítug vináttan er J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.