Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. MAI 1989 Kristín Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 30. desember 1928 Dáín 19. maí 1989 Að morgni 19. þessa mánaðar andaðist á sjúkrahúsi í London Kristín Sigurðardóttir, Rauðalæk 9, Reyiq'avík. Eftir erfiða aðgerð og þriggja vikna baráttu, hafði sá betur sem okkur sækir öll heim um síðir. Fyrir fáum vikum hefðu vinir hennar tæplega trúað því að svo myndi fara, því ævinlega virtist skína af henni hreysti og heil- brigði. En lífslánið er valt og stund- um skemmra en varir milli gleði og sorgar. Með Kristínu Sigurðardóttur er gengin glæsileg kona. Hún var prúðmannleg í framgöngu en bar með sér sterk persónuleg einkenni og gerðarþokka. Kynni okkar hóf- ust með samstarfi okkar Friðjóns Þórðarsonar, eiginmanns hennar, en það góða samstarf hefur nú stað- ið yfir tvo áratugi. Á þessum tíma höfum við hjónin notið margra gleðistunda með hjónunum á Rauðalæk 9, bæði á heimili þeirra og annars staðar. Gestrisni og vin- arhugur hefur mér jafnan fundist einkenna heimili þeirra Kristínar og Friðjóns og hafa þau bæði átt sinn ríka þátt í því að laða það andrúmsloft fram. Kristín var greind kona og skemmtileg og kunni vel að gleðjast með vinum sínum. Hún var eindregin í skoðun- um o g átti auðvelt með að rökstyðja þær, enda skorti hana hvorki raun- sæi né þekkingu á mannlífinu. Ég hygg að heiðarleika og falsleysi hafí hún metið umfram annað í fari samferðamanna sinna. Þeim eiginieikum var hún og sjálf búin. Kristín fæddist í Selssundi á Rangárvöllum og stóðu að henni rangæskar ættir. Æskuhérað henn- ar hefur á öllum tímum alið kjarn- mikið fólk. Hún giftist Friðjóni Þórðarsyni, síðar alþingismanni og ráðherra, þann 28. okt. 1950. Þá voru gæfuspor stigin. Hjónin hæfðu hvort öðru og Kristín stóð ævinlega fast með manni sínum, sem gegnt hefur vandasömum og erilsömum störfum. Þau eignuðust fimm böm, sem öll eru atgerfisfólk svo sem þau eiga kyn til. Víst er að Kristín lét sér annt um heimili sitt, börn sín og bamaböm. Nú hafa þau mikið misst, en þó mest Friðjón, maður hennar. Við hið skjmdilega fráfall Kristín- ar Sigurðardóttur eigum við hjónin margt að þakka. Við emm þakklát fyrir að hafa kynnst henni, við þökkum vináttu hennar og sam- skipti öll, sem við áttum við marg- vísleg tækifæri. Við biðjum henni fararheilla til nýrra heimkynna. Friðjóni vini mínum, bömum þeirra hjóna, tengdabörnum, bama- bömum og öðm venslafólki sendum við Helga okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Pálmi Jónsson Síst datt mér það í hug er við frú Kristín hittumst seinast að svona stutt væri í skilnað hér á þessu tilvistarsviði og í rödd henn- ar, glaðbeittri og elskulegri, í sein- asta mánuði var svo mikill vor- hljómur að ég hlakkaði til að hitta þau hjónin því það hafði aldrei bragðist að þau kæmu í Hólminn og heilsuðu okkur þegar Alþingi lauk, en nú sem sagt verð ég að lúta staðreyndum. Enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir segir gamalt máltæki og fínnst mér það sannast vel hér. Kynni mín af þess- ari hjartahlýju og tryggu konu em orðin harla löng og hafa vaxið með hveiju árinu sem liðið hefir. Ég man hana vel og heimsókn til þeirra hjóna er hún var sýslumannsfrú í Búðardal og veitti mörgum af sínu bjarta vinarþeli, og þá jukust kynn- in þegar þau hjón fluttu í Hólminn þar sem Friðjón tók við embætti sýslumanns. Þá kynntist ég þeim hjónum nánar og bömum þeirra sem vom með mér í félagsskap hér til mannbóta og betra lífs og veit ég að þess nutum við öll. Ég kynnt- ist henni sem húsmóður og fann hversu mikla rækt hún lagði við uppeldi bama sinna. Það var henni svo létt, það var eins og hún þyrfti ekki fyrir því að hafa og nú er ávöxtur þeirrar iðju alltaf að ljóma skærar í velgengni bamanna þeirra og hún fékk að sjá þau verða að dugandi þegnum þjóðfélagsins og það er mikil hamingja. Og svo var það ekki síður eftirtektarvert hvern- ig hún stóð við hlið manns síns elskuleg og tíguleg hvar sem þau komu og í hveiju sem þau stóðu. Þar sá ég hvar traust og trúnaður geta best verið. Þau vom samhent. Því sem Kristín tók þátt í og lét sig máli skipta, var ekki gengið að með hangandi hendi. Því veitti ég athygli. Og það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna og skiptast á skoðunum og horfa til björtu hliðanna, þvi oft var starf Friðjóns erfitt eins og gengur og gerist og það gladdi mig mest að sjá hann sterkastan þegar erfiðið var sem mest og ætli konan hans hafi ekki átt einhvern þátt í því. Friðjón þurfti mikið að ferðast í starfi sínu og þá hvað helst fylgdi hún honum fastast, hlúði að og gekk þannig frá heimili og börnum að allt var í röð þegar komið var til baka. Hamingja mannsins felst í vinavali, og heppnin að velja. Þetta viðhorf var þeirra beggja happ. Þannig kom það mér fyrir sjónir. Margt væri hægt að segja af langri samfylgd, en það er ekki tilgangur þessara fáu orða, heldur að þakka góða samfýlgd og senda Friðjóni vini mínum , samúðarkveðju og skylduliði hans því öllum þessum góða hóp á ég og mín fjölskylda mikið að þakka. Ég vil því enda þessi orð með því að biðja þeim blessunar Drottins sem sér og skil- ur allt og við trúum því að allt sé gott sem frá honum kemur bæði í meðlæti og andstreymi. Við það huggum við okkur. Guð blessi ykk- ur góðu vinir og gefi ykkur styrk í straumi lífsins. Hjartans kveðjur frá mér og mínum. Árni Helgason Það vom svipleg tíðindi að frétta lát Kristínar Sigurðardóttur. Hún, sem alltaf virtist svo sterk, var nú horfin. Missirinn er mikill fyrir alla er hana þekktu. Það vora ætíð gleðistundir að koma á heimili hennar og Friðjóns og ætíð ánægjuefni að fá þau góðu hjón í heimsókn hingað í Kalmans- tungu. Við Bryndís þökkum liðnar stundir og vottum Friðjóni og fjöl- skyldu þeirra allri innilega samúð. Megi góður Guð styrkja þau S þeirra miklu sorg. Kalman Stefánsson Ávallt þegar dauðinn kveður dyra^ stöndum við ráðvillt, ótal spuming- ar vakna en þegar mikið er spurt verður oft fátt um svör. Við skiljum ekki tilganginn, er ekki ætlað það heldur en sitjum eftir hljóð með söknuðinn í sál okkar. í dag er kvödd hinstu kveðju Kristín Sigurðardóttir og langar mig að minnast hennar þó ég viti að við munum hittast heilar síðar. Kynni okkar hófust árið 1955 þegar hún og Friðjón fluttust til Búðardals. Og alltaf er það svo að leiðarlokum að upp koma minningar þegar litið er yfir farinn veg og ég er þakklát forsjóninni fyrir allar samvemstundir okkar sem ég nú ylja mér við, þar bar aldrei skugga á. Og minnist ég nú sérstaklega okkar síðustu gleðistunda er við áttum í sextugsafmæli hennar 30. desember sl.. þar sem hún var í faðmi fjölskyldu sinnar, heima á Rauðalæk. Kristín var sterkur persónuleiki og traustur vinur sem gott var að leita til í erfiðleikum og af þeim stundum varð allt miklu bjartara en áður. Heimili þeirra hjóna stóð öllum opið, þar var alltaf hægt að líta inn hvenær sem var og þar var öllum tekið opnum örmum. Hún stóð vörð um heimilið og fjölskyld- una. Þær vom ófáar ferðirnar sem hún fór með manni sínum hér um kjördæmið, hvort sem var að sumri eða vetri. í ferðum sínum um Dali nutu þau þess að dveljast í sumar- bústaðnum að Hafursstöðum í fæð- ingarsveit Friðjóns í kyrrð og ró frá amstri hversdagsleikans. Um leið og ég kveð Kristínu hinstu kveðju bið ég algóðan Guð að gefa Friðjóni og fjölskyldu hans styrk í þeirra miklu sorg og lýk kveðju minni með þessu sálmabroti: „Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ (S.K. Pétursson) Kristjana Ágústsdóttir Horfin er jarðneskum sýnilegum augum mæt kona, er allir virtu, sem nokkur minnstu kynni höfðu af henni. Ér ekki þá mikill stuðning- ur, lífsskoðun spíritista, þegar fóík á bezta aldri flytur á æðra lífssvið, að enginn fer fyrr en almættið ákveður. En almættið ákveður ekki kvalafullan aðdraganda vistaskipt- anna. Það hlýtur að vera mikilvæg- ur stuðningur öllum þeim er sakna horfins ástvinar, sú staðreynd að það er möguleiki að koma skeytum til framliðinna og að þeir geta kom- ið skeytum til jarðneskra vina. Er það ekki stórkostleg staðreynd og em sannanir fyrir að framliðnir menn hittast eftir dauðann og þekkja hver annan. Oft hef ég, sem þessar línur skrifa, séð nýlátið fólk vera með ástvinum sínum og reyna að hafa áhrif á, hvemig þeir em syrgðir. Þeim er mikil kvöl að von- lausri sorg. Ánægðastir era fram- liðnir, að andláti þeirra sé tekið eins og sjálfsögðu lögmáli. Þegar eftir- lifandi ástvinum auðnast með Guðs hjálp og lífsskoðun spíritista að taka missinum með stillingu, sýnist svip- ur hinna framliðnu glaðlegur, en dapur, þegar ástvinir syrgja eins og engin von sé framar um sam- vem. Fátt er mikilvægara við vista- skiptin og fýrstu vikumar á eftir en brennsla reykelsis, einkum teg- undar er heitir „Amper“, og að disk- urinn eða kaffibollinn sé hafður á borðinu án matar á hátíðs- og tylli- dögum fjölskyldunnar. Vegna þess að fæstir dagar líða svo, að ég sjái ekki eitthvað meira eða minna, tel ég það heilaga skyldu mína, að segja frá ofangreindu hér. Frú Kristín Sigurðardóttir frá Hjallanesi á Landi, fyrmrn ráð- herrafrú, var af merkum sunnlenzk- um ættum, úr Rangárþingi komin, sem ég læt öðmm eftir að segja frá. Starfssvið hennar sem húsmóð- ur og eiginkonu var víðtækt og ánægjulegt, enda átti hún hinn ágætasta lífsförunaut, Friðjón Þórðarson frá Breiðabólsstað á Fellsströnd, alþingismann Vestur- lands, fyrram ráðherra, og sýslu- mann Dalasýslu og Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Frú Kristín var Friðjóni hin mikil- vægasta samverkamanneskja. Frú Kristín skilur Friðjóni eftir inntak lífsreynslunnar — Guð er kærleikur — og börnum þeirra hjóna skilur hún eftir einlægar bjartar og góðar minningar um heilagar stundir. Ég sendi vini mínum Friðjóni Þórðarsyni, börnum hans og tengdabömum, bamabömum og öðmm ættingjum mína dýpstu sam- úð og bið honum Guðs blessunar. Helgi Vigfusson Að morgni 19. maí sl. bámst okkur þau sorglegu tíðindi, að kær vinkona okkar, Kristín Sigurðar- dóttir, væri látin. Þó svo að við viss- um að hún væri búin að vera mikið veik á sjúkrahúsi erlendis, áttum við ekki von á því að svona færi, og að hún yrði kölluð svo fljótt frá okkur. En við þessu fáum við menn- imir ekkert gert, þarna ráða æðri máttarvöld. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum, en þar sem ég veit að mik- ið lof og hrósyrði um hana, var ekki að hennar skapi, vil ég aðeins í fáum orðum þakka henni nú á kveðjustund fyrir allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Þau em orðin mörg árin, sem við hjónin + Móðurbróðir minn, GÍSLIJÓN HJALTASON, lóst í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 24. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. * Fyrir hönd ættingja, Guðflnnur Einarsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÁGÚSTA ARNBJÖRNSDÓTTIR, lóst á Hrafnistu miðvikudaginn 24. maí sl. Sigurjón Kristlnsson, Jónfna Ingótfsdóttir, Magnús Kristinsson, Gróta Bachmann, Arnbjörn Kristlnsson, Ragnhlldur Björnsson. + Bróðir okkar, mágur og föðurbróðir, BJÖRN PÁLSSON, Bræðraborgarstfg 49, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 15. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Jón A. Pólsson, Sigrfður Ólafsdóttir og synir. emm búin að eiga samleið með Kristínu og hennar ástkæra eigin- manni, Friðjóni Þórðarsyni alþingis- manni, og höfum við verið svo lán- söm, að eiga þau að sönnum vinum um áratuga skeið. Fyrir þetta viljum við þakka. Kristín var glæsileg kona og vöktu þau hjón athygli hvar sem þau fóm. Hún var trygg og mikill vinur vina sinna, og það fékk mað- ur oft að reyna. Ég minnist margra ánægjulegra samvemstunda með þeim hjónum hér á okkar heimili og þeirra eigin heimili, þar sem ávallt ríkti mikil gestrisni og hlýja. Kristín og Friðjón eignuðust fimm börn, sem öll em uppkomin og mætir þjóðfélagsþegnar, sem bera foreldmm sínum fagurt vitni. Kæri Friðjón. Nú ríkir mikil sorg og söknuður á þínu heimili. Fjöl- skyldan saknar sárt ástkærrar eig- inkonu, móður og ömmu. Við biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur og styðja á erfiðum stundum. En minn- ingin um hjartkæran ástvin mun græða sárin. Ég og fjölskylda mín kveðjum Kristínu með söknuði og biðjum henni og öllum aðstandend- um hennar blessunar Guðs. Hinrik Finnsson Það varðar miklu um heill og hag hvers byggðarlags hveijir veljast til forystu um málefni þess og hags- muni. Grandarfjörður á Snæfells- nesi er þorp sem byggst hefur upp til nútíma velmegunar og þjónustu á tæplega hálfri öld. Dugnaður fólksins sem þar býr og metnaður þess um framgang byggðarinnar er aflgjafinn en lán þess í barátt- unni er einnig það að eiga sér trausta liðsmenn á þeim vettvangi þar sem málum er ráðið um lands- byggð alla. Friðjón Þórðarson hefur setið á alþingi fyrir sjálfstæðismenn á Vesturlandi um árabil og unnið störf sín þar af skilningi og þekk- ingu. Öllum sem til þekkja er ljóst hve eiginkona hans, Kristín Sigurð- ardóttir, stóð dyggilega við hlið manns síns í vandasömum og krefj- andi störfum sem allajafna ná Iangt út fyrir þingsali. Gmndfirðingar, sem og aðrir íbúar Vesturlands hafa átt í þeim hjónum Friðjóni og Kristínu, glæsilega fulltrúa, sem gagnlegt hefur verið að leita til um margháttuð framfaramál ungrar byggðar. Það vár gott að vitja þeirra á heimili þeirra þar sem hús- fryja bar gestum góðan beina með hlýju og stilltu fasi og víst var það ætíð fagnaðarefni er þau hjónin sóttu heim fjörðinn fagra. En nú er skarð fýrir skildi. Kristín lést á sjúkrahúsi í London þann 19. maí sl. Við leiðarlok em hér þökkuð góð kynni af traustri og mikilhæfri konu um leið og ást- vinum hennar öllum em sendar hugheilar samúðarkveðjur. F.h. sjálfstæðismanna í Grundarfirði, Sigríður A. Þórðardóttir Vorið er eftirsóttast og dýrleg- asti tími ársins. Þá flýr vetur og myrkur af hólmi og sólin og grósk- an setjast í valdastólinn. Þó nú sé vor og sumarkoma í vændum blása kaldir vindar í hugum og hjörtum okkar Dalamanna og hin breið- firska byggð drúpir höfði er við fréttum lát Kristínar Sigurðardótt- ur. Við fylgdumst með hetjulegri baráttu hennar við hinn óboðna gest frá fyrsta degi til hinstu stund- ar. Kristín var dóttir Sigurðar bónda frá Hjallanesi í Landssveit, síðar í Reylcjavík, Lýðssonar og konu hans, Guðrúnar Bárðardóttur. Hún kvæntist 28. okt. 1950 eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðjóni Þórðar- syni frá Breiðabólstað á Fells- strönd, fv. sýslumanni, alþingis- manni og ráðherra. Böm þeirra em: Sigurður Rúnar, mjólkurbús- stjóri, Þórður, þjóðhagsstjóri, Helgi Þorgils, myndlistarmaður, Lýður Ámi, framkvæmdastjóri og Stein- unn Kristín, flugfreyja. Óll em bömin kunnir þjóðfélagsþegnar, búsett í Reykjavík, nema Sigurður Rúnar, sem búsettur er í Búðardal. Á sorgarstundu er lítið hægt að segja og fáeinar línur mega sín Íítils. Ég kom inn á heimili þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.