Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 26. MAI 1989 H KNATTSPYRNA / ENGLAND Liverpool—Arsenal íbeinni útsendingu: Bikarinn afhentur á Anfield í kvöld leika Liverpool og Arsenal á Anfield. Þetta er síðasti leikurinn ífyrstu deild ensku knattspyrnunnar á þessu tímabili og um leið úr- slitaleikur. Liverpool má tapa með eins marks mun til að verja titilinn, en Arsenal þarf að sigra með tveggja marka mun til að hampa bikarnum. Liverpool, sem hefur 17 sinnum orðið Englandsmeistari, hefur ekki tapað með tveggja marka mun á Anfield síðan 1986. Arsenal sigr- aði síðast í deildinni 1971 og þar áður 1953 og í bæði skiptin tryggði liðið sér titilinn í síðasta leik. Bein útsending í byijun mars var Arsenal með FRJALSAR EOP-mótið g ÓP-mótið í fq'álsíþróttum, sem kennt er við Erlend Ó. Pétursson, fyrrum formann KR, fer fram á Laugardalsvelli 1. júní og hefst kl. 18.30. Konur keppa í lOOm, 400m og 4x100 m boðhlaupi, hástökki og kringlukasti. Karla keppa í lOOm, 400m og 1500m hlaupi, llOm grindahlaupi, 4xl00m boðhlaupi, langstökki, stangar- stökki, kúluvarpi og spjótkasti. 1500 m hlaupið er minningar- hlaup um Svavar Markússon, sem var um árabil besti milli- vegalengdahlaupari landsins. Skráning stendur yfir, en þátttökutilkynningum skal skila í síðasta lagi á sunnudaginn, 28. maí, til Magnúsar Jakobssonar (s.71679). 19 stiga forskot á Liverpool, sem leikur í kvöld sinn áttunda leik á síðustu 23 dögum, en meistararnir hefla leikinn með þriggja stiga for- ystu. Fyrir löngu var uppselt á Anfield, en leikurinn verður sýndur beint í sjónvarpi í Englandi og reyndar víðar. Arsenalklúbburinn fundar Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu íslenska Ríkissjónvarps- ins, sem hefst klukkan 19.00. Hér á iandi er starfræktur sérstakur Arsenalklúbbur og munu félagar á Suðurlandi hittast skömmu fyrir leik í veitingahúsinu Gjánni á Sel- fossi, en norðlenskir stuðningsmenn verða á sama tíma í veitingahúsinu Bleika fílnum á Akureyri. George Graham,* framkvæmda- stjóri Arsenal. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND „Einn verður að vera á bekknum" - segirÁsgeirSigurvinsson, sem hefurekki miklaráhyggjurþótt þriðji útlendingurinn verði keypturtil Stuttgart ARIE Haan, þjálfari Stuttgart, hefur hug á að styrkja lið sitt enn frekar fyrir næsta keppn- istímabil og nota hlut af pen- ingum sem Stuttgart fær frá Inter Mílanó fyrir Júrgen Klins- mann, til að kaupa leikmenn. Blöð hafa sagt frá því að hann hafi hug á að fá sterkan erlend- an leikmann, en fyrir eru tveir Knattspyrnuskðli Leiknis Innritun í námskeið sem hefjast 5/6, 19/6, 3/7 og 17/7 verður í félagsheimili Leiknis við Austur- berg dagana 27. og 28. maí á milli kl. 13 og 14 og í síma 657215 á milli kl. 11 og 12 28. maí. Ath.: Takmarkaður fjöldi í hvert námskeið. Ingvar G. Jónsson, íþróttakennari. Föstudagur kl. 19:55 21 > LEIKVIKA- 26. MA11989 1 m m Leikur 1 K.A. - FRAM '* Leikur 2 VÍKINGUR - K.R. Leikur 3 FYLKIR - ÞÓR'} Leikur 4 VÖLSUNGUR - SELFOSS Leikur 5 STJARNAN - TINDASTÓLLZ) Leikur 6 Í.R. - EINHERJI Leikur 7 BREIÐABLIK - LEIFTUR ^ Leikur 8 VÍÐIR - Í.B.V. ^ Leikur 9 GRINDAVÍK - Í.K.ó) Leikur 10 GROTTA - AFTURELDINGJ Leikur 11 REYNIR S. - B. ÍSAFJ. a) Leikur 12 DALVÍK - K.S.a) Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma! GETRAUNIR í ALLT SUMAR iii hjá Stuttgart. Ásgeir Sigurvins- son og Júgóslavinn Srecko Kat- anec. Aðeins tveir útlendingar geta leikið hverju sinni með v-þýskum liðum. Það er löngu búið að ræða þessi mál og skipta þau mig í raun- inni engu máli. Ég er með minn samning við Stuttgart í eitt ár í viðbót. Ef þriðji útleningurinn kem- ur hingað er það ljóst að einn verð- ur að vera á bekknum," sagði Ás- geir. Ásgeir sá besti Ásgeir er lykilmaður hjá Stuttg- art og það er vanfundinn leikmað- ur, sem hefur yfir hæfileikum Ás- geirs að ráða. „Ásgeir er besti leik- maðurinn sem hefur leikið með hjá Stuttgart í mörg ár,“ sagði einn af eldri leikmönnum félagsins í spjalli við Morgunblaðið í Stuttgart á dög- unum. „Hann hefur geysilega næmt auga fyrir leiknum - og er búinn að sjá út næsta leik áður en hann fær knöttinn til sín. Knatttækni hans, skynbragð og frábærar send- ingar - gera mikinn usla í hvaða vörn sem er,“ sagði gamli maður- inn, sem lýsti hrifningu sinni á Asgeir Sigurvinsson. Ásgeiri í tali og með látbragðsleik. Það er mál manna að Ásgeir eigi eftir að stjóma leik Stuttgartliðsins þar til samningur hans rennur út og hann taki ákvörðun um að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. GETRAUNIR Aðeins íslenskir leikirá seðlinum Sölukerfi þessarar leikviku lokað í kvöld AÐEINS íslenskir leikir eru á getraunaseðlinum þessa vik- una, en þar sem fyrstu leikirnir verða í kvöld verður sölukerf- inu lokað klukkan 19.55. Isíðustu viku kom fram ein röð með 12 réttum. Sami aðili var með átta raðir með 11 réttum og fékk samtals rúmlega hálfa milljón í vinning. Tveimur leikjum var frestað. Kastað var upp á úrslitin og kom X upp á báða leikina, en teningurinn er með 1 eða heimasig- ur á fimm hliðum, X á fjórum og 2 á þremur. Að’ þessu- •sinni eru þrír leikir seðilsins úr 1. deild, fimm úr 2. deild og fjórir úr 3. deild og eiga allir að fara fram í kvöld eða á morgun samkvæmt mótaskrá. Far- ið verður yfir seðlana klukkan 16.30 á morgun og skömmu síðar liggur fyrir hvernig potturinn skiptist. GOLF Móti frestað Golfklúbburinn Leynir á Akra- nesi hefur frestað opnu öld- ungamóti í golfi, sem fara átti fram á morgun,* til .1. júhV»— ÍÞRjMR FOLK ■ HKEINN Þorkelsson, körfu- knattleiksmaður úr Val, hefur verið ráðinn skólastjóri barnaskólans á Egilsstöðum og leikur því ekki með Val í úrvalsdeildinni næsta vetur. Valsmenn gætu einnig þurft að sjá af Tómasi Holton sem hyggst stunda nám í Noregi næsta vetur. M FRIÐJÓN Jónsson, fyrirliði handknattleiksliðs KA í meistara- flokki síðustu árin, hefur ákveðið að Ieggja skóna á hilluna. Friðjón lék fyrst með meistaraflokki KA árið 1977 og á að baki yfir 200 meistaraflokksleiki. H LAJOS Detari hefur gert nýj- an tveggja ára samning við Olymp- iakos í Grikklandi. Gríska félagið greiddi Eintracht Frankfúrt átta milljónir dollara (um 400 milljónir ísl. kr.) fyrir Ungverjann í fyrra. ■ TENNISLEIKARAR, sem gerast atvinnumenn í íþróttinni á næsta ári og síðar, verða að fara á sérstakt námskeið, þar sem kenna á helstu atriði varðandi atvinnu- mennsku. „Við munum kenna þeim ýmislegt í sambandi við fjármálin, hveming á að umgangast fjölmiðla og hlutverk umboðsmanns. Við vilj- um að atvinnumennirnir séu vel að sér,“ sagði Hamilton Jordan hjá sambandi atvinnumanna í tennis. ■ CHRIS Evert, sem verið hefur ein fremsta tenniskona Banda- ríkjamanna, hefur hætt við þátt- töku í opna franska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudaginn. Ástæðan er sú að hún tapaði mjög óvænt fyrir áður óþekktri 19 ára gamalli austurrískri stúlku, Bar- bara Paulus, í 2. umferð á opna Evrópumótinu sem fram fer í Genf. Evert, sem er 34 ára, hefur sjö sinnum unnið opna franska meist- aramótið og er því mikill sjónar- sviftir af henni úr þeirri keppni. Margir telja að hún hafi ekki leng- ur þann kraft sem til þarf í topp- baráttuna og muni leggja tennis- skóna á hilluna fljótlega. ■ SVÐUR-Kórea sigraði Nep- al, 9:0, í undankeppni HM í Afríku- riðlinum í Seoul í gær. Staðan í hálfleik var 5:0. Suður-Kórea, sem tók þátt í úrslitakeppni HM í Mex- íkó 1986, er í efsta sæti í riðlinum ásamt Malasíu með fullt hús stiga eftir tvo leiki, en þau mætast i fyrri Ieik sínum í Suður-Kóreu á Iaugar- daginn. IÞROTTASKOLI Víkingur Innritun stendur nú yfir í Víkings- heimilinu v/Hæðargarð í knatt- spyrnuskóla Víkings. Sem fyrr er skólinn fyrir stelpur og stráka 6-12 ára. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og er kl. 9-12 fyrir 6-9 ára og kl. 13-16 fyrir 10-12 ára. Námskeiðin verða haldin á gras- svæði Víkings v/Hæðargarð og á nýja grassvæðinu í Stjörnugróf. Leiðbeinendur taka á móti krökkun- um á báðum stöðunum áður en námskeiðin hefjast. í knattspyrnuskólanum verður farið í knattþrautir KSÍ, gestir koma i heimsókn og leiðbeina krökkunum, heimsmeistarakeppnin verður á sínum stað, aðstaða verður inni í slæmu veðri og í lok hvers námskeiðs verður farið í Víkings- skála og grillað. Þátttökugjald fyrir hvert nám- skeið er 2.500 krónur. Fyrsta nám- skeið verður 29.-9. júní, síðan 12.-23. júní, 26. júní til 7. júlí, 10. júlí til 21. júlí, 24. júlí til 4. ágúst, 8.-18. ágústog21. ágústtil 1. sept- ember. Leiðbeinendur verða Andri Mar- teinsson og Björn Bjartmarz. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.