Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 19 Ný þjóðminjalög eftirBirgiísl. Gunnarsson Eitt af þeim frumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt nú í vor í góðri samstöðu er frumvarp til þjóð- minjalaga. Það gekk þó ekki átaka- laust fyrir sig þar sem ólík sjónar- mið voru uppi, einkum um fom- minjaþátt laganna. Þessi sjónarmið tókst þó að sætta og frumvarpið var samþykkt samhljóða frá Al- þingi. í þessari grein verða reifaðir helstu efnisþættir frumvarpsins, en fyrst er rétt að líta aðeins á aðdrag- anda málsins. Forsaga frumvarpsins Þegar ég var í menntamálaráðu- neytinu skipaði ég nefnd til að móta stefnu í málefnum Þjóðminja- safns íslands til næstu aldamóta og gera áætlun um endurbætur, vöxt og viðgang safnsins. Jafn- framt skyldi nefndin endurskoða gildandi þjóðminjalög. Sverrir Her- mannsson var formaður nefndar- innar. Nefndin samdi frumvarp til þjóðminjalaga, sem var lagt fram á Alþingi vorið 1988 en þá sent til umsagnar til ýmissa aðila. Eftir stjómarskiptin 1988 fór Sverrir úr nefndinni, en Guðrún Helgadóttir tók við formennsku og nefndin end- urskipulögð. Nefndin endurskoðaði frumvarpið og var það lagt fram að nýju sl. haust. í hvorugt skiptið var um stjómarfrumvarp að ræða, en flutningsmenn voru einkum þeir þingmenn sem skipað höfðu nefnd- imar og vom þeir úr öllum flokkum. Ágreiningur kemur upp Eftir að fmmvarpið hafði verið lagt fram kom í ljós að ágreiningur var um þann þátt fmmvarpsins sem fyallaði um vemdun fomleifa og fomleifarannsóknir. Þessi ágrein- ingur kom m.a. fram í því að lagt var fram annað fmmvarp á Al- þingi, framvarp til laga um vemdun fornleifa. Flutningsmenn vom úr öllum flokkum nema Borgaraflokki. í því fmmvarpi var get ráð fyrir því að skilja fomleifavörsluna frá Þjóðminjasafninu og safnastarf- seminni yfirleitt og setja upp sér- staka Fomleifafræðistofnun sem hefði yfirumsjón með allri fomleifa- vörslu í landinu og fomleifarann- sóknum. í greinargerð með því fmmvarpi segir m.a.: „Flutningsmenn telja að viðurkenndir fomleifafræðingar með menntun- og reynslu eigi að hafa umsjón með fomleifavörsl- unni. Það er ærinn starfi þó svo ekki sé varið að setja þeim að sjá um gamlar byggingar og annast þjónustu við byggðasöfn að auki eins og lagt hefur verið til. Það hefur hamiað fomleifavörslunni hérlendis allt of lengi og þar er með framgangi og eðlilegri þróun innlendrar fornleifafræði, að ekki er nægilega ýtt undir það að ráða til starfa vel menntaða fomleifa- fræðinga né heldur að skapa þeim eðlileg starfsskilyrði. Við emm fyr- ir allnokkra orðin eftirbátar ná- grannaþjóða okkar í fornleifafræði- legum efnum og er því mál til kom- ið að skapa fomleifavörslunni skil- yrði sem sæmi okkur sem menning- „Fljótt kom í ljós að meiri hluti nefudarinn- ar var ekki reiðubúinn til að setja á legg nýja stofiiun sem Qallaði um fomleifaþáttinn, heldur væri rétt að halda þeim þætti áfram á vettvangi Þjóðminjasafiis. Var þess því freistað að ná málamiðlun þess efiiis að styrlqa fomleifa- vörslu og fornleifarann- sóknir innan Þjóð- minjasafiis og breyta frumvarpi til þjóð- minjalaga í þá átt. Það tókst þannig að allir aðilar undu við þau málalok." arþjóð en það er einmitt tilgangur þessa lagaframvarps." Aðalmaður þessara sjónarmiða utan þings var Margrét Hermannsdóttir fomleifa- fræðingur. Málamiðlun Menntamálanefnd neðri deildar tók þannig til meðferðar tvö frum- vörp sem gengu hvort í sína áttina varðandi fomleifavörsluna. Fljótt Birgir ísl. Gunnarsson kom í ljós að meiri hluti nefndarinn- ar var ekki reiðubúinn til að setja á legg nýja stofnun sem fjallaði um fomleifaþáttinn, heldur væri rétt að halda þeim þætti áfram á vett- vangi Þjóðminjasafns. Var þess því freistað að ná málamiðlun þess efn- is að styrkja fomleifavörslu og fom- leifarannsóknir innan Þjóðminja- safns og breyta fmmvarpi til þjóð- minjalaga í þá átt Það tókst þann- ig að allir aðilar undu við þau mála- lok. Nú er gert ráð fyrir því að fimm manna fomleifanefnd fari með yfír- sljóm fomleifavörslu og fornleifa- rannsókna í landinu. Skipta skal landinu í minjasvæði og á hveiju svæði skal starfa einn minjavörður og einn fomleifavörður. Þá er fom- leifadeild í Þjóðminjasafni styrkt. Þjóðminjavarslan Um aðra þætti fmmvarpsins til þjóðminjalaga varð ekki teljandi ágreiningur á Alþingi. Lögin skipt- ast í 6 aðalkafla. Fyrsti kafli fjallar um stjóm og skipulag þjóðminja- vörslunnar. Fimm manna þjóð- minjaráð fer með yfirstjórn þjóð- minjavörslunnar í landinu. Um forn- leifanefnd og minjasvæði hefur áð- ur verið fjallað. Verkefni þjóðminja- varðar em skilgreind og skipun- artími hans 5 ár í senn. Annar kaflinn er um Þjóðminja- safn ísland og byggðasöfn. Þar er m.a. kveðið á um deildaskiptingu safnsins, hlutverk Þjóðminjasafns og byggðasafna. Sérstök minjaráð skulu starfa á landsbyggðinni og skulu þau samhæfa starfsemi minjasafna á svæðinu. Lögð er áhersla á fræðsluskyldu Þjóðminja- safns íslands og byggðasafna við almenning og skóla. í þriðja kafla er fjallað um fom- leifar. Auk þeirra breytinga sem fyrr getur er það nýmæli að skrá skuli eftir föngum allar þekktar fomleifar og gefa út skrá um frið- lýstar fornleifar. Fjórðu kaflinn fjallar um kirkjugripi og minningar- mörk og fímmti kafli um friðun húsa og annarra mannvirkja. Þar er kveðið á um að öll hús sem reist era fyrir 1850 skuli friðuð svo og allar kirkjur sem reistar era fyrir 1918. Kveðið er á um skipun og verkefni húsfriðunamefndar og húsfriðunarsjóð. í sjötta kafla em ýmis almenn ákvæði. Með þessum lögum hefur verið skapaður nútímalegur rammi um þjóðminjavörsluna í landinu og von- andi verða.þessi lög til að styrlq'a og efla þennan mikilvæga þátt í okkar menningu. Höfundur er einn afalþingismönn• um Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjnvíkurkjördæmi. HUOLBRETTABUÐIN Opnum ■ dag kl. 10 ú Skólavördustíg 17b, sími 628260 Hljólbreftasfjörnunar sem sýna Hstir sínar um þessar mundír í Reiöholl- nni, veita eiginhandarárifanir 09 góð 7áó vió opnunina, Neil Danns frá Pacer Gary iee Eifí ;iibesta fra Pacer hjólbreitamynd ba^dið s íkcj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.