Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 25 150 hundar á sýningu Hundaræktarfélagsins UM 150 hundar tóku þátt í hundasýning-u Hundaræktarfé- lags íslands í Reiðhöllinni í Víði- dal síðastliðinn sunnudag. Dóm- arar á sýningunni voru þær Diane Anderson frá Banda- ríkjunum og Ebba Aalegaard frá Danmörku. í haust verður stór afinælissýning á vegum Hunda- ræktarfélagsins, en 4. septem- ber verða tuttugu ár Iiðin frá stoftiun félagsins. Besti íslenski fjárhundurinn á sýningunni var valinn Þórdís frá Götu, sem varð meistari á sýning- unni, eigandi Guðrún R. Guðjohn- sen. Besti íslenski hundurinn af andstæðu kyni var Funa-Snati, eigandi Steinarr Bragason. í fyrsta sæti af Pug hundum var Davíð Þór, sem varð meistari, eigandi Bergþóra Þorsteinsdóttir. Best af andstæðu kyni var Silja Fanney, sem einnig varð meistari, eigandi Þórey Aspelund. Bestur af Dachs- hund (stríhærðum) var Royal Rub- in Major, eigandi Lúðvík Baldurs- son. Best af andstæðu kyni var Klúka, eigandi Anna Jóna Hall- dórsdóttir. Besti Maltese hundur var valinn Mon Ami, sem varð meistari, eigandi er Carl Möller. Fyrstu verðlaun í flokki Toy Púðla fékk Meistari Mína, eigandi Njála Vídalín. í flokki Miniature Púðla fékk Glí fyrstu verðlaun, eigandi Aldís B. Arnardóttir. Best af and- stæðu kyni var Goðdala Kleópatra, eigandi Guðrún S. Rúnarsdóttir. Besti írski Setterinn var valinn Meistari Brúnó III, eigandi Hreiðar Karlsson, og best af andstæðu kyni var Skrugga, sem varð meist- ari, eigandi Asta Bjömsdóttir. Bestur af enskum Cocker Spaniel- hundum var valinn Meistari Count On Me, eigandi Helga Finnsdóttir, og bestur af andstæðu kyni var valinn Meistari Comet, eigandi Anna Þ. Þorkelsdóttir. Af enskum Springer Spanielhundum varð Contessa í fyrsta sæti, en hún varð meistari á sýningunni, eigend- ur Ragnar Kristjánsson og Sonja Felton. Bestur af andstæðu kyni var Philip, sem einnig varð meist- ari, eigandi Ólöf K. Magnúsdóttir. Best Golden Retrieverhunda var valin Hnota, eigandi Sigríður E. Leifsdóttir, og bestur af andstæðu kyni var Bangsi, eigandi Sigurður Guðjónsson. í flokki Labrador Retrieverhunda varð Labbi-Polly, sem varð meistari, eigandi Jakob Ágústsson. Best af andstæðu kyni var Perlu-Rocky, eigandi Guðjón Ólafsson. Fyrstu verðlaun fyrir besta af- kvæmahóp sýningarinnar fékk Meistari Vigga, eigandi Stefán Gunnarsson. Besti hvolpur sýning- arinnar var valinn Gosi frá Korn- holti, sem er íslenskur fjárhundur, eigandi Kolbrún Júlíusdóttir. Besti öldungur sýningarinnar var íslenski fjárhundurinn Týra, eig- Á myndinni sést Royal Rubin Major, sem valinn var besti hund- ur sýningar Hundaræktarfélags Islands, ásamt eiganda sínum, Lúðvík Baldurssyni. andi Guttormur B. Þórarinsson. Besti smáhundur sýningarinnar var valinn Royal Rubin Major, eig- andi Lúðvik Baldursson, og besta ungviði var Hvanndala Tína, sem er Labrador Retriever, eigandi Atli Norðdahl. Besti hundur sýningarinnar var valinn Royal Rubin Major, sem er strihærður Dachshund, eigandi Lúðvík Baldursson, í öðru sæti varð íslenski fjárhundurinn Þórdís frá Götu, eigandi Guðrún R. Guðjo- hnsen, í þriðja sæti varð Meistari Bruno III, sem er írskur Setter, eigandi Hreiðar Karlsson, í fjórða sæti varð Count On Me, sem er enskur Cosker Spaniel, eigandi Helga Finnsdóttir Míele ryksugur eru sterkar liðugar hljóðlátar kraftmiklar hreinlegar áreiðanlegar fallegar SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589 250 þúsund plöntur gróðursettar í borg- arlandinu í fyrra Aðalfundur Skógræktarfé- lag^s Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu. Þorvaldur S. Þorvaldsson formaður setti fiindinn og minntist Hákonar Bjarnasonar, fyrrverandi skóg- ræktarstjóra. Vilhjálmur Sig- tryggsson framkvæmdasljóri flutti skýrslu um starf félagsins á liðnu ári. Var heildarvelta þess um 43 milljónir króna og hagnaður 2 milljónir. Gróður- setning í borgarlandinu nam um 250 þúsund plöntum. í aðalstjórn félagsins eru nú Þorvaldur S. Þorvaldsson, Jón Birgir Jónsson, Ólafur Sigurðs- son, Sturla Snorrason og Birgir Isleifur Gunnarsson. Ur stjóminni gengu nú þeir Bjami K. Bjafnason og Bjöm Ófeigsson og voru þeir heiðraðir með gullmerki félagsins. Ennfremur vora heiðrað fyrir störf að skógrækt þau Sonja Helgason og Sverrir Sigurðsson. A starfsárinu var sáð til um 700 þúsund plantna og stungið um 350 þúsund græðlingum. Þá hóf Skógræktarfélagið störf aust- ur í Mýrdal á leigulöndum sínum og nefnist það svæði Fellsmörk. Starfið fólst einkum í skipulagn- ingu og mælingum og hefur verið úthlutað um 70 ræktunarlöndum til félagsmanna. Byggð var ný hæð ofan á stöðvarhúsið í Foss- vogi og það klætt að utan. Almennur fræðslufundur verð- ur haldinn í gróðrarstöðinni í Fossvogi sunnudaginn 28. maí kl. 14.00. Við óskum þeim 100 íslendingum sem hafa unnið milljón króna eða meira í Lottóinu hjartanlega til hamingju. Hundraðasti millj- ónamæringurinn var einstæð móðir í Bol- ungarvík, Guðmunda Sævarsdóttir. Því horfa hún og dætur hennar, Hrund og Brynja Ruth Karlsdætur, brosmildar mót nýju sumri. Þú gætir orðið sá næsti, en ... Það verður enginn LOTTO-milli án þess að vera með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.