Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
48
HELrGl
wÆílMÍbllÍMJIlfflJIil
5. júni er þjóðliátíðar-
dagur Dana. Þó kemur
út 2 laga 45 snúninga
hljómplata með
Bítlavinalélaginu,
Föstudagur 26. maí
Laugardagur 27. mai
Föstudagur 2. júní
Laugardagur 3.júní
Föstudagur 16. júní
Laugardagur 17. júni
Föstudagur 23. júní
Laugardagur 24. júní I
Föstudagur 30. júní
Laugardagur l.júli
Laugardagur 8.júlí
Miduikudagur 12. júlí
Fimmtudagur 13. júli
Föstudagur 14. júlí
Laugardagur 1 5. júlí
Föstudagur 21. júli
Laugardagur 22. júlí
Föstudagur 28. júlí
Laugardagur 29. júlí
Verslunarmannahelgi:
Föstudagur11.ágúst
Laugardagur12.ágúst
Fimmtudagur 17. ágúst
Föstudagur 18. ágúst
Laugardagur 19. ágúst
Föstudagur 25. ágúst
Laugardagur 26. ágúst
Fimmtudagur 31. ágúst
Föstudagur l.sept.
Laugardagur 2. sept.
Föstudagur 8. sept.
Laugardagur 9. sept.
Lækjartungi
Lækjartungl
Inghóll, Selfossi
Akranes
Súgandaf jördur
Krúsin, ísafirdi
Stapí, Keflavík
Hladir, Hvalfjarðarströnd
Akranes
Patreksfjörður
Borg í Grimsnesi
Hrisey
Sjallinn, Akureyri
Sigluf jörður
Ýdalir
Sævangur, Hólmavík
Miðgarður
Krúsin, ísafirdi
Krúsin, Isafiröi
VESTMAIMIMAEYJAR
Akranes
Akranes
Krikjubæjark laustur
Hornafjörður
IMeskaupstaður
Hlaðir
Stykkisholmur
Sjallinn
Dalvik
Miðgaður
Stapi
Glæsibær
Barátta Lífs og lands gegn gróðureyðingu:
Á flórða þúsund póstkort hafa
borist þingflokksformönnum
SAMTÖKIN Líf og land hafa frá
því í desember staðið fyrir sölu
póstkorta þar sem fram kemur
að landið sé að blása upp, sáning
fræs og ræktun skóga nægi ekki
til að stöðva upplásturinn. Frum-
skilyrði sé að lausaganga búQár
verði afnumin með lögum. Var
fólk hvatt til að senda formönnum
þingflokkanna kortin undirrituð
undir yfirlýsingu um að það
treysti sér til að ganga fram í
þessu máli landinu til bjargar.
Samkvæmt upplýsingum Herdís-
ar Þorvaldsdóttur formanns Lífs
og lands hafa selst um 10.000
kort, en útgáfa þeirra er liður í
herferð samtakanna til eflingar
landgræðslu og baráttu gegn
gróðureyðingu. Morgunblaðið
leitaði til formanna þingflokkanna
og samkvæmt ágiskun þeirra hef-
urþeim borist 3500-4000 kort.
Olafur G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
sagði að hann giskaði á að yfir 500
kort hefðu borist honum og væru
þau enn að berast. Hann sagði að
ætlunin væri að senda þessu fólki
orðsendingu.
„Ég held að þetta hafi nokkuð
mismunandi áhrif á þingmenn, en
ég tek mark á þessu,“ sagði hann.
„Mér finnst fólkið vinna að þessum
málum af einlægni. Það má alltaf
deila um aðferðir og þetta fer
kannski í taugamar á einhveijum.
Ég fínn það helst hjá bændum, en
menn verða að taka allt sem varðar
móður Jörð alvarlega.
Kortasendingamar hafa ekki ver-
ið sérstaklega ræddar hjá þing-
flokknum, en svona skipulegar að-
gerðir vekja fólk vonandi til um-
hugsunar.
Eg held því fram að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi haft forystu um
umhverfismál þótt aðrir hafi viljað
eigna sér þann málaflokk. Við vorum
fyrstir til að flytja tillögur um um-
hverfisvernd fyrir mörgum árum.“
Stefán Valgeirsson Samtökum um
jafnrétti og félagshyggju sagðist
hafa fengið nokkra tugi korta. Ekki
sagðist hann hafa trú á þessum
kortasendingum og efaðist um að
þær hefðu áhrif. Hann hyggst ekki
svara þeim.
„Við verðum að lifa í þessu landi
og það er eins og sumt af þessu
fólki sem er að tala við mann hafi
ekki hugmynd um hvers konar líf er
í landinu. Mér sýnist borgarbúum
stefnt gegn bændum í þessu máli.
En ég held að gróðurverndarmálin
séu best geymd í höndum bændanna
og þeirra sem hafa þekkingu á þess-
um málum en ekki skrifstofufólks í
Reykjavík. Það þarf auðvitað að
ræða um þetta eins og annað og
reyna að finna árangursríkustu leið-
irnar án þess að fjötra þá sem búa
úti á landi, eins og stefnan er því
miður."
Danfríður Skarphéðinsdóttir for-
maður þingflokks Kvennaiistans
sagði hátt í sex hundruð kort hefðu
borist og hefðu kvennalistakonur
tekið sig til og svarað kortunum
með bréfi sem ætlunin er að senda
út á næstunni. Þar eru að finna
upplýsingar um afstöðu Kvennalist-
ans til þessara mála. Hún taldi það
hafa jákvæð áhrif á þingmenn að
fá slík kort.
Danfríður segir kvennalistakonur
hafa mikið velt umhverfísmálum
fyrir sér og hefðu þær lagt fram
tillögu sem samþykkt var fyrir jól
um umhverfisfræðslu bæði í skólum
og meðal almennings. Einnig séu
þær að hugleiða ýmis mál fyrir
næsta þing.
„Við leggjum mikla áherslu á að
nákvæmar upplýsingar komi fram í
þeirri jarðabók sem verið er gera
þannig að hægt verði að gera land-
nýtingaráætlun út frá henni. Við
höfum einmitt lagt fram fyrirspurn
um hvers konar upplýsingar komi
þar fram,“ sagði Danfríður.
„Það þurfa allir að taka höndum
saman um þessi landræktarmál okk-
ar, bæði dreifbýlis- og þéttbýlis-
búar,“ sagði hún.
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarmanna sagðist
ekki vita hve mörg kort hefðu borist
en það væri mikill fjöldi. Hann sagði
að kortin væru sett fram af afar
miklum einstrengingshætti og öfg-
um og hefði hann ekki haft frum-
kvæði að því að þau yrðu rædd í
þingflokknum. Hann léti þetta sem
vind um eyrun þjóta.
Páll sagði að framsóknarmenn
létu umhverfismál mjög til sín taka
en þeir vildu nýta bæði landið og
sjóinn til að þjóðin megi lifa í
landinu.
Hann sagði að sér þætti þessi
barátta beinast svo til eingöngu
gegn bændum og sauðfé og það
væri á fölskum forsendum því margt
annað hefði orsaka gróðureyðingu
hér á landi, svo sem óblítt veðurfar,
eldgos og fleira. Árangursríkara
væri að hafa bændur meira með í
ráðum því engir eiga meira undir
því að gróður verði varðveittur. Það
væri beint íjárhagslegt tjón fyrir
fjárbóndann að hafa fé sitt á of-
beittu landi því hann fær meiri arð
af skepnum sínum ef þær gánga á
góðum haga.
„Ég held að rétt sé að takmarka
beit þar sem um verulegan ágang
er að ræða og það hefur verið held-
ur betur gert af þeirri ástæðu að
sauðfé hefur fækkað gífurlega."
Júlíus Sólnes formaður þingflokks
Borgaraflokksins sagði að kort Lífs
og lands virtust hafa mælst vel fyr-
ir hjá almenningi og honum hafí
borist ótrúlegur fjöldi þeirra. Hann
sagði að þessi áminning muni
tvímælalaust hafa áhrif á þingmenn.
Kortin hafa ekki sérstaklega verið
rædd í þingflokknum. Aðeins hefur
verið imprað á því hvort eigi að svara
þeim, en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um það.
„Þetta er málaflokkur sem við
ætlum að sinna af kappi," sagði
hann.
Júlíus sagði að gróðurvernd væri
mikið hagsmunamál og ekki síst
fyrir bændur því ekki nýta þeir ör-
foka land.
Eiður Guðnason formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins sagði að milli
7 og 800 kort hefðu borist. Hann
hefur reynt að svara öllum kortunum
með stuttu bréfi og þakkað ábend-
inguna.
„Ég held að þessi herferð hafi
áhrif og verði til að auka mönnum
skilning á málinu. Áhugi á gróður-
'vernd og landgræðslu hefur
tvímælalaust aukist. Við höfum rætt
þessi mál öðru hvoru í þingflokknum
og eru þau mikil áhugamál okkar,“
sagði Eiður.
Margrét Frímannsdóttir formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins
sagðist ekki vita hve kortin væru
mörg sem send hafa verið hennar
flokki, en fjöldi þeirra skiptir hundr-
uðum.
Hún sagði að gróðurverndarmál
væru mikið til umræðu hjá Alþýðu-
bandalaginu um þessar mundir og
frumvörp og tillögur um þau hafa
verið lögð fram á Alþingi. Sérstak-
lega hefði verið rætt um vörslu búfj-
ár í þéttbýli og á öðrum svæðum
þar sem mikil slysahætta skapast
af lausagöngu búfjár.
„Ég er ekki viss um að þessi kort
hafi mikil áhrif, en þau ýta kannski
við fólki. Fræðslu- og umræðuþættir
um þetta í sjónvarpi hafa meiri áhrif
á mig. Ég tel að fræðsla komi að
mestu gagni til þess að allir skilja
um hvað málið snýst."
LÍFIUM HELGINA
í kvöld opnum viö kl. 22
KOIKMISKISÁIN
í
v
BORGARINIMAR
á hverju kvöldi
NÚEROPÐ
ÖILMÖID
FRÁKL.19
VeriÖ velkomin!
§
HÖTEL SAGA
Vegna fjölda áskorana
veröa tónleikar
endurteknir í kvöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 24.00.
Miðaverð kr. 700,- Stuð og stemmning.
Ath.: Opið í hádeginu laugard. og sunnud.
frá kl. 12.00-14.30.
Starfsfólk Abra.