Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
1‘1
Island og Atlantshafsbandalagið;
Íslenska stjórnkerfið
ekki búið undir hættutíma
- segir í nýrri skýrsju Alberts Jónssonar,
framkvæmdastj óra Öryggismálanefhdar
SÖKUM þess að Islendingar hafa
ekki tekið þátt í stj órnkerfisæfing-
um Atlantshafsbandalagsins
vegna hættutíma né viðbragða-
og stjórnunaræfmgnm í varaar-
stöðinni í Keflavík er þekking á
þeim málum mjög takmörkuð inn-
an íslenska stjómkerfisins. Þetta
kemur m.a. fram í riti er nefnist
„Island, Atlantshafsbandalagið og
Keflavíkurstöðin" sem út er komið
á vegum Öryggismálanefiidar.
Höfúndur skýrslunnar er Albert
Jónsson, framkvæmdastjóri Ör-
yggismálaneftidar. Skýrslan Qall-
ar einkum um áætlanir, skipulag
og ákvörðunartöku bæði innan
Atlantshafsbandalagsins og
Bandaríkjahers og er ítarlega
fjallað um þátt íslendinga í þeim.
Höfúndur skiptir ritinu í tvo hluta
og fjallar sá síðari um varnarstöð-
ina í Keflavík, hlutverk hennar og
starfsemi, skipulag hennar innan
Atlantshafsbandalagsins og sam-
ráð við íslensk stjórnvöld. Er þetta
í fyrsta skipti í þau 40 ár sem Is-
lendingar hafa verið aðilar að
Atlantshafsbandalaginu sem tjall-
að er svo ítarlega um skipulag og
starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar
og hvernig staðið er að ákvörðun-
um um öryggismál í íslenska
stjómkerfinu.
í inngangi höfundarins, Alberts
Jónssonar, segir að flest það sem
fram kemur í skýrslunni og varðar
ísland og Keflavíkurstöðina finnist
ekki í bókum eða öðrum opinberum
heimildum. Við gerð skýrslunnar átti
höfundurinn m.a. viðtöl við innlenda
og erlenda embættismenn og for-
ingja í Bandaríkjaher bæði hér á'
landi og erlendis auk þess sem stuðst
er við erlendar heimildir og formleg
og óformleg viðtöl við sérfræðinga
austan hafs og vestan.
Fullt samráð
Höfundurinn gerir grein fyrir
ákvörðunartöku innan bandalagsins
á óvissu- og átakatímum. Fram kem-
ur að fullt samráð yrði haft við Is-
lendinga bæði hvað varðar liðsafla í
Keflavíkurstöðinni og framkvæmd
varnaráætlana í Evrópu. Höfundur-
inn skýrir frá því hvernig staðið er
að ákvörðunartöku innan bandalags-
ins m.a. hvað varðar beitingu kjarn-
orkuvopna. Fram kemur að beiðni
um hvers kyns beitingu þess háttar
vopna yrði þegar í stað send öllum
ríkisstjórnum bandalagsríkja og
varnaráætlananefnd bandalagsins og
yrðu íslendingar þannig þátttakend-
ur í ákvörðunum um beitingu gereyð-
ingarvopna. Er niðurstaða höfundar
sú að sökum þess að íslendingar
hafi ekki tekið þátt í stjómkerfisæf-
ingum Atlantshafsbandalagsins
vegna hættutíma né viðbragða- og
stjórnunaræfingum í Keflavíkurstöð-
inni sé þekking á þessum málum
innan stjórnkerfisins mjög takmörk-
uð. „Hvemig farið yrði í stjómkerf-
inu með beiðni um að hrinda áætlun-
um í framkvæmd á hættutíma er
mál sem hefur verið rætt en skipu-
lagsleg vinna þar að lútandi hefur
ekki átt sér stað,“ segir í skýrsl-
unni. Höfundurinn vitnar í samtal
við ónefndan starfshiann utanríkis-
ráðuneytisins sem segir: „Utanríkis-
ráðherrar og forsætisráðherrar hafa
ekki vitað gagnvart hveiju þeir
kynnu að standa á hættutíma nema
í grófustu aðalatriðum. Þetta hafa
verið feimnismái".
Aukin þátttaka
Fyrri hluti ritsins fjallar um skipu-
lag Atlantshafsbandalagsins, mótun
herfræðistefnu og áætlanagerð á
vettvangi þess. Þá er og ijallað sér-
staklega um þátttöku Islendinga i
Atlantshafsbandalaginu. Fram kem-
ur að á undanförnum ámm hefur
verið stefnt að því að auka þátttöku
íslendinga í starfsemi bandalagsins
og er vikið að því að þátttaka í
pólitísku samráði innan bándalagsins
hafi verið aukin auk þess sem íslend-
ingar hafi sent áheyrnarfulltrúa á
fundi hermálanefndar bandalagsins
og kjarnorkuáætlanahópsins.í þess-
um kafla kemur fram að starfsmenn
utanríkisráðuneytisins telja að þörf
sé á mun meiri mannafla og fleiri
21150 -21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON solustjóri
LARUS BJARMASON HDL. LOGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Skammt frá Háskólanum
járnkl. timburhús hæð og ris á steyptum kj. alls 151,4 fm nettó. Mik-
ið endurnýjað. Bílskréttur. Gróin lóð fylgir. Laust 1. sept. nk.
Á góðu verði við Maríubakka
3ja herb. íb. á 2. hæð, vel umgengin. Búr við eldhús. Sérþvottah.
Sólsvalir. Góð sameign. Hverfið er sérhannað fyrir barnafjölsk. Útsýni.
Verð aðeins kr. 4,6-4,7 millj.
Endurnýjuð við Hraunbæ
4ra herb. íb. á 1. hæð 90,4 fm auk geymslu í kj. Nýtt eldhús. Nýtt
gler. Góðir skápar. Sólsv. Ágæt nýmáluð sameign. Skuldlaus. Gott verð.
2ja herb. íbúðir við:
Álftamýri 4. hæð 58,2 fm. Suðuríb. Sólsv. Nýl. parket. Vélaþvottah.
Mikið útsýni. Endurnýjun fylgir á sameign utanhúss.
Stelkshóla 2. hæð 58 fm. Vel með farin. Nýleg teppi. Stórar sólsv.
Mjög góð sameign. Bílsk. 21,7 fm. Góð lón fylgja.
Bjóðum ennfremur til sölu við:
Norðurbrún. Glæsil. parh. á tveimur hæðum um 340 fm. Útsýni.
Fljótasel. Glæsil. endaraðh. m/6 herb. íb. og séríb. á jarðh.
Móaflöt. Steinhús. Tvær séríb. báðar m/sérinng. Stór bílskúr.
Sólvallagötu. 3ja herb. ib. í kj. Sólrík. Laus strax.
Úrvalsíbúðir í smíðum
3ja og 4ra herb. óvenju rúmg. við Sporhamra. Hverri ib. fylgir sér-
þvottah. og bílsk. Öll sameign frág. íb. afh. fullg. u. trév. í byrjun næsta
árs. Húni sf. byggir. Mjög hagkvæm greiðslukjör.
Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti möguleg.
Fjölmargir bjóða útborgun fyrir rétta eign.
Opiðídag kl. 10-16
Lftil og góð
einstakiíb. til sölu
ígamla bænum.
ALMENNA
FASTII6HASAIAH
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
sérfræðingum á þessu sviði til að
unnt sé að auka hlut fslendinga í
starfsemi NATO þar sem fulltrúar
íslands hafa sömu stöðu og sendi-
menn annarra ríkja. Segja starfs-
mennirnir einnig að almennt séu ís-
lendingar ekki í aðstöðu til þess
vegna skorts á mannafla að hafa
með tæknilegri tillögugerð áhrif á
stefnu Atlantshafsbandalagsins og
gildi þetta bæði um stefnumótun á
sviði hermála og afvopnunarmála.
Höfundur getur þess að fulltrúar
íslenskra stjómvalda hafi ekki tekið
þátt í stjómkerfisæfingum á vegum
bandalagsins eða undirbúningi þeirra
og ber ástand mála hér á landi sam-
an við fyrirkomulagið í nágranna-
löndunum, einkum Noregi.
Keflavíkurstöðin
Síðari hluti ritsins fjallar um
Keflavíkurstöðina, þann herstyrk
sem þar er að finna og hlutverk henn-
ar á friðar- og hættutímum. Höfund-
urinn ræðir einnig ítarlega um áætl-
Albert Jónsson, framkvæmda-
stjóri Öryggismálanefiidar.
anir Bandaríkjahers og Atlantshafs-
bandalagsins vegna hættutíma. Þá
er í þessum kafla skýrslunnar einnig
að finna tölur um ferðir sovéskra
flugvéla inn á loftvamarsvæði
Keflavíkurstöðvarinnar og kemur
þar fram, að ferðir sovéskra flugvéla
sem búnar eru kjamorkuvopnum
hafa aukist í kring um landið á und-
anfömum áram á sama tíma og dreg-
ið hefur úr umsvifum flota Sovét-
manna á norðurslóðum.
Höfundur segir að stærstur hluti
herstyrksins í Keflavíkustöðinni yrði
færður undir Atlantshafsherstjóm
Atlantshafsbandalagsins ef til þess
kæmi á óvissu- eða átakatímum að
nauðsynlegt reyndist að setja her-
styrk frá bandalagsríkjunum undir
stjórn Atlantshafsbandalagsins. Seg-
ir í skýrslunni að gagnkafbátaflug-
vélar, orrustuþotur og landhersveitir
yrðu undir stjórn NATO en ratsjár-
og eldsneytisþotur yrðu áfram undir
bandarískri stjóm. Að auki er fjallað
um liðsaukáætlanir vegna Keflavík-
urstöðvarinnar.
Varaflugvöllur
Höfundurinn gerir ítarlega grein
fyrir hugmyndum um leggja hér á
landi varaflugvöll sem kostaður yrði
af Atlantshafsbandalaginu. Segir í
skýrslunni að flugvöllur af þessu
tagi hér á landi myndi hafa í för
með sér að unnt yrði að anna mun
meiri umferð flutningavéla og her-
véla um ísland á leið frá Banda-
ríkjunum til Evrópu á óvissu- eða
átakakatímum. Niðurstaða höfundar
er sú að mun meiri áhugi sé fyrir
því innan NATO að leggja slíkan
flug\'öll hér á landi en í Grænlandi
og segir í skýrslunni að þetta bendi
til þess að áhugi á því á fá varaflug-
völl hér á landi skýrist ekki af áætl-
unum Bandaríkjamanna umhugsan-
legar sóknaraðgerðir norður í höf
heldur sé völlur af þessu tagi talinn
mikilvægur óháð slíkum áætlunum.
Má bjóða þér nýja,
ódýra íbúð í hæsta
gæðaflokki á besta stað
við gamla miðbæinn?
\y
.......... -nimi’pei
^ jg ^ • í
.
Sambyggðin Ás við Laugaveg 148 er bæði
sérbýli og fjölbýli. Litlar íbúðir og stórar.
Gróðurskálar, útsýni, húsvörður, lokaður
garður. Bílskýli fyrir 1-2 bila fyrir þá sem
vilja. Langtímastæði.
ALLT VERÐUR AFHEISIT FULLBÚIÐ,
BÆÐI SAMEIGN OG ÍBÚÐIR
Göngufjarlægð í allar helstu verslanir, stofn-
anir, söfn, skemmtistaði og skóla.
GERÐU VERÐSAMANBURÐ -
GERÐU GÆÐASAMANBURÐ
Með stærðinni, reynslunni og góðri skipu-
lagningu getum við boðið íbúðir, sem við
leyfum okkurað halda fram að skari framúr.
Við höfum haft að leiðarljósi að fólki geti
liðið vel í þeim íbúðum, sem við höfum
hannað hér og erum að byggja.
Á sýningu þeirri, sem við höfum sett upp
í þjónustumiðstöð okkar á Funahöfða 19,
getur þú kynnt þér nánar undirþúning okk-
ar og hvernig við stöndum að framkvæmd-
um.
Vertu velkominn.
Opið í dag laugardag
frá kl. 9 til 15 og
sunnudag frá kl. 10 til 17
Ármannsfell ht.
Funahöfða 19, Ártúnshöfða