Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989
47'
BRASILÍA
Fljúg’andi furðu-
hlutir gera árás
Lögreglan í bænum Moujui dos
Campos í Brasilíu hefur sent
frá sér skýrslu þess efnis að fljúg-
andi furðuhlutir hafi sést við skóg-
arjaðarinn, ósýnileg öfl verið að
hrella íbúa bæjarins og þeir séu
logandi hræddir eftir árásir sem
valdið hafa tímabundinni lömun,
blindu og höfuðverk.
Lögreglustjórinn, Raimundo Vil-
anova, trúði fyrst ekki eigin eyrum
en ákvað að fara út að bæjarmörk-
um til þess að fá sögur þessar stað-
festar, eða réttara sagt; hann taldi
líklegast að „skæru ljósin" væru frá
herþyrlum. „Nótt eina sá ég geysi-
lega skært ljós bera við sjóndeildar-
hringinn. Ég nuddaði augun en allt
kom fyrir ekki, ljósið fór fram og
aftur með ógnarhraða. Síðan lýstist
allt umhverfið upp í heilar þrjátíu
mínútur" segir Raimundo.
Maður að nafni Luiz de Souza,
32ja ára, hefur þessa sögu að segja:
„Ég var í veiðiferð þegar skyndilega
birtist skært ljós eins og bolti í lag-
inu, aðeins fimm metra fram undan
mér. Ég reyndi að skjóta en riffill-
inn stóð á sér þrátt fyrir að hann
væri í góðu lagi. Skyndilega var
mér lyft upp og eitthvað sem líktist
sterkum vindhviðum lék um líkama
minn. Ég sá ekki neitt en vissi
næst af mér þar sem ég lá í gras-
inu og virti fyrir mér þetta ljós.
Eftir að það hvarf var ég blindur í
hálftíma og næstu þijár vikur hafði
ég óbærilegan höfuðverk."
Bóndi að nafni Euzebio Lima var
á gangi nálægt heimili sínu þegar
hann fékk skyndilega furðulegt
högg frá geisla sem hitti hann beint
í ennið. „Ég missti sjónina augna-
Luiz de Souiz var einn þeirra sem
komst i kynni við fljúgandi flirðu-
hluti.
blik og lamaðist. Eftir drykklanga
stund fékk ég máttinn, stóð á fætur
og fór heim. Ég kastaði upp og
hafði mikinn höfuðverk í viku og
var óvinnufær í heilan mánuð.“
Kona að nafni Maria dos Santos
var eitt fórnarlambanna. „Tveir
ljósgeislar fóru með ógnarhraða
beint fyrir framan augun á mér,
sikksökkuðu bæði fyrir framan og
aftan mig. Óbærilegur hiti fór um
líkama minn, líkt og ég væri á glóð-
um. Ég hélt að ég væri að deyja
en skyndilega lá ég á jörðinni."
Lögreglustjórinn tók það skýrt
fram í skýrslum að hann hafi aldrei
upplifað neitt þessu líkt. Flestir
myndu ekki trúa sögum þessum en
hann hefði nú séð með eigin augum
hvað íbúar við skógaijaðarinn hefðu
mátt þola.
ÁSTRALÍA
Indjáni og
kóalabjörn
Indjánaleiðtoginn Raoni frá
Amazon-skógunum í Suður-
Ameríku, sem er á ferð um heim-
inn með poppstjörnunni Sting,
hitti kóalabjörn er hann var í
Sydney í Ástralíu nýverið. Hænd-
ist kóalabjörnin mjög að indján-
anum, eins og sjá má, og virti
hann vel og Iengi fyrir sér. Ra-
oni hefiir ferðast til 17 landa til
að kynna baráttuna gegn eyð-
ingu Amazon-regnskóganna og
snýr senn til heimkynna sinna.
Kóalabjöminn verður áfram á
dýragarði í Sydney.
FYLKISVÖLLUR 1. DEILD
FYLKIR
VOLVO
í dag kl. 14.00
Fylkishlaupið hefst kl. 11.
ÞOR
□AIHATSU
GARÐEIGENDUR
- TRJÁRÆKTARFÓLK
Ný trjáplöntustöð
Yfir 100 tegundir trjáa og runna, ennfremur garðskálaplöntur. Afar hagstætt verð og
greiðslukjör. Sértilboð á glansmispli, greni o.fl.
Trjáplöntusalan Núpum Ölfusi,
við Hveragerði.
Opið um helgar frá kl. 10-20,
virka daga frá kl. 8-19,
símar: 985-20388 og 98-34388.
10-15% afmælisafsláttur
á reyrhúsgögnum á sýningunni Vorið
í Reiðhöllinni og versluninni Sumarhús, Háteigsvegi 20.
Laugard. og sunnud. 27/5-28/5 í Reiðhöllinni
og á venjulegum verslunartíma í versluninni
laugard. frá kl. 10-14 og mánud. frá kl. 9-18.
SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN
LOKA-LOKAUTSALA
Laugavegi91 (kjallara Domus)
Kuldaskór
Herraskór
Dömuskór
Spariskór
Sumarskór
Barnaskór
Sportskór
Inniskór
Opið virka daga fro kl. 13 til 18.
íaugardaga frá ki 10 til 14.
ALLIR SKOR A 500 TIL 1.000 KRONUR