Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
Blásarasveit Tónlistarskólans:
Tekur þátt í alheimsmóti
lúðrasveita í Hollandi
BLÁSARASVEIT Tónlistarskólans á Akureyri; D-sveit, heldur utan
til Kerkrade í Hollandi þar sem hún tekur þátt í alheimsmóti lúðra-
sveita, en hátt á þriðja hundrað lúðrasveitir, víðsvegar að úr heimin-
um, taka þátt í mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskri blásara-
sveit er boðið að taka þátt í þessu móti, en frá árinu 1951 hafa ell-
efu slík mót verið haldin.
Alls taka 57 hljóðfæraieikarar á
aldrinum 10-20 ára þátt í mótinu
og hafa þeir að baki fjögurra til tíu
ára nám. Stjórnandi hljómsveitar-
innar er Rovar Kvam. Erlingur Sig-
urðarson formaður skipulagsnefnd-
ar ferðarinnar sagði að í boðinu
fælist mikil viðurkenning á starfi
blásarasveitarinnar og það hefði
hvetjandi áhrif á þátttakendur. Fyr-
ir tveimur árum tók sveitin þátt í
lúðrasveitamóti í Hamar í Noregi
þar sem hún hlaut bronsverðlaun
og segir Erlingur að boð um þátt-
töku á mótinu í Hollandi nú í sum-
ar hafi komið í kjölfar þess.
Blásarasveitin mun flytja tvö tón-
verk í keppni sem haldin verður 22.
Röntgendeild FSA:
Fyrstu tækin komin
Stefht að opnun deildarinnar í haust
FYRSTU tækin á nýja röntgendeild FSA eru komin til Akur-
eyrar. Þar er um að ræða röntgentæki frá Shimadzu í Japan og
Philips í Þýskalandi. Tækin vega um fimm tonn í allt og er verð-
mæti þeirra um 20 milljónir króna.
Pálmi Jónsson íjármálastjóri
Innkaupastofnunar ríkisins sagði
að von væri á fleiri tækjum á
'^'næstunni, en síðasti pakkinn er
Hitazhi-sneiðmyndatæki af full-
kominni gerð. Von er á sneið-
myndatækinu í ágúst. Tækin öll
vega rúmlega 10 tonn og heildar-
verðmæti þeirra er um 50 milljón-
ir króna, þar af kostar sneið-
myndatækið um 25 milljónir.
Útvegsmenn
Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar
mánudaginn 29. maí á Hótel KEA kl. 16.00.
Fundarefni: Málefni útgerðar.
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, og
formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson, koma á fundinn.
Stjórnin.
júlí og er annað þeirra íslenskt;
Suite Arctica, eftir Pál P. Pálsson.
Auk þess að taka þátt í hljómleikum
og keppa á lúðrasveitamótinu mun
hljómsveitin dveljast í vikutíma í
Þýskalandi þar sem haldnir verða
tónleikar í ýmsum borgum.
Kostnaður við ferðina er um þijár
milljónir króna og hefur Akureyrar-
bær veitt myndarlegan styrk til
fararinnar, að sögn Erlings. Þá
hafa ýmis fyrirtæki veitt styrki til
ferðarinnar. Fjáröflun hefur og-
einnig verið í gangi í vetur, en nú
er lokaátakið að hefjast, á næst-
unni ætla félagar úr Blásarasveit-
inni að selja happdrættismiða og
verða vinningar dregnir út 20. júní
næstkomandi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Magnús Sigursteinsson og Andrés Magnússon í óðaönn að setja rot-
massa í hillur þær sem sveppimir era ræktaðir í. Svepparækt Magn-
úsar á Ólafsfirði varð til fyrir sjö áram nú starfa þrír starfmenn við
ræktunina og framleiðslan er rúmlega tíu tonn á ári.
Gunnlaugur Jóhannsson for-
stöðumaður tæknideildar FSA
sagði að uppsetning þeirra tækja
sem þegar eru komin til Akur-
eyrar hæfist um leið og þau yrðu
laus úr tolli, eða upp úr helginni.
Gunnlaugur sagði að stefnt væri
að því að deildin yrði tekin í notk-
un með nýjum tækjum á haustdög-
um.
Svepparækt Magnúsar á Ólafsfirði:
Mitt vopn í baráttunni er að
bjóða upp á fyrsta flokks vöru
FYRIR sjö árum hætti Magnús
Sigursteinsson á Ólafsfirði að
gera við bilaða bíla og hóf að
rækta sveppi. Nú vinna þrír
starfsmenn hjá Svepparækt
Magnúsar og framleiðslan er
rúmlega tíu tonn á ári. Aðal-
markaðssvæðið er á Norður-
landi, en Magnús er eini rækt-
andi sveppa norðan heiða. Magn-
ús segist þó einnig selja á
Reykjavíkurmarkaðinn, einkum
þegar framleiðslan er í hámarki.
„Þegar ég byrjaði í þessu var
varla hægt að fá kaupmenn til að
selja vöruna, en nú hefur það breyst
mikið. Sveppir eru að verða vinsæl-
ir og verslanir vilja bjóða upp á
þessa vöru eins og aðrar,“ segir
Magnús.
Ekki sagðist hann hafa í hyggju
að stækka við sig, sagði engan
grundvöll fyrir því þar sem hann
þyrfti þá að leggja út í miklar fjár-
festingar og bæta við starfsmanni.
Hann sagði að verðið frá framleið-
anda hefði ekki hækkað í eitt og
hálft ár, „þannig að verðbólgan er
ekki mér að kenna.“ Magnús sagði
að verð sveppa tvöfaldaðist á leið
sinni frá framleiðanda til neytenda
og væri hann ekki alltof sáttur við
það kerfi sem viðhaft væri við sölu
landbúnaðarafurða.
Magnús sagði að síðasti vetur
hefði oft orðið þungur í skauti, en
ýmsum erfiðleikum var háð að
koma framleiðslunni frá staðnum
vegna ófærðar. Hann sagði að ekki
hefði mikið orðið ónýtt hjá sér, en
þó eitthvað. „Við horfum mjög til
þess er jarðgöngin komast í notk-
un, þá ættu ekki að verða neinar
hindranir við að koma framleiðsl-
unni frá sér.“
Margar gerðir sveppa eru til og
segir Magnús að hann hafi prófað
sig áfram og gert tilraunir upp á
eigin spýtur, alls hafi hann gert
tilraun með um þijátíu gerðir
sveppa. Nú segist hann hafa fundið
ákveðið afbrigði sem líki vel og sé
þar um að ræða sveppi sem ekki
vaxi mjög hratt. Hann segist ekki
nota nein eitur- eða aukaefni við
framleiðsluna heldur eingöngu
lífræn efni. Kuldinn á norðurslóðum
geri að verkum að skorkvikindi og
annar ófögnuður við svepparækt
hafi engin skilyrði til að þrífast. „Ég
legg allt kapp á að bjóða upp á
fyrsta flokks vöru, það er mitt vopn
til að verða ekki undir í barát-
tunni,“ segir Magnús.
Passíukórinn:
Flytur
uppskeru-
óratoríuna
Passíukórinn á Akureyri og
félagar úr Kammersveit Akur-
eyrar ásamt hljóðfæraleikurum
úr Reykjavík flytja Uppskeru-
óratoríu Emanuels Bachs í
íþróttaskemmunni á Akureyri
kl. 17.00 á sunnudag, 28. maí.
Einsöngvarar verða Þorgeir
Andrésson, tenór, Ingibjörg
Marteinsdóttir, sópran, og Mich-
ael Jón Clarke, bassi. Verk þetta
hefur ekki verið flutt áður á ís-
landi.
Þjálfari
Handknattleiksdeild Þórs, Akureyri, óskar að
ráða þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Liðið
leikur í 2. deild.
Upplýsingar gefur
Oddur Halldórsson
í hs. 96-21171,
vs. 96-27770.
handknattleiksdeild.
„Sýning ársins“
- 89 bílar -
reiðhjól, húsgögn, garðyrkjuáhöld
laugard. 27. maí kl. 13-18, sunnud. 28. maí kl. 13-17
í íþróttahöllinni á Akureyri.
Knattspyrnufélag Akureyrar.
Bæjarráð Hafiiarfjaröar:
Reykjavík leyfi Kópavogi
að losa sorp í Gufiinesi
BÆJARRAÐ Hafharfjarðar sam-
þykkti á fundi sínum á fimmtu-
dag tillögu frá Guðmundi Árna
Stefánssyni bæjarstjóra þar sem
lýst er áhyggjum af samskipta-
örðugleikum sveitarstjórna
Reykjavíkur og Kópavogs varð-
andi samstarf í sorpeyðingarmál-
um. Lýst er yfir þeirri ósk að
sorphaugarnir í Gufunesi verði
opnir öllum þeim sveitarfélögum
sem myndað hafi félag um framt-
íðarlausn sorpeyðingarmála á
höfuðborgarsvæðinu þar til þeir
verða fiillnýttir og aðrar lausnir
liggja fyr>r.
Tillagan var samþykkt með at-
kvæðum Magnúsar Jóns Ámason-
ar, Jónu Óskar Guðjónsdóttur og
Valgerðar Guðmundsdóttur, full-
trúum meirihlutans, gegn atkvæði
Árna Grétars Finnssonar bæjarfull-
trúa sjálfstæðismanna. Hjördís
Guðbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
sat hjá.
Þegar tillagan hafði veirð sam-
þykkt létu Ámi Grétar og Hjördís
bóka að þau teldu enga ástæðu til
að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
blönduðu sér í deilu bæjaryfirvalda
í Reykajvík og Kópavogi, sem risið
hefði vegna einhliða uppsagnar
bæjarstjórnar Kópavogs á samningi
umlagningu Fossvogsbrautar. Enn-
fremur lét Árni Grétar bóka að
hann teldi ósmekklegt að bæjarýfir-
völd í Hafnarfirði tækju afstöðu
með bæjaryfirvöldum í Kópavogi
gegn Reykjavík vegna uppsagnar
Reykjavíkur á samningi um losun
sorps í Kópavogi.
Á móti lét Guðmundur Árni Stef-
ánsson bóka að bókun Áma Grét-
ars væri á misskilningi byggð. Sam-
þykkt meirihlutans snerist ekki um
deilu vegna Fossvogsbrautar heldur
um sameiginlega hagsmuni um
sorpeyðingu. Bókun Árna Grétars
sýndi svart-hvíta afstöðu til máls-
ins.
Þá lét Árni Grétar Finnsson bóka
að skýringarbókun bæjarstjóra
áréttaði hina vilhöllu afstöðu með
Kópavogi, sem fram kæmi í tillög-
unni sem meirihluti bæjarstjórnar
hefði samþykkt. Það réði sjálfsagt
mestu um afstöðu meirihlutans að
sömu flokkar, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag, mynduðu meiri-
hluta í Kópavogi og Hafnarfirði.