Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 56
Fróðleikur og skemmtun kfyrir háa sem lága! Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Dönsk blöð segja tilræði við páfa líklegt á Norðurlöndum; Gætum öryggis páfa hér á landi - segir dómsmálaráðherra OSTAÐFESTAR fregnir hafa birzt í dönskum blöðum um að Jóhannesi Páli II páfa verði sýnt banatilræði á ferð hans um Norð- urlönd. Heimildir Morgunblaðsins herma að vissar ábendingar þar að lútandi hafi borizt hingað. Yfir- völd dómsmála hér á landi kann- ast ekki við að svo sé. „Við munum sjá um öryggi pafans hér á landi,“ sagði Halldór Ásgrímsson, dóms- málaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið. Páfinn kemur hingað til lands í lok næstu viku. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði að embætti hans hefðu ekki borizt neinar fregnir varð- andi páfaheimsóknina, sem gæfu til- efni til neinna sérstakra viðbragða. „Við fáum öðru hvoru fregnir af þessum svoköiluðu hryðjuverkahóp- um, en ekkert í því sambandi hefur gefið sérstakt tilefni til óróleika. Öryggisráðstafanir vegna páfa- heimsóknarinnar hafa verið skipu- lagðar í grundvallaratriðum, en ef hins vegar berast einhvetjar alvar- legar fregnir, kemur það af sjálfu sér til með að breyta dæminu. Við höfum ákveðnar forsendur í dag, en ef þær eru aðrar á morgun þá kailar það á ný viðbrögð." Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson ísafirði. Þrenningin á Þristi Að ísfirðingar kaupi sér fiskibát er ekki i frásögur færandi, en þegar þremenningamir Þór Magnússon, Smári Haraldsson og Sverrir Guðmundsson keyptu 60 ára gamlan trillubát fyrir skömmu var talan þrír skemmtilega snar þáttur í kaupunum. Kaupendumir voru þrír, báturinn er þrílitur, 3 tonn að stærð og kostaði 300 þúsund. Nafnið var því valið í samræmi við það, Þristur, og gengið var í að fá einkennisstafina IS 3. _ úlfíir- Eitt af óbrigðulum merkjum um sumarkomuna era hvítir kollar nýstúdentanna. í gær brautskráðust 207 nýstúdentar frá Verzlun- arskóla íslands og voru þessar stúlkur, þær Soffia Dögg Halldórs- dóttir og Erla Magnúsdóttir, í þeirra hópi. Stærsti hópur stúdenta fráVÍ NÝSTÚDENTAR vora útskrif- aðir frá Verzlunarskóla íslands í gær. Alls útskrifúðust 207 stúdentar og er það stærsti hópur sem útskrifast hefúr frá skólanum, að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólasfjóra. Engin próf voru í Verzlunar- skólanum í vor vegna verkfalls kennara og var námsmat látið ráða einkunnum nýstúdentanna. Bestum námsárangri náði Aðal- steinn Valdimarsson, en hann gegndi embætti forseta nemenda- félags skólans í vetur. Ráðherrar liaíiia til- boði Grænfirðunga FORSÆTISRÁÐHERRA og sjávarútvegsráðherra hafa báðir hafri- að „sáttatilboði" frá fulltrúum Grænfriðunga, sem nú eru staddir hér á landi. Tilboð þeirra fól í sér að gegn yfirlýsingu um að Islendingar hætti öllum hvalveiðum, hættu Grænfriðungar bar- áttu sinni gegn okkur. Gæfú út yfirlýsingu þess eðlis á alþjóðavett- vangi og sendu upplýsingar þar að lútandi til viðskiptavina íslend- inga erlendis. Jafnframt hafa fúlltrúar Grænfriðunga óskað stað- festingar sjávarútvegsráðherra á því hvort einhverjar veiðar verði stundaðar hér á næsta ári eða ekki. Sú staðfesting hefúr ekki fengizt nægilega skýr að mati Grænfriðunga. „Við tökum okkar eigin ákvarð- anir í tengsium við rannsóknir okkar og ræðum þær á vettvangi alþjóðahvalveiðiráðsins. Grænfrið- ungar taka sínar ákvarðanir um athafnir í framtíðinni. Ég vænti þess, fyrir þeirra hönd, að þeir hætti þessum heimskulegu vinnu- brögðum. Við munum ljúka rann- sóknaráætlun okkar í sumar og taka ákvörðun um upphaf hennar meðan á fundum hvalveiðiráðsins stendur," sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, í sam- Öryggismál íslendinga og viðbrögð á hættutímum; Islensk stjórnvöld skortir vitneskju um hlutverk sitt » •• - segir í nýrri skýrslu Alberts Jónssonar, framkvæmdastj óra Oryggismálaneftidar ÍSLENDINGAR yrðu þátttakendur í ákvörðunum um hvers kyns pólitísk og hernaðarleg viðbrögð á óvissu- og átakatímum á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. Hins vegar er stjórnkerfið illa undir slíkt búið. Þetta kemur firam í skýrslu Alberts Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Öryggismálanefndar, er nefúist „Island, Atlantshafs- bandalagið og Keflavíkurstöðin" sem kom út í gær. I skýrslunni er haft eftir ónefndum starfsmanni utanríkisráðuneytisins að þekk- ingarskortur utanríkis- og forsætisráðherra varðandi ákvarðanir á hættutímum hafí verið „feimnismál". í ritinu fjallar höfundurinn m.a. ítarlega um skipulag og starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík. Ennfremur er rætt um samráð við íslensk stjórnvöld og hvemig þau mundu taka þátt í ákvörðunum ekki aðeins um Keflavíkurstöðina heldur og ákvörðunum um viðbrögð Atlantshafsbandalagsins í heild, þar með varðandi kjarnorkuvopn. Niðurstaða höfundar er sú að íslenska stjórnkerfið sé mjög illa undjr þetta búið m.a. vegna þess að íslendingar hafi ekki tekið þátt í stjórnkerfisæfingum Atlantshafs- bandalagsins vegna hættutíma né viðbragða- og stjórnunaræfingum í Keflavíkurstöðinni en hins vegar hafi verið bætt nokkuð úr þessu á síðustu árum. Höfundur vitnar í samtal við ónefndan starfsmann utanríkisráðuneytisins sem segir: „Utanríkisráðherrar eða forsætis- ráðherrar hafa ekki vitað gagnvart hvetju þeir kynnu að standa á hættutíma nema í grófustu aðalat- riðum. Þetta hafa verið feimnis- mál.“ Fram kemur að í ófriði eru ríki Atlantshafsbandalagsins einungis skuldbundin til að gera þær ráð- stafanir sem þau telja „nauðsynleg- ar“. Á hættutímum séu þau hins vegar skuldbundin til þess eins að hafa samráð sín á milli. Því tækju íslendingar þátt í samráði og ákvörðunum á æðstu stöðum innan bandalagsins. „Svo framarlega sem íslendingar beittu ekki neitunar- valdi sínu yrðu þeir þátttakendur í ákvörðunum um hvers kyns pólitísk og hernaðarleg viðbrögð. Eftir framsal á herstyrk Keflavík- urstöðvarinnar til bandalagsins hefðu íslendingar beinan aðgang að ákvörðunum um hernaðarlegar ráðstafanir og stefnu bandalags- ríkjanna, þar á meðal hvað varðar Keflavíkurstöðina og norðurslóð- ir . . .“ segir í skýrslu Alberts Jóns- sonar en aldrei áður hefur verið gerð jafn ítarleg úttekt á ákvörðun- artöku um öryggismál innan íslenska stjórnkerfisins. Sjá ennfremur „íslenska sljómkerfið ekki búið undir hættutíma" á bls. 11. tali við Morgunbiaðið. Rosalind Reeve og Gerd Leipold eru stödd hér á iandi á vegum Grænfriðunga, en þau komu meðal annars hér til að mótmæla ákveðn- um þáttum í gerð kvikmyndar Magnúsar Guðmundssonar og Eddu Sverrisdóttur, Lífsbjörg í ■norðurhöfum. í gær ræddu þau við Steingrím Hermannsson, forsætis- ráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Þeir höfn- uðu báðir tilboði Grænfriðunga. Þau Reeve og Leipold sögðu, í samtali við Morgunblaðið, að Hall- dór hefði sagt að hann semdi ekki við Grænfriðunga eða slík samtök. Hann hefði því miður ekki viljað staðfesta að engar hvalveiðar yrðu stundaðar á næsta ári, en hefði sagt að hverfandi líkur væru á því. Þau lögðu áherzlu á að bar- átta þeirra snerist eingöngu gegn hvalveiðum íslendinga og veiddu íslendingar ekki hval, félli andóf gegn þeim niður. ísland væri í lyk- ilstöðu hvað veiðarnar varðaði, það hefði byijað á svokölluðum hval- veiðum í vísindaskyni og hefðu Japanir síðan fylgt í kjölfarið. Vegna þessa beindist barátta þeirra gegn íslandi, ekki vegna þess að það væri lítið og van- máttugt land, þvert á móti. Hjartalækn- ar fylla hótel borgarinnar ÖLL hótel eru fullbókuð í Reykjavík nú vegna ráðstefúu franskra hjartalækna, sem hér er haldin þessa dagana. Læknarnir komu til landsins á miðvikudag og fara aftur á morg- un, sunnudag. Ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu, en læknarnir dvelja einnig á Esju, Loftleiðum, Lind og Óðinsvéum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.