Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐEÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 ÍpfémR FOLK ■ SEX leikmenn úr Arsenal og Liverpool fá aldeilis ekki tíma til að hvíla sig eftir leikinn í gær- kvöldi. Þeir þurfa að mæta til Dubl- in í dag, þar sem hitta fyrir félaga sína í írska landsliðshópnum. Irar mæta Möltubúum þar í heims- meistarakeppninni á morgun. Leik- mennimir sex em Ray Houghton, Ronnie Whelan, John Aldridge og Steve Staunton frá Liverpool og frá Arsenal þeir David O’Leary og Niall Quinn, sem lék reyndar ekki í gær. ■ ARSENAL fagnaði sigri í ensku 1. deildinni í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan 1971, en þá vann liðið tvöfalt - deild og bikar, og lagði þá einmitt Liverpool í bikarúrslit- unum á Wembley, 2:1, eftir fram- lengingu. Einn leikmanna Arsenal þá var George Graham, núverandi stjóri liðsins og skoraði hann m.a.s. annað marka Arsenal í bikarúrslit- íþróttir helgarinnar Knattspyma Einn leikur er í 1. deild karla í dag, Fylkir og Þór mætast á Fylki- svellinum og hefst viðureign þeirra kl. 14.00. 1. deild kvenna og 2. deild karla heflast í dag. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna: KA og Stjaman leika á KA-velli á Akureyri kl. 14.00 og á sama tíma hefst viðureign KR og Vals á KR-ve!li. Fimm leikir eru á dagskrá í 2. deild karla - fyrsta umferð deildar- innar. Völsungur fær lið Selfoss í heimsókn til Húsavíkur, Stjaman og Tindastóll eigast við í Garðabæ, ÍR og Einheiji leika á gervigrasvellinum í Laugardal, Breiðablik og Leiftur mætast í Kópavogi og Víðismenn taka á móti Vestmannaeyingum í Garðinum. Allir leikimir hefjast kl. 14.00. Golf Stigamót verður haldið hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur í dag og á morg- un. Þá verður opið mót á Hólmsvelli í Leiru, í dag og á morgun. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 8.00 báða dagana. Frjálsar íþróttir Vormót Kópavogs verður haldið á morgun á Kópavogsvelli og hefst kl. 14.00. Sleggjukast hefst reyndar kl. 11.00 og verður í Laugardal. Annars verðúr keppt í eftirtöldum greinum. Karlar: 100 m hlaup, 1000 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 4 x 100 m boðhlaup og sleggjukast. Konur: 100 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk (Rögnu-bikarinn), há- stökk, kúluvarp og 4 x 100 m boð- hlaup. Landsbankahlaupið fer fram í dag, í fjórða sinn. FRÍ stendur fyrir hlauj)- inu f samvinnu við Landsbanka Is- lands og fer það fram á öllum þeim stöðum þar sem bankinn er með útibú og á flestum stöðum þar sem bankinn er með afgreiðslu. A höfuð- borgarsvæðinu verður þó einungis eitt veglegt hlaup í Laugardalnum, og hefst það kl. 11.00. Öll böm, óháð búsetu, fædd á árunum 1976, 1977, 1978 og 1979 hafa rétt til þátttöku. Keppt er í tveimur flokkum stelpna og tveimur flokkum stráka, en árgangar 1976 og 1977 keppa saman og síðan árgangur 1978 og 1979. Vegalengdin sem hlaupa á er 1.500 m, fyrir þau sem fædd em 1976 og 1977 en 1.100 m fyrir þau sem fædd eru 1978 og 1979. HANDKNATTLEIKUR / HM 21 Sigtryggur lokaði markinu í tuttugu mín. í Sviss Fyrri leik íslands og Sviss lauk með jafntefli, 18:18 SIGTRYGGUR Albertsson, markvörðurinn snaggaralegi hjá Gróttu, var í miklum ham í Malters í Sviss í gær, þar sem íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri - gerði jafntefli við Sviss, 18:18. „Sigtryggur fór á kostum í byrj- un seinni hálfleiksins og varði sem berserkur. Hann lokaði markinu ítuttugu mínúturog íslensku strákarnir breyttu stöðunni úr7:12 í 14:12,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssam- bands íslands, í stuttu spjalli við Morgunblaðiði gærkvöldi. Jón sagði að leikurinn hafi verið geysilega spennandi. „Strákarn- ir byrjuðu vel og komust yfir, 3:1, þegar fimmtán mínútur voru búnar. Svisslendingar jöfnuðu og voru bún- ir að ná fimm marka forskoti, 7:12, þegar flautað var til leikshlés. Okk- ar strákar voru ekki á þeim buxun- um að gefast upp og þeir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og börðust hetjulega - varnarleik- urinn var sterkur og sóknarleikur- inn yfirvegaður. Sigtryggur Al- bertsson lokaði markinu og fékk ekki á sig mark í tuttugu mínútur. Strákarnir komust yfir, 14:12, og síðan var spennan í hámarki. Þegar aðeins ein sek. var til leiks- loka náðu Svisslendingar að jafna, 18:18,“ sagði Jón Hjaltalín. Leikurinn fór fram í nýrri íþrótta- höll í Malters í Suður-Sviss, en í fyrramálið leikur íslenska liðið heimaleik sinn í Ziirich. Það lið sem fer með sigur af hólmi samanlagt tryggir sér rétt til að leika í úrslita- keppni HM, sem fer fram á Spáni í september. Mörk íslenska liðsins skoruðu: Héðinn Gilsson 5, Konráð Olavson 5, Halldór Ingólfsson 3, Árni Frið- leifsson 2, Þorsteinn Guðjónsson 2 og Júlíus Gunnarsson 1. KNATTSPYRNA / ENGLAND Alan Smith kom Arsenal á bragðið með fallegu skalla- marki. Michael Thomas skoraði sigrmark Arsenal á elleftu stundu. ff Strákamir vom stórkostlegir - sagðiTonyAdams.fyrirliði Arsenal a „VIÐ vorum ekki undir neinni sérstakri pressu, því ég held aö engum nema þeim sem tengjast félaginu hafi dottið í hug að okkur tækist þetta. Lið Liverpool er vitaskuld frábært — það lið sem allir reyna að líkja eftir, ég á enn eftir að bæta ýmislegt í mínu liði, en þetta var okkar kvöld,“ sagði George Graham, stjóri Arse- nal, sigri hrósandi eftir að hans mönnum hafði tekist hið ótrú- lega — að sigra 2:0 á Anfield Road í Liverpool gærkvöldi og tryggja sér enska meistaratitil- inn. Michael Thomas skoraði síðara markið þegar komið var f ram yfir venjulegan leiktíma og það tryggði titilinn. Arsenal sigraði síðast í deildinni 1971. Islandsmótið 2. deild ÍR - Einher ji í dag kt. 14.00 á gervigrasvellinum. Sigur Arsenal var sanngjarn. Leikmenn liðsins börðust gífurlega og gáfust aldrei upp. Lið- ið byrjaði leikinn mun betur, en síðan náði Liverpool undirtökunum síðari hluta fyrri hálfleiks. Léku þá oft vel, en í síðari hálfleik ætluðu þeir greinilega að leika af varkárni — halda fengnum hlut. Þar með buðu þeir hættunni heim og Arse- nal sótti mikið. Alan Smith skoraði fyrra markið með skalla eftir auka- spyrnu á 52. mín. og Smith síðan í lokin eins og áður er sagt. Arse- nal varð að sigra í leiknum með tveggja marka mun til að ná titlin- um langþráða. Frammistaða lið- anna tveggja í vetur er nákvæmlega eins - jafn margir sigrar, jafntefli og töp, markamunurinn er sá sami og stigafjöldinn, en Arsenal vinnur á því að liðið hefur skorað fleiri mörk. Hér eru þessar tölulegu stað- reyndir svart á hvítu: Arsenal.........38 22 10 6 73:36 76 Liverpool.......38 22 10 6 65:28 76 „Við erum að sjálfsögðu mjög vonsviknir að hafa misst af titlinum eftir að hafa komist svona nálægt honum,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Ár- angur okkar var þó stórkostlegur eftir allt það sem mínir menn hafa þurft að ganga í gegn um. Að kom- ast svo nálægt því að vinna meist- aratitilinn er afrek út af fyrir sig — þó við hjá Liverpool sættum okkur aldrei við að vera næst bestir..." sagði Dalglish, og bætti við: „Ég held einfaldlega að við höfum ekki átt að vinna. Sumt sem hefur geng- ið upp hjá okkur til þessa gekk bara ekki upp í kvöld.“ Við þennan ósigur missti Li- verpool því af því að vera fyrsta liðið til að vinna tvöfalt tvisvar — bæði deild og bikar, en liðið vann enska bikarinn sl. laugardag. Fyrir leikinn í gær hafði Liverpool ekki tapað með tveggja marka mun á heimavelli í rúmlega þrjú ár, og lið- ið hafði ekki tapað í síðustu 24 leikj- um. „Strákarnir stórkostlegir „Það var enginn möguleiki fyrir Líverpool að skora eftir að okkar tókst það svo seint í leiknum. Strák- arnir voru stórkostlegir — þeir léku frábærlega. Við vorum allir í hörku- stuði,“ sagði Tony Adams, fyrirliði Arsenal. „Það er erfitt að koma á Anfield hvenær sem er; ég tala nú ekki um þegar maður þarf að sigra þar með tveggja marka mun. Við gerðum einfaldlega okkar besta, gáfum allt sem við áttum í leikinn og það dugði.“ Fjögur þúsund áhangendur Arse- nal fylgdu liðinu norður til Liver- pool í gær og urðu vitni að sigrinum. Sigtryggur Albertsson. ÍÞf&niR FOLX ■ INDEPENDIENTE varð meistari í 12. sinn í Argentínu í fyrrakvöld. Liðið tryggði sér meist- aratitilinn með 2:1 sigri gegn Dep- ortivo Armenio á útivelli. ■ ERLING Aðalsteinsson skor- aði þrennu fyrir Gróttu í gærkvöldi er liðið sigraði Aftureldingu 4:3 í 3. deildinni í knattspyrnu. ■ SIGURÓLI Kristjánsson opnaði markareikning sinn hjá Grindvíkingum, þegar þeir unnu, 4:0, ÍK-menn í 3. deildarkeppninni í gærkvöldi. Siguróli, sem lék með Þór á Akureyri í fyrra, skoraði tvö mörk í leiknum. Bræðumir Aðal- steinn og Ólafiir Ingólfssynir skoruðu hin mörkin. Gísli Jóhanns- son dæmdi leikinn og sýndi hann fimm leikmönnum gula spjaldið, en tveimur það rauða. Aðalsteinn hjá Grindavík og Reynir Björnsson, ÍK, fengu reisupassann. KNATTSPYRNA Strákarnir leika gegn V-Þjóð- verjum Islenska landsliðið í knatt- spymu, skipað leikmönnum undir 21 árs, leikur gegn V- Þjóðveijum í Evrópukeppninni í Laugardal á þriðjudaginn. V- Þjóðveijar koma með sterkt lið. Með Iiðinu leika leikmenn úr „Bundesligunni." Þar eru fremstir í flokki tvíburarnir frá Stuttgart, Nils og Olaf Schmaler, ásamt hin- um marksækna leikmanni Ham- burger, Oliver Bierhoff. Knattspyrnu- skóli IR * ÍR-ingar opna knattspyrnuskóla sinn á félagssvæði sínu í Mjódd- inni 29. maí. Haldin verða sex nám- skeið sem standa í tvær vikur hvert. Skólinn mun starfa alla virka daga og er aldurshópurinn 5-8 ára á milli kl. 12-13.30, en 8-11 ára á milli kl. 14.-16. Innritun og nánari upplýsingar eru í síma 74248. Kennari á námskeiðinu er Hlynur Elísson knattspyrnuþjálfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.