Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐEÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
ÍpfémR
FOLK
■ SEX leikmenn úr Arsenal og
Liverpool fá aldeilis ekki tíma til
að hvíla sig eftir leikinn í gær-
kvöldi. Þeir þurfa að mæta til Dubl-
in í dag, þar sem hitta fyrir félaga
sína í írska landsliðshópnum. Irar
mæta Möltubúum þar í heims-
meistarakeppninni á morgun. Leik-
mennimir sex em Ray Houghton,
Ronnie Whelan, John Aldridge
og Steve Staunton frá Liverpool
og frá Arsenal þeir David O’Leary
og Niall Quinn, sem lék reyndar
ekki í gær.
■ ARSENAL fagnaði sigri í
ensku 1. deildinni í gærkvöldi í
fyrsta skipti síðan 1971, en þá vann
liðið tvöfalt - deild og bikar, og lagði
þá einmitt Liverpool í bikarúrslit-
unum á Wembley, 2:1, eftir fram-
lengingu. Einn leikmanna Arsenal
þá var George Graham, núverandi
stjóri liðsins og skoraði hann m.a.s.
annað marka Arsenal í bikarúrslit-
íþróttir
helgarinnar
Knattspyma
Einn leikur er í 1. deild karla í
dag, Fylkir og Þór mætast á Fylki-
svellinum og hefst viðureign þeirra
kl. 14.00.
1. deild kvenna og 2. deild karla
heflast í dag. Tveir leikir eru í 1.
deild kvenna: KA og Stjaman leika
á KA-velli á Akureyri kl. 14.00 og
á sama tíma hefst viðureign KR og
Vals á KR-ve!li.
Fimm leikir eru á dagskrá í 2.
deild karla - fyrsta umferð deildar-
innar. Völsungur fær lið Selfoss í
heimsókn til Húsavíkur, Stjaman og
Tindastóll eigast við í Garðabæ, ÍR
og Einheiji leika á gervigrasvellinum
í Laugardal, Breiðablik og Leiftur
mætast í Kópavogi og Víðismenn
taka á móti Vestmannaeyingum í
Garðinum. Allir leikimir hefjast kl.
14.00.
Golf
Stigamót verður haldið hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur í dag og á morg-
un.
Þá verður opið mót á Hólmsvelli
í Leiru, í dag og á morgun. Leiknar
verða 36 holur með og án forgjafar.
Ræst verður út frá kl. 8.00 báða
dagana.
Frjálsar íþróttir
Vormót Kópavogs verður haldið á
morgun á Kópavogsvelli og hefst kl.
14.00. Sleggjukast hefst reyndar kl.
11.00 og verður í Laugardal. Annars
verðúr keppt í eftirtöldum greinum.
Karlar: 100 m hlaup, 1000 m hlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp, 4 x
100 m boðhlaup og sleggjukast.
Konur: 100 m hlaup, 800 m hlaup,
langstökk (Rögnu-bikarinn), há-
stökk, kúluvarp og 4 x 100 m boð-
hlaup.
Landsbankahlaupið fer fram í dag,
í fjórða sinn. FRÍ stendur fyrir hlauj)-
inu f samvinnu við Landsbanka Is-
lands og fer það fram á öllum þeim
stöðum þar sem bankinn er með
útibú og á flestum stöðum þar sem
bankinn er með afgreiðslu. A höfuð-
borgarsvæðinu verður þó einungis
eitt veglegt hlaup í Laugardalnum,
og hefst það kl. 11.00. Öll böm,
óháð búsetu, fædd á árunum 1976,
1977, 1978 og 1979 hafa rétt til
þátttöku. Keppt er í tveimur flokkum
stelpna og tveimur flokkum stráka,
en árgangar 1976 og 1977 keppa
saman og síðan árgangur 1978 og
1979. Vegalengdin sem hlaupa á er
1.500 m, fyrir þau sem fædd em
1976 og 1977 en 1.100 m fyrir þau
sem fædd eru 1978 og 1979.
HANDKNATTLEIKUR / HM 21
Sigtryggur lokaði markinu
í tuttugu mín. í Sviss
Fyrri leik íslands og Sviss lauk með jafntefli, 18:18
SIGTRYGGUR Albertsson,
markvörðurinn snaggaralegi
hjá Gróttu, var í miklum ham í
Malters í Sviss í gær, þar sem
íslenska landsliðið skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri -
gerði jafntefli við Sviss, 18:18.
„Sigtryggur fór á kostum í byrj-
un seinni hálfleiksins og varði
sem berserkur. Hann lokaði
markinu ítuttugu mínúturog
íslensku strákarnir breyttu
stöðunni úr7:12 í 14:12,“ sagði
Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður Handknattleikssam-
bands íslands, í stuttu spjalli
við Morgunblaðiði gærkvöldi.
Jón sagði að leikurinn hafi verið
geysilega spennandi. „Strákarn-
ir byrjuðu vel og komust yfir, 3:1,
þegar fimmtán mínútur voru búnar.
Svisslendingar jöfnuðu og voru bún-
ir að ná fimm marka forskoti, 7:12,
þegar flautað var til leikshlés. Okk-
ar strákar voru ekki á þeim buxun-
um að gefast upp og þeir komu
ákveðnir til leiks í seinni hálfleik
og börðust hetjulega - varnarleik-
urinn var sterkur og sóknarleikur-
inn yfirvegaður. Sigtryggur Al-
bertsson lokaði markinu og fékk
ekki á sig mark í tuttugu mínútur.
Strákarnir komust yfir, 14:12, og
síðan var spennan í hámarki.
Þegar aðeins ein sek. var til leiks-
loka náðu Svisslendingar að jafna,
18:18,“ sagði Jón Hjaltalín.
Leikurinn fór fram í nýrri íþrótta-
höll í Malters í Suður-Sviss, en í
fyrramálið leikur íslenska liðið
heimaleik sinn í Ziirich. Það lið sem
fer með sigur af hólmi samanlagt
tryggir sér rétt til að leika í úrslita-
keppni HM, sem fer fram á Spáni
í september.
Mörk íslenska liðsins skoruðu:
Héðinn Gilsson 5, Konráð Olavson
5, Halldór Ingólfsson 3, Árni Frið-
leifsson 2, Þorsteinn Guðjónsson 2
og Júlíus Gunnarsson 1.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Alan Smith kom Arsenal á bragðið með fallegu skalla-
marki.
Michael Thomas skoraði sigrmark Arsenal á elleftu
stundu.
ff
Strákamir vom
stórkostlegir
- sagðiTonyAdams.fyrirliði Arsenal
a
„VIÐ vorum ekki undir neinni
sérstakri pressu, því ég held
aö engum nema þeim sem
tengjast félaginu hafi dottið í
hug að okkur tækist þetta. Lið
Liverpool er vitaskuld frábært
— það lið sem allir reyna að
líkja eftir, ég á enn eftir að
bæta ýmislegt í mínu liði, en
þetta var okkar kvöld,“ sagði
George Graham, stjóri Arse-
nal, sigri hrósandi eftir að hans
mönnum hafði tekist hið ótrú-
lega — að sigra 2:0 á Anfield
Road í Liverpool gærkvöldi og
tryggja sér enska meistaratitil-
inn. Michael Thomas skoraði
síðara markið þegar komið var
f ram yfir venjulegan leiktíma
og það tryggði titilinn. Arsenal
sigraði síðast í deildinni 1971.
Islandsmótið
2. deild
ÍR - Einher ji
í dag kt. 14.00 á gervigrasvellinum.
Sigur Arsenal var sanngjarn.
Leikmenn liðsins börðust
gífurlega og gáfust aldrei upp. Lið-
ið byrjaði leikinn mun betur, en
síðan náði Liverpool undirtökunum
síðari hluta fyrri hálfleiks. Léku þá
oft vel, en í síðari hálfleik ætluðu
þeir greinilega að leika af varkárni
— halda fengnum hlut. Þar með
buðu þeir hættunni heim og Arse-
nal sótti mikið. Alan Smith skoraði
fyrra markið með skalla eftir auka-
spyrnu á 52. mín. og Smith síðan
í lokin eins og áður er sagt. Arse-
nal varð að sigra í leiknum með
tveggja marka mun til að ná titlin-
um langþráða. Frammistaða lið-
anna tveggja í vetur er nákvæmlega
eins - jafn margir sigrar, jafntefli
og töp, markamunurinn er sá sami
og stigafjöldinn, en Arsenal vinnur
á því að liðið hefur skorað fleiri
mörk. Hér eru þessar tölulegu stað-
reyndir svart á hvítu:
Arsenal.........38 22 10 6 73:36 76
Liverpool.......38 22 10 6 65:28 76
„Við erum að sjálfsögðu mjög
vonsviknir að hafa misst af titlinum
eftir að hafa komist svona nálægt
honum,“ sagði Kenny Dalglish,
stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Ár-
angur okkar var þó stórkostlegur
eftir allt það sem mínir menn hafa
þurft að ganga í gegn um. Að kom-
ast svo nálægt því að vinna meist-
aratitilinn er afrek út af fyrir sig —
þó við hjá Liverpool sættum okkur
aldrei við að vera næst bestir..."
sagði Dalglish, og bætti við: „Ég
held einfaldlega að við höfum ekki
átt að vinna. Sumt sem hefur geng-
ið upp hjá okkur til þessa gekk
bara ekki upp í kvöld.“
Við þennan ósigur missti Li-
verpool því af því að vera fyrsta
liðið til að vinna tvöfalt tvisvar —
bæði deild og bikar, en liðið vann
enska bikarinn sl. laugardag. Fyrir
leikinn í gær hafði Liverpool ekki
tapað með tveggja marka mun á
heimavelli í rúmlega þrjú ár, og lið-
ið hafði ekki tapað í síðustu 24 leikj-
um.
„Strákarnir stórkostlegir
„Það var enginn möguleiki fyrir
Líverpool að skora eftir að okkar
tókst það svo seint í leiknum. Strák-
arnir voru stórkostlegir — þeir léku
frábærlega. Við vorum allir í hörku-
stuði,“ sagði Tony Adams, fyrirliði
Arsenal. „Það er erfitt að koma á
Anfield hvenær sem er; ég tala nú
ekki um þegar maður þarf að sigra
þar með tveggja marka mun. Við
gerðum einfaldlega okkar besta,
gáfum allt sem við áttum í leikinn
og það dugði.“
Fjögur þúsund áhangendur Arse-
nal fylgdu liðinu norður til Liver-
pool í gær og urðu vitni að sigrinum.
Sigtryggur Albertsson.
ÍÞf&niR
FOLX
■ INDEPENDIENTE varð
meistari í 12. sinn í Argentínu í
fyrrakvöld. Liðið tryggði sér meist-
aratitilinn með 2:1 sigri gegn Dep-
ortivo Armenio á útivelli.
■ ERLING Aðalsteinsson skor-
aði þrennu fyrir Gróttu í gærkvöldi
er liðið sigraði Aftureldingu 4:3 í
3. deildinni í knattspyrnu.
■ SIGURÓLI Kristjánsson
opnaði markareikning sinn hjá
Grindvíkingum, þegar þeir unnu,
4:0, ÍK-menn í 3. deildarkeppninni
í gærkvöldi. Siguróli, sem lék með
Þór á Akureyri í fyrra, skoraði tvö
mörk í leiknum. Bræðumir Aðal-
steinn og Ólafiir Ingólfssynir
skoruðu hin mörkin. Gísli Jóhanns-
son dæmdi leikinn og sýndi hann
fimm leikmönnum gula spjaldið, en
tveimur það rauða. Aðalsteinn hjá
Grindavík og Reynir Björnsson,
ÍK, fengu reisupassann.
KNATTSPYRNA
Strákarnir
leika gegn
V-Þjóð-
verjum
Islenska landsliðið í knatt-
spymu, skipað leikmönnum
undir 21 árs, leikur gegn V-
Þjóðveijum í Evrópukeppninni í
Laugardal á þriðjudaginn. V-
Þjóðveijar koma með sterkt lið.
Með Iiðinu leika leikmenn úr
„Bundesligunni." Þar eru fremstir
í flokki tvíburarnir frá Stuttgart,
Nils og Olaf Schmaler, ásamt hin-
um marksækna leikmanni Ham-
burger, Oliver Bierhoff.
Knattspyrnu-
skóli IR
*
ÍR-ingar opna knattspyrnuskóla
sinn á félagssvæði sínu í Mjódd-
inni 29. maí. Haldin verða sex nám-
skeið sem standa í tvær vikur hvert.
Skólinn mun starfa alla virka daga
og er aldurshópurinn 5-8 ára á
milli kl. 12-13.30, en 8-11 ára á
milli kl. 14.-16. Innritun og nánari
upplýsingar eru í síma 74248.
Kennari á námskeiðinu er Hlynur
Elísson knattspyrnuþjálfari.