Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAI 1989
*
Ast er...
.. .stundum eins og að elta
skugga.
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Þið náið örugglega góðu
sambandi, þú og pabbi,
báðir fastir á fé.
Með
morgunkaffinu
Mér sýndist þetta. — Þú
ert að verða sköllóttur.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ SKföAKJlNJSACSkHRTElNlP, TAKKÍ "
Lækkið hámarkshraða
Til Velvakanda.
Umferðarráð, þingmenn og þó
sérstaklega Kvennalisti, sem mér
mér og fleirum finnst að ekki hafa
gert svo mikið á Alþingi, ættu að
taka eftirfarandi til athugunar. Það
þarf að flytja tillögu um að lækka
hámarkshraða á okkar mjóu veg-
um. Það eru svo margir sem fara
alltaf yfir hraðamörkin. Ég hef
keyrt bíl í 30 til 40 ár og ekki lent
í neinu, og ekki umferðarbroti held-
ur. Ég vildi láta fjölga lögreglu og
hjúkrunarfólki. Það virðist ekki
þurfa að spara í ríkisveislum. Ég
spyr: Hver ræður fjöldanum í þeim
veislum, t.d. hjá Steingrími forsæt-
isráðherra. Ég vil að þetta fólk
borgi matinn sjálft ef það langar
til að borða saman.
Eða allir hóparnir sem fara á
vegum ríkisnefnda til útlanda og
búa á fínum hótelum. Þá þarf ekki
að spara. Hér á landi eru ekki nema
hundrað og þijátíu þúsund manns
sem vinna fyrir þessu og borga
þessa sóun. Hitt fólkið er böm,
gamalmenni, námsfólk og sjúkling-
ar. Við emm ekki milljónaþjóð. Eg
hef beðið eftir spítalaplássi í fimm
vikur og það er í fyrsta sinn á
ævinni sem ég hef þurft á því að
halda.
Ein um sjötugt
Guðrún Eiríksdóttir í hópi vina.
Þakkað fyrir góð kyrnii
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu var Guðrúnu
Eiríksdóttur frá Sandhaugum hald-
ið kveðjuhóf á konukvöldi í Kaup-
mannahöfn en hún er nú komin
heim til íslands eftir fjörutíu ára
dvöl í Danmörku. Ejölmargir vinir
hennar óska henni góðrar heim-
ferðar og em þess vissir að jafn-
margir vinir hennar hér heima bjóði
hana velkomna.
Guðrún hefur verið sannur full-
trúi íslands í Kaupmannahöfn,
starfað í Jónshúsi, tekið virkan þátt
í félagsstarfí landa sinna þar í borg
og verið ótalmörgum, ungum og
öldnum, til ómetanlegrar aðstoðar.
Nú kemur einnig brátt að því að
okkar elskulegu presthjón, séra
Ágúst Sigurðsson og frú Guðrún
Ásgeirsdóttir, hverfi heim til ann-
arra starfa, en þau hafa verið okk-
ur ómetanleg og margir, sjúkir og
gamlir, hafa notið heimsókna þeirra
og stuðnings á marga lund, auk
þess sem heimili þeirra hjóna hefur
staðið opið með gestrisni þeirra og
góðvild. Við óskum þeim allra heilla
í framtíðinni um leið og við þökkum
þeim fyrir góð kynni.
f.h. vina í Kaupmannahöfii,
Hrund Vernharðsdóttir
Gott myndeftii
Ágæti Velvakandi.
Ég undirritaður vil láta það uppi,
að myndefni það sem Vottar Jehova
nota til þess að sýna fram á Paradís
á jörðu hefir lengi verið mér þyrnir
í augum. Sé ég nú, að þetta mynd-
efni muni vera hugmyndir einstakra
foringja þeirra til þess að sýna fram
á fyrirætlun Guðs um ríki sitt og er
myndefni þetta einkar vel fallið til
kennslu bama um gæsku Guðs, en
börnin eru hinn dýrmætasti fjársjóð-
ur allra manna. Langar mig þess
vegna til þess að lýsa yfír fyllsta
trúnaðartrausti mínu til Votta Je-
hova hvað varðar fræðslu þeirra.
Björn Siguijónsson
Frábær sýning
Kæri Velvakandi.
Verður virkilega aðeins þessi eina
sýning hjá Listdansskóla íjóðleik-
hússins, sem þar að auki var uppselt
á? Mér datt í hug hvort ekki væri
hægt að hafa eftirmiðdagssýningu
nú um helgina, því margir hafa sjálf-
sagt ekki fengið miða. Sýningin var
alveg frábær. Mig langar til þess að
þakka hjartanlega Ingibjörgu
Bjömsdóttur, hennar aðstoðarfólki
og öllum nemendunum fyrir sérstak-
lega góða sýningu. Og ég held að
fólk geri sér ekki grein fyrir allri
vinnunni sem liggur hér að baki.
Katrín Guðjónsdóttir
Víkverji skrifar
Ami Bergmann, aldursforseti
þríeykisins sem nú ritstýrir
Þjóðviljanum, átti á dögunum eitt
af þessum hallelújaviðtölum við
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra, sem er raunar að auki fyrrum
blaðamaður þarna og síðan rit-
stjóri. Viðtalið fjallaði öðrum þræði
um „átak í þágu íslenskrar tungu
sem verið er að undirbúa", og gerð-
ust þeir flokksbræðurnir sem vænta
mátti bæði fjálgir og háfleygir.
Bergmaðurinn hefði samt betur
farið að öllu með gát og hugað til
dæmis að fyrirsögnunum á öðru
efni blaðsins sem óðurinn birtist í.
„Nostalgía meistarans", en svo hét
ein þrídálka á hámenntaðri umfjöll-
un um kvikmyndir, mun til dæmis
seint verða talin þess eðlis að vera
beinlínis stórátak „í þágu íslenskrar
tungu“.
Það er af sem áður var þegar
Þjóðviljinn þótti jafnvel það íslensku
dagblaðanna sem færi hvað skást
með íslenskuna. Nú er hann flestum
blöðum örlátari á sletturnar og sýn-
ist enda á stundum gera sér sér-
stakt far um að seilast til þeirra,
rétt eins og það sé eitthvað fínt og
eftirsóknarvert.
xxx
Annars virðast menn þarna á
blaðinu hafa alveg sérstakt
dálæti á „nostalgíunni" sem fyrr
er nefnd, þykja hún jafnvel göfugri
en aðrir erlendir bastarðar. Er hún
kannski gáfulegri en aðrar slettur?
„SUM-nostalgían er ekki frá okkur
komin“, hét til dæmis önnur fyrir-
sögn sem Þ-mennimir hófu til lofts
um svipað leyti. Þá er ástæða til
að geta fimm dálka fyrirsagnar á
lofsverðri ádeilu á aðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku,
því að í fyrirsögnum af þessari
stærðargráðu reyna blaðamenn
yfirleitt að forðast óþarfar lántökur
úr erlendum tungumálum. En hjá
allaböllum virðist íslenska heitið á
þessum ófögnuði ekki vera nógu
tilþrifamikið. Að minnsta kosti var
fyrirsögnin Iátin heita: „Skoðun
andstæðinga apartheit“.
Hæstvirtur menntamálaráðherra
mætti sem sagt að skaðlausu heija
átak sitt „í þágu íslenskrar tungu“
á heimavelli. Slettur eru vitanlega
stundum óhjákvæmilegar og stund-
um meira að segja æskilegar eins
og dæmin sanna. En það er vandi
að sletta og menn skyldu hvorki
gera það af hirðuleysi né til þess
að gera sig merkilega.
xxx
*
Ottalega var hún óhugnanleg
fréttin hér á baksíðunni á
sunnudaginn var þar sem sagði frá
lubbunum sem ruddust upp í stræt-
isvagninn til þess að ráðast þar á
bílstjórann með barsmíð og spörk-
um. Þar að auki er helst að sjá sem
aðdragandinn hafi verið enginn, að
árásarmennirnir hafi með öðrum
orðum einungis verið að svala
fólsku sinni.
Viðbrögð viðstaddra gefa svo
sem líka lítið tilefni til fagnaðar.
Þótt „fjöldi farþega“ væri með
vagninum reyndi enginn að koma
til liðs við fómarlambið; eða eins
og sagði í fréttinni: „Morgunblaðið
náði tali af einum farþeganna, ung-
um pilti úr Seljahverfí. Hann var
spurður hvort enginn hefði reynt
að koma bílstjóranum til hjálpar.
Nei, sagði hann. Það þorði það eng-
inn, þetta em þekktir strákar, það
þorir enginn að lenda í þeim“.
Verstu ribbaldamir hér í
Reykjavík gerast sem sagt frið-
helgir út á fautaskapinn, rétt eins
og alræmdustu óþokkar stórborg-
anna.
xxx
Víkveiji getur ekki látið sem
hann hafi verið sáttur við fyrir-
sögnina sem fylgdi fréttinni úr
hlaði: „Fjórir piltar veitast að vagn-
stjóra", hét hún og finnst Víkvetja
hún satt að segja óþarflega hæ-
versklega orðuð eða varfærnisleg
að minnsta kosti. Æði mörg orð í
íslenskunni hafa mjög ákveðinn blæ
og er nafnorðið „piltur" vissulega
í þeim flokki. „Piltar“ finnst manni
einhvernveginn nær alltaf vera
vænstu drengir og að „piltar“ rotti
sig nokkum tíma saman fjórir til
þess að ráðast á samborgara sína,
það fínnst manni eiginlega af og
frá.
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
Á það má þó minna að hér í blað-
inu þykir orðið við hæfi að kalla
þau erlendu óbermi bullur sem
sækja knattspyrnuleiki í þeim til-
gangi einum að best verður séð að
misþyrma sárasaklausum löndum
sínum og helst að stórskaða þá.