Morgunblaðið - 23.06.1989, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/C
11
STOFNAÐ 1913
139. tbl. 77. árg.
FOSTUDAGUR 23. JUNI 1989
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Sjö andófsmenn í viðbót teknir af lífi í Kína:
Torgin geta þeir rutt en
sökin verður ekki afináð
- segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna um framferði Pekingstjórnarinnar
Vegfarandi les tilkynningu um
aftökur sem hengd hefur verið
upp fyrir utan húsakynni rétt-
arsalar í Peking í gær. Neðst á
miðanum hefúr verið merkt við
eitt nafiiið til að sýna að við-
komandi hafi þegar verið líflát-
inn. Sjö andófsmenn voru tekn-
ir af lífi í Peking í gærmorgun
og þrír í Shanghai á miðviku-
dag auk þess sem 17 manns
voru teknir af lífi í höfúðborg
Shandong-héraðs, Jinan, en
ekki er fúllkomlega ljóst hvort
þar var um andófsmenn að
ræða.
lingtc
PEKING-STJORNIN lét taka sjö andófsmenn af lífi í gær en áður
höfðu þrír menn verið skotnir eftir að hæstiréttur landsins hafði
hafnað náðunarbeiðni. Auk þess hafa 17 manns verið líflátnir í borg-
inni Jinan en ekki er ljóst hvort þær aftökur tengjast aðgerðum
lýðræðissinna sem brotnar voru á bak aftur í byrjun mánaðarins.
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sat fyrir svörum
hjá þingnefnd í gær. Hann sagði að sljórnin hefði ekki í hyggju að
eftia til frekari refsiaðgerða gegn Peking-sljórninni þótt Bandaríkja-
stjórn harmaði aftökurnar og ofsóknir á hendur andófsmönnum i
Kína. „Það getur verið að þeir geti rutt Friðartorgið en þeir geta
ekki afináð sök sína,“ sagði ráðherrann um kínverska ráðamenn.
upp hjá Sameinuðu þjóðunum.
Alls hlutu átta andófsmenn
dauðadóma í gær fyrir meintar „of-
beldisaðgerðir“ en ekki er vitað
hvers vegna aðeins sjö voru líflátn-
ir. Skýrt var frá handtöku 13
manna frá Tævan. Þeir eru sagðir
flugumenn og njósnarar tævanskra
stjórnvalda og hafi þeir æst til
óeirða víða í alþýðulýðveldinu. Pek-
ing-stjómin ráðlagði stjórnum ann-
arra ríkja að skipta sér ekki af innri
málefnum landsins.
„Það er óskynsamlegt og mun
ekki bera árangur þegar sum erlend
ríki reyna að þrýsta á Kína með
pólitískum og efnahagslegum að-
gerðum," sagði talsmaður utanrík-
isráðuneytisins í Peking á fundi
með fréttamönnum. „Kínverska
þjóðin mun aldrei láta undan þving-
unum annarra ríkja.“ Aftökurnar
og herferðin gegn andófsmönnum
hafa vakið reiði og viðbjóð um allan
heim og fjölmargar ríkisstjómir
hafa lýst andúð sinni á aðförum
Pekingstjómarinnar. Ráðamenn á
Kúbu, í Víetnam og Austur-Þýska-
landi hafa þó tekið afstöðu með
valdamönnum í Peking og málgagn
austur-þýsku stjórnarinnar skýrði
frá aftökum þriggja andófsmanna
í Shanghai með einni málsgrein en
gerðu mikið úr því að erlendir við-
skiptaaðilar hefðu snúið aftur til
Kína eftir óeirðimar.
Sjá ennfremur: „Thatcher úti-
Iokar ...“ á bls. 16.
Baker sagði Bandaríkjastjóm
verða að taka tillit til langtímahags-
muna, efnahagslegra og pólitískra,
hvað sem liði reiði hennar vegna
mannréttindabrota í Kína. Dan
Quayle, varaforseti Bandaríkjanna,
sagði í ræðu að stjórnin vildi ekki
stuðla að því að Kína einangraðist
á alþjóðavettvangi eins og á sjötta
og sjöunda áratugnum. Leiðtogar
demókrata hafa gagnrýnt stefnu
Bush-stjórnarinnar og krafist
harkalegri aðgerða og stjórnarand-
stöðuflokkar á vestur-þýska þing-
inu leggja til að málið verði tekið
Vopnahlé
í Angóla
Gbadolite í Zaire. Reuter.
JONAS Savimbi, leiðtogi UNITA-
skæruliða í Angóla, og Jose Edu-
ardo dos Santos, forseti landsins,
sömdu í gærkvöldi um vopnahlé í
borgarastríði, sem staðið hefúr í
14 ár.
Embættismenn í Zaire sögðu að
dos Santos og Savimbi hefðu samið
úm að leggja niður vopn á morgun,
laugardag. Moussa Traore, formaður
Einingarsamtaka Afríku, OAU,
sagði að Savimbi og dos Santos hefðu
tekist í hendur á fundi Afríkuríkja í
Zaire en leiðtogarnir höfðu ekki
ræðst við frá því stríðið hófst.
Austur-þýskir ráðamenn:
Kommúnismanum ýtt til
hliðar í Ungverjalandi
Austur-Berlín. Reuter.
JOACHIM Herrmann, sem fer
með áróðursmál I stjórnmálaráði
austur-þýska kommúnistaflokks-
ins, sagði í gær að verið væri að
ýta kommúnismanum til hliðar
undir merki sósíalískra umbóta.
í þessu sambandi væri þróunin í
Ungveijalandi sérstakt áhyggju-
efni. Var þetta í fyrsta skipti sem
yfirvöld í Austur-Þýskalandi
Innrás Þjóðverja í Sovétríkin 1941:
Stalín trúði ekki viðvör-
unum þýska sendiherrans
Moskvu. Reuter.
ÞÝSKI sendiherrann í Moskvu varaði rússneska ráðamenn við og
skýrði þeim frá á laun, að Þjóðveijar ætluðu að ráðast inn í Sov-
étríkin í júní árið 1941. Jósef Stalín vísaði hins vegar viðvöruninni
á bug sem þvættingi. Kemur þetta fram í grein eftir sovéskan sagn-
fræðing.
I grein í Prövdu, málgagni sov-
éska kommúnistaflokksins, segir
sagnfræðingurinn Georgíj Kúm-
anev, að Friedrich von Schulen-
berg, hertogi og sendiherra Þjóð-
veija í Moskvu, hafi reynt að vara
Moskvustjórnina við innrásinni
vegna þess, að hann var andvígur
styijöld við Sovétmenn. Hefur
Kúmanev það eftir Anastas Míkoj-
an, fyrrum forseta, að Schulenberg
hafi komið viðvöruninni á fram-
færi við Vladímír Dekanozov,
sendiherra Sovétmanna í Berlín, í
kvöldverðarboði í þýska sendiráð-
inu í Moskvu rétt fyrir innrásina.
„Herra sendiherra, það getur
vel verið, að þetta hafi ekki áður
gerst í samskiptasögu sendiherra,
en samt ætla ég að segja þér frá
okkar helsta ríkisleyndarmáli,"
sagði Schulenberg við Dekanozov.
„Berðu það áfram til Molotovs [þá-
verandi forsætisráðherra] og ég
vona, að hann skýri Stalín frá því.
Hitler hefur ákveðið að hefja styij-
öld gegn Sovétríkjunum 22. júní.“
Eftir Míkojan er haft, að sama
dag hafi Stalín boðað til fundar í
stjórnmálaráðinu þar sem hann
lýsti yfir fullur fyrirlitningar: „Nú
vitum við, að lygaáróðurinn er
jafnvel farinn að berast inn á borð
sendiherranna."
Embættismenn Moskvustjórn-
Jósef Stalín
arinnar á styijaldarárunum s'egja,
að Stalin hafi treyst Hitler til að
ijúfa ekki griðasáttmálann frá
1939 eða í það minnsta til'að ásæl-
ast ekki meira land í austri fyrr
en síðla árs 1941 eða 1942. Vegna
þess hafi hann látið sem vind um
eyru þjóta viðvaranir eigin útsend-
ara, þ. á m. njósnarans Richards
Sorge, og Breta.
gagnrýna breytingarnar I Ung-
veijalandi umbúðalaust.
Imre Pozsgay, háttsettur valda-
maður í Ungveijalandi, sagði í gær
að kommúnistar myndu láta fara
fram algerlega fijálsar kosningar í
landinu á næsta ári.
Ummæii Herrmanns féllu er
hann flutti skýrslu stjórnmálaráðs
kommúnistaflokksins fyrir mið-
stjórninni. Vestrænn stjórnarerind-
reki sagði í samtali við Reuters-
fréttastofuna að spilin hefðu verið
lögð á borðið með þessum ummæl-
um. Komin væri upp á yfirborðið
andúð austur-þýskra ráðamanna á
umbótum í öðrum austantjaldsríkj-
um. Aðrir heimildarmenn meðal
vestrænna stjórnarerindreka sögðu
að Austur-Þjóðveijar hefðu í raun
afskrifað Ungverja sem áreiðanlega
bandamenn í Varsjárbandalaginu.
Stjórnvöld í Austur-Berlín hefðu
einnig miklar áhyggjur af þeirri
ákvörðun ungverskra stjórnvalda
að rífa niður járntjaldið á landa-
mærunum við Austurríki. Þar með
opnaðist hugsanleg flóttaleið fyrir
Austur-Þjóðveija til Vestur-Evr-
ópu.
Sjá „Endurreisn Nagys ...“ á
miðopnu.