Morgunblaðið - 23.06.1989, Side 7
pspr ím ’i
íííTD/.n vp.m
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
am/..T.qVTTntfolv
7
ÍSAL;
3-400 tonn
af gljááli
framleidd
á mánuði
ÍSAL framleiðir nú 3-400 tonn
af gljááli á mánuði. Um er að
ræða ál sem er hreinna og
lausara við snefile&ii en hin
venjulega framleiðsla. Gljáálið
er 5-10% verðmætara en venju-
Tegt ál. Á móti kemur að nokkur
dýrara er að framleiða það. Syst-
urfyrirtæki ISAL, Alusingen,
hefiir þróað markaði fyrir þessa
vöru víða um heim.
Einar Guðmundsson tæknilegur
framkvæmdastjóri ÍSAL segir að
gljáál sé einkum notað í ýmiskonar
ljósabúnað til að endurkasta ljósi
og fá þannig meiri lýsingu úr lömp-
um.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
við framleiðum gljáál. Slíkt var
gert hér fyrir nokkrum árum en
lagðist svo af þar sem markaðir
fyrir þetta voru takmarkaðir,“ segir
Einar. „Með aukinni tölvuvæðingu
á skrifstofum og kröfum um betri
lýsingu í kjölfar hennar hafa mark-
aðir hinsvegar skapast fyrir þessa
vöru.“
í máli Einars kemur fram að
áform eru uppi hjá ISAL um að
auka þessa framleiðslu gljááls frek-
ar en nú er. Hve mikil sú aukning
verður fer hinsvegar eftir hvemig
markaðir fyrir vöruna munu þróast.
Forsætisráð-
herra Finna
■ A
til Islands
HARRI Holkeri, forsætisráð-
herra Finnlands, og kona hans
Maija-Liisa Holkeri koma í opin-
bera heimsókn til íslands 26. júní.
Ekki hefur verið gengið frá form-
legri dagskrá heimsóknarinnar en
að sögn Jóns Sveinssonar, aðstoðar-
manns forsætisráðherra, munu
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, og Edda Guðmunds-
dóttir, kona hans, halda finnsku
forsætisráðherrahjónunum kvöld-
verðarboð þann 26. júní. Annan dag
heimsóknarinnar munu Harri Hol-
keri og Steingrímur Hermannsson
funda. Lokadag heimsóknarinnar
halda finnsku forsætisráðherra-
hjónin kvöldverðarboð til heiðurs
íslensku forsætisráðherrahjónun-
um.
Menntamála-
ráðherra
kærður til
Jafhréttisráðs
KÆRT hefur verið til Jafnréttis-
ráðs, veiting menntamálaráð-
herra í stöðu yfirkennarar við
Víðistaðaskóla í Haftiarfirði. Er
þetta í annað sinn á skömmum
tíma, sem kært er til ráðsins
vegna stöðuveitinga mennta-
málaráðuneytisins.
Tveir umsækjendur voru um
stöðu yfirkennara við Víðistaða-
skóla, þau Vený Lúðvíksdóttir og
Magnús Jón Árnason, sem mennta-
málaráðherra veitti stöðuna og hef-
ur Véný nú kært veitinguna til Jafn-
réttisráðs. Véný kærir á þeirri for-
sendu að hún hafi í forföllum á
undanfömum árum, gegnt störfum
yfirkennara og skólastjóra við
skólann.
Kæran verður tekin fyrir á fundi
ráðsins í næstu viku og þá verður
jafnframt fjallað um kæru Valgerð-
ar Selmu Guðnadóttur vegna stöðu
skólastjóra við Ölduselsskóla í
Breiðholti.
Nú segir af
horfnum heimi eyjaskeggja
í nýrri útgáfu af Sögu
Vestmannaeyja færð þú
innsýn í heim sem
gegndi lykilhlutverki í
þróun nútímasamfélags á
íslandi.
Heim sem hvarf í þeim
miklu umbrotum, sem komu í kjölfar
eldgossins á Heimaey 1973. Umbrotum
sem gera „Eftir gos kynslóðum"
örðugra að tengjast sögu og stað-
háttum fyrri tíma í Eyjum.
í tilefni af 70 ára kaupstaðar-
afmæli Vestmannaeyja hefur
Fjölsýn forlag gefið út að nýju,
Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús
M. Johnsen rithöfund og fyrr-
verandi bæjarfógeta í Eyjum.
Bókin hefur verio ófáanleg um
árabil en hún kom út 1946.
í þessari endurbættu útgáfu eru m.a.
fjölmargar litmyndir sem ekki hafa birst
áður á prenti og eru því mikill fengur
Fjölsýn Forlag
Faxafeni 10, 108 Reykjavík.
fyrir menningarsögu Vestmannaeyja
og alla þá sem tengjast Eyjunum.
Bókin er um 800 síður í 2 bindum
og hefur að geyma merkar heimildir
um sögu og mannlíf Eyjanna
fram að seinna stríði.
Lifandi framsetning í máli
og myndum gera þessa bók
um sögu Eyjanna að
ómetanlegum arfi fyrir
komandi kynslóð og skýrir
þá sérstöðu sem Vest-
mannaeyjar og Eyjamenn
hafa haldið í gegnum aldimar.