Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 16
16
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDÁGUR 23. JÚNÍ 1989
Talið er að 300.000
Tyrkir flýi Búlgaríu
Sofíu. Reuter.
BÚLGÖRSK stjórnvöld skýrðu frá því í per að 150.000 Tyrkir í Búlg-
ariu hefðu fengið vegabréf til að fara til Tyrklands og að verið væri
að afgreiða 100.000 umsóknir tii viðbótar. Um 60.000 Tyrkir hefðu
þegar yfirgefið Búlgaríu og talið væri að alls myndu 300.000 manns
fara úr landi áður en yfir lyki.
Þessar tölur voru kynntar á blaða-
mannafundi í Sofíu og skýrðu þar
búlgarskir embættismenn ennfremur
frá því að gripið yrði til neyðarráð-
Maxím Gorkíj;
Viðgerð hafin
við Svalbarða
Osló. Reuter.
Bráðabirgðaviðgerð hófst á
skemmtiferðaskipinu Maxím
Gorkíj er það lagðist við festar á
Coles-flóa á Svalbarða í gærmorg-
un, miðja vegu milli Longyearby-
en, helsta bæjar eyjanna, og so-
vésku byggðarinnar í Barents-
búrg.
Að sögn sovéska ræðismannsins í
Barentsbúrg komu tvær rifur neðan
sjólínu á stjómborðshlið skipsins
fram undir stefni er það sigldi á
ísspöng um 200 sjómílur suðvestur
af Svalbarða aðfaranótt þriðjudags.
Önnur var sex metra löng og hin
tæplega þriggja metra löng.
Tvö sovésk skip aðstoðuðu Maxím
Gorkíj á siglingunni upp að strönd
Svalbarða, flutningaskip og dráttar-
bátur. Að lokinni bráðabirgðaviðgerð
verður skemmtiferðaskipinu siglt til
Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi
þar sem það verður tekið í slipp til
fullnaðar viðgerðar.
Norskur læknir, sem tók þátt í
þjörgun farþega og skipveija á
Maxím Gorkíj eftir ásiglinguna, full-
yrti í gær að margir skipverja hefðu
verið ölvaðir en fulltrúi norska sjó-
hersins sagði ástæðulaust að ætla
að áfengisneysla hefði leitt til
óhappsins.
stafana vegna efnahagslegra áhrifa
landflóttans. Vinnutíminn í verk-
smiðjum og búgörðum yrði lengdur,
ríkisstarfsmenn yrðu látnir hefja
störf við framleiðsluna, vinnuafl yrði
sent til vérst settu svæðanna og or-
lofsdögum yrði fækkað. Námsmenn
yrðu einnig kvaddir til hjálpar, svo
og ellilífeyrisþegar. Flestir þeirra,
sem fara úr landi, væru með mikla
starfsreynslu í landbúnaði og iðnaði.
Landflóttinn hófst eftir að óeirðir
bratust út í landinu í síðasta mán-
uði, er Tyrkir kröfðust þess að fá
að viðhalda menningu sinni. Óeirð-
imar kostuðu sjö manns lífið að sögn
búlgarskra stjómvalda, en vestrænir
stjómarerindrekar og Tyrkir segja
að 10-30 hafí týnt lífi.
Peking-búar mynda biðraðir til að afhenda umsóknir um vegabréfsáritanir við kanadíska sendiráðið
Peking í gær. Kínversk stjómvöld reyna nú af fremsta megni að torvelda Kínverjum að komast úr landi.
Aftökurnar í Kína fordæmdar harðlega víðs vegar um heim:
Thatcher útilokar eftiahagsleg-
ar refsiaðgerðir gegn Kínverjum
Peklng, Lundúnum, Brussel, Austur-Berlín, Tókió. Reuter, Daily Telegraph.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að
ekki kæmi til greina að Bretar gripu til efnahagslegra refsiaðgerða
gegn Kínveijum til að mótmæla aftökum á 27 kínverskum andófs-
mönnum undanfarna tvo daga. Leiðtogar flestra ríkja heims, þar á
meðal ríkisstjórn íslands, og ýmsar alþjóðlegar stofiianir hafa for-
dæmt atburðina í Kína harðlega, en því hafa kínversk stjómvöld
aðeins svarað með því að segja að erlend ríki eigi ekki að skipta sér
af innanríkismálum Kínveija.
Lítil flugvél
ferst í Perú
Líma, Perú. Reuter.
TVEGGJA hreyfla herflugvél með
um 40 farþega rakst á fjallshlíð í
Perú á miðvikudag. Talið er að
enginn hafi lifað slysið af.
Vélin brotnaði í tvennt við slysið
sem varð í afskekktum hluta Andes-
fjallanna í Perú. Verið var að flytja
heim fólk sem býr á svæðum sem
era úr alfaraleið og þar sem sam-
göngur á landi era lélegar, en herinn
veitir slíka þjónustu gegn vægu
gjaldi. Þessar vélar þurfa því oft að
lenda með farþega eða taka nýja og
þess vegna er ekki vitað með vissu
hve margir vora um borð en álitið
er að þeir hafi verið 42. Talið er að
allir um borð hefðu farist.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins á Bretlandi, hvatti
Margaret Thatcher til þess að hafa
frumkvæði að því að Evrópuríki
gripu'til efnahagslegra refsiaðgerða
gegn kínverskum stjórnvöldum til
að fylgja eftir fordæmingu hennar
á aftökunum í Kína. Thatcher sagði
að slíkar aðgerðir væru stórhættu-
legar og myndu skapa mikinn
glundroða í bresku nýlendunni
Hong Kong.
Bresk stjómvöld frestuðu fyrr í
mánuðinum viðræðum við kínversk
stjómvöld um stjómarskrá Hong
Kong eftir að Kínveijar taka við
nýlendunni árið 1997. Thatcher
minntist á að breska stjórnin hefði
bundið enda á vopnasölu Breta til
Kína og samskipti breskra ráðherra
við kínversk stjórnvöld. „Frekari
aðgerðir eru nú í athugun," bætti
forsætisráðherrann við. Útflutning-
ur Breta til Kína nemur 412 milljón-
um punda (37 milljörðum ísl. kr.)
og innflutningur þeirra frá Kína
nemur 444 milljónum punda (40
milljörðum ísl. kr.).
Bandaríkjastjóm hefur einnig
fordæmt aftökumar, sem hófust
nokkrum klukkustundum eftir að
George Bush Bandaríkjaforseti
hafði hvátt kínversk stjórnvöld til
þess að þyrma lífi andófsmannanna.
Bandarísk stjómvöld hyggjast ekki
grípa til frekari refsiaðgerða gegn
kínverskum stjómvöldum. Tals-
menn Bandaríkjaforseta segja að
þótt Bandaríkjamenn fordæmi at-
burðina í Kína vilji þeir ekki skaða
kínversku þjóðina. Kínveijar geti
enn keypt kom og aðrar vörur frá
Bandaríkjunum.
Leiðtogar Frakklands, Spánar og
Hollands hafa látið þá skoðun í ljós
að Evrópubandalagið eigi að endur-
skoða samskiptin við Kína á fundi
leiðtoga bandalagsins í Madrid í
næstu viku. Sosuke Uno, forsætis-
ráðherra Japans, sagðist harma
aftökurnar en lýsti því þó yfir að
efnahagslegar refsiaðgerðir kæmu
ekki til greina. „Okkur þykir afar
miður að aftökumar skyldu hafa
átt sér stað á sama tíma og augu
allra þjóða heims beindust að
landinu,“ sagði forsætisráðherrann.
Fjölmiðlar í Austur-Þýskalandi
minntust aðeins lítillega á aftökum-
ar, en Austur-Þjóðveijar hafa lýst
yfir stuðningi við aðgerðir
kínverska hersins gegn mótmæl-
endum í Peking, sem kostuðu þús-
undir manna lífið. Austur-þýsk blöð
birtu í gær stuttar fréttir um að
erlendir kaupsýslumenn hefðu snúið
til Kína á ný, en hins vegar var
mikið gert úr því að fjórir verkalýðs-
leiðtogar í Dóminíska lýðveldinu
hefðú verið myrtir.
Mannréttindahreyfmgin Amn-
esty International hefur hvatt fé-
laga sína um heim allan til þess að
senda kínverskunr stjómvöldum
mótmælabréf. Þá hafa Alþjóðasam-
tök fijálsra verkalýðsfélaga,
ICFTU, fordæmt aftökurnar og
sakað kínversk stjórnvöld um
grimmdarlega herferð gegn þegn-
um sínum og þá einkum óháðu
verkalýðshreyfingunni í landinu.
Um 88 milljónir launþega eru í sam-
tökunum.
Slóvenía:
Hóta að segja skil-
ið við Kommúnista-
flokk Júgóslavíu
Belgrað. Reuter.
LEIÐTOGAR kommúnista í júgóslavneska lýðveldinu Slóveníu hafa
varað við, að svo geti farið, að þeir segi skilið við Kommúnistaflokk
Júgóslavíu. Er þessi hótun talin enn ein ógnunin við einingu landsins.
Sovétmenn heita írönum að-
stoð við hernaðaruppbyggingu
Dauðadómurinn yfir Rushdie óumbreytanlegur, segir Rafeanjani
Moskvu. Reuter.
ALI Rafsanjani, forseti íranska þingsins, sagði á blaöamannafundi á
þriðja degi opinberrar heimsóknar sinnar til Moskvu að dauðadómur
Khomeinis erkiklerks yfir Salman Rushdie, höfimdi Sön&Va Satans,
væri óumbreytanlegur. í sameiginlegri yfirlýsingu Rafsanjanis og
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta í gær segir að Sovétríkin heiti
Irönum stuðningi við að efla varnir sínar.
Rafsanjani
sagði að sam-
komulag hefði tek-
ist á milli ríkis-
sljóma landanna
um samvinnu í
efnahagsmálum,
tækni og vísind- HT
um. Hann og
Gorbatsjov hefðu
verið á einu máli
Um að leggja Rafeanjani
ágreiningsefni
ríkjanna til hliðar í því skyni að
„hefja nýtt tímabil í samskiptum
þjóðanna“.Aðspurður um hvort
írönsk stjómvöld hygðust breyta
afstöðu sinni til Rushdie sagði Rafs-
anjani að Vesturlandabúar skildu
ekki í hveiju vandinn fælist. „Dóm-
urinn er í samræmi við Sharia,
(íslömsk lög).. .í íran getur enginn
og vill enginn ógilda dóminn," sagði
hann.
Rafsanjani sagði að írönsk
stjórnvöld stefndu að því að auka
vopnaframleiðsluna í landinu og að
nú væru smíðaðar orrustuvélar, eld-
flaugar og stórskotaliðsvopn í íran.
TASS-fréttastofan greindi frá
því að Gorbatsjov og Rafsanjani
hefðu undirritað samkomulag um
samyinnu á sviði efnahagsmála,
vísinda og tækni sem gildir til árs-
ins 2000. í samkomulaginu fælist
m.a. að hafin yrði samvinna á sviði
kjarnorkumála og innan skamms
yrði samningur um gassölu undir-
ritaður. Þá er gert ráð fyrir því í
samkomulaginu að hugað verði að
samvinnu í geimvísindamálum og
að komið verði upp beinum lestar-
samgöngum milli Moskvu og Teher-
an.
Vestrænir stjórnmálaskýrendur
telja að ráðamenn í Kreml hyggist
nýta sér það stjómmálalega tóma-
rúm sem myndast hefur í íran í
kjölfar versnandi samskipta vest-
rænna ríkisstjóma við klerkaveldið
þar í landi.
Júgóslavneska dagblaðið Borba
skýrði frá því í fyrradag, að leið-
togar kommúnistaflokksins í Sló-
veníu krefðust þess að öll júgóslav-
nesku lýðveldin sex þyrftu að leggja
blessun sína yfir helstu ákvarðanir
neyðarfundar Kommúnistaflókks
Júgóslavíu, sem fyrirhugaður er í
desember. Þeir væru á móti því að
meirihlutinn yrði látinn ráða eins
og tíðkast hefur. Blaðið vitnaði í
yfírlýsingu frá stjórmálaráði flokks-
ins í Slóveníu, þar sem segir að
leiðtogar lýðveldisins muni rjúfa öll
tengsl við Kommúnistaflokk Júgó-
slavíu verði ekki gengið að kröfu
þeirra. Slóvenar óttast að leiðtogar
Serbíu, stærsta lýðveldisins í Júgó-
slavíu, reýni að fá meirihlutastuðn-
ing við aðgerðir til að bijóta á bak
aftur fijálslynd öfl í Slóveníu. Óháð-
ar stjórnmálahreyfingar, sem betj-
ast fyrir því að valdaeinokun komm-
únistaflokksins verði afnumin, hafa
orðið nokkuð áberandi í Slóveníu
og valdið leiðtogum Serba miklum
áhyggjum.
Þing Slóveníu undirbjó fyrr í
mánuðinum breytingar á stjómar-
skrá lýðveldisins, þar sem Slóvenar
áskilja sér rétt til þess að lýsa yfir
sjálfstæði frá Júgóslavíu. Talið er
að nýja stjómarskráin taki gildi í
ágúst eða september. Margir Slóv-
enar vilja að lýðveldið verði sjálf-
stætt ríki með sterk tengsl við Vest-
ur-Evrópu.
Borba sagði einnig frá því í gær,
að fyrsta óháða fréttablaðið væri
komið út í Slóveníu. Heitir það
Demokracija og standa að þvf sam-
tök stjómarandstæðinga, Sló-
venska lýðræðisfylkingin.
Færeyjar:
Ný sljórn
tekur við
Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni,
fréttaritara Morgnnblaðsins.
NÝ STJÓRN þriggja flokka;
Fólkaflokksins, Sambands-
flokksins og Þjóðveldisflokks-
ins, tók við völdum í Færeyj-
um í gær. Lögmaður verður
sem fyrr Jógvan Sundstein úr
Fólkaflokknum.
Nýir ráðherrar era Jóngerð
Purkhús, úr Þjóðveldisflokknum,
sem verður efnahagsmálaráð-
herra, Olaf Olsen, Fólkaflokkn-
um, sem annast mun iðnaðar-
og fiskeldismál, Jógvan Olsen,
Sambandsflokknum, er tekur við
sjávarútvegsmálum, og Ivan Jo-
hannessen, Sambandsflokknum,
er verður fjármálaráðherra.