Morgunblaðið - 23.06.1989, Síða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
MORGÚNBLAÐIÐ PÖSTODAGUR 23; JÚNÍ l'989
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 80 kr. eintakið.
Er Þjóðviljinn
orðinn málgagn
milliliða?
Það er erfitt að halda uppi skyn-
samlegum umræðum um þjóð-
félagsmál á íslandi. Raunar er það
ekki nýtt fyrirbæri. Pólitískt orðaskak
hefur lengi verið með þeim hætti, að
það er þátttakendum til lítils sóma.
Dæmi um umræður af þessu tagi er
að finna í forystugrein Þjóðviljans í
gær. Þar er fjallað um afstöðu Morg-
unblaðsins til síðustu aðgerða rikis-
stjómarinnar í efnahagsmálum. Þjóð-
viljinn segir.
„Það væri sannarlega vandlifað, ef
menn ættu að taka mark á Morgun:
blaðinu frá degi til dags. Þegar ASÍ
og BSRB mótmæltu verðhækkunum
tók blaðið rösklega undir þau mót-
mæli — og hlutu menn að álykta sem
svo, að blaðið vildi, að þær yrðu dregn-
ar til baka. Síðan kemur stjómin að
nokkru til móts við sjónarmið laun-
þegasamtakanna og þá bregður svo
við, að Morgunblaðið telur þá niður-
stöðu verri en einskis virði. Meira en
svo: ef ríkisstjómin hefði dregið allar
hækkanir til baka þá hefði það líka
yerið slæmt að dómi þessa sama
Morgunblaðs ... Ekki er gott að vita,
hvort menn vilja kalla skrif Morgun-
blaðsins „pólitískan leik“ eða „blekk-
ingar" — slíkt er smekksatriði. Hitt
er víst, að þau bera af engu meiri
keim en mjög geldu stjómarandstöðu-
rausi: það er allt illt, sem frá stjórn-
inni kemur, öðru visi getur það ekki
verið og því hlýtur það að vera svo.“
Nú er það að vísu rangt, að Morg-
unblaðið telji allt illt, sem frá núver-
andi ríkisstjóm kemur. Fyrir nokkrum
dögum tók Morgunblaðið t.d. upp
vöm í leiðara fyrir ráðherra Alþýðu-
bandalagsins, þá Ólaf Ragnar
Grímsson og Svavar Gestsson, vegna
aðkasts, sem þeir verða fyrir út af
tilraunum til að spara í skólakerfinu.
Hitt er þó kjami þessa máls, að Þjóð-
viljinn getur ekki rökrætt-um afstöðu
Morgunblaðsins til verðhækkana og
verðlækkana' án þess að fara með
blekkingar og leyna kjama málsins.
í forystugrein Morgunblaðsins í fyrra-
dag sagði:
„Jafnvel verðlækkunin á mjólk og
útsala á kjötfjallinu á eftir að koma
við pyngju launþega þótt síðar verði.
Það gerist, þegar ríkisstjórnin gerir
ráðstafanir til þess að greiða með ein-
hveiju móti 5-6 milljarða hallarekstur
ríkissjóðs á þessu ári og þ. á m. þær
100-200 milljónir króna, sem þessar
aðgerðir kosta. Tilfærslur af þessu
tagi hafa enga raunverulega þýðingu
fyrir fólkið í landinu."
Sú lækkun á n\jólkurlítra, sem
ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir og
verkalýðsforingjamir Ásmundur Stef-
ánsson og Ögmundur Jónasson fagna
svo mjög, þýðir um 188 krónur í
spamað á mánuði fyrir vísitölufjöl-
skyldu. Auðvitað hefur verðlækkun
af þessu tagi eða benzínlækkunin eða
tímabundin kjötlækkun enga þýðingu
fyrir launafólk, en það sem verra er:
Hún verður tekin aftur á einhvem
hátt vegna þess, að hún er búin til
með tilfærslum en ekki með raun-
verulegum umbótum í efnahagskerf-
inu. Þetta eru svo einfaldar staðreynd-
ir, að um þær á ekki að þurfa að
deila, hvorki við Þjóðviljann né aðra.
Þegar Morgunblaðið hvetur verka-
lýðshreyfinguna til þess að beita styrk
sínum til að ná fram raunverulegum
umbótum í efnahags- og atvinnumál-
um á blaðið að sjálfsögðu við þann
uppskurð á núverandi kerfi, sem er
óhjákvæmilegur, ef við íslendingar
eigum að brjótast út úr þeim víta-
hring, sem við eram komnir í. Þjóðvilj-
inn hefur gagnrýnt Morgunblaðið fyr-
ir að boða fijálsari innflutning á mat-
vælum og telur, að í því felist fjand-
skapur við landbúnaðinn. Spyija má:
Er það ekki mesta kjarabótin, sem
hægt er að tryggja launafólki í þessu
landi, ef hægt er að knýja fram lækk-
un á matvælum með aukinni sam-
keppni? Nú er bytjað að flytja inn
smjöidíki, sem kostar mun minna en
innlent smjörlíki. Þessi innflutningur
kemur launafólki til góða. Morgun-
blaðið hefur bent á, að innlendir kjúkl-
ingar kosta margfalt meira til neyt-
enda hér en gerist í öðram löndum.
Kjúklingaframleiðsla er ekki ein af
hinum gömlu hefðbundnu búgreinum.
Hún er miklu fremur ný iðnaðarfram-
leiðsla. Innflutningur á kjúklingum
mundi lækka verð á þessari matvöra,
og koma í veg fyrir offjárfestingu í
kjúklingaframleiðslu hér, sem hefur
hækkað verðið til neytenda. Vill Þjóð-
viljinn koma í veg fyrir slíka verð-
lækkun? Er það skoðun þess blaðs,
að íslenzkt verkafólk eigi um aldur
og ævi að bera á sínu baki byrðar
vitlausrar íjárfestingar atvinnurek-
enda í þessu landi?
Bændur fá minnst af því háa verði,
sem neytendur verða að greiða fyrir
hefðbundna innlenda búvörafram-
leiðslu. Það era milliliðimir, sem búið
er að byggja upp með æmum tilkostn-
aði miili bóndans og neytandans, sem
taka stærstan hluta þessara fjár-
muna. Tilraunir með innflutning á
slíkri matvöra mundu herða að þess-
um milliliðum. Það mundi koma bæði
bændum og neytendum til góða, ef
hægt væri að knýja fram lækkun á
þessum milliliðakostnaði. Er Þjóðvilj-
inn orðinn sérstakt málgagn þessara
milliliða?
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, talaði af mikilli skynsemi
um landbúnaðarmál á fundi í Mos-
fellsbæ fyrir nokkru. Hann benti m.a.
á nauðsyn þess, að takmarka sauð-
fjárrækt við ákveðin landsvæði og
lýsti þeirri skoðun, að það ætti að
útiloka sauðfjárrækt í landnámi Ing-
ólfs og takmarka hana mjög Ld. á
Suðurlandi, þar sem kúabúskapur
stendur með miklum blóma. Er Þjóð-
viljinn ófáanlegur til þess að ræða
slíkar skynsamlegar uinbætur f land-
búnaði. Er það vilji Þjóðviljans, að
verkamenn og sjómenn beri á baki
sínu byrðar úreltrar landbúnaðar-
stefnu um aldur og ævi?
Er ekki kominn tími til, að Þjóðvilj-
inn og raunar aðrir fjölmiðlar í þessu
landi taki þátt í jákvæðum og upp-
byggilegum umræðum um vandamál
fslenzks þjóðfélags á síðasta áratug
tuttugustu aldarinnar í stað þess að
sitja steingeldir f hjólfari gamalla og
úreltra umræðuhátta.
„Ekkiiaskatturimi“
o g Olafur Ragnar
eftirGeirH.
Haarde
Fátt hefur vakið meiri athygli í
þjóðmálaumræðu undanfarið en
borgarafundur sá gegn eignar-
skattshækkunum ríkisstjórnarinnar
sem haldinn var fyrir troðfullu húsi
á Hótel Borg í síðustu viku. Ekki
síst var það athyglisvert með hvaða
hætti fjármálaráðherra, sem veit
upp á sig hina mestu skömm í þessu
máli, brást við. Hann hvorki kom á
fundinn til að standa fyrir máli sínu
né svaraði ræðumönnum að fundi
loknum. Þess í stað boðaði hann til
sérstaks blaðamannafundar fýrir
borgarafundinn til að koma höggi
á fundarboðendur, dreifa villandi
upplýsingum og reyna þannig að
deyfa áhrif fundarins í fjölmiðlum.
Óhætt mun að fullyrða að þetta
upphlaup hafí ekki orðið hinum
slæma málstað ráðherrans til fram-
dráttar.
Ráðherrann gerði m.a. mikið úr
því að aðeins 25% framteljenda
greiddu eignarskatt. Þessi tala er
gróflega villandi. Skv. upplýsingum
frá í fyrra greiddu um 48 þúsund
manns eignarskatt af 182 þúsund
framteljendum, en I hópi framtelj-
enda eru að sjálfsögðu tugir þús-
unda unglinga í foreldrahúsum,
námsmanna og fleiri aðila sem skila
framtali en greiða af eðlilegum
ástæðum enga skatta. Þess vegna
er út í högg að tala um fjórðung
framteljenda í þessu sambandi.
Hlutfall starfandi fólks og fólks á
eftirlaunum sem greiðir eignarskatt
er að sjálfsögðu mun hærra. Það
er aumur málstaður sem veija þarf
með málflutningi af þessu tagi.
Hækkun eignarskatts
greiðist á fimm mánuðum í
haust
Skatthlutföllum í eignarskatti
var breytt þannig á Alþingi fyrir
jólin að hið almenna skattþrep var
hækkað úr 0,95% í 1,2% eða um
26% að raungildi. Þessi hækkun
lendir á öllum þeim sem eignar-
skattinn greiða, tæplega 50 þúsund
manns. Við þá hækkun bætist
hækkun fasteignamats, sem var að
meðaitali 28% á íbúðarhúsnæði, en
sú breyting er að sjálfsögðu ekki
sérstaklega á ábyrgð ríkisstjómar-
innar. Þá var bætt við sérstöku
„stóreignaþrepi“, 2,7% á eignir
umfram 7 milljónir hjá einstaklingi
en 14 milljónir hjá hjónum. Til við-
bótar kemur síðan 0,25% álag
vegna þjóðarbókhlöðunnar á eignir
umfram 4,25 milljónir króna, en
þetta álag er óbreytt frá í fyrra.
Hæsti eignarskattur á íbúðarhús-
næði getur því farið í 2,95%.
Þessum gríðarlegu hækkunum
var að sjálfsögðu harðlega mót-
mælt við meðferð málsins á Alþingi
og síðar. Þess var hins vegar e.t.v.
ekki að vænta að almenningur gerði
sér strax grein fyrir því hve miklar
hækkanir hér væru á ferðinni, því
eignarskatturinn er ekki lagður á
fyrr en í lok júlí. Nú styttist í álagn-
inguna og mun fólk þurfa að standa
undir hækkununum með fímm
greiðslum frá og með ágústmán-
uði. Hinn almenni borgari hefur
smám saman verið að átta sig á
þessu og það er ekki að undra að
reiði fólks bijótist nú út og hópur
ekkna hafí tekið sig saman um að
mótmæla hinum gríðarlegu hækk-
unum á eignarsköttum. Fullyrðing-
ar ráðherra í sjónvarpi um að hækk-
unin verði „þúsundkall" á mánuði
að meðaltali verða geymdar þar til
álagningarseðlarnir berast en
gleymast ekki þessu fólki.
Eignarskatturinn hérlendis er
þeirrar gerðar að hann leggst með
meiri þunga á einstaklinga en hjón,
þótt um jafnverðmæta eign sé að
ræða. Það er vegna þess að hjón
njóta fríeignamarks sem tveir ein-
staklingar. Þannig byijar einstakl-
ingur, einhleypingur, einstætt for-
eldri eða fráskilinn, að greiða eign-
arskatt við 2,5 milljóna króna eign
en hjón við 5 milljóna króna eign.
í þessu efni hefur verið fyrir hendi
óréttlæti sem fór vaxandi eftir því
sem skatthlutfallið var hækkað. Þó
keyrði fyrst um þverbak við skatta-
lagabreytingu þá sem stjómarliðið
og hluti Borgaraflokksins sam-
þykktu á Alþingi í.vetur.
Sjálfstæðisflokkurinn knúði
fram tilslökun
I grein er ég skrifaði í Mbl. 19.
janúar sl. tók ég m.a. dæmi af hjón-
um með 10 milljóna króna eign.
Af þeirri eign hefðu hjónin þurft
að greiða 51 þúsund krónur í eign-
arskatt og þjóðarbókhlöðuálag á
þessu ári miðað við óbreytt skatta-
lög. Þessi hjón þurfa nú að greiða
64 þúsund vegna hins hækkaða
álagningarhlutfalls. Hækkunin er
rúmlega 25% en hækkun fasteigna-
mats kemur síðan til viðbótar. Falli
annað hjónanna frá var svo um
hnúta búið í lögunum frá því í des-
ember að skattur á eftirlifandi
maka hefði hækkað í tæplega 150
þúsund, sem sagt meira en tvöfald-
ast við það eitt að annað hjónanna
félli frá. Það er þetta sem menn
hafa leyft sér að kalla „ekkna-
skatt“, þótt það sé rétt hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni að það heiti er
ekki til í Iagatexta, ekki frekar en
t.d. orðið „matarskattur“, sem heit-
ir að réttu lagi söluskattur á mat-
væli.
Fjármálaráðherra stærði sig af
því á blaðamannafundi sínum að
eignarskattslögunum hefði verið
breytt á nýjan leik nú í vor og ekkj-
um og ekklum gefín 5 ára aðlögun
að þeim eignarskattsstiga, sem
hann fékk samþykktan á Alþingi
fyrir jól. En fjármálaráðherra er
hér „að verma sitt hræ við annarra
eld“. Það var síður en svo honum
Geir H. Haarde
„Fjármálaráðherra
stærði sig af því á blaða-
mannafundi sínum að
eignarskattslögunum
hefði verið breytt á nýj-
an leik nú í vor og ekkj-
um og ekklum gefin 5
ára aðlögun að þeim
eignarskattsstiga, sem
hann fékk samþykktan
á Alþingi fyrir jól. En
flármálaráðherra er
hér „að verma sitt hræ
við annarra eld“.
að þakka að ekkjum og ekklum sem
sitja í óskiptu búi var veitt þessi
aðlögun heldur var það fyrir atbeina
stjómarandstöðunnar, ekki síst
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
sem þessi breyting var gerð.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
höfðu þráfaldlega bent á óréttlætið
í þeim lögum, sem ráðherra knúði
fram fyrir jól, og sama höfðu ein-
stakir þingmenn Kvennalista og
Frjálslynda hægri flokksins einnig
gert. Ragnhildur Helgadóttir og
fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins
fluttu frumvarp á þinginu í apríl
um að milda ekknaskattinn. Kristín
Halldórsdóttir og fleiri þingmenn
„Fyrr má nú rota en dauðrota“
eftir Ragnheiði
Einarsdóttur
Föstudaginn 16. sl. birtist í Þjóð-
viljanum, málgagni Jjármálaráð-
herra, greinarstúfur, undir fyrir-
sögninni: „Fyrr má nú rota en dauð-
rota“. Þó lesningin sé ófögur, tel
ég nauðsynlegt að fólk eigi þess
kost að kynnast þeim viðhorfum
sem þar koma fram: „íhaldið lætur
ekkert tækifæri ónotað til að koma
höggi á ríkisstjómina og þá sérstak-
lega fjármálaráðherra og beita í
þeim leik ýmsum brögðum. Það
nýjasta í þeim efnum var þegar ein-
hver stórskrýtnasti mótmælafundur
gegn meintum hækkuðum eigna-
skatti var haldinn á Hótel Borg í
vikunni. Þar var samankominn
fríður flokkur ekkna og ekkla sem
varla gat hreyft sig fyrir skart-
gripaglingri, rándýmm fötum og
úti fyrir var hver glæsikerran á
fætur annarri. Hópurinn sem var
kominn nokkuð til ára sinna á það
sammerkt að búa í íburðarmiklum
og alltof stómm skuldlausum ein-
býlishúsum, sem byggð vom m.a.
fyrir óverðtryggð lán“.
Það er átakanlegt að skynja þá
heift sem þama býr að baki, þó
sleppt sé rangfærslunum. Er séð
ofsjónum yfir því að til skuli vera
hópur eldra fólks, sem með lífsstarfi
sínu og áratuga spamaði hefur
eignast húsnæði sem það á mikið
til skuldlaust?
Sama dag og fundurinn var hald-
inn boðaði ijármálaráðherra full-
trúa ijölmiðla til sín, greinilega í
þeim tilgangi að spilla fyrir fundin-
um. Ráðherra sagði að þetta væri
„Ég tel mig mæla fyrir
munn allra ellilífeyris-
þega sem búa í skuld-
lausum íbúðum þegar
ég segi: Það sem við
eigum í dag skuldlaust
erum við búin að borga
alla skatta og skyldur
af — ekki bara einu
sinni — heldur mörgum
sinnum.“
bara eins og hver annar kosninga-
áróður hjá Sjálfstæðisflokknum til
þess að koma ákveðnum einstakl-
ingum á framfæri. Sannleikurinn
væri sá að eignaskattur hjá
ekkju/ekklum yrði lægri núna en í
fyrra. Hverju átti maður að trúa?
Fjármálaráðherra sagði að skattur-
inn lækkaði, fundarboðendur að
hann hækkaði.
Á fundinum kom fram það sem
fjármálaráðherra hafði nefnt að
eftirlifandi maki nýtur óbreyttra
álagningarreglna í 5 ár eftir lát
maka síns. En hvað um stóra hóp-
inn sem misst hefur maka sinn fyr-
ir meira en 5 árum? í umfjöllun
fjölmiðla síðustu daga hefur komið
fram, svo ekki verður um villst, að
eignarskattar þessa hóps hafa
hækkað svo með ólíkindum er.
Kannski er Þjóðarbókhlöðuskattur-
inn og álagning hans eitt gleggsta
dæmið um vanhugsuð vinnubrögð
ríkisvaldsins. Er nokkur furða að
ugg setji að öldruðu fólki? Er mann-
legi þátturinn í samskiptum ríkis-
valdsins og þegnanna einskis met-
inn? Á að hegna fólki á efri árum
fyrir að hafa eignast góða íbúð, sem
í dag gefur ekki af sér nema örygg-
ið fyrir eigandann, að verða ekki
sagt upp húsnæðinu.
Ég tel mig mæla fyrir munn allra
ellilífeyrisþega sem búa í skuldlaus-
um íbúðum þegar ég segi: Það sem
við eigum í dag skuldlaust erum
við búin að borga alla skatta og
skyldur af — ekki bara einu sinni
— heldur mörgum sinnum. Við sem
misst höfum maka okkar þökkum
fyrir að geta hjálparlaust haldið
húseign okkar nokkurn veginn við.
Við óskum þess eins að fá að lifa
í friði og sátt á okkar gamla heim-
ili og ylja okkur við minningar lið-
inna ára. Meðan við höfum heilsu
til að búa á eigin heimili án stuðn-
ings þess opinbera, spörum við í
rauninni ríkinu stórfé.
Engan eignaskatt og engan
Þjóðarbókhlöðuskatt á aldraða.
Höfundur er ekkja íReykjavík.
Kvennalistans, sem séð höfðu að
sér í máli þessu, fluttu og frumvarp
sem gekk í sömu átt. Fjármálaráð-
herra streittist hins vegar gegn
breytingunni fram á síðasta dag.
Hann féllst þó loks á þá kröfu
Matthías Bjarnasonar í ijárhags-
og viðskiptanefnd að meginefnið í
frumvarpi sjálfstæðismanna yrði
fellt inn í frumvarp um ráðstafanir
vegna kjarasamninga, en þó þannig
að ívilnunin yrði ekki ótímabundin,
eins og frumvarp sjálfstæðismanna
gerði ráð fyrir, heldur bundin við 5
ár. Einnig var tekið upp skilyrði
um óskipt bú úr frumvarpi kvenna-
listakvenna.
Ekknaskatturinn er lægri
en ráðherra ætlaðist til
Það er því holur tónn í sjálfshóli
ráðherra nú þegar hann hælist um
yfír þessari breytingu. En hitt er
rétt, þessi lagabreyting, sem stjórn-
arandstaðan knúði fram gegn vilja
ráðherra, leiðir til þess að fólk sem
missti maka sína á árunum 1984
til 1988 fer mun skár út úr eignar-
skattsbreytingunum en Olafur
Ragnar Grímsson ætlaðist til. Bæði
tókst að knýja fram þessa leiðrétt-
ingu nú og fyrir jólin tókst að fá
mörkin í hinu svokallaða stóreigna-
þrepi hækkuð úr sex milljónum í
sjö. Getur hver og einn séð fyrir
sér hver skattþyngingin hefði orðið
hefði ráðherrann fengið öllu því
framgengt, sem hið upphaflega
frumvarp hans í desember gerði ráð
fyrir.
Enginn vafi er á því að mörgum
mun bregða í brún þegar þeir fá
eignarskattsseðilinn sinn í hendur
eftir u.þ.b. mánuð. Eflaust munu
hinir sómakærari stjómarþingmenn
einnig hrökkva við þegar það renn-
ur upp fyrir þeim hvað fjármálaráð-
herra plataði þá í vetur til að sam-
þykkja. Á því er heldur enginn vafí
að þessar hækkanir í nafni jafnrétt-
is og félagshyggju munu óhjá-
kvæmilega leiða til hækkunar á
húsaleigu og gera þannig hag leigj-
enda enn verri en áður. Eflaust
þykir stjórnarherrunum það ekki
athugavert.
Hitt er ljóst að almenningi þykir
eitthvað athugavert við aðfarir
ríkisstjómarinnar í þessu máli. Það
hlýtur að verða forgangsverkefni
nýrrar ríkisstjómar að afmá þann
minnisvarða, sem fjármálaráðherra
hefur reist sér í þessu máli.
P.s. Það er í samræmi við aðrar
blekkingar ríkisstjómarinnar í
skattamálum að hún skuli telja
lögákveðna hækkun barnabóta og
persónuafsláttar 1. júlí, og þar með
hækkun skattleysismarka, sérstaka
aðgerð af sinni hálfu til að „styrkja
grundvöll nýgerðra kjarasamn-
inga“. Eru menn búnir að gleyma
því hvernig þessi sama stjóm með
fjármálaráðherra í broddi fylkingar
lækkaði skattleysismörkin um
síðustu áramót og hækkaði þar með
skatta lágtekjufólks?
Höfundur er einn af
alþingismönnum Sjálfstæðisflokks
fyrir Reykjavíkurkjördæmi.
Noregur:
Sjávarútvegurinn hagnast á
innflutningi landbúnaðarvöru
„BÆNDUR eru eina stéttin, sem er með sinn eiginn stjórnmála-
flokk, og oddastaða þeirra á þingi skýrir Jíklega það hálfgerða
neitunarvald, sem þeir hafa í verslunar- og viðskiptamálum þjóðar-
innar.“ Þetta kemur fram í grein, sem Finn Bergesen, formaður í
samtökum sjávarútvegsins í Noregi, skrifar í félagsblað samtak-
anna en í Noregi fer nú fram mikil umræða um væntanlegar samn-
ingaviðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópu-
bandalagsins (EB). Dagblaðið Aftenposten skýrði frá þessu í síðustu
viku en Bergesen segir meðal annars, að unnt sé að ná betri kjör-
um fyrir norskar sjávarafurðir innan EB með því að kaupa þaðan
landbúnaðarafiirðir.
. Bergesen segir i viðtalinu, að
landbúnaðurinn hafí haft óeðlileg
áhrif á norsk viðskiptamál. „Hann
hefur hindrað umbætur í fqálsræð-
isátt og komið um leið í veg fyrir
bætt kjör annarra útflutnings-
greina. Á það ekki síst við um sjáv-
arútveginn, sem flytur út fyrir um
80 milljarða ísl. kr. árlega. Hann
hefur orðið að gjalda þess, að í al-
þjóðlegum viðskiptum er litið sömu
augum á verslun með físk og land-
búnaðarvöru,“ segir Bergesen.
„Þegar horft er á þýðingu norsks
landbúnaðar fyrir eftiahags- og at-
vinnulífíð hljóta menn að furða sig
á, að hann skuli hafa þetta ofur-
vald í viðskiptamálunum. Hugsan-
leg skýring er, að þótt bænda-
ákvæðin hafi verið numin burt úr
stjómarskránni þá svífi andi þeirra
enn yfír vötnunum og önnur ástæða
er, að bændur eru eina stéttin, sem
hefur eigin stjórnmálaflokk og hann
hefur oddaaðstöðu á þingi,“ segir
Bergesen í greininni.
Hann telur, að unnt sé að ná
betri kjörum fyrir norskar sjávaraf-
urðir á EB-markaðnum með því að
kaupa þaðan landbúnaðarvörur.
„Vinnuhópar á vegum Evrópu-
bandalagsnefndar ríkisstjórnarinn-
ar hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að unnt sé að ná hagstæðari samn-
ingum um sölu sjávarafurða til EB
með því að kaupa í staðinn land-
búnaðarvöru þaðan. Lítið eða ekk-
ert hefur þó verið aðhafst og skýr-
ingin hlýtur að vera sú, að stjóm-
málamennimir veigri sérvið að taka
erfiðar ákvarðanir þegar landbún-
aðurinn er annars vegar,“ segir
Finn Bergesen.
Austanljaldsríkin:
Endurreisn Nagys
vekur ekki hrifiiingu
Vín. Reuter.
SÚ ákvörðun ungverskra stjórn-
valda að veita Imre Nagy uppreisn
æru hefur valdið nokkrum óróa í
mörgum austantjaldsríkjum. Bilið
á milli umbótasinna og afturhalds-
manna í kommúnistaríkjum Aust-
ur-Evrópu virðist hafa breikkað.
Imre Nagy, forsætisráðherra Ung-
veijalands, var tekinn af lífí 1958
fyrir landráð. Hann hefur nú fengið
uppreisn æra og síðasta föstudag fór
fram minningarathöfn um hann á
Hetjutorginu í Búdapest. 250.000
manns vora viðstaddir athöfnina og
við það tækifæri kröfðust margir
ræðumenn fijálsra kosninga og þess
að sovéski herinn yrði kallaður heim.
Þetta olli nokkrum titringi í Tékkó-
slóvakíu, þar sem tilraun var gerð
til að koma á „sósíalisma með mann-
legri ásjónu" árið 1968 en sovéski
herinn braut hana á bak aftur.
Að sögn vestrænna stjórnarerind-
reka hafa atburðirnir í Ungveijalandi
orðið til þess að breikka bilið á milli
umbótasinna og íhaldsmanna í aust-
antjaldslöndunum. Af orðum Jan
Fojtik, aðalhugmyndafræðings tékk-
neskra stjórnvalda, mátti skilja að
þau hefðu ekki í hyggju að endur-
meta innrás Sovétmanna. Hann var-
aði Ungveija við að láta útför Nagys
verða tákn fyrir útför kommúnism-
ans. „ Meðal þeirra sem vilja end-
urnýjun sósíalismans eru alltaf ein-
Kista Imre Nagys, forsætisráðherra Ungveijalands, sem tekinn var
af lífi fyrir landráð árið 1958, er hér borin til grafar að nýju 16. júní
s.l. Lengst til hægri er Imre Pozsgay, félagi í stjórnmálaráði ung-
verska kommúnistaflokksins, og við hlið hans er Miklos Nemeth,
forsætisráðherra landsins.
hveijir andstæðingar sósíalismans,
gagnbyltingaröflin," sagði Fojtik.
Annar eldri hugmyndafræðingur sem
talinn er hafa unnið að undirbúningi”’
innrásar Sovétmanna 1968, sagðist
óttast að ófremdarástand væri að
skapast í Ungveijalandi og Póllandi.
Rúmenar og Albanir hafa gagn-
rýnt það að Nagy skyldi jarðaður
með viðhöfn og sögðu útförina
„andsósíalíska“ og bera vott um þjóð-
rembing. Fjölmiðlar í Austur-Þýska-
landi sögðu að minningarathöfnin
hefði verið mótmælafundur gegn
Kommúnistaflokknum og Sovétríkj-
unum.
Dómsmálaráðherra Ungveijalands
sagði fyrr í þessari viku að virðing
fyrir mannréttindum væri að aukast
í Austur-Evrópu og að sú þróun
væri óumflýjanleg. Verið væri að
semja nýja stjómarskrá fyrir Ung-
veijaland þar sem lögð yrði rík
áhersla á mannréttindi, svo sem tján-
ingarfrelsi og hugsanafrelsi. Ung-
verski kommúnistaflokkurinn hefur
lofað að fjölflokkakerfi verði tekið
upp og fijálsar kosningar hafa verið
boðaðar í júní á næsta ári.
Ofan gefiir skatt á skatt
eftir Hreggvið Jónsson
AÐGERÐIR verkalýðshreyfing-
arinnar undanfarið hafa vakið
athygli. Fyrir okkur sem höfiim
setið í stjórnarandstöðunni á Al-
þingi vekja þessar aðgerðir jafii-
framt spumingar, sem við vænt-
um svara við. Þau tvö_þing, sem
ég hefi setið á Alþingi Islendinga
hefi ég barist af hörku gegn
skattahækkunum. Á sama tima
hefiir vart æmt né skrimt í verka-
lýðsforystunni og hún heftir nán-
ast samþykkt allar þessar hækk-
anir, þar til nú. Þeir menn, sem
setið hafa á Alþingi á sama tíma
og ero kunnir, sem verkalýðs-
foringjar hafa greitt þessum
hækkunum atkvæði sitt án þess
að blikna. Það er því tími til
kominn, að verkalýðsforystan
taki höndum saman við hægriöfl-
in í landinu og beijist fyrir raun-
verulegum kjarabótum, en hætti
þessu daðri sínu við vinstriöflin,
sem hafa svo sannarlega sýnt sitt
rétta andlit.
Hver samþykkti
bensínskattinn?
í dag og í gær var verið að mót-
mæla bensínskattinum og er það
vel. Það vekur hins vegar þá spurn-
ingu, hver samþykkti nýja bensín-
skattinn? Bensínskatturinn var
samþykktur fyrst í fjárveitinga-
nefnd Alþingis, þar sem allir aðrir
flokkar en Fijálslyndi hægriflokk-
urinn eiga fulltrúa og síðan í sölum
Alþingis án atkvæða Fijálslynda
hægriflokksins með samþykkt
vegaáætlunar nú í vor. Samninga-
mönnum verkalýðshreyfingarinnar
var því fullkunnugt um þessa hækk-
un, löngu áður en þeir skrifuðu
undir samkomulagið við ríkisstjóm-
ina um nýja kjarasamninga. Það
er því fullkomið ábyrgðarleysi hjá
þeim verkalýðsleiðtogum og stjórn-
„Það er g-leðilegt til
þess að vita, að Sjálf-
stæðisflokkurinn skuli
nú hafa nálgast sjónar-
mið okkar í Frjálslynda
hægriflokknum með því
að hafha þjóðarbók-
hlöðuskattinum og í það
minnsta lagfæra álagn-
ingarreglur eignar-
skatta. “
málamönnum, sem hafa gleymt
þessu nú.
Fijálslyndir hægrimenn
einir á móti
eignarsköttupum?
Umræður um eignarskattinn eru
nú loksins komnar í hámæli. í
Hreggviður Jónsson
síðustu viku var haldinn 700 manna
fundur á Hótel Borg um málið.
Margir tóku til máls auk frummæl-
enda og er greinilegt, að menn eru
smám saman að átta sig á því órétt-
læti, sem álagning eignarskatta er
í dag. Á þessum fundi undirstrikaði
ég enn einu sinni, að við Ingi Björn
Albertsson fluttum frumvarp til
laga (310. mál Alþingis) um niður-
fellingu á eignarsköttum á íbúðar-
húsnæði. í greinargerð með því
frumvarpi sést greinilega hið hróp-
andi misvægi á sköttun samskonar
íbúðarhúsa, eftir landshlutum og
hvort um hjón eða einstaklinga er
að ræða. Framvarp þetta hlaut ekki
stuðning á Alþingi þá og lítil um-
ræða var um það. Jafnframt var
breytingartillaga sama efnis frá
okkur Inga Birni við frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um ráðstafanir í efna-
hagsmálum (svokallaður bandorm-
ur) kolfellt, aðeins Ragnhildur
Helgadóttir veitti málinu atkvæði
sitt. Þá hljóta þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins að bera fullkomna
ábyrgð á framlengingu þjóðarbók-
hlöðuskattsins til næstu 10 ára.
En á síðasta þingi lögðu þeir fram
frumvarp til laga um framlengingu
þess skatts til frambúðar. Skattur-
inn, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði
til átti samkvæmt frumvarpinu að
renna til framkvæmdasjóðs á sviði
menningarmála. Menntamálaráð-
herra var ekki seinn á sér að flytja
frumvarp til laga um sérstakan
skatt, sem renna á til Þjóðarbók-
hlöðu og endurbóta menningar-
bygginga. Þetta frumvarp átti síðan
greiða leið um sali Alþingis, enda
aðeins fyrirstaða hjá þingmönnum
Fijálslynda hægriflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn
nálgast Fijálslynda hægri
Það er gleðilegt til þess að vita,
að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú
hafa nálgast sjónarmið okkar í
Fijálslynda hægriflokknum með því
að hafna þjóðarbókhlöðuskattinum
og í það minnsta lagfæra álagning-
arreglur eignarskatta. Við bjóðum
þá velkomna til samstarfs og með-
flutnings á lagafrumvarpi um þetta
efni á komandi hausti. Ibúar
Reykjavíkur og Reykjaness eiga
ekki nánast einir að bera eignar-
skatta af íbúðarhúsnæði, hvað þá
þjóðarbókhlöðuskattinn, sem lendir
fyrst og fremst á einhleypingum.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Frjálslynda hægriflokkinn í
Reykjavikurkjördæmi.