Morgunblaðið - 23.06.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 23.06.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989 21 Jónsmessu- hátíð við Norræna húsið Jónsmessuhátíð verður haldin við Norræna húsið í dag fóstu- daginn 23. júní. Þessi samnorræna Jónsmessu- hátíð sem bytjar klukkan 20 hefur verið skipulögð sameiginlega af norrænu vinafélögunum í Reykjavík og Norræna húsinu. Jónsmessustöngin verður reist um klukkan 20.30 og eldurinn verður kveiktur um tíuleytið. Síðan skeið sól í tónleikaferð Rokkhljómsveitin Síðan skein sól ætlar í hljómleikaför um Austur-, Norður- og Vesturland í júni og júlí. Nú eru að koma út á safnplötu frá Skífunni tvö ný lög með Síðan skein sól, lögin Leyndarmál og Dísa, sem verða að sjálfsögðu leik- in í hljómleikaferðinni. Síðan skein sól heldur hljómleika á eftirtöldum stöðum: 23. júní Reyðarfirði. 24. júní Seyðisfirði. 25. júní Vopnafirði. 26. júní Kópa- skeri. 27. júní Húsavík. 288. júní Grenivík. 29. júní Uppanum, Akur- eyri. 30. júní Uppanum, Akureyri. 2. júlí Skagaströnd. 3. júlí Hvamm- stanga. 4. júlí Ólafsvík. 5. júlí Hell- issandi. 6. júlí Hótel Borg, Reykjavík. Laugarásbíó sýn- ir „Hörkukarla“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Hörkukarl- ar“. Með aðalhlutverk ferð Gene Hackman og Jeff Fahey. Hörkukarlar er kvikmynd um baráttu á milli hins góða og þess illa í hnefaleikum. Hún er um þrjá ættliði boxara, afinn komst aldrei langt, faðirinn er góður en strang- ur þjálfari. Synij hans er ólíkir, annar æfír fyrir Ólympíuleikana en hinn er flæktur í spillingu atvinnumensk- unnar. Ásgeir Lárusson við eitt verka sinna. Ásgeir sýnir í Ásmundarsal ÞESSA dagana heldur Ásgeir Lárusson sína níundu einkasýn- ingu í Ásmundarsal við Freyju- götu. Ásgeir hefur m.a. sýnt í Gallerí SÚM, Suðurgötu 7, Gallerí Gijóti og tekið þátt í íjölda samsýninga. Á sýningu Ásgeirs í Ásmundar- sal eru 31 verk öll unnin í gvass, blek og akrýl. Opið er virka daga klukkan 13-18 og um helgar klukk- an 13.30-20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25.6. Háskólafyrirlest- ur um störf Sænsku akade- míunnar STURE Allén prófessor, ritari Sænsku akademíunnar, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Is- lands og Norræna hússins mánu- daginn 26. júni klukan 20.30 í Norræna húsinu. ’ Fyrirlesturinn nefnist „Svenska Akademien och dess arbete" og fjallar um störf akademíunnar sænsku. Hann verður fluttur á sænsku og er öllum heimill aðgang- ur. Sture Allén er prófessor í mál- tölvun (málvísindalegri gagna- vinnslu) við háskólann í Gautaborg. Hann hefur oft áður flutt fyrir- lestra á íslandi um málfræðileg efni, helst tengd tölvuvinnslu, en hann er brautryðjandi í máltölvun á Norðurlöndum. Hann var kjörinn í Sænsku aka- demíuna 1980 og hefur verið fasta- ritari hennar síðan 1986. Búskapur í Ár- bæjarsafiii DAGANA 21.-25. júní geta borg- arbúar komið í Árbæjarsafn og fengið smá hugmynd um búskap- arhætti fyrri tíma. Á safninu verða kýr, kindur, hestar, kettir, hundar og hænsni. Öll verða dýrin með afkvæmi sín. Daglega verður eitthvað um að vera sem tengist búskapnum, má þar nefna fyrir utan fóðrun dýr- anna, rúning, mjaltir og smölun. Safnið er opið daglega (ekki mánudaga) frá klukkan 10-18. (Úr fréttatilkynningu) Aheitahandboð- ganga FIMMTÁN piltar úr meistara- flokki fimleikadeildar Ármanns leggja af stað frá Kringlunni I Reykjavík á morgun Iaugardag- inn 24. júní klukkan 11 ogganga á höndum að veitingahúsinu Kabarett, Austurstræti. Ætlunin er að slá núvrandi ís- landsmet í hanboðgöngu sem er handaganga frá Ármannsheimilinu við Sigtún og niður á Lækjartorg. Tilgangurinn með göngunni er að safna peningum til styrktar piltum í meistaraflokki Ármanns í fimleik- um. Atriði úr myndinni „Með allt í lagi“ sem Bióhöllin sýnir um þessar mundir. Blóhöllin sýnir „Með allt í lagi“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á myndinni „Með allt í lagi“. Með aðalhlutverk fara Tom Selleck og Paulina Porizkova. Leikstjóri er Bruce Beresford. Phil Blackwood (Tom Selleck) er vinsæll höfundur metsölubóka, þar sem einkaspæjarinn Peter Swift er aðalsögupersónan. Hann er manna slyngastur í sínu fagi og kemst að sjálfsögðu oft í hann krappan en sleppur jafnan vegna snarræðis síns og hugrekkis. Atriði úr myndinni „Undra- steinninn 11“ sem Bíóborgin sýn-' ir um þessar mundir. Bíóborgin sýnir „Undrasteinn II: Endurkoman“ BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Undrasteinn II: Endurkoman“. Með aðalhlut- verk fara Don Ameche og Wil- ford Brimley. Leikstjóri er Dani- el Petrie. Fyrri myndinni lauk þannig að hópur jarðarbúa fer til Antareu í geimfari þaðan en nú er svo kom- ið, að nauðsynlegt þykir að efna til leiðangurs til Jarðar frá Ant- areu. Þeim einstaklingum, sem höfðu orðið eftir á sínum tíma, á að gefast kostur á að snúa aftur. Hljómsveit Finns Eydals í Dans- húsinu HLJÓMSVEIT Finns Eydals, Helena og Alli, munu skemmta í Danshúsinu í Glæsibæ, helgina 23. og 24. júní. Hljómsveitina skipa Finnur Ey- dal sem leikur m.a á saxafón og klarinett, Helena Eyjólfs sem syng- ur, Alfreð Almarsson sem leikur gítar og syngur, Ámi Ketill Frið- riksson sem sér um trommumar og Sigurður Þórarinsson sem leikur á hljómborð. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var frá sýningu Krisfjáns Davíðssonar í Nýhöfii, misritaðist eitt orð úr sýningar- skrá, sem breytti merkingu fréttarinnar. Sagt var að málverk Kristjáns væm hvorki hefðbundin né óhlut- bundin. Þar átti að standa, að málverk hans væm hvorki hlut- bundin né óhlutbundin. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. IBM á íslandi: Ný tækni við talkennslu Talþjálfunarbúnaður frá IBM og Isbliss tjáskiptahugbúnaður sem auðveldar tal- og hreyfihöml- uðum að koma hugsunum sinum á framfæri er meðal þess sem sýnt verður í opnu húsi IBM á Islandi í dag, föstudaginn 23. júní. Fjallað verður um notkun tölva við kennslu og sýndur hugbúnaður og vélbúnaður fyrir skólakerfið. Fjór- ir erlendir fyrirlesarar frá háskólum í Bandaríkjunum og Evrópu flytja erindi um tölvur og notkun þein-a við kennslu, auk þess sem Jón Guð- mundsson, kennari við Hallormsstað- arskóla, og Kristinn Jónsson, kenn- ari við Melaskóla, greina frá reynslu sinni og nemendanna af tölvusam- skiptaverkefni IBM og gmnnskól- anna við nemendur og kennara í Danmörku. Átta íslenskir gmnnskól- ar vítt og breytt um landið eiga nú greiða möguleika til samskipta við nemendur í Danmörku. Tíu ára rannsóknarstarf skilar góðum árangri, kynntar verða nokkr- ar nýjungar á tölvusviðinu m.a. „Spe- ech Viewer", sem einkum er ætlaður talkennurum og öðmm þeim sem þjálfa einstaklinga sem eiga við tal- og heymarörðugleika að etja. Holtskjör: Vöruverð lækk- að allt að 30% KAUPMENNIRNIR fjórir, sem' reka verslunina Holtskjör við Langholtsveg, hafa ákveðið að lækka verð á þeim matvörum, sem þeir versla með um allt að 20 til 30% af meðalverði í kaupmanns- búð. Að sögn Benedikts Ólafssonar kaupmanns, gerðu eigendur verð- samanburð í nokkmm stórmörkuðum og telur hann að vömverð í Holts- kjömm komi næst á eftir stórmörk- uðunum eftir að það var lækkað. „Við höfum verið með um 100 manns í reikning hjá okkur og ákváðum að fara frekar þá leið að hætta að skrifa hjá fólki en lækka þess í stað vöm- verðið," sagði Benedikt. Hann sagði að ekki yrði mikill hagnaður af versl- uninni fyrst í stað eftir breytinguna en hann hefði trú á að úr rættist þegar fram í sækti. FiskverA á uppboðsmörkuðum 22. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 55,00 47,00 52,13 8,912 464.558 Ýsa 82,00 55,00 77,23 1,823 140.825 Karfi 29,00 29,00 29,00 0,213 6.189 Ufsi 21,00 15,00 20,04 0,343 6.883 Steinbítur 48,00 48,00 48,00 0,781 37.483 Langa 32,00 32,00 32,00 0,123 3.939 Lúða 110,00 70,00 100,41 0,119 11.954 Koli 62,00 58,00 58,26 0,543 31.626 Samtals 54,71 12,858 703.457 i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 62,00 49,00 56,01 14,492 811.981 Ýsa 87,00 60,00 75,00 13,678 1.025.846 Karfi 29,00 25,00 28,54 96,058 2.741.459 Ufsi 33,50 15,00 31,44 50,377 1.583.808 Steinbítur 50,00 37,00 35,46 0,227 11.037 Lúða 190,00 120,00 155,03 0,177 27.440 Skarkoli 64,00 15,00 36,06 1,876 67.640 Samtals 35,43 177,057 6.273.481 Selt var meðal annars úr Viðey RE, Freyju RE og Þorláki ÁR. í dag verða meðal annars seld 10 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 115 tonn af karfa og 36 tonn af ufsa úr Viðey RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(2.n.) 55,00 50,50 51,46 5,199 267.560 Ýsa(2.n.) 77,00 35,00 64,47 1,870 120.563 Karfi 29,00 24,00 27,96 1,626 45.465 Ufsi(2.n.) 32,50 27,50 28,03 2,271 63.648 Steinbftur(2.n.] 21,00 15,00 19,60 0,130 2.556 Langa(2.n.) 34,50 34,50 34,50 1,251 43.160 Lúöa 215,00 110,00 145,80 263,20 38.375 Skata 112,00 112,00 112,00 0,009 1.008 Skötuselur 305,00 305,00 305,00 0,004 1.068 Samtals 46,22 12,623 583.403 Selt var úr Búrfelli KE. I dag verða meðal annars seld 20 tonn af blönduðum afla úr Gnúpi GK og óákveðið magn af þorski, ufsa og löngu úr Hrungni GK. Fiskmar á Olafefirði setur sjávarnasl á markaðinn Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri Frostmar og Jón Rúnar Kris- tjónsson, ein stjórnarmanna þess við vinnsluna í húsakynnum Iðn- tæknistofiiunar. FISKMAR hf á Ólafsfirði hefur í samvinnu við Iðntæknistofiiun sett á markaðinn sjávarnasl undir nafninu Krossfiskar. Sjávarnaslið er að stofiii til unnið úr fiski með háþrýstisuðu, en slík vinnsla er einsdæmi í heiminum að sögn framleiðenda. Iðntæknistofnunhefur unnið að þróun naslsins síðastliðin þijú ár ásamt Fiskmar í samvinnu við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og með styrk frá Rannsóknarsjóði Rann- sóknarráðs ríkisins. Fé hefur einnig komið frá Iðnlánasjóði, en alls hefur verið varið 15 til 20 milljónum króna til vinnslunnar. Fiskhold er meginuppistaða hrá- efnisins, sem naslið er framleitt úr. Það gerir vömna próteinríka og eyk- ur hollustuna að sögn framleiðenda. Eingöngu em notuð þorskflök í vinnsluna og líða ekki fleiri en þrír dagar frá því fiskurinn veiðist og þar til hann er unninn. Að auki em notað- ar valdar mjöltegundir og náttúruleg litarefni. Djúpsteiking er algengasta framleiðsluaðferðin á nasli, en með þvf að nota háþrýstisuðu, eins og hér er gert, er komizt hjá miklu fituinni- haldi. Fyrirhugað er að Sjávamasl verði einkum framleitt til útflutnings, þó fyrst um sinn verði það eingöngu selt innan lands. Vömmerkið er Sjávarnasl, en nafn vörannar er Krossfiskar vegna lög- unnar naslsins. Nú er hafin fram- leiðsla með þremur bragðtegundum; pakriku, lauk og chili og jurta- kryddi, en brátt verður tveimur nýj- um bragðtegundum bætt við, salami og tortilla. Hugmyndina að Sjávam- asli átti Sigurður Bjömsson fram- kvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.