Morgunblaðið - 23.06.1989, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989
Leikfélag
Akureyrar:
Vill kaupa eða
eða leigja iðn-
aðarhúsnæði
LEIKFÉLAG Akureyrar hefur
óskað eftir að kaupa eða leigja
um 200 fermetra iðnaðahúsnæði
-sem nota á sem smíðaverkstæði
og geymslur.
Sigurður Hróarsson leikhússtjóri
sagði að smíðaverkstæðið hefði
hingað til verið í leikhúsinu sjálfu
og það væri fyrir löngu búið að að
sprengja starfsemina utan af sér.
Hann sagði að allir möguleikar
yrðu skoðaðir, en þörf væri fyrir
húsnæðið, þvi vegna plássleysis
væri ekki hægt við núverandi að-
stæður að smíða leikmyndir í heilu
lagi. Þá væri einnig þörf fyrir meira
geymslurými, ef það væri fyrir
hendi yrði hægt að geyma ýmsa
hluti og nota aftur síðar í stað þess
að þurfa að henda hlutunum.
Frá aðalfúndi Kisiliðjunnar í gær.
Kísiliðjan:
Morgnnblaðið/Rúnar Þór
Manville kaupir 8,7% af ríkinu
Nýr, glæsilegur
sumarmatseðill.
★
Dansleikur
á laugardagskvöld.
★
Heimilislegur matseðill.
y HótelKEA.
Kísiliðjumenn vilja geta gert fleira en vinna kísilgúr
Rekstrarfjárstaða Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit er mjög góð,
en langtímaskuldir hennar nema einungis 560 þúsundum króna.
Aðalfúndur Kísiliðjunnar hf. var haldinn á Hótel Reynihlíð í gær,
fímmtudag, og þar var meðal annars ákveðið að Manville kaupi 8,7%
hlut af rikinu. Samningar þar um verða undirritaðir í iðnaðarráðu-
neytinu nú í dag.
Kísiliðjan hefur skilað hagnaði
frá árinu 1983, en hagnaður síðasta
árs nam 8,9 milljónum króna eftir
að skattar hafa verið greiddir. „Það
er vel viðunandi efns og ástandið er
í landinu nú,“ sagði Róbert B. Agn-
arsson framkvæmdastjóri Kísiliðj-
unnar hf. í samtali við Morgun-
blaðið.
Heildarvelta síðasta árs var
438,6 milljónir króna. Eigið fé fyrir-
tækisins er 95% og veltufjárhlut-
fall, þ.e. hlutfall á milli veltufjár-
muna fyrirtækisins og skammtíma-
skulda, er 7, sem er mjög gott, að
sögn Róberts. „Rekstrarfjárstaðan
er mjög góð og Iangtímaskuldir
okkar eru 560 þúsund krónur.
Þannig að þetta lítur vel út,“ sagði
Róbert.
Kísiliðjan hefur skilað hagnaði
frá árinu 1983, uppreiknað með
byggingarvísitölu var hagnaður
ársins 1983 24 milljónir, 24 milljón-
ir 1984 og ári síðar 41 milljón,
1986 var hagnaðurinn 28 milljónir
og 14 milljónir fyrir árið 1987.
Á síðasta ári framleiddi verk-
smiðjan rúmlega 25 þúsund tonn
af kísilgúr. Útflutningur nam tæp-
um 26 þúsund og fimm hundruð
tonnum og á innanlandsmarkaði
voru seld um 40 tonn. Róbert sagði
að framleiðslan hefði verið 7,7%
meiri á síðasta ári en á árinu á
undan og rúmlega 15% aukning á
útflutningi að magninu til. Hann
sagði innanlandsmarkaðinn nokkuð
stöðugan, en með tilkomu bjórsins
gæti aukningin orðið nokkur, þar
sem kísilgúr er notaður til síunar á
bjór. Aukningin yrði þó ekki umtals-
verð.
Á aðalfundinum var ákveðið að
ríkið seldi Manville 8,7% hlutaQár
í Kísiliðjunni, þannig að eftir söluna
á ríkið 51% hlut í fyrirtækinu, sem
er sama hlutfall og það átti fyrir
hlutafjáraukninguna árið 1982.
Manville mun þá eiga 48,6% í fyrir-
tækinu, en 17 sveitarfélög á Norð-
urlandi eiga 0,4% hlut.
Róbert sagði að nú væri unnið
að því að auka fjölbreytni hjá
Kísiliðjunni, en hingað til hefði hún
haft þann tilgang einan að fram-
leiða kísilgúr. „Menn eru sammála
um að breikka starfssviðið þannig
að Kísiliðjan geti ijárfest í svo að
segja hveiju sem er. Þetta hefur
verið til umræðu í stjóminni um
nokkurn tíma og á hluthafafundi
var samþykkt ályktun um að beina
því til iðnaðarráðuneytisins að
gangast fyrir breytingu á lögum
fyrirtækisins.“ Róbert sagði að
ýmislegt kæmi til greina varðandi
breiðara starfssvið Kísiliðjunnar,
m.a. frekari vinnsla á kísilgúr auk
fleiri atriða.
Á fundinum í gær var samþykkt
að styrkja átak Landgræðslu ríkis-
ins með 300 þúsund króna fram-
lagi, en fyrirhugað er að girða um
17 kílómetra af landi upp frá
Reykjahlíðarlandi og að Námafjalli
og helja átak í landgræðslumálum
í framhaldi af því. Þá má nefna að
á síðasta ári gaf Kísiliðjan Land-
græðslunni 3,5 tonn af kísilgúr og
í ár verða það 10 tonn, en kísilgúr-
inn er notaður til að úða grasfræ,
þau verða þyngri og dreifing þeirra
þar með markvissari. Að lokum má
svo nefna að í ár verða settar niður
plöntur í umhverfi Kísiliðjunnar og
starfsmannabústaða hennar fyrir
nokkur hundruð þúsunda, að sögn
Róberts.
Starfsmenn Kísiliðjunnar voru að
meðaltali 64 á síðasta ári.
Átthagamót Arnarneshrepps
Þetta árið látum við duga að halda okkar vinsæla átt-
hagaball. Það verður í Hlíðarbæ laugardaginn 8. júlí
og hljómsveit llluga leikur fyrir dansi. Allir búsettir og
brottfluttir Arnarneshreppsbúar velkomnir og allt í
lagi að taka með sér gesti. Sjáumst í stuði.
Nefndin.
Stýrimannadeild
WiF Dalvíkurskóla
°4LVÍK
Kennara vantar í siglinga- og sjómennskugreinum.
Umsóknarfrestur til 27. júní.
Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61162 og
96-61355.
Skólanefnd Dalvíkur.
DalVÍkurSkÓIÍ
dalvkurskd Yfirkennari
Staða yfirkennara við Dalvíkurskóla er laus til
umsóknar. Umsóknarfrestur til 4. júlí 1989.
Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61162
og 96-61355.
Skólanefnd Dalvíkur.
Saga sýnir á
Norðurlöndum
Leikklúbburinn Saga frá Akur-
eyri tekur þátt í samnorrænu leik-
verkefni nú í sumar. Leikverkefni
þetta ber nafnið Fenris 2 og taka
unglingaleikhópar frá öllum Norð-
urlöndunum þátt í því.
Leikritið er ævintýri og er samið
af öllum leikhópunum í sameiningu.
Þátttakendur eru 101, þar af 22 frá
Islandi.
Islenski leikhópurinn lagði af stað
21. júní. Frumsýnt verður í
Humlebæk í Danmörku fimmtudag-
inn 29. júní. Þá verður sýnt í Svíþjóð,
Finnlandi, Noregi og Færeyjum og
endað á íslandi. Hópurinn kemur til
Islands 20. júli.
Sýnt verður á Húsavík 22. júlí og
á Akureyri 24. og 25. júlí í íþrótta-
skemmunni. (Frcttatilkynning)
Golfklúbbur Akureyrar:
Ekkert verður af Evrópu-
móti atvinnukvenna í golfi
STJÓRN Golfklúbbs Akureyrar hefúr ákveðið að falla frá því að halda
Evrópumót atvinnukvenna í golfi á Jaðarsvelli í ágúst í sumar þar sem
fjárhagslegan stuðning við mótið skorti.
„Vissulega erum við svekktir.
Þetta hefði verið meiriháttar við-
burður og keppendur voru mjög
áfjáðir í að koma hingað," sagði
Gunnar Sólnes, formaður Golfklúbbs
Akureyrar.
Mótið átti að standa dagana
10.-13. ágúst næstkomandi og var
búist við 80-100 keppendum, eða um
150 manns þegar allt er talið.
Gunnar sagði að fjárhagslegan
stuðning við mótið hefði skort og því
hefði verið ákveðið að hætta við að
halda mótið. Áætlaður kostnaður við
mótið var um 10 milljónir króna og
hafði Golfklúbburinn fengið vilyrði
frá Akureyrarbæ fyrir þremur millj-
ónum, einni frá ýmsum fyrirtækjum
og þá hafði einnig fengist vilyrði frá
ríkinu um stuðning. Hins vegar vant-
aði um tvær milljónir króna svo
mögulegt yrði að halda mótið og
ekki gekk að fá það fjármagn sem
upp á vantaði.
Gunnar sagði enn ekki ákveðið
hvort reynt yrði að halda samskonar
mót að ári liðnu, en menn væru að
velta því fyrir sér.