Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 23

Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989 23 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Frekja Frekja er nokkuð sérstakt fyr- irbæri. í orðabók Menningar- sjóðs er hún m.a. útskýrð sem ósvífni, ýtni og uppivöðslu- semi. Minn skilningur á frekju er sá að verið sé að ganga yfir aðra persónu og hún gleypt með húð og hári eða öll völd tekin af henni, hvort sem henni líkar betur eða verr. Þegar við hugsum um frekju sjáum við oft fyrir okkur stór- ar og miklar manneskjur sem vaða áfram, tala hátt og fara mikinn. Það á oft við, en oft birtist frekja í dulargerfi. Mannkærleikur? Oscar Wilde sagði einu sinni að mannkærleiki væri skálka- skjól þeirra sem að staðaldri vilja skipta sér af öðrum. í þessu er fólgið sannleikskorn. Eg hef oft orðið var við að fólk sem kemur brosandi til mín og býður mér aðstoð, er fyrr en ég veit af farið að skipta sér af högum mínum. „Ég gerði þetta fyrir þig og því er ekki nema sanngjarnt að þú gerir þetta í staðinn“, er viðkvæðið. Stundum er beiðnin sanngjörn, en oft er hún í engu hlutfalli við þann greiða sem viðkomandi gerði mér. Hvað hangir á spýtunni? Þetta hefur kennt mér að taka öllum boðum um hjálp með varúð. I dag tel ég rétt að spyija strax hver skilyrðin séu og geta þannig vísað í ákveðið samkomulag. Oft segi ég hreinlega nei takk þegar mér berast gylliboð um hjálp. Það á sérstaklega við eftir að ég fór að meta sjálfstæði. Sjúklegt stjórntœki Frekja og stjórnun getur birst í ólíklegustu gerfum. Oft er t.d. sjúkleiki notaður sem stjómtæki. Móðir getur stjórn- að syni sínum með því að segja að ákveðin hegðun hans sé ofraun fyrir veikt hjarta sitt og hann fer að læðast um á tánum til að vera ekki valdur að dauða hennar. Minnimáttarkennd Stundum nota menn sambland af minnimáttar-, sektarkennd og hjálpsemi sem stjómtæki: „Það gleður mig að ég átti þátt í að bjarga þér.“ (Þú varst aumingi og ég dró þig úr ræs- inu. Það þýðir að ég er sterkur og göfugur en þú frekar lítill kall. Auk þess ert þú skuld- bundinn mér). Þegar slær í brýnu á milli þessara einstakl- inga hrópar sá sterki: „En það vanþakklæti. Hvar værir þú án mín?“ Hinn fyllist sektar- kennd og hugsar: „Já, það er satt. Hann er góður og hefur hjálpað mér. Mér ber því að virða skoðanir hans.“ Neikvœtt hrós Stundum nota menn hrós til að gera lítið úr náunganum og halda þannig einhvers kon- ar yfirburðastöðu í sambandi þeirra. Dæmi um það er þegar sagt er: „Þú er mikið betri í þessu núna. Það var agalegt að sjá til þín í fyrra.“ Þó þetta virki saklaust er viðkomandi að segja að samkvæmt hans mati hafir þú verið hörmuleg- ur. Jafnframt er gefið í skyn að þú sért í besta falli sæmileg- ur, því ekki var frá miklu að rísa. Auðvitað detta þvílíkar setningar sem þessar úr munni okkar allra án þess að við meinum neitt sérstakt með þeim eða að hægt sé að eigna þeim dýpri merkingu. Þegar einhver notar þær skipulega eða reglulega er hins vegar rétt að hugleiða hvað hann sé í raun að fara. Þetta eru ein- ungis örfá dæmi sem sýna að mannleg samskipti geta verið flókin og að ekki er allt sem sýnist á yfirborðinu. Það er því vissara að hafa augun opin og læra að þekkja frekjuna sem notar brögð til að klófesta þig og nota í eigin tilgangi. GARPUR ÞPr ere ekk.i vel )0/HR/e£>uÞ»rr-l V/E> TÖERABGCX5Ð, I UR, /£, /£., L/EPAfHO/SFUM ÞA Áf/UJN S/c/ F>E Þett/i.hvaoeebetra)ésað st»s/b-\ EV N/JASTA SLÚ&R/Bjy ASTA ÞÁtt/ajN | AT„ HUGRAkUeA HE TTJhiUM " HjÁ ADAM.' m lho BRENDA STARR TOMMl OG JENNI rcnniiii a Air\ FERDINAND SMÁFÓLK Sjáðu, þetta er mynd af öllum hvolpunum. Snati og Sámur eru þarna fremstir. En hver er þetta í aftari röðinni? Ólafur, þetta er Ólafur. Við ættum að bjóða honum í keppnina um ljótasta hundinn. Ólafiir ljóti, það var hann alltaf kallaður. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Evrópumót í brids var fyrst haldið árið 1932 í Hollandi. Mótið var haldið árlega fram til 1939, þegar Hitler setti strik í reikning allrar heimsbyggðar- innar, og lá niðri fram til ársins 1948. Allar götur síðan hefur mótið verið haldið á eins til tveggja ára fresti, síðast í Brighton í Englandi haustið 1987. Svíar unnu það mót, en íslendingar höfnuðu í 4.-5. sæti, sem er okkar besti árgang- ur. Um næstu mánaðamót hefst svo enn eitt Evrópumótið í Turku í Finnlandi. 25 þjóðir keppa í opna flokknum, þar á meðal Sovétmenn í fyrsta sinn. Sveit íslands er þannig skipuð: Valur Sigurðsson — Jónas P. Erlings- son; Aðalsteinn Jörgensen — Ragnar Magnússon; Guðmundur Páll Arnarson — Þorlákur Jóns- son. íslenska liðið hefur verið á ströngum æfingum undanfarna tvo mánuði og meðal annars spilað upp leiki úr heimsmeist- aramótum fyrri tíma, sem er bæði gagnlegt og skemmtilegt, því þannig fæst samanburður við þá bestu. í næstu dagdálkum munum við skoða valin spil frá úrslitaleik ítala og Bandaríkja- manna 1979, sem landsliðið spil- aði nýlega í æfingaleik. Fyrsta spilið er þæfings spaðageim, þar sem ekkert er sjálfgefið, hvorki í sókn né vörn: Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 9 VK82 ♦ D1085 ♦ Á6532 Norður ♦ ÁD73 ¥G10764 ♦ Á764 4- Austur ♦ 8652 ¥ÁD5 ♦ 92 ♦ D1094 Suður ♦ KG104 ¥93 ♦ KG3 ♦ KG87 Vestur Norður Austur Suður Eftir opnun norðurs í hjarta og spaðasvar suðurs verður nið- urstaðan 4 spaðar. Fyrsta vandamálið er útspil vesturs. Geimið tapast líklega með trompi, en vestur veit að hjartað liggur vel fyrir sagnhafa, svo það er freistandi að reyna að sækja slagi á tígul. Enda kom út tígull á báðum borðum á HM, og einnig í æfingaleiknum. ítal- inn Pittala vann spilið, en Gold- man tapaði því. Lítum betur á það á morgun. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega móti ungra sovézkra meistara, sem í vor fór fram í Tbilisi, kom þessi staða upp í viðureign þeirra Akopjan og Anastasjan, sem hafði svart og átti leik. 22. - Dg4!, 23. Hxb7 - Hxc3! og hvítur gafst upp, því hann má ekki drepa hrókinn á c3 vegna máts á dl. Þrátt fyrir þessa með- ferð náði Akopjan glæsilegum árangri á stóra opna mótinu í Moskvu í maí og varð einn þeirra sjö sem komust áfram í lokaund- anrás heimsbikarkeppninnar 1991—92. Sigurvegari á móti ungu meistaranna var hinn áður óþekkti V. Neverov. Það er greini- lega gnótt efnilegra skákmanna í Sovétríkjunum, en fá tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.