Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 26

Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 26
26 -....-............-......................föstudagur Bjarni Rögnvaldsson, Haöiarfírði - Minning Fæddur 16. september 1904 Dáinn 15. júní 1989 Bjarni Rögnvaldsson, móður- bróðir minn, er látinn. Hann hefði orðið 85 ára í haust og ævin því orðin löng. Síðustu árin dvaldist Bjami á Sólvangi í Hafnarfírði, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar í heimabæ sínum í nágrenni við sína nánustu. Þegar ég var að alast upp í Hafn- arfirði smádrengur var alltaf ánægjulegt að líta við hjá Bjama „bróður" og Sigurbjörgu eiginkonu hans, enda þau hjón einstaklega elskuleg og bamgóð með afbrigð- um. Ég man enn í dag, eftir nán- ast hálfa öld, hversu góðar flatkök- umar hennar Sigurbjargar voru, sem hún gaf mér þegar ég var að laumast í heimsókn til þeirra, smá- hnokki, og hún hafði smurt með íslensku smjöri og það svo ríflega, að þykkt smjörsins var að minnsta kosti jöfn og flatkökunnar. Bjarni Rögnvaldsson fæddist á Bjargi í Miðfirði, V-Húnavatns- sýslu, þann 16. september 1904, sonur hjónanna Rögnvaldar H. Líndal, bónda í Hnausakoti, og Guðrúnar Bjarnadóttur, ljósmóður frá Bessastöðum við Hrútafjörð. Alsystir Bjarna og tveimur ámm yngri var Sólrún Elín, sem lést i Reykjavík árið 1973. Guðrún, móðir Bjama og Elínar, lést árið 1911, en Rögnvaldur, fað- ir þeirra, bjó áfram í Hnausakoti og átti fyrst tvö börn utan hjóna- bands, Rögnvald Rögnvaldsson, sem bjó á Akureyri og er nýlátinn, og Jón Björgvin Rögnvaldsson, sem býr á Akureyri. Með seinni konu sinni, Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Snæfellsnesi, átti Rögnvaldur Líndal 4 böm, Guðrúnu Ragnheiði Rögnvaldsdóttur í Reylqavík, Pálínu Ragnhildi Rögnvaldsdóttur í Keflavík, Björgu Rögnvaldsdóttur á ísafirði og Rögnvald Rögnvalds- son í Kópavogi. Hálfsystkini Bjarna urðu því alls 6. Rögnvaldur H. Líndal, faðir Bjama, lést 27. desember 1920. Tvístraðist þá systkinahópurinn og fór Bjami fyrst að Haugi í Mið- firði, en síðar til afa síns, Hjartar Líndal að Efra-Núpi. Stundaði Bjarni Rögnvaldsson öll almenn sveitastörf, en veturinn 1926-27 fór hann síðan í Bændaskólann á Hvanneyri, en veiktist mjög illa af bijósthimnubólgu þann vetur. Þeg- ar Bjami svo varð ferðafær, fór hann aftur norður að Efra-Núpi í Miðfirði til föðurbróður síns, Bene- dikts og konu hans, Ingibjargar. Að norðan lá síðan leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnarfjarðar og starfaði Bjarni eftir það m.a. við sandgræðslu, ýmis konar verka- mannavinnu og afgreiðslustörf í fiskbúðum. Hann var í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði 1955-58. Þegar Bjami Rögnvaldsson ólst upp og óx úr grasi voru tækifæri til menntunar og frama ekki slík sem þau em í dag. Fátækt var mikil um allt land og varð hver og einn að vinna hörð- um höndum fyrir lifíbrauði sínu. Ætíð vill það nú samt verða svo, að þeim sem Guð gaf gáfur í vöggu- gjöf, nýtast þær alltaf til góðra hluta. Bjarni var ekki langskóla- genginn frekar en margir af hans kynslóð, en því meiri fróðleiks og þekkingar aflaði hann sér með lestri góðra bóka og í skóla lífsins. Bjami var fróður mjög og glöggur á menn og málefni, kátur, skemmtilegur og stríðinn nokkuð, en alltaf í gamni þó. Bjarni fluttist til Hafnarfjarðar í október 1945 frá Kolbeinsstöðum á Seltjarnamesi og þann 27. október þ.á., kvæntist Bjami eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Guð- jónsdóttur, kennara frá Stóm-Mörk undir Eyjafjöllum, f. 24. júní 1906, dóttur Guðjóns Olafssonar og Jó- hönnu Kristínar Ketilsdóttur. Bjuggu Bjami og Sigurbjörg í Hafnarfirði allan sinn búskap og sköpuðu elskulegt og vinalegt heim- ili. Einkadóttir þeirra er Guðrún Bjarnadóttir talkennari, sem býr í Hafnarfirði og augsteinn afa og ömmu er dóttursonurinn Bjami Þór, sem fæddist árið 1979 og er því 9 ára gamall. Bjarni Rögnvaldsson verður nú í dag lagður til hinstu hvílu sinnar hér á jarðríki, en minning hans lifir um ókomin ár, minningin uni íslenskan sjómann sem ekki mátti vamm sitt vita, sannfæringu sinni trúr, vinfastur, traustur og trygg- ur. Blessuð sé minning hans. Grétar H. Oskarsson Minning: Guðbjörg Jónsdótt- ir, Eyvindarholti Minning: * * Asdís Agústsdóttir frá Birtingaholti Fædd 2. október 1903 Dáin 15. júní 1989 Hún amma Ásdís í Keflavík, Ásdís Ágústsdóttir frá Birtinga- holti, er dáin. Jarðarförin hennar verður í dag frá Keflavíkurkirkju. Okkur systkinin langaði að kveðja hana með nokkmm orðum. Minningamar frá Aðalgötu 24 í Keflavík em margar og allar góð- ar. Öll höfum við systkinin dvalið hjá ömmu og afa Skúla, á meðan hann lifði, í lengri eða skemmri tíma í senn og jafnvel urðu stuttar heim- sóknir að nokkurra missera dvöl, því ekki var gott að slíta sig frá þeirri væntumþykju sem amma Ása hellti hreinlega yfír mann þegar maður kom. Ef maður lætur hugann reika aftur til þeirra ára er við dvöldumst hjá henni er svo margs að minnast. Þó ber hæst þrautseigjan við að kenna okkur að draga til stafs, og notaði hún oft óprúttnar aðferðir við að ná okkur úr leik til lestrar svo sem með loforði um jólaköku, pabbatertu eða þess háttar góðgæti í lok hvers lestrar. Þessu bjuggum við lengi að. Einnig var mikið grip- ið í spil og höfðum við á orði að hún ætti frekar að vera stödd í Las Vegas eða öðrum álíka stað, svo lunkin var hún í spilum. Þegar við sitjum og riíjum upp samverustundimar með ömmu flýg- ur margt um hugann sem aldrei gleymist, og við munum varðveita með okkur um ókomna framtíð. Síðustu æviárin dvaldi hún fyrst að Ási í Hveragerði og síðan á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún lést aðfaranótt 15. júní sl. Við barnabömin kveðjum hana með söknuði. Hvíli elsku amma í friði. Ása Móa, Skúli og Venný Fædd 10. janúar 1900 Dáin ll.júní 1989 í dag er til moldar borin elsku amma okkar, Guðbjörg Jónsdóttir. Amma fæddist í Hvammi undir Eyjaíjöllum þann 10. janúar árið 1900. Hún var dóttir hjónanna Jóns Auðunssonar og Sigríðar Ólafs- dóttur. Árið 1908 fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum að Ysta-Skála í sömu sveit. Amma var 10 ára gömul þegar faðir hennar féll frá. Eftir stóð ekkja hans með 10 böm. Af þeim er eitt á lífí, Guðrún. Þann 21. júlí árið 1923 giftist amma afa okkar Kjartani Ólafssyni frá Eyvindarholti. Hann fæddist 17. febrúar 1898 á Dalseli undir Eyja- ^’öllum. Ungu hjónin hófu búskap í Mið-Skála í sömu sveit. Þar fædd- ust synir þeirra, Jón og Ólafur. Árið 1928 fluttust þau að Eyvindar- holti, þar sem þau bjuggu alla sina tíð. Þar fæddist móðir okkar, Sigríður. í Eyvindarholti var tvíbýli og bjuggu þar einnig Oddgeir Ólafs- son, bróðir afa, og kona hans Þór- unn Einarsdóttir ásamt þremur son- um sínum. Mikill samgangur var á milli heimilanna og vinskapur góð- Árið 1954 flutti Oddgeir og fjöl- skylda að Dalseli. Sama ár giftist móðir okkar Garðari Sveinbjamar- syni frá Ysta-Skála og eiga þau fímm börn. Eftir voru í Eyvindar- holti afi og amma ásamt sonum sínum. Þann 31. október 1982 lést afi okkar en amma hélt áfram bú- skapnum. Hún var húsfreyja í Ey- vindarholti fram á sinn síðasta dag. Amma okkar var lítil fíngerð kona, hæglát og góðleg. Hún hugs- aði alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Hún var mjög gestrisin og var hún ætíð góð heim að sækja. Alla tíð geislaði af henni ömmu okkar góðmennskan og gaman var að gera henni einhvem greiða. Hún las mikið og fylgdist vel með. Hann- yrðakona var hún mikil og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af miklum mjmdarskap. Amma hafði yndi af garðrækt og hafði sérstakt lag á að koma öllum gróðri til. Seinni ár gat hún lítið hugsað um blómagarðinn, eins og hún kall- aði garðinn fyrir neðan bæinn, en stofan hennar var alltaf full af blómum. Það var sama á hvaða árstíma við komum í heimsókn, allt- af var eitthvað blómstrandi, jafnvel kaktusar í norðurglugga. Við systkinin, sem ólumst upp í Jteykjavík, erum afar lánsöm að hafa átt afa og ömmu í sveitinni; Við dvöldumst hjá þeim á sumrin og kynntumst þar sveitastörfum og náttúrunni. Við munum ætíð minnast elsku ömmu okkar og sakna hennar. Við erum þakklát fyrir að hún hafði góða heilsu fram á síðasta dag og fékk að fara án neinna veikinda. Við kveðjum hana ömmu okkar og þökkum henni fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir okkur. Guð blessi minningu hennar. Barnabörnin t Hjartkær eiginkona mín og fósturmóðir, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Hvassaleiti 155, andaðist 19. júní á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b. Ragnar Jónsson, Bára Brynjólfsdóttir. t Faðir okkar, INGJALDUR JÓNSSON húsasmíðameistari, Hrafnistu, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 21. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Faðir okkar og afi, ÓLI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Hoffelli, Vestmannaeyjum, sem iést á heimili sínu mánudaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 24. júnf kl. 11. árdegis. Kristjana Óladóttir, Þráinn G. Þorbjörnsson, Þráinn Ólason, og barnabörn. ur. t HÖRÐUR MAGNÚSSON, Keflavfk, er lést þann 17. júní, verður jarðsunginn laugardaginn 24. júní frá Keflavíkurkirkju kl. 13.30. Börn, barnabörn, systkini og tengdabörn. t Móðir mín, SIGRÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR, Efstasundi 84, Reykjavfk, sem lést 16. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudag- inn 23. júní kl. 10.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kristín Þorgrfmsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARINÓ JAKOBSSON fyrrverandi bóndi, Skáney, Reykholtsdal, sem andaðist 20. júní í Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 14.00. Vilborg Bjarnadóttir, Bjarni Marinósson, Birna Hauksdóttir, Jakob Marinósson, Anna Sigurðardóttir, Þorsteinn Marinósson, Berglind Ingvarsdóttir og sonarbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.