Morgunblaðið - 23.06.1989, Síða 35
35
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 23. 'JÚNÍ 1989
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSÍ
„Þurfum að leiðrétta smá
mistök frá því í fyrra“
Hilmar Sighvatsson var fyrirliði Bikarmeistara Vals 1988, er þeir lögðu
Keflvíkinga í úrslitaleik, 1:0. Hilmar leikur nú með Fylki gegn Keflavík í 16-
liða úrslitunum.
FRJALSIÞROTTIR
Brynjúlfur náði góðu
hlaupi í Svíþjóð
Brynjúlfur Hilmarsson úr ÚÍA, sem er búsettur í Gautaborg,
náði þriðja besta tíma íslendings í 1500 m hlaupi á móti í
Gjávleí Svíþjóð á miðvikudaginn. Hann hljóp vegalengdina á 3:45.79
mín. Aðeins tveir hlauparar hafa náð betri tíma. íslandsmetshafinn
Jón Diðriksson - 3:41.65 mín. ogÁgústÁsgeirsson - 3:45.47 mín.
- sagði Stefán Haraldsson, formað-
ur knattspyrnudeildar KR, um viður-
eignina við Tindastól
KR—INGAR sækja Sauðkræk-
linga heim í 16-liða úrslitum í
bikarkeppni KSÍ og eiga því
harma að hefna frá því í fyrra
er þeir töpuðu óvænt fyrir
norðan. En dregið var í 16-liða
úrslit í gær. Leikirnir eiga að
fara fram 4. og 5. júlí.
Tindastóll sigraði KR 4:3 í 16-
liða úrslitum á Sauðárkróki í
fyrra og voru það sennilega óvænt-
ustu úrslit bikarkeppninnar 1988.
Eftir það hefur Tindastóll oft verið
nefnt „KR-baninn“.
„Það verður gaman að fara norð-
ur því vicf þurfum að leiðrétta smá
mistök frá því í fyrra,“ sagði Stefán
Haraldsson, formaður knattspymu-
deildar KR, er hann var spurður
um mótheijana og bætti við: „Það
er erfitt að sækja Tindastól heim.
Eg hefði frekar kosið að fá heima-
leik gegn 1. deildarliði."
Það er ljóst að eitt 3. deildarlið
og eitt 2. deildarlið komast í 8-liða
úrslit bikarkeppninnar. Þróttur
Reykjavík og Huginn mætast í
Reykjavík og 2. deildarliðin Víðir
og Selfoss í Garðinum.
Bikarmeistarar Vals mæta
Víkingum að Hlíðarenda, en þessi
lið mættust í undanúrslitum í fyrra.
Þá sigraði Valur með marki Jóns
Grétars Jónssonar. íslandsmeistar-
ar Fram mæta KA á Akureyri.
Valur sló Fram út í 8-liða úrlsitum
í fyrra, en KA tapaði fyrir IA í
16-liða úrslitum.
ÍBK, sem lék til úrslita við Val
í fyrra, mætir Fylki í Árbænum.
Skagamenn mæta FH á Kaplakrik-
anum og Þór fær ÍBV í heimsókn
til Akureyrar.
Bikardrátturinn
Eftirtaln lið drógust saman í
16-liða úrslitum: (Leikdagur
fyrir aftan hvern leik)
Fylkir—ÍBK..........5.júlí
Valur—Víkingur......4. júli
FH-ÍA...............5. júlí
Tindastóll—KR.......5.júlí
Víðir—Selfoss.......5. júlí
KA—Fram.............5. júlí
Þór-ÍBV............4. júlí
Þróttur R.— Huginn.4. júlí
KNATTSPYRNA / 4. DEILD
Ögri úr leik!
Ogri, sem hefur mátt þola hvern
stórskellinn af öðrum í 4.
deildarkeppninni í knattspyrnu, er
úr leik. Forráðamenn félagsins
mættu á skrifstofu Knattspyrnu-
sambands íslands í gær og drógu
liðið úr keppni. Þar með eru öll
úrslit í leikjum liðsins fram til þessa
ógild. Ögri var búið að leika flóra
leiki og fá á sig 83 mörk, en skor-
að tvö. Ögri tapaði t.d. 0:28 fyrir
Njarðvík og skoraði Einar Einars-
son þá tólf mörk fyrir Njarðvík-
inga. Einar er því ekki lengur
markahæsti leikmaður 4. deildar-
keppninnar.
Ógri tapaði 0:19 fyrir Stokks-
eyri, 2:21 fyrir Augnablik og 0:15
fyrir Skotfélagi Reykjavikur.
Staðan er nú þannig í A-riðlinum
- eftir að leikir Ögra hafa verið
teknir frá:
Augnablik..........2 2 0 0 4:0 6
Ægir...............4 2 0 2 2:4 6
Njarðvík...........3 1 1 1 4:3'4
Skotf.Reyk.........3 1 1 0 3:2 4
Fyrirtak...........3 1 1 1 4:4 4
Stokkseyri.......4 0 1 3 7:11 1
ÍH&nR
FOLK
■ ÞAÐ kemur í hlut breska
dómarans Alans Snoddy að dæma
síðari leik Austurríkis og Islands
í heimsmeistarakeppninni í knatt-
psymu, sem fram fer í Salzburg í
haust. Þetta verður annar jeikurinn
sem Snoddy dæmir hjá Islandi í
riðlinum — hann var við stjómvölinn
þegar Sovétmenn náðu jafntefli á
Laugardalsvelli í fyrravor.
H ALFREÐ Gíslason, landsliðs-
maðurinn kunni í handknattleik, ^
hefur ákveðið að draga fram knatt-
spyrnuskó sína, sem legið hafa uppi
á hiilu í áraraðir, og leika um mán-
aðartíma með TBA frá Akureyri
í 4. deild D. Alfreð verður í fríi á
Akureyri í júlí og ætlar að halda
sér í æfíngu þann tíma með því að
æfa og leika fyrir TBA.
M ÞORVALDUR Flemming
Jensen skoraði mark Augnabliks
í bikarleiknum gegn ÍBV í fyrra-
kvöld, ekki Guðmundur Halldórs-
son, eins og sagt var. Beðist er
velvirðingar á j)essu.
■ KRISTJAN Sverrisson, 15
ára kylfingur í Keili, fór holu í
höggi á 16. braut á innanfélags-
móti þann 21. júní. Hann notaði
5-tré við að ná draumahögginu.
M GUNNAR Valgeirsson,
körfuknattleiksdómari, vérður ekki
í sviðsljósinu í íþróttahúsum lands-
ins næsta vetur. Gunnar fer til
Bandaríkjanna í haust, þar sem
hann hyggst ljúka doktorsnámi í
félagsfræði.
■ REAL Madrid vann seinni
leik sinn gegn Atletico Madrid,
1:0, í undanúrslitum spönsku bik-
arkeppninnar, en félagið vann fyrri
leikinn, 2:0. Emilio Butragyeno *
skoraði eina mark leiksins. Real
Madrid mætir Valladolia í úrslita-
leiknum, sem fer fram 30. júní.
■ FRANKFURT vann, 2:0, fyrri
leik sinn gegn Sarbriiggen í keppn-
inni um sæti í „Bundesligunni."
Félagið mun að öllum líkindum
halda sæti sínu. Tvö ný lið leika í
„Bundesligunni“ næsta vetur —
Dusseldorf og Homburg.
É JEAN-Marie Pfaff, fyrrum
landsliðsmarkvörður Belgíu, hefur
hug á að gerast leikmaður með
tyrkneska félaginu Trabzonspor.
■ ALLT bendir til að Ottavio
Bianvhi, þjálfari Napolí, segi starfí
sínu lausu eftir síðasta leik Napolí
um helgina. Hann hefur oft verið^
upp á kant við Diego Maradona.
■ JULIO Cesar Romero, sem
Barcelona fékk lánaðan frá bras-
ilíska félaginu Fluminense, er ekki
lengur inn í myndinni hjá Johann
Cruyff, þjálfara félagsins. Romero
segist vilja vera áfram á Spáni.
■ BÚLGARSKI leikmaðurinn
Khristo Stoichkov, sem leikur með
Sreders Sofía, er nú kominn ofar-
lega á lista yfír leikmenn sem Cru-
yff vill fá til Barcelona.
KNATTSPYRNA / FÆREYJAR
„Fyrir opnu máli
svíkur hann ikki“
Knaftspyrnuskóli KSÍ
verður starfræktur á Laugarvatni dagana 7.-14.
júlí nk. og í sambandi við skólann boðar Knatt-
spyrnusambandið til fundar þar með unglingaþjálf-
urum og unglingaleiðtogum sunnudaginn 9. júlí.
Dagskrá:
Egill Steinþórsson markhæsturítyrstu deildfærsku knattspyrnunnar
FYRRUM Ármenningurinn Egill
Steinþórsson gerir það gott í
færeysku knattspyrnunni um
þessar mundir. Eftir leikhelg-
ina 10. júnf var hann mark-
hæstur ífyrstu deildinni með 9
mörk eftir 7 umferðir. Lið hans
Vágs boltf elag er í f jórða sæti
heildarinnar með 9 stig. Efsta
sætið skipuðu þá HB og B71,
en B71 spilar nú ífyrsta sinn
í fyrstu deild.
Þeim Vágsmönnum hefur gengið
misjafnlega í sumar, en í 7. umferð
gerðu þeir góða ferð til Þórshafnar
og burstuðu toppliðið Havnar bolt-
felag 4:0. Egill Steinþórsson fór þar
á kostum, skoraði 3 mörk og fjórða
markið gerðu Havnarmenn sjálfír
eftir að Egill hafði þrengt að þeim.
í færeyska Dagblaðinu segir meðal
annars svo frá athöfnum Egils í
leiknum: „í 28. minutti varð Egill
aftur spældur fríur í brotsteiginum
hjá HB, og við sera góðum skoti
upp undir netaloftið legið hann VB
á odda 1:0. Tá var fröi á vágbing-
um. í 35. minutti slapp Egill aftur
leysur. Ein bóltur kemur fram móti
brotsteiginum hjá HB, har Egil
stendur. Kaj Leo í HB-málinum
kemur út, men ovseint. Egil fær
prikað bóltin fram við honum og
fyrir opnum máli svíkur hann
ikki...“
HB var eftir 7. umferð efst með 11 stig
og B71 hafði jafnmörg stig í öðru sæti. B68
var í því þriðja, VB í f[órða, B36 í fímmta, SÍF
í sjötta, KÍ í sjöunda, ÍF í áttunda, GÍ í níunda
og lestina rak LÍF með 1 stig. B71 og SÍF
leika nú í fyrsta sinn í fyrstu deild og hefur
frammistaða þeirra vakið athygli.
1. Staða unglingaknattspyrnunnar.
2. Mótafyrirkomulag.
3. Verkefni yngri landsliðanna.
4. Kynning á starfsemi knattspyrnuskólans.
5. Önnur mál.
Rútuferð verður frá skrifstofu KSÍ í Laugardal kl.
9.00 og til baka frá Laugarvatni um kl. 17.00.
Þeir, sem hug hafa á þátttöku, eru beðnir um að
tilkynna hana til skrifstofu KSÍ fyrir 30. júní nk., sími
84444.
Æskulýðsnefnd KSÍ