Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 36

Morgunblaðið - 23.06.1989, Page 36
SJOVAairrALMENNAR ■■■IIBH FÉLAG FÓLKSINS EINKAREIKNINGUR ÞINN / LANDSBANKANUM m _________________#1 FOSTUDAGUR 23. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Skiptikjara- reikning-- jim breytt SAMKOMULAG náðist á fundi fulltrúa Seðlabanka, banka og sparisjóða í gær um að skipti- kjarareikningum verði breytt um næstu mánaðamót þannig, að ein- ungis sá hluti innstæðu, sem er óhreyfður í að minnsta kosti 6 mánuði geti notið verðtrygging- ar, en hinn hlutinn beri auglýsta nafnvexti. Sérstök nefnd mun skoða möguleika á frekari breyt- ingum. Stefán Pálsson formaður Sam- bands íslenskra viðskiptabanka sagði að þessi breyting væri í sam- ræmi við lagabreytingu sem tak- —rliarkar verðtryggingu inn- og út- lána. „Við erum sáttir við að skoða þessa hluti mjög vel og treystum þeim mönnum, sem eru í þessu fyr- ir okkur, mjög vel til að finna lausn- ir sem allir sætta sig við,“ sagði Stefán Pálsson. Bæði ríkisstjórnin og Seðlabank- inn telja að leggja eigi niður skipti- kjarareikningana. Bankarnir hafa hins vegar talið það ógerlegt, þar sem meirihluti innlána sé á slíkum Bjteikningum. Þriggja manna undimefnd, skip- uð Eiríki Guðnasyni, Ólafi Erni Ing- ólfssyni og Sveini Jónssyni mun áfrani leita leiða til að samræma sjónarmið banka og stjórnvalda um skiptikjarareikninga. A hún að skila áliti í september. Hvalskurður íHvalfírði Langreyður skorin í hvalstöðinni í Hvalfirði í gær, fimmtudag, langreyðar á vertíðinni og reiknað er með að þær verði veiddar á en hvalskurður hófst þar á þriðjudag. Leyfilegt er að veiða 68 4 til 6 vikum. Morgunblaðið/Rax Miklatorg lagt niður Umferð hefur verið beint fram hjá Miklatorgi og hringakstur um torgið verið lagður af. Snorrabraut er lokuð við Eiríksgötu og Skógarhlíð við Miklatorg. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að þarna verði opnuð gatnamót með Ijósum 18. ágúst næstkom- andi. Borgarspitaliim og ríkisspít- alar skiluðu hagnaði 1988 RÚMLEGA 20,2 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Borgarspítal- ans árið 1988 eða um 0,9% af veltu spítalans það ár, sem var um 2,1 milljarður. Að sögn Magnúsar Skúlasonar aðstoðarframkvæmdastjóra er þetta í fyrsta sinn, sem rekstur spítalans skilar hagnaði. Telur hann að skipulagsbreytingar í rekstri spítalans, sem gerðar voru eft- ir að hann komst á föst fjárlög árið 1987 hafi átt stóran þátt i betri afkomu. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar forstjóra ríkisspítala, var 30 milljóna króna afgangur af fjárveitingu til spítalanna árið 1988 en þá var heildarveltan 4,8 milljarðar eða 0,6% undir fjárlögum. Fæðingar- heimili Reykjavíkur heyrir undir Borgarspítalann og varð rúmlega 20,5 milljóna króna halli á rekstri stofhunarinnar árið 1988. Heimilið hefúr fram til þessa verið rekið á daggjöldum en er nú í ár komið á föst fjárlög. „Eftir að við fórum á föst fjárlög höfum við reynt að fylgjast mjög vel með rekstrinum svo að hann fari ekki fram úr þeim áætlunum Margföldun á útflutningi saltfísks í neytendaumbúðum Útflutningur á saltfiski í neytendaumbúðum á vegum SÍF hefúr vax- ið verulega frá því hann hófst árið 1987. Þá voru flutt utan 150 tonn, 310 í fyrra og áætlaður útflutningur á þessu ári er um 800 tonn. Jafnframt vinnur SIF að markaðsleit fyrir ýmsar afurðir unnar úr saltfiski og má þar nefna saltfiskpönnukökur. Pönnukökurnar eru framleiddar hjá Marska á Skagaströnd í samvinnu við þróunardeild SÍF. Útflutnings- verðmæti fisksins eykst verulega með þessu móti og markaösstaðan . ^stvrkist með aukinni fiölbreytni að sögn stjórnenda SÍF. Neyzla ungs fólks á saltfiski hefur dregizt saman á sama tíma og vægi stórmarkaða í sölu matvæla fer vax- andi. Vegna þessara breytinga hóf SIF tilraun á neytendapökkun á salt- fiski 1987 í eigin pökkunarverk- smiðju. Var þá fyrst og fremst lögð áherzla á pökkun á gæðafiski, eink- flökum. Þetta ár voru flutt utan 7150 tonn, en árið á eftir kom óvænt 20% tollur á öll innflutt flök til EB. Tollurinn dró verulega úr möguleg- um útflutningi þar sem flökin urðu ekkí samkeppnisfær í verði með toll- inum. Þrátt fyrir það voru flutt utan 310 tonn af saltfiski í neytendaum- búðum það ár, sem jafnframt var notað til frekari vöruþróunar. Frá árinu 1987 til loka árisns 1988 voru sendar utan meira en 30 mismun- andi tegundir af saltfiski í neytenda- umbúðum. Mest áherzla hefur verið lögð á fullsöltuð þorskflök, útvötnuð flök og flattan og niðurskorinn þurr- fisk. Einnig hefur fiskinum verið sérpakkað fyrir veitingahús. Nú er áætlað að útflutningur af þessu tagi nemi um 800 tonnum á þessu ári. SIF hefur gengið til samstarfs við ýmsa aðila, innlenda og erlenda til tilraunaframleiðslu af margvíslegu tagi. Meðal þess má nefna saltfisk- pönnukökur í samvinnu við Marska á Skagaströnd. í ársskýrslu SÍF kemur fram, að það samstarf hafi skilað þeim árangri að sala á pönnu- kökunum sé hafin til veitingahúsa á Spáni og tilraunasending til Frakk- lands er á döfinni. sem við gerum fyrir hveija deiid og ég held að það fari ekki á milli mála að starfsfólkið er meðvitaðra um hvað hlutirnir kosta,“ sagði Magnús Skúlason. „Undanfarið hef- ur verið sparað í innkaupum á rekstraiyörum og með aðhaldi í vinnu. Ég lít svo á að þetta sé að töluverðu leyti árangur af því og svo að einhveiju leyti vegna samdráttar legudaga vegna lokunar deilda.“ Magnús sagði að eftir að spítalinn komst á ijáriög búi hann við mun raunhæfari fjárveitingu. „Daggjöld- in voru alla tíð 10 til 20% lægri en þau áttu að vera og því alltaf halli og er snn hjá þeim sjúkrahúsum, sem eru rekin á daggjöldum," sagði Magnús. Davíð Á. Gunnarsson sagði að árið 1987 hefðu ríkisspítalar farið 1,8 milljónir fram úr fjárlögum eða 0,05% af heildarveltu sem var 3,8 milljarðar, en árið eftir var rekstur- inn 30 milljónum undir fjárlögum. „Það skiptir skattborgarana miklu máli að spítalinn sé rekinn eftir fjár- lögum en ekki eftir einhverri ímynd,“ sagði Davíð. „Þetta er erfitt og má lítið út af bera. Hvert prósent hjá okkur er um 50 milljónir.“ Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1989 var fjárveiting til spítalanna skorin niður um 4% á launalið eða sem svarar til um 100 milljóna króna til Borgarspítalans. Hefur spítalinn af þeim sökum verið rekinn með tapi það sem af er þessu ári. Sagði Magnús að reynt yrði að halda rekstri spítalans innan fjárlaga en það mundi óneitanlega koma niður á þjónustunni. Að sögn Davíðs eru ríkisspítalarnir nú þegar komnir 10 milljónir umfram fjárveitingu þessa árs vegna niðurskurðarins. Framfærslu- vísitalan á að lækka um 0,4% LÆKKANIR á verði mjólkur, blýlauss bensíns og kindakjöts, sem ríkisstjórnin ákvað í byijun vikunnar, eiga að lækka fram- færsluvísitöluna sem * nemur 0,4%, samkvæmt bráðabirgðaút- reikningum Hagstofúnnar. Mjólkurverð lækkaði um fjórar krónur lítrinn, blýlaust 92 oktan bensín um tvær krónur lítrinn, og dilkakjöt verður sett á útsölu með 20% til 25% afslætti. Það er kinda- kjötið sem veldur mestri óvissu í þessum reikningum, að sögn Vil- hjálms Ólafssonar hjá Hagstofunni. Ekki er fullvíst hve mikil verðlækk- unin verður, né hve mikið kjöt verð- ur boðið á þessum kjörum. Framfærsluvisitalan vegur þriðj- ung í lánskjaravísitölu. Þessar verð- lækkanir hafa þess vegna áhrif til lækkunar lánskjaravísitölu sem nemur 0,13%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.