Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989
ERLENT
IIMNLENT
Hlaup í
Skaftá
Skaftárhlaup hófst síðastliðinn
mánudag og náði hámarki á mið-
vikudaginn. Talið er að hér hafi
verið um að ræða mesta hlaup í
ánni síðan 1984 og hafa menn
áætlað að sjö sinnum meira hafí
verið í ánni, þegar mest var, held-
ur en venjulega á þessum árstíma.
Vísindaveiðum á hvölum
lýkur
Síðasti hvalurinn, sem veiddur
var á þessari vertíð, var skutlaður
á miðvikudaginn og dreginn á
land á fímmtudag. Lauk þar með
hvalveiðum íslendinga í vísinda-
skyni. Útséð þykir um að hval-
veiðar hefjist að nýju hér við land
fyrr en árið 1991.
Þyrlupallur á Kolbeinsey
Á miðvikudaginn hófst undir-
búningur steypuvinnu á Kolbeins-
ey, en þar er ætlunin að gera
þyrlupall til að auðvelda rann-
sóknir. Þær eiga að leiða í ljós
hvort unnt sé að styrkja eyna, sem
er mikilvæg, þar sem grunnlína
fískveiðilögsögunnar er miðuð við
hana.
Flug’freyjuverkfalli afstýrt
Verkfalli flugfreyja hjá Flug-
leiðum var afstýrt á elleftu stundu
á mánudagskvöldið, en það átti
að heíjast þá á miðnætti. Samið
var við flugfreyjur um tæplega
20% launahækkun og að þær
fengju einar sokkabuxur á mán-
uði frá Flugleiðum, en þær höfðu
gert kröfu um tvennar.
Rúta veltur á
Möðrudalsöræfúm
Rúta valt á Möðrudalsöræfum
á mánudagsmorgun. Bílstjórinn
ætlaði að hægja á henni við
krappa beygju í brekku en reynd-
ust þá hemlamir óvirkir þannig
að rútan fór út af veginum og
valt ofan í gilskoming. 28 far-
þegar vom um borð og sluppu
þeir vel frá óhappinu.
Aðgerðir vegna halla á
ríkissjóði
Ríkisstjómin boðaði á fímmtu-
daginn aðgerðir vegna halla á
ríkissjóði, sem áætlað var að yrði
4,2 milljarðar króna að óbreyttu.
Aðgerðimar felast í breytingu á
innheimtu launaskatts og bensín-
gjalds, þriggja milljarða innlend-
um lántökum og 800 milljóna nið-
urskurði ríkisútgjalda. Ekki liggur
fyrir hvar skera á niður.
Sættir í kyrrsetningarmáli
Olís
Sættir tókust í kyrrsetningar-
máli Landsbankans gegn Olís á
fímmtudaginn. Upp í 534 milljóna
króna kröfu bankans ganga
tryggingar sem Olís hefur lagt
fram, sem metnar em á 354 millj-
ónir. Áfram verða kyrrsettar eign-
ir upp á 180 milljónir.
Jaruzelski kjörinn forseti
ERLENT
Flugslys
í Banda-
ríkjunum
Talið er að 107 manns hafí farist
er DC-10 breiðþota frá flugfélag-
inu United Airlines brotlenti á
miðvikudagskvöld þegar flugmað-
urinn reyndi nauðlendingu í
Sioux-City í Iowa-ríki í Banda-
ríkjunum. 282 farþegar vom um
borð í þotunni auk 11 manna
áhafnar. 186 manns komust lífs
af úr slysinu og þykir það ganga
kraftaverki næst. Lík 67 manna
hafa fundist en ekki er vitað um
afdrif 40 farþega. Sprenging varð
í stélhreyfli þotunnar en við það
urðu halla- og hæðarstýri óvirk
sem og raunar allt vökvakerfí
þotunnar.
Verkföll og róstur í
Sovétríkjunum
Tíu daga verk-
falli kolanámu-
manna í Síberíu
lauk á fímmtu-
dag er ' um
150.000 manns
snem aftur til
vinnu. Sama dag
lögðu náma-
menn í Mið-
Asíulýðveldum Sovétríkjanna nið-
ur vinnu þrátt fyrir ákall Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga sem
lýst hafði yfir því að vinnudeilum-
ar, sem taldar em binar alvarleg-
ustu í sögu Sovétríkjanna, ógnuðu
umbótastefnu núverandi vald-
hafa. Herlið heldur uppi eftirliti í
sjálfstjómarhéraðinu Akhazíu í
Georgíu en 18 manns hafa fallið
í átökum Akhaza og Georgíu-
manna frá því um síðustu helgi.
IIJ^X Wojiech Jaruz-
elski hershöfð-
ingi var kjörinn
forseti Póllands
á miðvikudag.
Hershöfðinginn
náði nákvæm-
lega tilskildum meirihluta at-
kvæða, hlaut
270 atkvæði 'af 537. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar, Samstöðu,
deildu hart á fimmtudag er ræða
átti myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Leiðtogar hreyfíngarinnar á þingi
vildu ekki styðja Jamzelski opin-
berlega en ljóst er að einhveijir
þingmenn hafa ekki greitt at-
kvæði gegn honum.
Kafbátsslys við
Noregsstrendur
Sovéskur kjamorkukafbátur af
Alfa-gerð lenti í erfíðleikum
skammt austur af eynni Vardo í
Finnmörku á sunnudag. Norsk
stjórnvöld fullyrða að eldur hafi
komið upp í kafbátnum og hafa
gagnrýnt Sovétstjómina harðlega
fyrir að skýra ekki frá slysinu.
Sovétmenn fullyrtu í fyrstu að um
æfingu hefði verið að ræða en
viðurkenndu síðar að bilun hefði
orðið í öðmm kjamaofni kafbáts-
ins. Kafbáturinn sigldi fyrir eigin
vélarafli til hafnar.
Herbert von Karajan
látinn
Hinn virti hljóm-
sveitarstjóri,
Herbert von
Karajan, lést á
sunnudag, 81
árs að aldri.
Karajan var að-
alstjómandi
Fíharmóníu-
hljómsveitar
Berlínar í 34 ár
en á ámm síðari
heimsstyijaldarinnar skipaði
Adolf Hitler hann tónlistarstjóra
Þriðja ríkisins. Karajan þótti
ráðríkur og erfíður í samstarfí.
Gefnar hafa verið út um 900
hljómplötur með verkum undir
hans stjórn.
Bandaríkin:
Geimferðaáætlnn Bush
flækist fyrir þinginu
Tunglferð ekki keypt með krítarkorti
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur sett kúrsinn á Tunglið og
Mars og jafhvel enn lengra út í geiminn í nýrri geimferðaáætlun
sinni. Hún kann þó að reynast skýjaborgir einar vegna efasemda
á Bandaríkjaþingi um ágæti slíkrar áætlunar og kostnaðinn, sem
hann henni leiddi.
Sumir þingmenn sögðu áætlun
Bush dagdrauma eina þegar
fyrir stjóminni lægju brýnni verk-
efni eins og árlegur 100 milljarða
dala íjárlagahalli, sem varla myndi
minnka vegna staðfastrar and-
stöðu forsetans við skattahækkan-
ir.
Gagnrýnendur Bush á Banda-
ríkjaþingi segja að geimferðaáætl-
un Bush kunni að kosta um 400
milljarða Bandaríkjadala og Rich-
ard Darman, sem er forstöðumað-
ur stjómunar- og fjárlagaskrif-
stofu forsetaembættisins, segir að
þær tölur séu ekki íjarri lagi.
„Ég held að lokapunkturinn í
þessu máli sé bara sá, að þú kemst
ekki til Tunglsins með krítarkorti
einu saman,“ segir Leon Panetta,
formaður íjárlaganefndar fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings. „Það er
ferð, sem þú neyðist til þess að
borga jafnóðum."
Bush kynnti áætlun sýna á
fimmtudag í tilefni af tuttugu ára
afmælis fyrstu lendingu mannaðs
geimfars á Tunglinu, og er áætl-
unin hin umfangsmesta frá því að
John F. Kennedy, þáverandi
Bandaríkjaforseti, tilkynnti heim-
inum þá ætlun sína að koma
bandarískum geimfömm til
Tungslins fyrir lok sjöunda ára-
tugarins.
Ólíkt Kennedy vill Bush ekki
setja áætlun sinni nein ákveðin
tímatakmörk og ræðir þess í stað
umstaðfasta áætlun til langs tíma.
Áætlunin er í þremur liðum og
er geimstöðin Frelsið, sem sett
verður á sporbraut um Jörðu á
næsta áratugi, fyrsti þáttur henn-
ar.
„Næst — á þeirri öld, sem senn
gengur í garð — aftur til Tungsl-
ins. Aftur til framtíðarinnar. Og
að þessu sinni förum við til þess
að vera,“ sagði forsetinn í hópi
geimfaranna þriggja, sem fóru til
Tunglsins með Appolo 11, Neil
Armstrong, Buzz Aldrin og Mic-
hael Collins. „Eftir það — ferðalag
til framtíðar — ferð til annarrar
reikistjömu — mönnuð geimferð
til Mars.“
Bush skipaði Dan Quayle vara-
forseta, sem er formaður banda-
ríska Geimráðsins, að setja áætl-
uninni tímatöflu hið fyrsta.
Byltingarafinæli í Nicaragua:
Sandinistar halda völdum
en mistekst flest annað
Nær 250 þúsund manns í
Managua, hofúðborg Mið-
Ameríkuríkisins Nicaragua,
fógnuðu því síðastliðinn mið-
vikudag að tíu ár voru liðin
síðan Anastasio Somoza, ein-
ræðisherra landsins, hrök-
klaðist frá völdum. 1979 gengu
skæruliðaflokkar sandinista
vígreifir inn í höfúðborgina
Managua, leiðtogamir hétu því
að koma á fjölflokkalýðræði
ásamt blönduðu hagkerfi og
sögðu landið myndu skipa sér
I raðir hlutlausra þjóða í deilum
austurs og vesturs. Loforðin
voru ekki efnd og lífskjör
flestra eru nú mun verri en
fyrir byltinguna.
Samt getur svo farið að sandin-
istar sigri í fijálsum þing-
kosningunum sem þeir hafa heitið
að fari fram á næsta ári. Ástæðan
er sú að stjórnarandstæðingar em
klofnir í 14 flokka og almenning-
ur eygir varla lausnarana í þeirra
röðum auk þess sem stjómin er
sögð misnota
sér völdin yfir
flestum mikil-
vægum fjöl-
miðlum.
í reynd hafa
sandinistar að-
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
Ungir stuðningsmenn sandinista
mælinu á miðvikudaginn.
Sandinistar hafa beitt pólitíska
andstæðinga sína ýmiss konar
þvingunum, komið á laggirnar
voldugasta herafla í Mið-
Ameríku, með sovéskri aðstoð, og
sent vinstrisinnuðum skæruliðum
í E1 Salvador vopn. Cmz segir
sandinistana hafa ákveðið að gera
ekki gangskör
Managua fagna byltingaraf-
að því að
hrinda sjálfum
sósíalismanum
í framkvæmd,
heldur látið
eins konar
eins unnið eitt verulegt afrek á
stjórnarferli sínum; þeir hafa
haldið völdum, segja andstæðing-
ar þeirra. „Þeir em bara eins og
venjulegir einræðisseggir í okkar
heimshluta; vilja ríghalda í völdin,
hvað sem það kostar," segir Art-
uro Cmz. Hann studdi sandinista
þegar Somoza var velt en varð
síðar leiðtogi stjómarandstæðinga
er sandinistar hófu að svíkja lof-
orð sín um lýðræðisumbætur og
tóku upp nána samvinnu við
kommúnistaríkin. Cmz hætti
sjálfur að mestu pólitískum af-
skiptum fyrir tveim ámm en níu
menn, þ. á m. bræðumir Daniel
og Humberto Ortega, sem mynd-
uðu formlega leiðtogahóp sandin-
ista á fundi hjá Fidel Kastró, ein-
ræðisherra Kúbu, árið 1979, em
enn þá við völd.
beinagrind hans duga og oft boð-
að að einkaframtakið myndi fá
að njóta sín í talsverðum mæli.
En þeir hafi sífellt verið að skipta
um stefnu; ýmist hvatt einkafram-
takið til dáða eða gert einkaeign-
ir upptækar, „þeir hafa gert óviss-
una að sjálfu leiðarljósinu." Dani-
el Ortega forseti heimsótti fyrir
skömmu tíu Vestur-Evrópulönd
til að biðja um efnahagsaðstoð en
árangurinn varð lítill. Stjórnir
landanna vilja flestar sjá ótvíræð
dæmi um lýðræðisumbætur áður
en þau bæta Nicaragua upp
minnkandi fjárhagsaðstoð frá
Sovétmönnum og Kúbveijum sem
telja sig vart lengur aflögufæra
um fé. Enn þá senda þeir þó vopn
til landsins.
Talið er að þjóðarframleiðsla
sé nú 50% minni í Nicaragua en
fyrir byltinguna og verðbólga var
36.000% á síðasta ári. Sandinistar
kenna viðskiptabanni Bandaríkja-
stjórnar og hernaði kontra-skæm-
liða, er studdir voru bandarískum
vopnum og fé, um efnahagsó-
göngurnar. Hagfræðingurinn
William Baez var framkvæmda-
stjóri þróunarstofnunar landsins
til 1986 og hann viðurkennir að
átökin við kontrana hafi vissulega
kostað mikið fé auk tugþúsunda
mannslífa. Hins vegar bendir
hann á að bardagarnir hafi aðal-
lega orðið í sveitahémðum austar-
lega í landinu; langt frá mikilvæg-
ustu efnahagsvæðunum á Kyrra-
hafsströndinni. Aðalorsakir efna-
hagslegra hrakfara landsmanna
em að áliti Baez fyrst og fremst
pólitísk óstjórn og þjóðnýtingar-
gleði ráðamanna.
Fyrir byltinguna hafi einkaaðil-
ar annast 85% allrar framleiðslu;
nú sé hlutfall þeirra aðeins 35%.
Baez segir að stóijörðum í einka-
eign hafí í sumum tilvikum verið
skipt milli smábænda en eignar-
hald þeirra á jörðunum sé nánast
nafnið tómt. Smábændurnir séu
skikkaðir til að vera í flokki
sandinista sem öllu ráði, megi
ekkí selja jarðir sínar og þær
gangi ekki í arf. Framleiðsla á
stóijörðum í einkaeign, sem nú
em orðnar ríkisjarðir, hefur
minnkað og þetta hefur aukið enn
á skortinn og vesöldina.