Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1989, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR 23. JULÍ 1989 T TT \ er sunnudagur 23. júlí 9. sd. eftir Trínitatis. A UAu 204. dagur ársins 1989. Skálholtshátíð. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 9.23 og síðdegisflóð ki. 21.55. Sólarupp- rás í Rvík kl. 4.05 og sólarlag kl. 23.01. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.34 og tunglið er í suðri kl. 5.16. (Almanak Háskóla íslands.) Komum með lofsöng fyrir auglit hans, syngjum gleðiljóð fyrir honum. (Sálm. 95,2.) ÁRNAÐ HEILLA Í7A ára aíhiæli. Á morgun, I U mánudag, 24. júlí, er sjötugur Jón V. Jónsson framkvæmdastjóri, Sæ- vangi 15, Hafnarfírði. Hann og kona hans, Soffía Jóns- dóttir, taka á móti gestum á heimili sínu á morgun, af- mælisdaginn, milli kl. 17 og 20______________ f7A ára afmæli. Á morgun, ■ V/ mánudag, 24. júlí, er sjötugur Guðmundur Berg- mann Magnússon bóndi á Vindhæli á Skagaströnd. AA ára afmæli. Á morgun, Ovf mánudag, 24. þ.m. er sextugur Magnús H. Sigur- jónsson bæjarfulltrúi, Víði- gpaind 11, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Kristbjörg Guðbrandsdóttir. A ára afinæli. Á morgun, OU mánudag, 24. júlí, er fímmtugur Ólafiir Þorgils Guðmundsson málara- meistari, Borgarvegi 30, Njarðvíkurbæ. Kona hans er Guðlaug F. Bárðardóttir. Þau ætla að taka á móti gest- um í dag, sunnudag, í safnað- arheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 18-20. ERLENDIS: 1403: Orrustan um Shrews- bury. 1595: Spánverjar ganga á land í Cornwall á Englandi og brenna Penzance. 1619: Gústaf Adolf hrindir árás keisarahersins við Werb- en. 1759: Rússaher Saltikovs sigrar her Prússa. 1785: Friðrik mikli stofnar þýska furstasambandið. 1793: Bretar taka Korsíku. 1803: Robert Emmet gerir uppreisn á Irlandi að áeggjan Frakka 1828: William Burt frá Mieh- igan fær einkaleyfí á fyrstu ritvélinni. 7 H ára afmæli. í dag, I U sunnudag, 23. júlí, er sjötugur Friðbjörn Þórhalls- son, Kirkjugötu 3, Hofsósi. Kona hans er Svanhildur Guðjónsdóttir. í dag, afmæl- isdaginn, ætla þau að taka á móti gestum í félagsheimili Hofsóss eftir kl. 16. FRETTIR í DAG 23. júlí stendur i Háskólaalmanakinu: Hey- annir byija. í Stjörnu- fræði/Rímfræði segir: fjórði mánuður sumars að forníslensku tímatali hefst með miðsumri 23.-29. júlí. Mánuðurinn sjálfur eða nokkur hluti hans mun einnig hafa borið nafhið miðsumar. HÁSPENNULINULÖGN. í nýlegu Lögbirtingablaði tilk. skipulagsstjóri ríkisins um legu væntanlegrar háspennu- línu frá Búrfellslínu að Hamranesi við Hafnarfjörð. Lög gera ráð fyrir að lýst skuli eftir athugasemdum við tillögu að legu þessarar há- spennulínu. Fyrirhugað línu- stæði er um 12 sveitarfélög. Tillagan hefur verið lögð fram almenningi til sýnis segir í tilk. fram til 30. ágúst nk. Hugsanlegum athugasemd- um á að skila á eftirtöldum sýningarstöðum fyrir 14. sept. nk. í Gnúpverjahreppi j félagsheimilinu Árnesi. Á Skarði í Landmannahreppi í Skeiðalaug, Brautarholti. í Skeiðahr. í hreppsskrifstofu í félagsheimilinu Borg. Hjá oddvita Grafningshrepps, Ár- sæli Hannessyni á Stóra- Hálsi. í hreppsskrifstofu Ölfí ushrepps í Þorlákshöfn. í Hveragerði í bæjarskrifstof- unni. I skrifstofíi Mosfells- hrepps í Hlégarði. í bæjar- skrifstofu Kópavogs, Fann- borg 2. í Sveinatungu, bæjar- skrifstofu Garðabæjar. í bæj- arskrifstofu Hafnarfjarðar- bæjar og hér í Reykjavík í skrifstofu borgarskipulags- ins. FÉL. eldri borgara. I dag, sunnudag, er opið hús í Goð- heimum kl. 14, fijáls spil og tafl og dansað verður kl. 20. FÉLAGSSTARF aldraðra í Reykjavík. Á þriðjudaginn kemur 25. þ.m. verður næsta hálfsdagsferðin farin. Hún hefst á Hlemmi kl. 13.30. Verður þá ekið um Þrengslin, um Óseyrarbrúna, Stokkseyri Þetta er eitt dönsku eftirlitsskipanna sem halda uppi gæslu á miðunum við Grænland. Koma þau þá oft við hér í Reykjavíkurhöfti. Þetta er eftirlitsskipið Vædderen. Það er nú 26 ára gamalt skip og á því alllanga sögu að baki. Einn kafli hennar snertir sjálfa íslandssöguna. Það var þetta danska varðskip sem flutti handritin hingað heim frá Danmörku í aprílmánuði 1971. Undanfarna daga hefur Vædderen verið hér i höfninni. Þyrla skipsins er um það bil að hefia sig til flugs af þyrlupalli skipsins, þegar myndin var tekin. ÖIl dönsku eftirlitsskipin sem hér koma við eru með þyrlu og tilheyrandi þyrlupall fyrir þær að athafha sig á. Vædderen var smiðaður í skipa- smíðastöðinni í Álaborg. Kjölurinn var lagður að skipinu haustið 1961. Skipið var tekið i þjónustu flotans árið 1963. og Eyrarbakka til Selfoss og heim um Hellisheiðina. Eins er verið að undirbúa aðra hálfsdags ferð. Það er ferð um Reykjavík. Hún verður farin fimmtudaginn 27. þ.m. Hefst eins og aðrar slíkar ferðir kl. 13.30 á Hlémmi. Nánari uppl. og skráning í þessar ferðir eru að fá í skrif- stofu félagsstarfsins s. 689670/689671 á skrifstofu- tíma. FORNBÍLAKLÚBBUR ís- lands er nú að undirbúa ferð vestur á Snæfellsnes dagana 28.—30. júlí. Þetta er rúmlega 700 km ferð sé ekið fyrir Jökul. Þetta verður lengsta ferð klúbbfélaga á þessu sumri. Þeir sem stjóma undir- búningi og ferð eru þeir Krist- inn Snæland s. 77589 og Björn Knútsson s. 33289. BRÚÐUBÍLLINN verður á morgun, mánudag, í Suður- hólum kl. 10 og á Háteigs- velli kl. 14. SKIPIN REYKJAVIKURHOFN: í gær fór togarinn Snorri Sturluson til veiða. Þá kom togarinn Ásbjörn inn til lönd- unar. írafoss var væntanleg- ur í gær að utan. í dag eru togararnir Sigureyog Skipa- skagi væntanlegir inn til löndunar á Faxamarkaði. Og í dag fer danska eftirlitsskipið Vædderen. HAFNARFJARÐAR- HOFN: í gær fór togarinn Stapavík til veiða og í dag er væntanlegur inn til löndun- ar togarinn Ljósfari. ÞETTA GERÐIST 23. júlí 1867: Rússneskur landstjóri skipaður í Turkestan. 1870: Napoleon keisari II skipar Eugénie keisara- drottningu rikisstjóra Frakk- lands. 1914: Austurríkismenn selja Serbum úrslitakosti eftir til- ræðið við Franz Ferdinand erkihertoga í Sarajevo. 1945: Pétain marskálkur leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir landráð. 1952: Naguib hershöfðingi tekur völdin í Egyptalandi. 1962: Fyrsta béina sjónvarps- sending um Telstar frá Bandaríkjunum til Evrópu. 1964: Tillaga De Gaulles um að stórveldin hætti afskiptum í Indókína. 1974: Gríska herforingja- stjórnin segir af sér; Kara- manlis kemur úr útlegð og verður forsætisráðherra. HÉRLENDIS: 1742: Sýslumaður Rangæ- inga fyrirfer sér í gjá á Þing- völlum. 1809: Konungsúrskurður um skipan 4ra manna nefndar til að stjóma landinu. 1823: Kötlugosi lýkur. 1929: Snarpur jarðslqálfta- kippur í Reylqavík. 1939: Th. Stauning kemur í opinbera heimsókn. 1950: Borgarvirki endurreist. 1978: Fyrsti djákni frá siða- skiptum vígður. LÁRÉTT: — 1 kvenfuglinn, 5 skjögra, 8 þrátta, 9 hrósar, 11 tréílát, 14 guð, 15 versa, 16 kjánum, 17 þrír eins, 19 sigraði, 21 skotts, 22 slær létt högg, 25 velur, 26 auli, 27 hreyfingu. LÓÐRÉTT: — 2 snjó, 3 keyri, 4 kroppar, 5 vitrar, 6 tíndi, 7 mánuður, 9 kaupstað- ur, 10 danskrar eyju, 12 sval- ari, 13 þuldi, 18 úrkoma, 20 fmmefni, 21 hvað, 23 kom- ast, 24 rómversk tala. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: - 1 óféti, 5 starf, 8 æðina, 9 sterk, 11 jurta, 14 apa, 15 kálið, 16 lómum, 17 ilí, 19 alir, 21 iðin, 22 sólinni, 25 set, 26 æða, 27 rói. LOÐRETT: - 2 fát, 3 tær, 4 iðkaði, 5 snjall, 6 tau, 7 rit, 9 saklaus, 10 efldist, 12 rómaðir, 13 aumingi, 18 leið, 20 ró, 21 in, 23 læ, 24 Na. ORÐABOKIN Slagorð — vígorð Oft má heyra menn í ræðu og riti tala .um slagorð og nota einnig ýmsar samsetn- ingar af því orði, svo sem að tala um slagorðaflaum. Er þá átt við einhvers konar stóryrði eða hremmiyrði um menn eða málefni, oft án nokkurs rökstuðnings. En svo er það haft sem ein- kunnarorð, sem velq'a eiga athygli manna á ágæti ein- hvers málefnis eða jafnvel vöm. Mörgum hefur verið heldur í nöp við þetta orð, sem hefur smeygt sér óbreytt inn í mál okkar úr dönsku, en þangað komið úr þýzku, Schlagwort. Elzta dæmi um slagorð í fómm OH er frá 17. öld, úr Ævi- sögu Jóns Indíafara, en hann dvaldist líka með Dön- um og hefur trúlega numið orðið af þeim. í ritum frá um aldamót kemur orðið fyrir, en á stundum setja menn gæsalappir utan um, vafalaust sem afsökun fyrir notkun orðsins. í íslenzkum orðabókum er orðið merkt þannig, að það sé tæplega eða ekki boðleg íslenzka. Mætur maður bjó til no. vígorð í staðinn. Hefur hann þar haft í huga so. að vega í merkingunni að ráðast á e-n með orðum. Ýmsum finnst þetta orð ekki henta alls staðar, en þá má nota í staðinn orð eins og eirt- kurmarorð eða kjörorð, svo sem gert er í orðabókum. ' - JAJ. Þessar ungu dömur komu í skrifstofu Rauða Kross fs- lands fyrir nokkru með 1.730 kr. sem þær afhentu þar, ágóða af hlutaveltu sem þær höfðu haldið til styrktar RKÍ. Þær heita^ Ingibjörg Tönsberg, Erna Tönsberg, Liþ'a Steinunn Ámadóttir og Inga María Guðmunds- dóttir. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Hafrannsóknarskip Dana kom hingað í gær. Dr. Táning stjórnar rann- sóknarstarfínu þar um borð. Munu þeir dr. Tán- ing og dr. Árni Friðriks- son bera saman bækur sínar. Þá verður haldinn hér fulltrúafiindur Al- þjóða hafrannsóknar- ráðsins. Verður rætt um þær rannsóknir sem fram hafa farið hér í Faxaflóa og lagðar verða til gmnd- .vallar ákvörðun hafrann- sóknarráðsins um friðun Faxaflóa, sem tekin mun verða ákvörðun um á árs- fundi Alþjóða hafrann- sóknarráðsins sem verð- ur haldinn í Gautaborg að ári. Formaður ráðsins, Norðmaðurinn Johan Hjort, kom hingað til Iands í gær með norska skemmtiferðaskipinu Stavanger. Með því sama skipi hafði komið til skrafs og ráðagerða við ríkis- stjómina Sveinn Björns- son sendiherra íslands í Kaupmannahöfti. Hann ætlar að taka sér sum- arfrí eftir því sem við verður komið vegna mik- illa anna. AHEIT OG GJAFIR STRANDARKIRKJA. Áheit afhent Morgunblaðinu: M. J. 10.400, Stína 5.000 H Þ 5.000, G.S.V. 3.000, ómerkt 3.000, ómerkt 3.000, O.E. 2.280, N.N. 2.000, A.G. 2.000, N. N. 2.000, Á.G.B. 2.000, Margrét 2.000, H.B. 1.600, Sigrún 1.000, Tómas 1.000, N.N. 1.000. V.K. 1.000,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.